Morgunblaðið - 30.06.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNl 1974 3
. •• * - • . ■ ..... ....
p m n ji úr verinu I EFTIR EINAR SIGURÐSSON
Tfðarfarið
Tíðin var einstaklega mild og
veður stillt síðustu viku, oft
rjómalogn og dauður sjór, svo að
sjómenn töluðu um, að veðurblíð-
an væri of mikil til þess að fiskur
gæfi sig til:
Aflabrögð
Greinilega hefur dregið úr
aflanum hjá togbátum sfðasta
hálfan mánuð. Bendir eindreg-
ið til þess, að miðin hreinlega
þoli ekki þá miklu örtröð, sem
á þeim er. Þannig var það
til að mynda um síðustu helgi.
Þegar helgarfrí var hjá Eyja-
bátum, þá glæddist strax hjá
„aðkomubátum austur á Vík“,
en svo sótti strax í sama horfið,
þegar allir voru komnir þangað.
Lágu þá bátar kannski á afla, sem
var ekki nema 2 Iestir yfir sólar-
hringinn og þykir hreint ekki
neitt.
Einstaka togbátar voru þá eins
og vant er að koma með góðan
afla, en frekar var það þó um
siðustu helgi en síðar í vikunni.
Þannig fengu Eyjabátarnir Álsey
35 lestir og Surtsey 25 lestir, Þor-
lákshafnarbáturinn Lárus Sveins-
son 35 lestir, Sandgerðisbáturinn
Arnarborg 27 lestir og Grinda-
víkurbátar 20—25 lestir, allt
austan úr bugtum.
Algengastur afli hjá togbátum
var þó 10—15 lestir og þaðan af
minna.
Handfærabátar hafa verið að
reita þó svolítið og alveg sæmilegt
hjá trillunum. Þannig komu
Gunnar Hámundarson og Manni
til Keflavfkur með 12 lestir hvor,
Sjóli kom inn til Reykjavíkur með
22 lestir eftir 5 daga, Haraldur til
Akraness með 18 lestir og tveir
11 lesta bátar komu inn til Sand-
gerðis með um 10 lestir hvor og
voru 3 á.
Trillurnar, sem komu til
Reykjavfkur, voru að fá allt upp í
5— 6 lestir, voru 3 og 3 á 2—3
daga úti.
Einn bátur rær enn með net frá
Sandgerði og vitjar um annan
hvern dag og hefur verið að fá
6— 7 lestir í róðri.
Mönnum þykir humarinn treg-
ur, þó hafa bátar frá Þorlákshöfn
verið á fá 1000—1700 kg eftir 3
daga, f Grindavík 800—1200 kg og
Sandgerðisbátar 600—800 kg, allt
slitinn humar. Vestmannaeyja-
bátar eru búnir að fá f vor 10
lestir af humri f 36 róðrum.
Rækjubátarnir eru nú farnir að
hafa með sér Is og vera lengur úti,
upp í 2 daga. Hafa þeir verið að
koma með upp í 2800 kg, en al-
mennur afli hefur verið um 1500
kg.
Togararnir
Togararnir eru nú allir á heima-
miðum og er afli tregur, 150—200
lestir í túr.
Til Reykjavíkur komu í vikunni
Hjörleifur með 150 lestir, Snorri
Sturlaugsson 197 lestir og Bjarni
Benediktsson 190 lestir. Hrönn
kom inn sfðast f vikunni, en var
ekki búin að landa og talið, að
hún væri með 200 lestir.
mælikvarða á borð við Pompei og
Taj Majal, sem báðir blikni þó
fyrir Heimaey.
Upp úr dúrnum kemur svo, að
þessar ungu Eyjastúlkur eru dæt-
ur Sigurðar Georgssonar og konu
hans, Fríðu Einarsdóttur, en
Sigurður er skipstjóri og eigandi
vélbátsins „Heimaeyar" VE 1,
sem er ný 1.50 lesta stálbátur og
veiðir nú aftur frá nöfnu sinni
Heimaey.
hún nýkomin heim til Noregs úr
leiðangrinum með 300 lestir af
saltfiski, sem seldist fyrir um 180
krónur kg upp til hópa, og er
þetta metverð, farmurinn á um 54
millj. króna.
Veiðiferðin tók 5 mánuði og
farið verður aftur að losun lok-
inni og þá lengra vestur á bóginn,
alla leið að Nýfundnalandi.
Engir togarar voru á miðunum
við Vestur-Grænland nema græn-
lenzkir. Sú var þó tíðin, að
íslenzkir togarar voru þar og
margra annarra þjóða.
VEHKSMIÐJAN
í FUGLAFIRÐI.
Mafgir kannast við síldarverk-
smiðjuna Havsbrun í Fuglafirði í
Færeyjum, því að íslenzk skip
hafa oft selt þar sfld. Þar eru
unnin 70% af mjöli og lýsi eyj-
anna. Leggja þar nú að staðaldri
upp 30—40 lítil togveiðiskip, sem
veiða iðnaðarfisk, spærling, sand-
sfli o.f.frv. Nýjasta skipið er 220
lesta stáltogari, Atlantis, með 750
hestafla vél, smíðaður í Dan-
mörku. Færeyingar láta nú smfða
mikið af litlum fiskiskipum þar,
þau eru ódýrari en í Noregi og á
þeim er gott handbragð.
Atlantis kostaði um 60 milljónir
króna (3.8 millj. danskar).
FÆREYINGAR STANDA
SIG.
Færeyingar hafa hagstæðan
verzlunarjöfnuð fyrir síðastliðið
ár, sem nemur 1000 miiljónum
króna, eða hvorki meira né minna
en 15%. Það eru aðeins mjög fá
lönd í Evrópu, sem hafa hagstæð-
an verzlunarjöfnuð, meðal þeirra
eru Sviss og Vestur-Þýzkalands.
Að undanteknu einu ári sfðastlið-
in 4 ár hefur meira verið flutt út
frá Færeyjum en inn. Af þessu
gætu Islendingar lært að eyða
ekki meir en aflað er. Olíkt þægi-
legra og öruggara lff.
SPÁNSKI
FISKIFLOTINN.
Spánverjar eiga nú einhvern
stærsta og nýtízkulegasta fiski-
skipaflota í Evrópu. Keppa þeir
að því að verða sjálfum sér nógir
með sjávarafurðir.
Tveir nýir spænskir skuttogar-
ar veiða nú iðnaðarfisk milli Fær-
eyja og Noregs, austur af eyjun-
um og ekki langt frá þeim, en að
sjálfsögðu fyrir utan 12 mflurnar.
SUMARLOÐNAN
HJÁ NORSKUM.
Loðnan er nú á stærra veiði-
svæði hjá Norðmönnum f
Barentshafi og meira af henni, en
í fyrra, en hún er smærri, meðal-
tal 12,5 sm.
LOÐNAN VIÐ
NÝFUNDALAND
OG SÍLDIN 1
NORÐURSJÓNUM.
Norgalobal-leiðangurinn, sem i
er stórt verksmiðjuskip og mörg
veiðiskip, er nú búinn að fá um
10.000 lestir af loðnu við Ný-
fundnaland og gengur veiðin vel.
Kvótinn, sem Norðmenn hafa
þarna, er 43.000 lestir eða 13.000
lestum meiri en síldarkvóti Is-
lendinga í Norðursjónum, sem nú
horfir til vandræða með að verði
alltof lítill, svo að skipin verði að
hætta á miðju veiðitimabili.
Ofaná bætist svo, að mikið af síld
hefur verið selt úr islenzku skip-
unum fyrir bræðslusíldarverð.
4—6 krónur kg í stað 30—35
króna,' sem var verðið á
manneldissfld í vor, en er nú stór-
lækkað, kannski allt að um helm-
ing. Svona er hrunið á afurðum
sjávarútvegsins, hvert sem litið
er.
Stærri myndin: Heimaey VE I — Minni myndin: Tveir Noregsfaranna, Adda og Bára Sigurðardætur,
selja merki á sjómannadaginn heima f Vestmannaeyjum. Rjúkandi eldfellið f baksýn. ^
Til Akraness kom Víkingur
með 140 Iestir og Krossvík með
109 lestir.
„Heimaey“
til Heimaeyjar
I norska blaðinu „fiskaren“ á
þjóðhátíðardaginn 17. júní er
heilsíðu grein með myndum, sem
ber heitið: „Heimaey" veiðir
aftur frá heimahöfn.
Blaðamaðurinn hittir tvær
litlar systur, 10 og 11 ára, öddu og
Báru, þar sem þær eru að selja
slysavarnamerki, sennilega á
lokadaginn, með merkin í kara-
melludós og peningana í klút.
Þær fara hús úr húsi og bjóða
merkin og inn i þetta flettar
blaðamaðurinn, en þeir eru
reyndar tveir, piltur og stúlka,
lýsingu á Vestmannaeyjabæ eftir
eldgosið, sem þeir segja að sé nú
að verða ferðamannabær á heims-
Fjölskyldan, sem er 6 manns, er
flutt aftur til Eyja og býr í leigu-
húsnæði, því að splunkunýtt og
vandað fbúðarhús þeirra hjóna er
nú undir 25 metra þykkri hraun-
hellu. Ætlunin er að byggja á ný í
sumar.
Systurnar buðu blaða-
mönnunum heim og kom þá í ljós,
að þær og bróðir þeirra höfðu öll
verið í boði Norðmanna í fyrra-
sumar ásamt fjölda annarra Eyja-
barna. Yngsta barnið f fjölskyld-
unni, Vigdís 6 mánaða, fæddist í
útlegðinni í Reykjavík. Hún
verður ein af nýju kynslóðinni,
sem ekki kemur til með að muna
eftir Heimaey með aðeins einu
eldfjalli.
GRÆNLANDSFAR
Aðeins einn norskur bátur
veiddi með Iínu við Vestur-Græn-
land síðustu vertfð, „Björnöy". Er
Nú eru síöustu sætin í Utsýnarferöum
sumarsins á þrotum:
Þægilegt þotuflug. Kvöldflug lengirsumarleyfið. Útsýnarþjónusta
tryggir ánægjulega ferð. Fyrsta flokks gæði — sama lága verðið.
rCOSTA DELSOU
TRYGGASTI SÓLSTAÐUR
ÁLFUNNAR
BEZTU GISTISTAOIRNIR
alv«g við ströndina
3. júlf — 6 s. laus
15. júlf — 16. s. laus
17. júll — 8 s. laus
24. júlí — 20 s. laus
29. júH — 12 s. laus
31. júll — uppsalt
12. ágúst — uppsalt
14. ágúst — uppsah
21. ágúst — uppssh
26. ágúst — uppsalt
l 28. ágúst — uppsalt
FEROASKRIFSTOFAN
AUSTURSTRÆTI 17
SfMi 26611 — 20100
lOltnur,
Einkaumboð ð
íslandi
TJÆREBORG
AMERICAN
EXPRESS.
ITALIA
HEILLAR
GULLNA STRÓNOIN
STAOUR SEM
SLÆR Í GEGN
31.maí —uppselt
15. júnl . —uppselt
2. júll — 4 s. laus
16. júll — uppselt
30. júll — uppselt
13. égúst — uppselt
27. ágúst — uppselt
10. sept. —uppselt
STÆRSTA
OG
VANDAÐASTA
FERÐAÚRVALIÐ
Kaupmannahöfn
London
Rinarlönd
Austurríki
Gardavatn
Grikkland
Rhodos
Costa Brava
Mallorca