Morgunblaðið - 30.06.1974, Síða 4
4
Fa
/7 /tíi.i /./;#f.i v
ALUR!
*Sk 22-0-22-
RAUOARÁRSTÍG 31
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA car rental
Hverf isgötu 18
27060
Bílaleiga
CAR RENTAL
Sendum
U* 41660 - 42902
/pt BÍLALEIGAN
^51EYSIR
CAR RENTAL
W24460
í HVERJUM BÍL
PIONŒCER
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
|Rox-0unl>lnMíi
morgfaldor
markad vðor
Starfandi prestur í
stórborg nútímans
Sú hugmynd, að prestsstarfið
sé svo að segja eingöngu bundið
altari og predikunarstól,
kirkjuhúsi og helgisiðum, er
enn svo rótföst f hugum flestra
íslendinga, að vart er enn talin
guðsþjónusta annað en messa
eftir fornu formi. Og þeir prest-
ar, sem ekki predika helzt
hvem helgan dag eru varla
taldir vaxnir sínu hlutverki.
Samt hefur hugmyndin
aðeins breytzt við tilkomu
æskulýðsprests, eða ungmenna-
fulltrúa, fangelsisprests og
sjúkrahúsprests. En þetta eru
samt svo nýleg störf á vegum
fslenzku þjóðkirkjunnar að þau
eru öll að heita má stofnuð
alveg á sfðustu áratugum og
jafnvel síðustu árum.
Segja má samt, að þetta sé
alls staðar að breytast. Og þótt
messan í kirkjunni sé enn hinn
fasti punktur, brennidepill,
sem sindrar frá sér lffsljósi
kenninga og kraftar Krists, þá
sé guðsþjónustan utan kirkju
alltaf að vinna á, eignast veg-
legri sess og víðtækari skilning
í vitund kristins manns.
Hér mun f örstuttu máli sagt
frá starfsemi eins manns í er-
lendri stórborg, prests, sem
sjaldan predikar í kirkju að
minnsta kosti, en vinnur þó
prestsstarf verklangan dag og
leggur stundum nótt með degi.
Þar eru orð eiginkonu hans
ágætur vitnisburður:
„Eg sé hann sjaldan á daginn,
en oftast að nóttunni." Og hann
sagði sjálfur:
„Laugardaga helga ég
fjölskyldu minni, konunni og
dætrunum tveim, og sunnudag-
inn hef ég oftast frjálsan fram
á kvöld. Þá erum við í sumarbú-
stað, sem ég á úti í sveit. Ég
mála og leik á fiðluna mína,
safna steinum og gömlum lykl-
um f grenndinni.
Steinana hef ég til fyrir-
myndar í málverkum mínum.
Ég mála ljósbrotin sem leika f
þeim. Fiðlutónarnir eru mfn
eigin hjartaslög og mínar bæn-
ir, en lyklarnir samband við
sögu og fortíð.“
Ég sá hann fyrst á maí-
morgni, þar sem hann stóð við
gamla bflinn sinn og beið á
hlaði hallarinnar þar sem ég
bjó. Hrokkið skolbrúnt hár
hans blakti fyrir morgunblæn-
um. I því voru hvítir þræðir,
sem voru í mótsetningu við
morgunblænum. í þvf voru
hvítir þræðir, sem voru í mót-
setningu við unglegt en svip-
mikið andlit, sem virtist um
þrftugt, en hann er fjörutfu og
þriggja ára Svisslendingur, sem
vinnur fyrir lúthersku kirkju-
deildina í Vínarborg, hár og
grannur á „tweed“ jakka og í
brúnni skyrtu, bindislaus, eng-
inn „öfugur hvítflibbi", sem
annars einkennir marga presta.
Hann var einmitt að koma
snemma á mánudagsmorgni til
að sækja mig og sýna mér
eitthvað af þeim stofnunum
fyrir aldraða, umkomulausa,
hrakta, hrjáða, sjúka og særða,
sem hann hefur umsjón með og
heimsækir nær daglega.
Mikinn hluta dags eða ákveð-
inn tíma daglega vinnur hann
þó á skrifstofu sinni, svarar
bréfum og fyrirspurnum, anzar
í síma, annast um aðstoð fyrir
nauðstadda.
Eina nótt og tvo daga í viku
hverri annast hann svonefnda
„Telefonseelesorge" — Síma-
sálgæzlu ásamt öðrum presti
frá kakþólsku kirkjunni —
Daritasstofnun hennar.
Stundum heimsækir hann
saumaklúbba eldri kvenna eða
kemur á fundi áfengissjúkl-
inga, flytur þar bænir og ritn-
ingarorð, útvegar ræðumenn,
söngfólk og skemmtikrafta f
sönglist eða orðlist.
Stundum heimsækir hann
sjúkrahús og hjúkrunarheimili,
barna- og dagheimili, en mót-
mælendakirkjurnar hafa margt
slfkt á starfsskrá sinni, þótt
þær séu mjög fámennar miðað
við kaþólsku kirkjuna.
Þessi þjónusta er því mjög
umfangsmikil. Og það er varla
hægt að hugsa sér, hvernig
borgin kæmist af án slfkrar
starfsemi. Og samt er hún svo
að segja nýlega hafin.
Hún nær til fangelsa og fatl-
aðra, heimilislausra og hrjáðra,
ekki sízt flóttafólks, sem ótrú-
lega margt gistir þessa fögru og
frjálsu borg, sem er stundum
líkt við gróðurvin frelsis og
friðar f auðn kúgunar og sundr-
ungar.
Erfiðast er starfið fyrir hús-
næðislausa og heimilislausa
fólkið, hverjar svo sem orsak-
irnar eru fyrir böli þess og
vandræðum. En úr þvf er reynt
að finna leiðir með reglubundn-
um fundarhöldum, þar sem
leitað er bæði til samfélags og
kirkju um styrk og aðstoð, en
fyrir þessu gengst presturinn.
Auk heimsókna, hálpar og
leiðbeininga fyrir aldraða, und-
irbýr presturinn ferðalög aldr-
vió
gluggann
eftirsr. Árelius Níelsson
aðra, svonefndar sóknarferðir
— Sonnenzug — heimsækir
óreiðuh'eimili og hefur umsjá
með börnum fráskilinna hjóna
og raunar með hjónunum sjálf-
um meðan hjónaskilnaðurinn
gengur yfir.
Og að síðustu skal svo minnzt
á sfmasálgæzluna. Hana má
telja eina nýjustu og sérstæð-
ustu starfsgreinkirkjunnarvíða
um lönd og er þekktust hér
fyrir starfsemi í St. Nikolai-
kirkjunni við Störget í Kaup-
mannahöfn.
Það er á stað í nágrenni St.
Stephensdómkirkjunnar í Vfn-
arborg, sem prsturinn svarar í
sfmann. Flestir þeirra sem
hringja þjást af uppgjöf, angist
og örvæntingu og eru sjálfs-
morði nær.
Með hugþekku viðmóti, róleg-
um orðum og hughreystingu
eru gerðar tilraunir á ótrúlega
einfaldan hátt til að sefa við-
mælendur. En um þá starfsemi
eina mætti skrifa langa ritgerð.
Þótt ótrúlegt sé er þessi fjöl-
þætta starfsemi evangelisku
safnaðanna og félagsráðgjöf
prestsins, sem hér er kynntur,
varla áratugar gömul. En hún
hefur orðið prédikurum áhrifa-
ríkari, flutt anda og kraft
Krists út í lífsbaráttu fólksins
og presturinn heitir Pfarrer.
Leikári Þjóðleikhússins lokið:
Sýningargestir 100 þús-
und — 309 sýningar
LEIKÁRI Þjóðleikhúss-
ins lauk sl. þriðjudags-
kvöld með sýningu á
óperunni Þrymskviðu
eftir Jón Ásgeirsson. Var
húsið þéttsetið og þegar
hefur verið ákveðið að
taka upp sýningar á óper-
unni í haust, þar eð hún
hefur hlotið óvenjulegar
vinsældir og mikla að-
sókn. Þessi sýning var
309. sýningin í vetur og
hafa þær aldrei verið
fleiri á einu leikári.
Fjöldi sýningargesta var
einnig óvenjumikill,
munu þeir hafa verið 100
þúsund og aðeins 2—3
sinnum áður í sögu leik-
hússins hafa þeir náð
þeirri tölu.
I fréttatilkynningu frá leik-
húsinu segir, að það sem fyrst
og fremst hafi aukið tölu sýn-
inga, sé sú nýja stefna að fara
út fyrir sjálfa leikhúsbygging-
una með fámennar sýningar og
svo tilkoma litla Ieiksviðsins í
kjallaranum, en þar voru sýnd
4 verk í vetur.
Aðsókn var yfirleitt mikil,
mest að Leðurblökunni, en á
henni voru 50 sýningar fyrir
26.290 gesti. Aðsókn að öðrum
verkum var það mikil, að tekn-
ar verða upp sýningar á þeim I
haust. Þetta á t.d. við um
Klukkustrengi Jökuls Jakobs-
sonar og Ég vil auðga mitt land
eftir Þórð Breiðfjörð, eða Matt-
hildinga.
í tilefni þjóðhátfðarinnai
verða sérstakar sumarsýningar.
Dagana 25. júlí til 8. ágúst
verður leikhúsið með 9 leiksýn-
ingar, 3 á Jóni Arasyni, 3 á Ég
vil auðga mitt land og 3 á Litlu
flugunni.
Um 30 leikarar voru fastráðn-
ir við leikhúsið á starfsárinu,
en auk þess komu þar fram í
hlutverkum 30 aðrir leikarar og
10 óperusöngvarar. 1 íslenzka
dansflokknum eru 10 manns og
ef allir eru taldir með, sem þátt
tóku í sýningum, kórfólk í Þjóð-
leikhúskórnum, sem fram kom
í óvenjulega mörgum sýningum
og aukaleikarar, eru þetta sam-
tals um 230 manns. Leikstjórar
voru 11 og leikmyndateiknarar
12.
Stöðunefnd lækna ósam-
mála túlkun ráðuneytisins
BLAÐINU hefur borizt eftir-
farandi athugasemd við
greinargerð heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytisins við
veitingu héraðslæknisemb-
ættisins f Eyrabakkahéraði frá
nefnd þeirri, sem samkvæmt
lögum á að meta hæfni um-
sækjenda um læknastöður:
I greinargerð frá ráðuneyt-
inu, dags. 12. þ.m., sem birzt
hefur a.m.k. í dagblaðinu
Tímanum, lýsir ráðuneytið yfir
því, að hlutverk stöðunefndar
skv. 33. grein laga urn heil-
brigðisþjónustu, nr. 56/1973, sé
ekki að raða umsækjendum um
læknastöður eftir hæfni,
heldur einungis að dæma um,
hvort þeir séu hæfir eða ekki
hæfir.
I 33. gr. laganna segir:
„Ráðherra skipar 3 lækna í
nefnd, er metur hæfni um-
sækjenda um stöðu Iandlæknis,
stöður yfirlækna, sérfræðinga,
héraðslækna og lækna heilsu-
gæzlustöðva. Nefndin skal
þannig skipuð: 1 tilnefndur af
Læknafélagi íslands, 1 til-
nefndur af læknadeild Háskóla
Islands og landlæknir, og er
hann jafnframt formaður
nefndarinnar.“ Og ennfremur
„Þegar um er að ræða stöður
yfirlækna og sérfræðinga,
hefur nefndin heimild til að
kveðja 2 sérfræðinga sér til
ráðuneytis."
Nefndinni er vitaskuld full-
ljós réttur ráðherra til að skipa
í embætti hvern þann umsækj-
anda, sem hæfur er talinn.
Hinsvegar er nefndin ósam-
mála túlkun ráðuneytisins á
hlutverki hennar og telur, að sú
túlkun geti ekki verið í sam-
ræmi við vilja löggjafans. Fyrir
þessu eru eftirtalin rök:
Lækningaleyfi gerir alla
lækna faglega hæfa til þess að
gegna hverri þeirri læknis-
stöðu, sem ekki krefst sér-
fræðingsviðurkénningar, svo
sem til þess að vera heilsu-
gæzlulæknar eða héraðslæknar
skv. eldri lögum, en engu að
síður gætu þeir verið mjög mis-
hæfir.
Sérfræðingsviðurkenning
gerir alla sérfræðinga að auki
faglega hæfa til þess að gegna
öllum sérfræðingsstöðum í sér-
grein viðkomandi læknis, svo
sem til þess að vera yfirlæknar
eða sérfræðingar á sjúkra-
húsum, en um sérfræðinga
gegnir vitanlega sama mál og
um almenna lækna, að þeir
gætu verið mjög mishæfir.
I reynd er það svo, að læknar
Framhald á bls. 35