Morgunblaðið - 30.06.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.06.1974, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNl 1974 OLlAN f Norðursjó gerir Norð- menn að rfkustu þjóð heimsins áður en iangt um Ifður. Tekj- urnar verða svo gffurlegar, að til þess að firra sig vandræðum ætla Norðmenn að ráðstafa stórum hluta erlendis. Olfugróðinn verður ekkert stundarfyrirbæri. Milljónir munu streyma f fjárhirzlur Norðmanna f margar aldir. En Norðmenn sýna furðulft- inn áhuga og eru vantrúaðir á spárnar um þennan mikla gróða sem bfður þeirra. Þeir hafa engan sérstakan áhuga á þvf að breyta lffsháttum sfnum. Strax á næsta ári munu Norð- menn framleiða meiri olfu og gas en þeir þurfa til eigin nota. Þótt Norðmenn séu sammála um að þróunin verði að vera hæg og jöfn, verða tekjur þeirra af olfunni orðnar svo miklar eftir aðeins þrjú til fjögur ár að þær munu sam- svara einum fjórða allra opin- berra tekna. Heimsmarkaðsverð á hráolíu er mjög varlega metið í öllum áætlunum en samt er gert ráð fyrir því að tekjur Norðmanna af olfunni í Norðursjó verði orðnar um 15 milljarðar norskra króna fyrir 1980. Stjórnmálamenn og hagfræð- ingar reyna að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Sósíalist- ísku flokkarnir þykjast sjá fram á einstætt tækifæri til þess að umbreyta samfélaginu eftir sínu höfði. Borgara- flokkarnir ala hugsjónir um samfélag sjálfseignarfólks. Báðar þessar fylkingar búa sig undir kosningarnar til Stór- þingsins 1977. Tækifæri þeirra sem sigra á þeim kosningum verða stórkostleg. Hagfræðingar hafa lengi bent á að velmegunin sem olíu- gróðinn færir muni valda erfið- leikum. Hættan á vinnuafls- skorti og auknum verðbólgu- þrýstingi er nærtæk. Atvinnu- leysi er ekki til í Noregi. Stytta á vinnutímann í 40 stundir á viku. Olíugróðinn kallar á aukið vinnuafl og eftirspurn eftir vöru og þjónustu mun aukast að mun. í svipinn vinna um 15.000 manns beint eða óbeint við olíuna. Innan skammt verður þörf á 10.000 f viðbót. Sé jafnframt tekið tillit til vinnutímastyttingarinnar verður skortur á að minnsta kosti 50.000 verkamönnum ef neyzlan innanlands fær að auk- ast um fjóra milljarða norskra króna eða þar um bil. Þetta er kjarni vandans. Hann væri hægt að Ieysa með innflutningi erlends vinnuafls. En Norðmenn hafa engan áhuga á þvf, þeir hafa beinlfnis skömm á þeirri hugmynd þótt þeir vilji opinberlega að minnsta kosti viðhalda þeim frjálsa norræna vinnumarkaði sem samkomulag hefur orðið um. Norðmenn vilja ekki gisti- verkamenn í venjulegum skiln- ingi og hafa haft slæma reynslu af tiltölulega fáum erlendum verkamönnum sem hafa unnið við olfuna. Norsk þjóðernishyggja bloss- aði upp í þeirri beisku og ofsa- fengnu baráttu sem var háð vegna umsóknarinnar um aðild að Efnahagsbandalaginu. Engin breyting ;.-'fur orðið á þessari afstöðu og hún hefur harðnað vegna olfunnar. Norð- menn eru jafnvel farnir að velta því fyrir sér hvort þeir eigi nokkuð að laða erlenda ferðamenn til Noregs. Vandinn sem Norðmenn standa andspænis sést á þvf að ef þeir ætla að smfða olíubor- palla og afgreiða þá á réttum tíma verður ekki fyrir hendi nægilegt vinnuafl til þess að sinna öðrum verkefnum á þessu sviði atvinnulífsins. Skipa smíðastöðvar eru nánast alveg bundnar við smfði borpalla, því það borgar sig betur að smíða þá en skip. Olíugróðinn mun verulega létta skattabyrði venjulegrar norskrar fjölskyldu og sjálfsagt vill hún bæta lífskjör sín. En spurningin er, hvernig það á að takast, þegar Norðmenn beita allri byggingargetu sinni að olfuiðnaðinum. Auðvitað er hægt að gera húsasmíði arð- vænlegri en borpallasmíði, en áhrifin mundu segja til sfn ann- ars staðar á vinnumarkaðnum og f öðrum greinum atvinnulífs- ins, ef hærri laun yrðu t.d. greidd fyrir húsasmíði. Bæði útflutningsiðnaði og skipasmíði Norðmanna finnst sem þeim sé ógnað. Samkeppn- in er hörð og þessar greinar vilja eðlilega samkeppnisað- stöðu. Olían gefur að vfsu arð, en ýmsum finnst óskynsamlegt að treysta eingöngu á Norður- sjó. Ef þessum mikilvægu grein- um verða ekki tryggð sann- gjörn skilyrði tapa Norðmenn meira á olíunni en þeir græða á henni. Sömu sjónarmið eru uppi f sjávarútveginum. Forráða- menn hans segja að olfa sé ekki allt, fólk verði lfka að fá mat að • Stærsti olfupallur Norðmanna dreginn út á Norðursjó til olfuleitarsvæðisins Ekofisk, sem þegar tryggir Norðmönnum tugmilljónagróða. Norðmenn verða ríkastir í heimi Otal vandamál skyggja þó á ánœgju þeirra borða og aflaverðmæti Norð- manna á undanförnum árum hefur verið allt að sex milljörð- um norskra króna. Norskir fiskimenn eru vanir hörðu lffi á sjónum en kannski kysu þeir fremur að vinna á borpöllum. Sjávarútvegurinn vill ekki missa vinnuafl og margir vilja tryggja jafnvægi í byggð lands- ins og koma í veg fyrir fólks- flótta. Það er stefna Norðmanna að hreinsa ekki meira olíumagn en þeir þurfa til eigin nota, meðal annars til þess að draga úr þrýstingi á vinnumarkaðnum. Þeir telja sig hafa meiri hag af þvf að selja hráolfuna. Minna er rætt um gasið þótt hlutur þess í heildartekjunum verði all- drjúgur, en enginn markaður er fyrir það f Noregi eins og stendur þótt gert sé ráð fyrir því að slíkur markaður muni opnast en þá yrði líka þörf fyrir vinnuafl. Norðmenn eru f hópi braut- ryðjenda í bortækni á sjó. Þá vitneskju er hægt að hagnýta í nýrri útflutningsgrein og olfan er orðin nýtt rannsóknarsvið. Nú þegar eru framleidd eggja- hvítuefni úr olíu. Enn sem komið er eru þau aðeins notuð f dýrafóður, en norskur land- búnaður á mörg ónotuð tæki- færi. Með endurbótum mætti endurskipuleggja norskan landbúnað og gera hann arð- vænlegri þótt skilyrði til land- búnaðar séu vfða slæm. Olían hefur þannig áhrif á allt í Noregi. Efahyggjumenn spyrja hvort þjóðareinkenni Norðmanna muni breytast. I ýmsum löndum leggjast hópar manna gegn hagvexti. Slíkir hópar fá ekki mikinn hljóm- grunn í Noregi, þar sem mörg verkefni bíða. vegir, brýr, hafn- ir, þjófélagsleg velferð, aukið fé til eigin neyzlu. Norðmenn hafa efni á þessu öllu en verða að finna réttu leiðina og fara með eðlilegum hraða. Tveimur þriðju olíuteknanna verður ráðstafað utan Noregs. Það fé mun þvf engin áhrif hafa á eftirspurn í Noregi. Norðmenn geta komið fram í hlutverki lánadrottna — geta til dæmis lánað þurfandi bræðrum í fjölskyldu Norður- landa. Norðmenn geta einnig tekið upp útþenslustefnu f iðnaðarmálum og keypt upp er- lend fyrirtæki sem fara f taugarnar á fólki sem vinnur við þjóðlegar atvinnugreinar. Til mála getur komið að stofna útibú og dótturfyrirtæki. Að vfsu yrði að nota erlent vinnu- afl, en það gerir ekkert til úr því það vinnuafl yrði á sínum stað, það er ekki í Noregi. Afraksturinn af þessum er- lendu fjárfestingum þyrfti ekki að koma til Noregs og trufla jafnvægið, sem þar ríkir. I stað- inn gætu Norðmenn byggt sér dálitið heimsveldi sem mundi eflast af eigin rammleik. Ferðavenjur gætu breytzt ef Norðmenn afréðu að ráðstafa fénu erlendis. Þeir yrðu áreiðanlega hvattir til þess að fara suður á bóginn um pásk- ana og í sumarleyfi í stað þess að fara til fjalla. Norska krónan verður ekki ósnortinn af olfugróðanum. Menn eru vissir um að gengi hennar verði hækkað oft til þess að draga úr verð- hækkunartilhneigingum. Þess verður ekki langt að bíða að norska krónan verður skráð á hærra gengi en sú sænska. Norska krónan getur orðið tryggasti gjaldeyrir Evrópu. Olfusala Norðmanna verður ekki ýkja mikil á Evrópumæli- kvarða. Ef Norðmenn fá að ráða verður framleiðsla þeirra um það bil 4% af orkuþörf Vestur-Evrópu. En ekki er víst að Norðmenn geti haldið sér við þessi 4% sem þeim finnst yfrið nóg frá sfnum sjónarhól. önnur lönd munu nánast neyða Norð- menn til þess að setja meira kraft í olíunýtinguna ef á ný verða erfiðleikar á því að fá olíu frá Arabalöndunum. Og Norðmenn verða að huga að sambúðinni við risann í austri. Norðurhöf hafa hingað til verið lítið sem ekkert rannsökuð og þar hafa engar markalínur verið dregnar. Norðmenn verða þannig bæði fyrir þrýstingi frá bandamönn- um sfnum og Sovétríkjunum. Norðmenn taka þessu öllu með ró. Þeir fara sér að engu óðslega og kippa sér ekkert upp við þann gróða sem þeir eiga í vændum. Siglingar hafa átt drjúgan þátt f þeirri velsæld sem Norð- menn hafa búið við á síðari árum. Þegar Súez-skurði var lokað hækkuðu farmgjöld veru- lega. Norðmenn verða rfkasta þjóð heimsins. Gróðurinn gerir þeim kleift að leysa vandamál sfn. Eftir fimm ár eða svo verða tekjur á mann hærri í Noregi en í Bandarikjunum. En skipt- ing þjóðarteknanna verður miklu jafnari. Mikilvægasta spurningin er sú hvort olíugróðanum verður að mestu leyti ráðstafað heima eða erlendis, en hvað sem þvf líður munu tekjurnar áreiðan- lega skila sér. (Berl. Tidende). # Norðursjó hefur verið skipt. Á svæðum Norðmanna og Breta hefur fundizt mikið af olfu og gasi, og þar er krökkt af borpöllum. Borsvæðið Danfelt er eini árangur margra ára leitar Dana að olfu á Norðursjó. Hollendingar hafa verið dálftið heppnir en Vestur-Þjóðverjar ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.