Morgunblaðið - 30.06.1974, Page 20
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNÍ 1974
19
Frá Ferða-
félagi
Islands:
Sumar-
leyfis-
ferðir
iiman-
lands
HVAÐ skal gera f sumarleyf-
inu? Á ég að fara til suðlægra
landa, á ég að ferðast um landið
og auka kynni mfn af því, eða á
ég að sitja heima og taka það
rólega? Slíkar spurningar eru á
vörum margra um þessar
mundir og er það eðlilegt, því
þær aðstæður eru nú fyrir
hendi, að allir, sem viija, geta
án mikillar fyrirhafnar látið að
óskum sínum hvað þetta varð-
ar.
Ferðafélag Islands hefur allt
frá stofnun haft það markmið,
að stuðla að aukinni þekkingu á
landi okkar. Hefur það verið
gert með útgáfu blaða og bóka,
myndasýningum, fyrirlestrum
og sfðast en ekki sízt vel skipu-
lögðum og ódýrum ferðalögum
fyrir almenning. Þessi kynning
hefur farið fram við þær að-
stæður, sem fyrir voru á hverj-
þaðan farið ríðandi í Þórsmörk
og til baka sama dag.“
Þessi fáu dæmi af mörgum
sýna þær aðstæður, sem við var
búið fyrir tæpum 40 árum. En
með bættum samgöngum og
betri samgöngutækjum hafa
þær gjörbreytzt. Það, sem olli
erfiðleikum og töfum í þá tíð,
er leikur einn nú.
Á þessu sumri hyggst félagið
efna til 22 sumarleyfisferða um
landið þvert og endilangt. Sú
lengsta verður í 17 daga, en
þær stytztu í 4 daga. Auk þess
eru farnar á vegum félagsins
fjöldi stuttra ferða, eins og öll-
um er kunnugt.
Tvær fyrstu sumarleyfisferð-
irnar standa nú yfir, en 4. júlí
hefst þriðja ferð Ferðafélags-
ins. Er förinni heitið að Skafta-
felli. Ekið verður þangað eftir
nýja hringveginum á einum
degi og dvalið þar í tjöldum í
fjóra daga. Þeim tíma verður
varið til gönguferða um þjóð-
garðinn og ökuferðar að Breiða-
merkurlóni og út í Ingólfs-
höfða. Á Skaftafelli þykir
náttúrufegurð vera meiri en
víðast hvar annars staðar á ís-
landi. Hafa margir ferðamenn
bæði innlendir og erlendir róm-
að fegurð staðarins og próf.
Ahlmann frá Stokkhólmi sagði:
„að Skaftafell væri ólíkt öllu
því, sem hann hefði séð 1 öðrum
löndum, og að það muni hvergi
á jörðinni eiga sinn líka.“ í
gönguferðunum um þjóðgarð-
inn gefst fólki færi á að skoða
gilin hjá bænum, Svartafoss,
Bæjarstaðaskóg, Morsárjökul
og ganga á Kristínartinda og fá
þar gott útsýni yfir þjóðgarðinn
og nágrenni. Fjögurra daga
dvöl í Skaftafelli er ekki nema
til að finna „reykinn af réttun-
um“. Þar er unnt að eyða marg-
falt fleiri dögum við náttúru-
skoðun og til gönguferða. Gróð-
urfar þar er einstakt og fylgir
því mikil veðursæld. Þetta er
Paradísarland jöklamanna, og
ganga á Öræfajökul er á dag-
skránni, ef einhverja fýsir að
fást við hann, en sú ferð tekur
12—15 tíma.
Til skamms tíma var hálendi
íslands ókunnugt öllum nema
gangnamönnum eða vísinda-
mönnum, sem eingöngu
ferðuðust um landið f sambandi
við starf sitt. En með bættum
samgöngum og auknum bfla-
kosti hefur orðið hér breyting
á. Hefur Ferðafélag Islands oft
á tíðum haft forgöngu um könn-
un nýrra leiða um óbyggðir
landsins. Fjórða ferðin, sem
hefst 6. júlí og mun standa yfir
í 9 daga, er einmitt inn í
óbyggðir. Verður ferðinni heit-
ið til Hvannalinda og inn í
Kverkfjöll. Ekið verður um
byggð á tveimur dögum til
Kverkfjalla. Þar hafa ötulir
félagar ferðafélagsdeildanna á
Húsavík, í Vopnafirði og á
Fljótsdalshéraði byggt glæsi-
legan skála, sem verður heimili
ferðalanganna næstu fjórar
nætur. Kverkfjöllin er fjalla-
bálkur í norðurjaðri Vatna-
jökuls milli Dyngju- og Brúar-
jökuls. Eru þau allt að 1900 m
að hæð. Auk hins hrikalega
landslags eru furður náttúr-
unnar þar miklar og merkileg-
ar. Þar er mikið jarðhitasvæði,
bullandi leirhverir og mesti
gufuhver landsins.
Aðalhverasvæðið er í Hvera-
dal, sem er þröngur dalur eða
sprunga, sem gengur inn f vest-
urhlíð fjallanna. Mun hvera-
svæðið ná yfir 10 ferkílómetra.
En þó munu íshellarnir vera
eftirminnilegri. Geta menn
gengið mörg hundruð metra
inn undir jökulinn, því þar eru
heitar uppsprettur, sem hafa
brætt ísinn og myndað hellana.
í ferð þessari verður einnig
komið við í Hvannalindum, en
það er hagablettur umhverfis
uppsprettur og læki nálægt
miðri Krepputungu. Gróður-
lendi þetta er einstakt vegna
þess, hversu hátt það liggur yf-
ir sjó, 630 m. En þekktast er
það f sögunni vegna þess, að
þar hafa fundizt menjar um
byggð útilegumanna og er hald
manna, að þar hafi Fjalla-Ey
vindur dvalið, þótt ekki sé það
sannað mál.
Heimleiðis verður haldið um
Sprengisand og gist í hinu
glæsilega húsi Ferðafélagsins
við Tungnafellsjökul. Mun í
leiðinni verða skroppið inn í
Vonarskarð eða gengið á
Tungnafellsjökul, en þó verður
að taka eitthvert tillit til veður
guðanna, því að á þessu svæði
skiptast oft skjótt veður í lofti.
Eitt hrikalegasta fjalllendi
Framhald á bls. 29.
Svartifoss f öræfum.
um tíma, en eins og annað f
þjóðfélaginu er orðin breyting
á, og margt með öðrum hætti en
var f fyrstu. Þá var ferðum hag-
að á Snæfellsjökul þannig, að
farið var með skipi frá Reykja-
vík til Ólafsvíkur eða Arnar-
stapa og gengið þaðan á
jökulinn. Með sama skipi til
baka. Á Skarðsheiði var farið
með þeim hætti, að siglt var
snemma morguns upp á Akra-
nes, þaðan f bflum að Laxá, en á
hestum yfir ána. Síðan gengið á
Heiðarhorn, til baka með sömu
farartækjum um kvöldið. Til
Þórsmerkur var farið árið 1937
og er ferðinni lýst þannig:
„Ekið f bflum að Múlakoti og að
Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum,
A Kverkjökli
s 'n * % -
ole
AUGLYSIR
URVAL
KLAPPARSTIG 37
BRJOSTAHOLD
m | STUTT & SÍÐ
wmmm BUXNABELTI
m MEÐ & ÁN SKÁLMA
BUXNACORSELETT
SLANKBELTI
Kaníer's
NÝR SKÓLI í ÞÓRSHÖFN
fyrir hönd stjórnar sérskóla Færeyja í Þórshöfn býður skólanefndin hér með til
útboðs i byggingu sérskóla á svæði Frælsinum i Þórshöfn.
Þau verktakafyrirtæki utan Færeyja, sem hafa áhuga, geta fengið útboðs-
afgreiðslu- og greiðsluskilmála á timabilinu 1. júli til 10. júli 1974.
Bygging þarf að hefjast um miðjan október 1 974 og Ijúka i október 1 975.
Socialstyrelsens byggeadministration, postbox 864,
2100 Köbenhavn Ö.
Laxveiði
Miðfjarðará
Nokkur veiöileyfi í Miöfjarðará eru til sölu í
SPORTVAL
v/Hlemmtorg, sími 14390
GRUNDTVIGS
HÖJSKOLE
FREDERIKSBORG
Grunditvig höjskole
Danskur lýðháskóli (35 km norður af Kaup-
mannahöfn) með sérstökum deildum í norður-
landa — evrópskum landsmálum, og utanríkis-
málum ofl. Leikfimikennsla. Ný stundaskrá með
mörgum möguleikum.
Námskeið frá sept. nóv. og jan.
Hringið eða skrifið eftir stundaskrá.
Sv. Erik Bjerre,
sími (03) 260350, 3400 Hilleröd.