Morgunblaðið - 30.06.1974, Qupperneq 23
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNl 1974
Ný sending af Citroen-bílum var aö koma.
Eigum óráöstafaö örfáum bílum
af þessum tveimur gerðum.
Globusn
CITROEN*
Afmæliskveöja:
Jóhannes Jóhannes-
son kaupmaður
RIF á Snæfellsnesi er vaxandi
útgerðarstaður og undanfarandi
vetrarvertíðir hafa ekki brugðist.
Þar er þvf lífvænlegt að setjast
að, enda hafa framtakssamir
dugnaðarmenn haslað sér þar völl
á sviði útgerðarinnar, sem orðið
hefir til þess, að byggð er þar ört
vaxandi. Reisulegar fisk-
verkunarstöðvar standa f skipu-
lagðri röð upp af höfninni þar
sem gull hafsins er unnið daga og[
nætur á vertíðum, en til þess að
ein blómleg útgerðarstöð vaxi á
eðlilegan hátt þarf fleira til að
koma, m.a. verslun, sem veitir al-
hliðaþjónustu við bátaflotann og
fiskverkunarstöðvarnar.
Þarna á hafnarsvæðinu á Rifi
virðist líka vel hafa verið fyrir því
séð. Myndarlegt verslunarhús
stendur við sömu götu og fisk-
verkunarhúsin og ber heitið
Hafnarbúðin, Rifi.
Þegar vertíðin stóð sem hæst í
vor, þegar menn unnu daga og
nætur, þegar enginn ann sér
hvildar, tók eigandi þessarar
verslunar upp á því að verða sex-
tugur, en sá heitir Jóhannes Jó-
hannesson: Hver sá, er inn kemur
um dyr Hafnarbúðarinnar, mætti
halda, að eigandinn væri gamal-
gróinn auðmaður, sem léti sér nú
nægja að flatmaga í velsæld ára-
langrar söfnunar. Þvf fer þó
fjarri, Jóhannes kaupmaður unn-
ir sér aldrei hvíldar, hvorki nótt
né dag, ekki frekar en sjómaður-
inn og verkamaðurinn, hann veit,
að hann er hlekkur í þeirri keðju,
sem ekki má slitna f önn dagsins.
Og þegar litið er til baka kemur f
ljós, að lífið hefir ekki hlaðið und-
ir hann frekar en svo margan
SINCLAIR
vasareiknivélin,
sem gerir allt
nema kosta
mikla peninga.
★ Fljótandi komma,
4 reikningsaðferðir,
★ +, —, X, -5-
★ Konstant.
★ Sýnir 8 stafi.
kr Vinnur vikum saman
★ á 4 rafhlöðum o.fl. o.fl.
ir Stærð aðeins:
★ 50x110x18 mm.
heimilistæki sf
Sætún 8, sími 1 5655, 24000.
tslendinginn, sem komizt hefir
áfram sem kallað er.
Jóhannes er fæddur á Hóli á
Tjörnesi í S-Þingeyjarsýslu 22.
apríl 1914, og voru foreldrar hans
hjónin Jóhannes Jóhannesson
og Sigþrúður Stefánsdóttir. Jó-
hannes missti föður sinn og var
skírður við kistu hans. Fluttist
hann þá að Syðri-Tungu í sömu
sveit og er þar hjá afa sínum og
ömmu til 9 ára aldurs, sfðan til
móður sinnar og stjúpföður að
Kvíslarhóli og er hann hjá þeim
til 16 ára aldurs. Tilbreytingarík
og stormasöm bernska sem ein-
kenndist af vinnusemi og strang-
leik og ef til vill sá skóli, sem að
gagni kom sfðar meir. 16 ára byrj-
ar Jóhannes að vinna fyrir sínu
eigin kaupi og sjá sér farborða á
eigin spýtur.
21 árs gamall byrjar hann bú-
skap á Kvíslarhóli og býr þar f
12—14 ár. Kom þá f ljós framsýni
hans og hagsýni, sem einkenndust
af þvf, hvað hann fylgdist með
öllum nýjungum á sviði búskapar,
eignaðist hann m.a. heyvinnu-
traktor úr fyrstu slíkri sendingu,
sem til landsins kom. Var það
mikið fyrirtæki fátækum bónda,
en trausts góðra manna naut
hann snemma, þannig lánaði Karl
Kristjánsson fyrrv. alþm., er þá
var sparisjóðsstjóri Kaupfélags
Þingeyinga á Húsavík, honum
fyrir traktomum. Þessa sama sum
ar heyjaði hann sitt eigið tún á
sjö dögum og hóf svo heyslátt
fyrir Húsvíkinga og aðra og hafði
um haustið unnió traktorinn upp
og gat nú greitt skuld sfna að
fullu. En hart hefir Jóhannes lagt
að sér sumarið þetta. Af öllum
búskaparstörfum var jarðræktin
honum hugfólgnust, gleði sína og
hamingju fann hann í þvf að um-
bylta kargaþýfi og gera að græn
um ökrum.
Svo fór, að heilsan leyfði ekki
þetta mikla álag og varð hann að
hætta búskap, var hann nú heilsu-
veill í mörg ár og vann hann þá
ýmis störf, m.a. á bókalager í
Reykjavík. Var bústjóri f ölfusi
um skeið, smiður og verkstjóri á
Keflavíkurflugvelli.
Kemst Jóhannes fyrst í kynni
við verslun hjá Kaupfélagi Suður-
nesja í Keflavík, en þar vann
hann í 3 ár og síðan f Síld og fisk í
Reykjavík. I gegnum þessi
verslunarstörf fær Jóhannes góða
undirstöðuþekkingu, sem kemur
honum svo að ómetanlegu gagni
síðar.
Þegar lóranstöðin á Gufuskál-
um er byggð, ræðst Jóhannes
þangað sem smiður og ætlaði sér
aðeins að undirbúa komu aðal-
vinnuflokksins og fara síðan, en
dvöl hans verður lengri en hann
hafði ráð fyrir gert. Hann byrjar
með smáverslun fyrir vinnuflokk-
ana á Gufuskálum, sem smá þró-
ast svo upp í það, sem verslun
hans er í dag og er honum og
byggðarlaginu til sóma.
Á þessari upptalningu á atrið-
um úr lífi Jóhannesar kaupmanns
sést, að hann hefir á margt lagt
gjörva hönd og lífið ekki verið
leikur einn. Hann hefir svo sann-
Framhald á bls. 38