Morgunblaðið - 30.06.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.06.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNl 1974 35 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. 44 — Þú gerðir þó visst gagn með því, sagði Christer íhugandi, „ því að þú lokaðir þar með leiðinni fyrir morðingjann að komast undan. Við vitum sem sagt að sá þorpari, sem lamdi Ingimar Gran- stedt til bana klukkan tíu er enn í húsinu. Og ég get ekki neitað því, að ég bíð með nokkurri eftir- væntingu eftir að hitta hann... Fótatak heyrðist fyrir utan. . . rólegt ákveðið. Við þögnuðum og litum til dyra. Og þar stóð Karl Gustaf Seger- berg með hönd í vasa og blá augu horfðu spyrjandi til okkar bak við þykk gleraugum. Christer réðst samstundis til at- lögu. — Mig fýsir að spyrja yður, Segerberg, hvað þér voruð að gera á tímabilinu milli klukkan tíu og tuttugu mínútur yfir tfu. Hann svaraði að bragði: — Ég sat inni f reykstofunni með Kersti Ryd. Ég hitti hana á kaffihúsi um hálfníuleytið, og hún kom með mér hingað og við sátum og spjölluðum saman. — Um hvað, ef ég má spyrja? — Til dæmis um doktorsvörn Pelle Bremmer. Það er satt að segja varla annað, sem ég hef í kollinum þessa dagana. Doktors- vörnin verður á morgun. En ég verð að játa, að Kersti var ekki nærri eins áhugasöm um málið og ég. Þess í stað spurði hún mig hinna kynlegustu spurninga: hvemig ég væri staddur fjárhags- lega, hvort ég skuldaði mikið og hvers vegna ég hefði aldrei trú- lofast. Satt að segja varð ég feginn í aðra röndina, þegar Einar kom, svo að við gátum slitið þessum samræðum. — Voruð þið ein allan tfmann? — Puck kom niður til að hringja, en ég þori ekki að segja um, hvort það var fyrir eða eftir klukkan tíu, því að maður situr nú ekki og horfir á úrið... Annars sá ég engan. Honum var bent að færa sig á annan stól þar sem minna fór fyrir honum, og Kersti var nú hleypt inn. Hún staðfesti nánast orðrétt, það sem Karl Gustaf hafði sagt. — Jú, við hittumst af tilviljun, og ég varð honum samferða hingað. Við fórum rakleitt inn í reykstofuna og höfðum setið þangað til nú. Karl Gustaf vildi ekki tala um neitt annað en doktorsvörnina og meira að segja lögfræðinemi eins og ég var honum kærkominn áheyrandi. Þegar hún brosti til Karls Gustafs uppgötvaði ég allt í einu að hún var falleg. Svo settist hún við hlið hans og ég horfði með athygli á þau. Þau klæddu hvort annað, Ijóshærði Dalamaðurinn og sorgmædda svartklædda stúlkan... Hver hafði sagt, að hún hefði engan áhuga á karl- mönnum? En nú kom röðin að Jan Hede. Hann stóð í dyrunum og pfrði augunum í loftljósið. Ég sá, að hann furðaði sig á spurningu Christers, en hann svaraði fús- lega: — Aldrei þessu vant hef ég setið á sama stað f allt kvöldið og ekki einu sinni gefið mér tíma til að fá mér sígarettu. Ég heyrði til Pucks og Ingimars frammi í gangi, held ég ábyggilega, og rétt á eftir minnir mig, að ég hafi greint Görel ganga fyrir dyrnar, annað er það nú ekki. — Heyrðuð þér hvað þau voru að tala um? — Nei, að vfsu ekki. En samt fór dálítið f taugarnar á mér að heyra raddir þeirra, því að þau trufluðu mig. En svo fóru þau fljótlega. — Hvenær urðuð þér svo varir við, að Görel Fahlgren gekk fyrir dyrnar. Rétt eftir að samtalinu í forstofunni var lokið? — Tja, ég veit það ekki. Svona tveimur eða þremur mfnútum síðar — I hvaða átt gekk hún? — I áttina að sögustofunni. Hann settist svo við hliðina á mér í gluggakistunni og ég heyrði, að hann greip andann á lofti, þegar Görel kom inn. Eins og fyrri daginn var hún mjög glæsilega klædd. Hún var enn í hvítu silkikápunni og hún hafði um höfuðið svarta slæðu og hélt á handtösku og svörtum hönzkum. Fögur heildarmynd það. Hún lyfti brúnum óþolinmóð og spurði: — Og hvað er nú að, ef ég má spyrja? Christer hneigði sig kurteis- lega. — Það er reyndar ég, sem hef áhuga á að spyrja, hvað þér hafið verið að gera hér í kvöld? Og þegar hún opnaði munninn í mótmælaskyni, greip hann fram í fyrir henni. ■ — Ég held þér ættuð að vita það nú orðið, ungfrú Fahlgren, að það er öllum fyrir beztu, að þér reynið ekki að skrökva eða snúa út úr. Ég vil fá sannleikann, og ekkert annað. Ég kemst hvort sem er að honum fyrr eða síðar. . . Hvenær komuð þér hingað? Varir hennar titruðu ofurlítið, en hún svaraði rólega. — Þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tíu. — Hvers vegna komuð þér svona síðla kvölds? Ég .. . ég þurfti að tala við Pelle Bremmer. Mig langaði að vita, hvernig honum liði.......vegna doktorsvarnarinnar á morgun — Og hittuð þér hann? — Ekki strax. Ég hélt hann væri inni í vélritunarherberginu en þar var aðeins Staffan að störf- um og f sögustofunni var hann ekki heldur... — Töluðuð þér við einhvern? — Ég spurði Ingimar, hvort hann hefði séð Pelle og hann vísaði mér inn f bókmennta- stofuna. En þar var enginn heldur. Svo fór ég aðra ferð: ég fór líka niður og gægðist inn í reykherbergið, en ég er ekki viss um, að Kersti og Karl Gustaf hafi tekið eftir mér, þau voru svo niðursokkin í samræður sfnar — VELVAKAIMOI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. # Hvftflibba- flokkurinn og verkalýðurinn Hér er bréf, sem Velvak- anda barst um daginn og er það frá Birni Jónssyni, sem þó mun ekki vera Björn Jónsson fyrrver- andi ráðherra, þótt svo virðist sem skoðanir þeirra fari saman að nokkru: „Velvakandi sæll. Ég gat ekki á mér setið heldur settist við að skrifa þér, þegar ég las Þjóðviljann 31. mai sl. Þar birtist framboðslisti Alþýðu- bandalagsins, allathyglisverður eins og við var að búast. Alþýðubandalagið hefur alla tfð, bæði meðan það þorði að kannast við að vera kommúnista- flokkur og siðan, gumað óskap- lega af þvf að vera flokkur verka- lýðsins í landinu — hinn sanni málsvari lftilmagnans í þjóðfélag- inu og allt það. Þess vegna gat ég ekki að mér gert að hlæja, þegar ég svo leit augum framboðslista kommanna í þetta skipti, vegna þess að þeir eru með þann hreinræktaðasta hvftflibbalista, sem hingað til hef- ur sézt. Það byrjar nú náttúrlega á Magnúsi Kjartanssyni fyrrver- andi ritstjóra, ráðherra og flokks- foringja, síðan kemur Eðvarð Sigurðsson, sem einhvern tíma í æsku sinni mun hafa verið verkamaður, en hefur svo lengi sem elztu menn muna setið í höfuðstöðvunum, þá er í þriðja sæti kvenrithöfundur og í fjórða sætinu er svo blaða- kona. Sigurður Magnússon vélvirki var í sæti blaðakonunnar fyrir síðustu kosningar og kom nokkrum sinnum inn á þing sem varaþingmaður, og ég frétti, að allt hefði ætlað vitlaust að verða, þegar menntamannaklfkan f flokknum heimtaði, að blaðakon- an yrði sett f sæti hans. í 6. sæti setur verkalýðsflokkurinn sjálf- nefndi svo hagfræðing, f það 7. varaformann stúdentasamtaka, en 8. sætið fær sjómaður. Skrif- stofumaður (liðhlaupi úr Fram- sóknarflokknum og þvf sérstakur dýrgripur) er svo f 9. sæti og svo kemur rúsínan í 10. sæti, en það er verkakona. Lengra nenni ég nú ekki að rekja þennan dæmalausa lista, en áframhaldið er alveg f sama dúr, þ.e.a.s. fulltrúar verkalýðsins eru þar aðeins í mýflugumynd. 0 Þegar blaðakonan fór „sight-seeing“ í frystihúsið A sömu opnu og listinn birtist er lífsreynslusaga blaðakonunn- ar, sem sett var fram fyrir raf- vélavirkjann. I grein einni segist hún hafa tekið sér það fyrir hend- ur í prentaraverkfallinu að „kynnast vinnustöðum verkafólks innanfrá." Blaðakonan skýrir skilmerki- lega frá þeim fyrstu áhrifum, sem „vinnustaður verkafólks" hefur á hana, og þau eru ekki þannig, að hún vildi vinna það nema svona til hátfðabrigða. Meira að segja finnst henni verkafólkið (þetta makalausa þjóðfélagsfyrirbrigði) ekkert mjög alúðlegt við sig, nýliðann. Þó er þarna einn ljúflingur, sem blaðakonan hefur aldrei hitt fyrr, en tekur hana þó undir sinn verndarvæng þegar f upphafi og sýnir henni, hvernig hún á að hengja upp svuntuna sína o.s.frv. Þessi öðlingskona, sem hún kynnist þarna, heitir Stella Stefánsdóttir. Þegar hér var komið lestri greinarinnar varð mér litið yfir á næstu blaðsíðu og sjá — var ekki Stella Stefánsdóttir þar komin f 10. sæti lista Alþýðubandalagsins f Reykjavík. Og nú er ég kominn að kjarnan- um: Getur það virkilega verið, að Alþýðubandalagið sé komið svo langt frá uppruna sínum, að það þurfi að senda menntafólkið „sight-seeing“ á vinnustaði verka- fólksins til þess beinlfnis að grafa upp fulltrúa þess til að stilla upp á lista sinn í alþíngiskosningum? Og svo til að kóróna allt saman, þá berst þessi flokkur undir kjörorðinu „stétt gegn stétt“. Það er svo kannski óþarfi að geta þess, að þessi fjársjóður, sem Vilborg Harðardóttir blaðakona fann f frystihúsinu, virðist vera eini frambjóðandinn á þessum margnefnda lista, sem hefur lffs- viðurværi sitt af því að vinna erfiðisvinnu, — hinir eru með tölu starfandi við skrifstofu- störf og annað þvf um lfkt. Velvakandi góður, þetta átti að- eins að verða örstutt ábending, en er nú orðið heil langloka, svo að ég kveð þig að sinni. Björn Jónsson.“ # Reikningsskil I dag fá kjósendur það tækifæri, sem þeir hafa beðið eft- ir með óþreyju nú um hrið, og þetta tækifæri má enginn láta sér úr greipum ganga. Fólkið f land- inu er orðið langþreytt á vinstri stjórninni, þótt ekki hafi henni tekizt að sitja út eitt kjörtímabil frekar en venja er um slfkar stjórnir. Það er ástæða til að hvetja fólk til að kjósa snemma — og sérstak- lega er ástæða til að minna þá, sem hyggjast leggja land undir fót, á að kjósa áður en þeir fara úr bænum. Það léttir störf þeirra, sem standa í baráttunni f dag. Þau þrjú ár, sem vinstri stjórn- in hefur ráðsmennskazt hér, hef- ur henni ekki einungis tekizt að stöðva þá framþróunarstefnu, sem fylgt var í tíð viðreisnar- stjórnarinnar, heldur hefur sundrungarliðinu tekizt að gera svo mikinn óskunda, að nú má enginn frestur verða á því, að örugg og úrræðagóð stjórn taki við. Nú er komið að skuldadögun- um — nú gerir fólkið f landinu upp reikninga sína við vinstri (Stjórnina. Ur því sem komið er þýðir ekk- ert að sakast um orðinn hlut — vinstri stjórnin hefur runnið sitt skeið og allir þekkja verk hennar. Við hrindum henni af höndum okkar og hefjum nýtt framfara- skeið til farsældar og heilla fyrir okkur «11. B3P S\GGA V/6GA í 1/LVtRAKI W S'feMoR V/í'RA/A AV É, löKWfc VÆ^/ fum £KV(/ \\L — Stöðunefnd Framhald af bls. 4 sækja varla um ofannefndar stöður, nema ofangreindum skilyrðum sé fullnægt. Við teljum ótvfrætt, að með skipun þessarar nefndar, sem þar að auki hefur heimild til að kveðja 2 sérfróða menn til ráðuneytis, við mat á ítæfni um- sækjenda, hgfi Jöggjafinn ætlað nefndarmönnum að velja á milli umsækjenda þ.e. raða þeim eftir faglegri hæfni, ef unnt reynist. Guðmundur Jóhannesson læknir, fulltrúi Læknafélags lslands. Þorvaldur V. Guðmundsson læknir, fulltrúi Læknadeildar Háskóla tslands. Ólafur Olafsson landlæknir. JRoriumWníiiíi margfoldar markad vðar Sólarströnd SuSur Spánar býr yfir sérstæSum töfrum, og þaSan «r stutt að fara til margra fagurra og eftirsóknarverðra staða svo sem Granada. Sevitla og Tangier I Afriku. FlogiS er beint til Costa del Sol með stærstu og glæsileg- ustu Boeingþotum Islendinga. sem bjóða upp á þægindi I flugi, sem ísiendingum hefir ekki boð- izt fyrr. Brottför er á taugardög- um kl. 10 að morgni eins og raunar í öllum öðrum flugferðum Sunnu. Það eru þvi ekki þreyt- andi næturflug og svefnleysi. sem næturflugum fylgir, sem ger- ir fólk utanveltu dasaS og þreytt dagana á eftir. Á Costa del Sol hefir Sunna mikið úrval af góðum ibúðum og hótel- um i Torremolinos, eftirsóttasta baðstrandarbænum á Costa del Sol, þar hefir Sunna skrifstófuað- stöSu fyrir sitt Isfenzka starfsfólk é Costa del Sol, sem auk þess heimsækir gestina reglulega á hótelum þess og íbúðum. nrmi FERflASKRIFSTOFAN SIINNA i SIWAR1B4D012070 C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.