Morgunblaðið - 30.06.1974, Side 37

Morgunblaðið - 30.06.1974, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNl 1974 37 Snæfellsnesi, voru bæði af góðu bergi brotin, svo sem börn þeirra hafa sannað, en fátæk vegna barnmergðar, þrátt fyrir mikinn dugnað og eljusemi. Hjönin að Hausthúsum í Eyja- hreppi, Kristrún Ketilsdóttir og Jón Þórðarson, eignuðust ekki nema eitt barn. En þau tóku þrjú börn í fóstur, auk annarra, sem áttu hjá þeim skemmri dvöl. Er þetta eitt, auk annars, sem var þeim til verðugs lofs, fullgild sönnun hinna miklu mannkosta þeirra, einkum þegar á það er minnt, að öll nutu börnin fjögur fyllsta jafnræðis á heimilinu. Þegar það spurðist, að nú væri nýfætt barn að Hólslandi, þá fannst Hausthúsahjónunum þau rækja náttúrlegast nágranna- skyldur með því að bjóðast til að taka þetta barn í fóstur. Þess vegna fluttist Ingólfur I reifum milli vestustu bæjanna í Eyjahreppi, ofan frá hólnum, þar sem sviptibyljirnir veróa mestir neðan Hafursfells og niður að bænum, sem stendur í skjóli hamraborganna við sibreytileik hafsins og fjörunnar miklu. Enda þótt Ingólfur rækti vel frændsemi við foreldra og systk- iini að Hólslandi, þá varð hann alla tíð nákomnari fósturforeldrum sínum og uppeldissystkinum, og þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta æskuára sinna á heimili þeirra, þar sem fjórðungur fóstursins var honum að fullu veittur. Mér varð fljótlega Ijóst, að Ingólfur var gæddur öllum þeim beztu eðliskostum þeirra Hóls- lands- og Hausthúsasystkina, sem ollu því, að þau urðu mér einna kærastir æskufélaga minna. Nokkru eftir að Ingólfur hóf nám I barnaskóla, þar sem góðar námsgáfur hans urðu augljósar, skildu leiðir okkar um hríð. Þegar við hittumst slðar hér í Reykjavík í hópi fóstur- og uppeldissystkina hans eða ann- arra góðvina að vestan, þá kom strax I ljós, að hann var enn sami ljúfi, trygglyndi og góði nágrann- inn. Það var ljúfleikinn í viðmóti, drengskapur hans og hreinlyndi, sem var svo einkennandi, svo óbrigðult, að ég læt mér ekki til hugar koma, að Ingólfur hafi nokkurn tíma eignazt óvin, enda þótt hann ynni um árabil að fréttamennsku við stjórnmála- blað og rækti önnur störf, þar sem flestum virðist auðveldara að afla sér óvina en vinsælda. Það var e.t.v. einkum vegna grandvar- leika fremur en annarra mikilla mannkosta, að honum var trúað fyrir þvl að flytja þjóðinni fréttir af störfum Alþingis, og þar lauk hann sínum síðasta vinnudegi. I einkalífi sínu var Ingólfur mikill hamingjumaður. Hann kvæntist árið 1941 Hildu, dóttur Guðmundar Jörundssonar út- gerðarmanns. Þau áttu tvær dæt- ur, sem nú eru giftar og eiga börn, og var fjölskyldulff Ingólfs og allra hans vandamanna mjög ástúðlegt. Síðasti ævidagur Ingólfs var eins ljúfur og dagurinn, sem vaggar bátunum rótt í litadýrð inn i hásumarnóttina. Um leið og ég færi kærum vini og góðum nágranna innilegar þakkir okkar allra, gömlu Snæfellingánna, fyrir frábæra samfylgd, og votta vinum hans og vandamönnum innilega samúð, leyfi ég mér að ljúka þessum kveðjuorðum með því að rífja upp síðustu erindin úr kvæðinu, sem ég minnti fyrst á: „En áður en varir er úfið og grett hafið, sem fyrrum var heillandi slétt. Hafið er ógnandi um hávetrardag, er bárurnar leika sitt brimþunga lag svo bátarnir veltast í brotsjóum ótt og týnast I hafið um hávetrarnótt." Sig. Magnússon. ÞEGAR Kristín systir mín hringdi til okkar hjóna að morgni 27. mars, sagði okkur þá harma- fregn, að Ingólfur Kristjáns- son rithöfundur, Drápuhlfð 17, hefði orðið bráðhvaddur þá um nóttina, urðum við hjónin harmi lostin við þessa frétt. Ingólf vorum við búin að þekkja frá barnæsku hans, hann var son- ur Danfríðar Brynjólfsdóttur og Kristjáns Pálssonar bónda i Hólslandi í Eyjahreppi, en sökum veikinda á heimilinu þar sem mörg börn voru fyrir, var honum komið þriggja nátta til sæmdar- hjónanna Kristrúnar Ketilsdóttur og Jóns Þórðarsonar bónda að Hausthúsum í sama hreppi, en dvölin varð lengri en ætlast var til f fyrstu, því þar ólst hann að öllu leyti upp, eða þar til hann fór frekar ungur að heiman. Avallt minntist hann þessara fósturforeldra sinna með mikilli aðdáun alla tíð. Þessi ungi dreng- ur var hugljúfi allra, er kynntust honum, hann var fallegur piltur, sérstaklega prúður f framkomu. Ég minnist þess þegar ég sem ungur maður sá þennan pilt, við fyrstu kynni varð hann mér sér- staklega hugstæður alla tíð. Síðar gerist það, sem oft vill verða með framsækna unga menn, sem vilja kanna fleira en það, sem byggðarlagið hafði upp á að bjóða. Hann leggur leið sfna til Reykjavíkur til að leita sér menntunar á einhverju sviði. Hugur hans beindist mest til lang- skólanáms, sá draumur gat ekki ræst sökum féleysis. Fyrst fór hann í Iðnskólann og gerðist rak- ari, en í því starfi var hann stutt, hugurinn leitaði að því er oft var búið að knýja á í huga hans sem ungs drengs, innan um leggi og skeljar ílitlahúsinu hans, undir bæjarklettunum f Hausthúsum, að verða skáld og rithöfundur. Sjaldan hefir þessi stétt á íslandi baðað í rósum, og síst á þeim tíma er Ingólfur átti þessa óskhyggju, en hann lét ekki bugast, hvorki fyrir fátækt eða öðrum ástæðum. Hann menntaði sig bæði hér heima og einnig í Noregi og Dan- mörku. Síðan má segja, að hann hafi helgað sig þessari listgrein, ásamt blaðamennsku til hinstu stundar. Hann gaf út ljóðabækur og sög- ur, einnig skrifaði hann æviminn- ingar ýmsra þekktra manna. Við Ingólfur áttum nokkur sam- skipti saman, þar sem hann las prófarkir af bók minni er ég skrif- aði fyrir einu og hálfu ári. Þá sem fyrr kynntist ég Ingólfi sem vand- virkum og smekklegum manni, hann var ekki með neinn yfirgang gagnvart efni bókarinnar. Það vill oft vera með þá, er yfir handrit fara, að þeir telja sig mega breyta efninu eftir sinni vild; til slfkra árekstra kom aldrei milli okkar. Ingólfur var einn þeirra rithöf- unda, er alltaf var að byggja sig upp til meiri þroska, á þvf sviði er var köllun hans, þess vegna fannst mér hann vera hækkandi stjarna á rithöfundabrautinni. Ég er viss um það, að hefði honum enst aldur til að láta meira eftir sig liggja á því sviði, hefðum við orðið rfkari að ljóða og sagnagerð. Ingólfur var sérstaklega góður heimilisfaðir, enda virti hann konu sfna Hildi Hinriks mikið, enda bjó hún honum unaðslegt heimili. Dætrum sfnum tveimur unni hann mikið, og tengda- sonum. Þá áttu nú litlu afabörnin vissan faðm hjá afa, og þá senni- lega eitthvað fylgt með, sem börn- um kemur oftast vel. Fyrir nokkrum árum byggði hann sumarbústað, er hann kallaði Læk, við svokallaðan Deildarlæk á hreppamótum Eyja- hrepps og Miklaholtshrepps á Snæfellsnesi. Nú var hann kominn aftur á æskustöðvarnar, búinn að skapa sér hvfldarheimili fyrir sig og fjölskylduna. Drengurinn, sem lagði land undir fót í leit að einhverju, gat nú horft björtum aðdáunaraugum hins fullorðna manns á fjöllin heima og eyjarnar fögru. Hér á þessum slóðum átti hann mörg æskuspor sem smali, og oft hefur komið í huga hans það, sem hann langaði til að verða, enda varð það að veruleika, hann gerð- ist skáld og rithöfundur. Ég býst við, að sama þrá hafi gert vart við sig við sömu aðstæður hjá ungum frænda hans, Jóhanni Jónssyni skáldi frá Ólafsvík. Móðir Ingólfs og hann voru systkinabörn, hann reif sig upp úr fátækt og allsleysi til mennta, og náði þvi takmarki að vera stórskáld, enda hefir Hall- dór Laxnes skrifað um Jóhann mikið lof af sinni alkunnu snilld. Hvorugur þeirra frænda varð langlífur, en minningarnar lifa um góða og fjölhæfa menn, er byggðalag þeirra getur verið stolt af að hafa átt. Ingólfur sagði við mig nokkru áður en hann dó, að hann hlakkaði alltaf til að komast burt úr borginni, og þá að Læk, sér fyndist hann verða að nýjum og betri manni, geta andað að sér hreinu sjávar- og fjallalofti, laus við alla mengun frá höfuðborg- inni, þó hún sé mér mjög kær. Ingólfur var gæfumaður, ólst upp á trúuðu og góðu heimili, sjálfur verður hann þess megn- ugur að geta byggt einnig upp sitt líf, í því formi að verða öðrum til fyrirmyndar, og fjölskyldu hans til blessunar, auðvitað átti einnig hlut í þessu hans góða kona, er var hans gæfuarmur. Ingólfur var fæddur að Hólslandi 12. des. 1919 og var þvf 54 ára er hann lést. Foreldrar hans áttu mörg börn, og gefur það augaleið, að á tíma allsleysis hér á landi, mátti ekki sofna á verðinum, svo hægt væri að metta litlu munnana, en þetta tókst, og öll börnin, sem nú eru á lífi, eru orðin fullorðið fólk, dug- legir og góðir þjóðfélagsþegnar, enda voru foreldrarnir dugnaðar og bestu manneskjur. Að lokum- þakka ég Ingólfi, fyrir allar ánægjustundirnar, er ég átti með honum ævinlega. Hann var einn þeirra manna, er öllum leið vel í návist við. Nú er hann horfinn okkur vinum sínum. „Meira að starfa Guðs f geim“. Ég, kona mín og dætur, sam- hryggjumst þér Hilda og fjöl- skyldu þinni allri, vegna missis þíns góða manns. Guð blessi ykkur. Þórarinn Arnason frá Stórahrauni. HOLBERG — SÝNING Danski leikflokkurinn SMEDJEN frá Bagsværd Amatör Scene sýnir, á vegum Dansk-íslenzka félagsins og Leikfélags Seltjarnarness, tvo ein þáttunga eftir Ludvig Holberg, í Félagsheimili Seltjarnarness. Sýnt verður „Den pantsatte bondedreng" og „Mester Gert Westphaler eller den meget talende barber". Sýningin verður sunnudagskvöld 30. júní kl. 20.30. Miðar seldir við innganginn frá kl. 18,00. Sími 22676. SMEDJEN mun ennfremur hafa sýningar 2. og 3. júlí nk. á Húsavík á vegum Leikfélags Húsavíkur. DANSK-ÍSLENZKA FÉLAGIÐ LEIKFÉLAG SELTJARNARNESS Útiljós sem feera umhverfið Mikið úrval af úti-veggljósum og útiloft- Ijósum, og einnig af Ijósum á garðstaura, léttar, sígildar línur og mörg litbrigði á málmi og gleri. Verð við allra hæfi. RAFBÚÐIN Auðbrekku 49, Kópavogi AUÐBREKKA FJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.