Morgunblaðið - 30.06.1974, Side 40
nUGIVSHIGRR
^^-«22480
129.436
á kiörskrá
SAMTALS eru kjósendur á öllu
landinu 129.436, en þar eru þó
með taldir þeir, sem tvftugir
verða á þessu ári, en aðeins þeir,
sem afmælisdag eiga 30. júnf eða
fyrr á árinu hafa kosningarétt.
Við Alþingiskosningarnar 1971
var tala kjósenda á kjörskrá
118.289 eða 57,6% af fbúatölu
landsins.
Tala kjósenda í Reykjavík er nú
54.181, en var við Alþingiskosn-
ingarnar 1971 50.170. 1 Reykja-
nesi eru nú á kjörskrá 23.735, en
voru við síðustu Alþingiskosning-
ar 20.100. 1 Vesturlandskjördæmi
eru á kjörskrá 7.934, en voru 1971
7.365. I Vestfjarðarkjördæmi eru
nú 5.751, en við síðustu þingkosn-
ingar 5.586. í Norðurlandskjör-
dæmi vestra eru nú 6.163 á kjör-
skrá, en voru síðast 5.835.
1 Norðurlandskjördæmi eystra
eru á kjörskrá 13.781, en
voru 1971 12.563. 1 Austurlands-
kjördæmi eru nú á kjörskrá 6.965,
en voru fyrir fjórum árum 6.419.1
Suðurlandskjördæmi eru nú
10.926 kjósendur, en voru árið
1971 10.233.
Talning atkvæða
ÚTVARP frá kosningaúrslit-
unum verður með sama hætti og
verið hefur, en kosningasjónvarp-
ið hefst kl. 11 í kvöld, þegar kjör-
stöðum hefur verið lokað. Verður
sjónvarpað fram eftir nóttu,
a.m.k. til kl. 4.
Talningu atkvæða verður hrað-
að eins og kostur er.
Helztu skrifstofur
D-listans í Reykja-
neskjördæmi
KJÖSENDUM f Reykjaneskjör-
dæmi skal bent á, að kosninga-
stjórn Sjálfstæðisflokksins í kjör-
dæminu er í Sjálfstæðishúsinu f
Strandgötu, sími 52576, en þar
verða upplýsingar fyrir allar
kosningaskrifstofur kjördæmis-
ins. Bílasímar í Hafnarfirði eru
50228 og 53727. Kosningastjórn er
í sfma 53725 og upplýsingar um
kjörskrá í 53726.
1 Garða- og Bessastaðahreppum
er kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins að Furugrund 1, Garða-
hreppi, sími 42729.
1 Grindavík er sími sjálfstæðis-
manna 92-8148.
í Keflavík eru kosningaskrif-
stofurnar í Sjálfstæðishúsinu,
Hafnargötu 46. Bílasfmi er 92-
3050 og upplýsingasími 92-3051.
í Kópavogi er kosningaskrif-
stofan í Sjálfstæðishúsinu, Borg-
arholtsbraut 6. Bílasímar eru
40708 og 43725.
A Seltjarnarnesi er kosninga-
skrifstofa sjálfstæðismanna að
Sævarhöfða 18, sími 21887.
í Reykjavík hefst talning um kl.
7 og má búast við fyrstu tölum
strax upp úr kl. 11 í kvöld.
1 Reykjaneskjördæmi er gert
ráð fyrir að talning hefjist ki.
12.30.
Búast má við fyrstu tölum úr
Vesturlandskjördæmi síðari hluta
nætur.
Það fer eftir flugskilyrðum,
hvenær talning hefst á Vestfjörð-
um. 1 síðustu kosningum lauk
talningu þar síðdegis á mánudegi.
Búast má við úrslitum f Norður-
landi vestra strax í nótt.
Talning hefst í Norðurlandi
eystra skömmu eftir kl. 11.
Vonast er til að talning hef jist á
Austurlandi milli kl. 3 og 4 í nótt.
Óvfst er hvenær, talning hefst á
Suðurlandi, en þaðan bárust úr-
slit síðast í kosningunum 1971.
Verður reynt að bæta úr því nú.
7.358 utankjör-
staðaatkvæði
Á HÁDEGl f gær höfðu 7.358 kos-
ið á utankjörstaðaskrifstofunni f
Hafnarbúðum. Þessi kosninga-
þátttaka utankjörstaðar er all-
miklu meiri en f alþingiskosning-
unum 1971, en þá höfðu um 4.200
manns kosið á hádegi daginn fyr-
ir kjördag. Þannig er kjörsókn
utan kjörstaðar allt að 80% meiri
nú en 1971. Kjörsókn var þvf á
hádegi f gær þegar orðin eitthvað
á milli 5 og 6%.
FRÁ HAFNARFIRÐI
Sextán kjörstaðir í
Reykjaneskjördæmi
KJÓSENDUR í Reykjaneskjör-
dæmi eru samkvæmt upplýsing-
um Hagstofu tslands 23.735 og
verður kjörfundur f samtals 15
hreppum. Kjörfundur hefst á mis-
jöfnum tíma, en þó á flestum stöð-
um frá klukkan 9 til 10.
í Hafnarfirði hefst kjörfundur
kl. 9.30 í Lækjarskóla.
1 Kópavogi er kosið á tveimur
stöðum og hefst kjörfundur kl. 10.
Þeir, sem búa í Vesturbæ kjósa í
Kársnesskóla, en Austurbæingar
kjósa í Víghólaskóla.
I Garðahreppi hefst kjörfundur
kl. 9 og verður kosið í barnaskóla
Garðahrepps.
1 Bessastaðahreppi hefst kjör-
fundur kl. 12 á hádegi. Kosið er í
skólanum á Bjarnastöðum.
I Keflavfk hefst kjörfundur kl.
10. Kosið er f barnaskólanum við
Sólvallagötu.
t Grindavfk er kosið í barna-
skólanum.
t Hafnarhreppi er kosið f barna-
skólanum. Kjörfundur hefst
klukkan 12 á hádegi.
í Kjalarneshreppi verður kosið
í Fólkvangi. Kosning hefst kl. 12 á
hádegi.
I Kjósahreppi verður kosið í
Félagsgarði. Kjörfundur hefst kl.
12.
t Miðneshreppi verður kosið f
barnaskólanum. Kjörfundur
hefst kl. 10.
I Mosfelishreppi verður kosið í
Hlégarði og hefst kosning kl. 10.
A Seltjarnarnesi verður kosið f
Mýrarhúsaskóla. Kjörfundur
hefst kl. 9.
I Njarðvíkurhreppi verður kos-
ið f Stapa. Kjörfundur hefst þar
kl. 10.
t Vatnsleysustrandarhreppi
hefst kjörfundur klukkan 12 á
hádegi. Kosið er f barnaskólanum.
I Gerðahreppi verður kosið í
samkomuhúsinu, Gerðum. Kosn-
ing hefst klukkan 10.
Utankjör-
staðakosning
U tank j örst aðakosn-
ing fyrir fólk utan af
landi fer fram í
Hafnarbúðum f
Reykjavík í dag sunnu-
dag kl. 14—18.
r
Matthías A. Mathiesen:
Til íbúa Reykjaneskjördæmis
Hornsteinn þjóðfélags-
ins er heimilið og fjöl-
skyldan. Eins og góður
heimilisfaðir leggur
megin áherzlu á velferð
sérhvers innan fjölskyld-
unnar, er það frumskylda
forystu þjóðfélagsins að
tryggja velferð og þroska
hvers einstaks þjóðfé-
lagsþegns.
Til þess að svo megi
verða, ber stjórnvöldum
að setja f öndvegi at-
vinnuöryggi, menntun og
félagslega samhjálp og
tryggja með því mann-
helgi og jafnrétti, en um-
fram allt sjálfstæði hvers
einstaklings og þjóð-
arinnar.
Hina sterku ein-
staklingsvitund ís-
lendinga má rekja til
uppruna þeirra. Það er
því andstætt eðli okkar
að ljá eyra málflutningi,
sem á rætur sínar í er-
lendum kennisetningum.
Því miður er 'nú svo
komið, að heilir stjórn-
málaflokkar berjast fyrir
því, að íslendingar kasti
einstaklingshyggju sinni
og sjálfstæðisvitund fyr-
ir róða, en taki þess í stað
upp ríkisforsjá fárra út-
valdra.
Þess vegna verðum við
að vera vel á varðbergi
og heyja einbeitta bar-
áttu á grundvelli sjálf-
stæðisstefnunnar, sem er
mótuð eins og þjóðin
sjálf í persónuþroska og
skoðanafrelsi.
Áhrif einstaklingsins í
fámennu þjóðfélagi eru
mikil og aldrei meiri en
þann dag, sem þjóðin
velur sér stjórnar-
forystu. Til þess að efla
traust og festu, trú á
landið og framtíð þjóð-
arinnar kjósum við Sjálf-
stæðisflokkinn, sem er
sterkasta aflið í þjóðfé-
laginu, en í lífsskoðun
sjálfstæðisstefnunnar
felst kjölfesta kynslóð-
anna.