Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 14
14 MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1974 Rœða Hans G. Andersens sendiherra í Caracas: Snúum okkur að þrotlausu starfi — til að ná sem beztum árangri Hans G. Andersen þjððréttarfræðingur. „Herra forseti. Það er mér mikil ánægja að óska öllum sendinefnd- um, sem hér eru saman komnar, til hamingju með þann árangur, er hingað til hefur náðst undir frábæru forystu yðar. Sá árangur lofar góðu um það, sem koma skal. Ég vil tjá sendi- nefnd Venezuela þakkir sendinefndar tslands fyir mikla gestrisni og góð starfsskilyrði, sem þessi ráðstefna nýtur hér. Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða hér um hugmyndir Hugo Grotius, John Seldendeda og Cornelius van Bynkershoek. Skoðanir þeirra lærðu og háttvirtu manna voru afar þýðingarmiklar á sínum tfma og miklu lengur raunar, en í dag verðum við að finna okkar eigin lausn með hliðsjón af raunsæju mati á vandamálunum eins og þau eru í dag. Ef við höldum okkur við nútímaþróun, má með sanni segja, að um lögsögu strandríkja yfir auðlindum sjávarsvæða skiptis hún í þrjú tímabil. I fyrsta lagi er þar um að ræða hið úrelta kerfi, sem reynt var að lögfesta á Genfarráðstefnunni 1958 og 1960. Að vísu voru þar viðurkennd yfir- ráð strandríkja yfir auðlindum á botni landgrunnsins og í honum, en reynt var að festa fiskveiði- mörk við 12 mílur, og ekki var vilji fyrir hendi til að ganga lengra — ekki einu sinni varðandi þjóðir eins og Islend- inga sem byggja afkomu sína á fiskveiðum. Þess skal getið, að Island fullgilti engan Genfar- samninganna af þessum sökum. I öðru lagi er svo um að ræða hug- takið efnahagslögsögu allt að 200 mílum, sem nú þegar hefur fylgi yfirgnæfandi meirihluta þjóð- anna. Öþarft er að lesa hér upp þau skjöl, sem þetta sanna, því að þeir sérfræðingar, sem hér eru saman komnir, þekkja þau öll. Þeim hefur og verið lýst ítarlega af ræðumönnum, sem talað hafa hér á undan og þau hafa verið til umræðu í undirbúningsnefnd- inni. Sendinefnd Islands mun ræða þau frekar í nefnd, þegar þar að kemur. Loks er í þriðja lagi um það að ræða, að þessi ráð- stefna byggi starf sitt á efnahags- lögsöguhugtakinu og komi þvf í samningsform. Að því er Island varðar voru strax árið 1948 sett lög um fisk- veiðar á landgrunninu. Lög þessi eru byggð á þeim forsendum, að hin eiginlega landhelgi skuli vera þröng vegna siglingafrelsis, en að utan hennar skuli vera viðtækari lögsaga yfir fiskveiðum, er nái yfir allt landgrunnssvæðið — það er að segja efnahagslögsaga, þar sem um er að ræða allar auðlindir á þessu svæði, sem vitað er um. Lög þessi hafa verið framkvæmd smám saman og eins og nú standa sakir eru fiskveiðimörkin miðuð við 50 sjómílur frá grunnlínum, en rammi laganna tekur nú ótví- rætt til allt að 200 mílna svæðis frá grunnlínum. Island hefur þannig I meira en 25 ár barizt fyrir víðtækri efna- hagslögsögu. Hinn mikli stuðningur um heim allan við efnahagslögsöguhugtakið kemur því af augljósum ástæðum einnig frá fslenzku þjóðinni. Engin þjóð getur stutt það hugtak af meiri festu eða hlýrri hug, því að fyrir íslenzku þjóðina er þetta lífs- hagsmunamál. Það er sanngjarnt, að fram sé tekið, að þeir sem hingað til hafa verið andvígir efnahagslögsögu hugtakinu, en hafa nú látið af andstöðu sinni, hafa sýnt þá tegund raunsæi, sem er þeim til sóma og styrkir það jákvæða hugarfar, sem nauðsyn- legt er til að þessi ráðstefna nái þeim árangri, sem hún nú hlýtur að ná. Meðan á undirbúningi þessarar ráðstefnu stóð, voru skoðanir og sjónarmið þátttökuríkjanna varðandi hin flóknu og marg- þættu hafréttarmál rædd og eru nú allvel þekkt. Og það má teljast sanngjarnt, að þær þjóðir, sem ekki tóku þátt í sjálfu undir- búningsstarfinu, fái nú sérstakt tækifæri til að lýsa viðhorfum sfnum f þessum almennu um- ræðum. Sendinefnd Islands tók þátt í undirbúningsstarfinu og af- staða okkar liggur skjalfest fyrir. Við lýstum þráfaldlega hinni miklu þýðingu, sem fiskveiðarnar hafa fyrir íslenzkt efnahagslíf, þar sem um það bil 85% af út- flutningsverðmætinu er sjávar- afurðir. I meira en 25 ár hafa íslendingar haldið fram þeirri skoðun, að hvorki sé það réttlátt né sanngjarnt að gefa strand- ríkinu aðeins réttindi yfir auð- lindum landgrunnsins, en veita þvf ekki rétt yfir auðlindum hafsins yfir því. Hefir því jafn- framt verið haldið fram, að land- grunnssvæðið sé ein lfffræðileg heild og að allar auðlindir þess séu óaðskiljanlegur hluti af auð- lindum strandrfkisins. Ég skal ekki rekja þessar skoðanir að þessu sinni. Næstu vikurnar verður tæki- færi til að ræða nánar öll þau mál, sem hér eru á dagskrá og mun sendinefnd íslands því forðast allar málalengingar. Fyrir hennar hönd vil ég við þetta tækifæri leggja áherzlu á, að aðalatriðið af okkar hálfu er að tryggja það, að aðgengileg heildarlausn fáist á þessari ráðstefnu. Og við athugun á þvf er ekki til gagns að bera fram ásakanir eða ákærur um liðna tíð eða halda fast við óraun- sæjar vangaveltur um framtíðina. Hið eina, sem nú kemur að gagni, er að reyna að gera sér grein fyrir eðlilegri heildarlausn f ljósi stað- reynda, sem nú verður að horfast í augu við. Á þeim grundvelli er sendinefnd Islands sannfærð um, að aðalatriði heildarlausnar hljóti að byggjast á eftirtöldum atriðum, sem vissulega virðast nú hafa stuðning flestra sendinefnda á þessari ráðstefnu. 1. Hina eiginlegu landhelgi ber að miða við þröng mörk vegna siglingafrelsis, viðskipta og sam- gangna á sjó. Líklegt er, að þau mörk verði miðuð við 12 mílur frá grunnlínum. I þvf sambandi verður að tryggja umferð um sund, sem þýðingu hafa fyrir alþjóðlegar siglingar, og finna verður lausn á vandamálum eyja- klassalanda. 2. Ef hin eiginlega landhelgi er miðuð við 12 mílur, verður efnahagsleg lögsaga yfir auð- lindum landgrunns og sjávar- svæða allt að 200 mílum frá grunnlfnum einnig að vera liður f heildarlausn. Aður fyrr var þröng landhelgi eða þröng fiskveiði- mörk notuð til að tryggja rétt annarra þjóða til fiskveiða á úthafinu sem næst ströndum, enda þótt réttur strandrikja til auðlinda á landgrunnsbotni hafi nú um alllangt skeið verið viður- kenndur. Hin mikla breyting, sem orðið hefur, er, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðanna viðurkennir nú einnig, að auðlindir hafsins undan ströndum, en ekki aðeins botnsins, séu óaðskiljanlegur hluti auðlinda strandrfkisins innan sanngjarna marka, það er innan 200 mílna. Tillögur um heildarlausn, sem ekki taka þetta til greina, eiga sér ekki lífsvon. Hins vegar væri hægt að áskilja, að strandríki geti heimilað þegnum annarra þjóða fiskveiðar innan efnahagslögsögu sinnar, ef það getur ekki eða vill ekki hag- nýta auðlindirnar sjálft. Þessi möguleiki er vissulega fyrir hendi í ýmsum löndum, og í slfkum tilvikum er hægt að gera ráð fyrir þóknun eða leyfisgjaldi. Mundi þá engin hætta vera á, að slfkar auðlindir yrðu engum að gagni eða væru ekki fullnýttar, enda væri það hvorki í samræmi við hagsmuni strandríkisins sjálfs. Náskylt þessu atriði er, að fiskveiðitækni sé látin þróunar- löndunum í té. Aðgangur þróunarlanda að efnahagslögsögu strandríkis á sama svæði yrði að byggjast á samkomulagi milli hlutaðeigandi ríkja. 3. Verndun fiskistofna verður að tryggja með raunhæfum hætti. Þeir fiskistofnar, sem ekki yfir- gefa strandsvæðið verða bezt verndaðir af strandríkinu sjálfu og svæðareglur yrðu þá hafðar til hliðsjónar. Strandríki, sem hefir lffshagsmuna að gæta í sambandi við verndun fiskistofnanna, mundi f mörgum tilvikum setja strangari reglur en þær, sem almennt gilda samkvæmt samningum, eins og t.d. Island hefur lengi gert. Að því er varðar stofna, er ganga milli Ianda, verða hlutaðeigandi rfki að koma sér saman um verndarreglur þannig, að þær gildi á öllu svæðinu. Varðandi stofna, sem ganga víðs- vegar um heimshöfin („ihighli migratory“ — t.d. túnfiskur), verða að koma til bæði svæða- samningar og alþjóðasamningar. Engir slíkir samningar mundu að neinu leyti koma í stað efnahags- lögsögu strandríkisins, heldur vera ti! að leysa þann vanda, sem strandríkið eitt getur ekki leyst. Auk alls þessa ættu sérstakar reglur að gilda um laxfiska („ana- dromous species"), og þá stofna ætti aðeins að veiða f ám. 4. Athuga verður kröfur ríkja til yfirráða yfir hafsbotni umfram 200 milur og að sjálfsögðu er það atriði nátengt spurningunni um stærð hins alþjóðlega hafsbotns- svæðis. Ef til vill liggur lausnin f einhvers konar arðskiptingu á þessu svæði, eins og háttvirtur fulltrúi Indlands hefur hér minnzt á. 5. Fjalla verður um hið alþjóð- lega hafsbotnssvæði í samræmi við grundvallarreglur þær, sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti f desember 1970. Undirbúningsnefndin vann mikið starf á þessu sviði og sé unnið í anda þeirra reglna, ætti lausn ekki að eiga langt í land. 6. Mengun verður að fyrir- byggja. Bent hefur verið á, að 80% af sjávarmengun stafi frá landi og að mengun virðir ekki sjávarmörk. Aðalatriðið er því að draga úr mengun frá landi með því að setja í samningsform niður- stöður Stokkhólmsráðstefnunnar um umhverfismál. Einnig verður að draga úr mengun frá skipum með alþjóðlegum reglum, svo sem þegar hefur verið gert að veru- legu leyti með samningum gegn losun skaðlegra efna í sjó. Þörf strandríkja á að setja einhliða reglur á þessu sviði minnkar í hlutfalli við auknar alþjóðlegar kröfur. Finna verður hér jafn- vægi. 7. Að meginstefnu til ber að styðja frelsi til vísindalegra rann- sókna, en hagsmuni strandríkja verður að tryggja með því að gera ráð fyrir þátttöku þeirra, rannsóknum og aðgangi að niður- stöðum þeirra. Vissar aðrar tak- markanir koma einnig til greina til að tryggja aðra grund- vallar hagsmuni strandrfkis. 8. Sanngjarna hagsmuni land- luktra ríkja verður einnig að tryggja. Herra forseti. Þetta eru þau atriði, sem sendi- nefnd Islands telur nauðsynleg í heildarlausn mála. Að sjálfsögðu verður að vinna að lausn hinna einstöku atriða í nefndum. Ef ráðstefnan einbeitti sér að því að vinna að heildarlausn í þessa átt — og annað væri óraun- hæft — gerir sendinefnd Islands sér miklar vonir um, að í þessum þætti ráðstefnunnar megi takast að ganga frá meginreglum haf- réttarins. Ef slíkar meginreglur yrðu síðan kenndar við Caracas, væri það verðskuldaður virðingarvottur við borgina, sem hefur tekið svo vel á móti ráð- stefnugestum. Ef slíkur árangur gæti náðst með samkomulagi — þannig að um einstök atriði yrði fjallað síðar — væri það virðingarvottur við hinar sam- einuðu þjóðir. 1 stað þess að halda langar ræður skulum við því snúa okkur að þrotlausu starfi f nefndum til að ná sem mestum árangri á þeim fáu vikum, sem hér eru enn til umráða. Herra forseti. Að lokum vill sendinefnd íslands taka þetta fram: Sagt hefur verið, að lögin séu sverð og skjöldur þjóðar — sérstaklega lítillar þjóðar. Það er satt, ef lögin eru sanngjörn og réttlát. Það er hlutverk og skylda þessarar ráðstefnu að hafa þá hugsjón í heiðri.“ eftir JÓN Þ. ÞÓR Skákþing Tékkóslóvakíu var haldið í smábænum Rimavská Sobota dagana 7. til 24. aprfl síðastliðinn. Sigurvegari varð stórmeistarinn V. Jansa, sem hlaut 12 vinninga úr 15 skák- um. 1 2. sæti varð stórmeistar- inn V. Hort með 11 v., en síðan kom nokkuð bil; þriðji varð ungur og mjög efnilegur skák- meistari L. Neckár með 9.v. I 4. — 6. sæti urðu Augustin, Lanc og Mista allir með 8'A v. Þátt- takendur voru alls 16 og voru þar samankomnir allir sterk- ustu skákmenn Tékka, að þeim Smejkal og Fillip einum undan- Skákþing Tékkóslóvakíu 1974 skildum. Nokkra athygli vakti, að þrír alþjóðlegir meistarar, þeir Pribyl, Fichtl og Plachetka urðu f 10. — 12. sæti. Við skulum nú líta á eina skemmtilega skák frá mótinu. Hvftt: Mista Svart: Fichtl Frönsk vörn 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rc3 — Bd4, 4. e5 — Dd7, (Þetta afbrigði á alltaf nokkra trygga áhangendur, þótt þeir, sem franska vörn tefla, leiki hér oftast 4. — c5). 5. Rf3 (Annar góður möguleiki er hér 5. a3; framhaldið gæti orðið: 5. — Bxc3, 6. bxc3 — b6, 7. a4 — Ba6, 8. Bxa6 — Rxa6, 9. De2 — Rb8, 10. Rh3!; Rosenblatt — Neustupa Prag 1974). 5. — b6, 6. Bd3 — Ba6, 7. o-o — c5? (Nú lendir svartur f ógöngum; betra var hér 7. — Bxc3, 8. bxc3, — Bxd3, 9. cxd3 — Re7). 8. Bxa6 — Rxa6, 9. Re2 — cxd4, 10. Dxd4! — Bc5, (Betra var 10. — Bc5, en hins vegar gekk ekki 10. — Re7 vegna 11. c3 — Bc5, 12. Dd3 — b5, 13. a4). 11. Dg4 — Bf8, 12. Bg5 — h6, 13. Bh4 — Rc5, 14. Rfd4 — Re4, 15. c4! — g5, (15. — Rd2 hefði hvítur svarað með 16. cxd5, t.d. 16. — Rxfl, 17. dxe6 — fxe6, 18. Rxe6 og svarta staðan er mjög erfið). 16. cxd5! (Ekki 16. Bg3 vegna 16. — h5!). 16. — Dxd5? (Betra var 16. — exd5, en eftir 17. e6! — fxe6, 18. Rxe6 — gxh4,19. Dg6+ — Ke7, 20. R2d4 á svartur mjög í vök að verjast). 17. Rxe6! (Nú hrynur svartur staðan eins og spilaborg). 17. — fxe6, 18. Dh5+ — Ke7, 19. Rf4! — Db5, 20. Hacl (Hótar Hc7 ásamt Rxe6, svartur er varnarlaus). 20. — Hd8, 21. Rg6+ — Kf7, 22. Hc7+ — Hd8, 23. Hc8 — Rgf6, 24. exf6 — Rxf6, 25. Rxh8+ og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.