Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1974 Heimsmet íslendinga: 3% þjóðarinnar til útlanda í júní ■■MIIHI 'Illl|||j ÍSLENDINGAR eru drjúgir við að setja heimsmetin þessa dagana og f júnfmánuði settu þeir enn eitt. Þá fóru 3% þjóðarinnar f ferðalög til útlanda eða um 7000 manns. „Og þetta mun vera algjört heimsmet, ef við miðum við höfðatöluna,“ sagði Lúðvfg Hjálmtýsson formaður Ferða- málaráðs, þegar við ræddum við hann f gær. Lúðvíg sagði, að fyrstu sex mán- uði þessa árs hefði ferðamönnum farið fækkandi og miðað við síð- asta ár næmi fækkunin 8.6%. Þetta ætti þó ekki við um ferða- menn frá öllum þjóðum, Bretar hefðu komið hingað í auknum mæli á þessu ári, og miðað við fyrstu sex mánuði síðasta árs hefðu komið hingað 4,3% fleiri Bretar á þessu ári. Mun þetta fyrst og fremst stafa af þorska- stríðinu, sem þá geisaði og hafði mikil áhrif á hingaðkomu Breta. Þá hefur þýzkum ferðamönnum einnig fjölgað nokkuð eða um 6.9%. Bandarískum ferðamönn- um hefur hins vegar fækkað um 5.2%. Ástæðan fyrir þvf er sú, að mikill áróður er nú rekinn fyrir því í Bandaríkjunum, að fólk ferðist minna út fyrir landið en áður. Ennfremur sagði Lúðvíg, að ekki væri enn Ijóst hvort Islend- ingar myndu slá heimsmet sitt frá því í júní f þessum mánuði. Margt benti til þess, að svo yrði ekki. Fólk, sem ætlaði sér til hinna suðlægari landa, væri farið að velja fyrri hluta sumars til slíkra ferða og svo haustin. Miðsumarið væri að flestra dómi of heitt fyrir Islendinga. Þá ætluðu margir sér að vera heima um þjóðhátíðina. Árið 1972 fóru 30 þúsund ís- lenzkir orlofsþegar í ferðalög til útlanda, en þá voru um 80 þúsund orlofsþegar í landinu. — Þetta er gífurlega stór hluti orlofsþega og erum við langt fyrir ofan aðrar þjóðir hvað þetta snertir, sagði Lúðvíg, og ekki er vitað um neina aðra þjóð, þar sem yfir 1% af íbúafjöldanum færi í ferðalög til útlanda á einum mánuði. Opnun hringvegarins FORMLEG opnun vegar um Skeiðarársand verður á sunnu- daginn. 14. júlf. 1 þvf tilefni verður efnt til hátfðahalda á sandinum — við lengstu brú á tslandi — sem tengir saman hringveg um landið. Hátfða- höldin hefjast kl. 13.20 nærri vestari brúarsporði Skeiðarár- brúar með leik lúðrasveitar. Er það Skólahljómsveit Kópavogs, sem leikur undir stjórn Björns Guðjónssonar. KI. 13.30 verður hátfðin sett af sýslumanni Skafta- fellssýslu. Að þvf búnu flytur samgönguráðherra ræðu og Fngin ákvörðun um lokun hluta Strandagrunns ENN hefur sjávarútvegsráðherra ekki tekið ákvörðun um, hvort friða skuli stórt hafsvæði á Akraborg í skemmtiferð M/S AKRABORG fór í skemmti- ferð s.l. sunnudag. Siglt var um Sundin og inn í Hvalf jörð. Þá var siglt til Akraness, en farþegar notuðu tfmann og skoðuðu bæinn. Fullskipað var í ferðinni, um 500 farþegar og er fyrirhugað að fara slíkar ferðir í sumar, þegar vel viðrar og þá helzt um helgar. Dregið í happdrætti Háskólans Miðvikudaginn 10. júlf var dregið í 7. flokki Happdrættis Há- skóla Islands. Dregnir voru 4,200 vinningar að fjárhæð fjörutíu milljónir króna. Hæsti vinningurinn, fjórir milljón króna vinningar, komu á númer 18134. Tveir miðar af þessu númeri voru seldir í umboði Valdimars Long í Hafnar- firði, sá þriðji f Aðalumþoðinu f Tjarnargötu 4 í Reykjavík og sá f jórði á Neskaupstað. 500,000 krónur komu á númer 46998. Voru aUir fjórir miðarnir af því númeri seldir á Akureyri. 200,000 krónur komu á númer 52589. Tveir miðar voru seldir á Akureyri og hinir tveir f um- boðinu á Tálknafirði. 50,000 krónur: 1337 1585 1886 1909 1969 3940 7249 9621 10464 13624 14418 17432 18133 18135 21468 21881 24376 25394 27588 28931 29141 30854 32406 34379 35223 36348 42685 43903 45854 47331 48490 48497 49167 49589 50152 50835 53808. Strandagrunní, en bæði Fiskifé- lag tslands og Landssamband fsl. útvegsmanna hafa mælt með þvf, að það verði gert samkvæmt til- lögu Hafrannsóknastofnunarinn- ar. Búizt var við, að ákvörðun um friðun svæðisins yrði tekin f dag, en svo virðist, sem Lúðvfk Jóseps- son, sjávarútvegsráðherra, ætli eitthvað að draga þetta mál á Ianginn. einnig vegamálastjóri, er lýsir gerð framkvæmda. Sfðan mun samgönguráðherra opna hring- veginn formlega. Hátíðahöldin hefjast síðan kl. 14.15 á sérstöku hátíðarsvæði rétt hjá brúnni og eru það þjóð- hátíðarnefndir í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu, sem sjá um þau. Hefjast þau með helgi- stund biskupsins yfir Islandi, herra Sigurbjörns Einarssonar. Ræður flytja Eysteinn Jónsson, fyrrverandi formaður sameinaðs Alþingis og Matthías Johannes- sen formaður Þjóðhátíðarnefndar 1974. Þá verður samfelld dagskrá um Skeiðarársand, sem Páll Þor- steinsson fyrrverandi alþingis- maður hefur tekið saman. Milli dagskráratriða syngur samkór Skaftfellinga undir stjórn Jóns ísleifssonar, söngstjóra. Samkórinn er myndaður af kór Skaftfellingafélagsins í Reykja- vík og kórum heima í héraði. Einnig syngur Ólafur Þ. Jónsson einsöng. Keppni verður í reiptogi milli Austur- og Vestur-Skaftfellinga og brúarvinnumanna. I lok hátíðardagskrárinnar leikur síðan Skólahljómsveit Kópavogs aftur. Að lokum verður dansað á palli til kl. 22 um kvöldið, og leikur hljómsveitin Glitbrá fyrir dansi. Á hátíðarsvæðinu verður hægt að kaupa veitingar af ýmsu tagi. Þar verða einnig seldir minjagrip- ir, þar á meðal minnispeningur, er þjóðhátíðarnefndirnar hafa látið gera í tilefni þessa merka atburðar. Flúðu vinnustaðinn 1 gærmorgun gaf öryggisloki sig 1 sápugerðinni Frigg í Garðahreppi og við það láku einhverjar eiturgufur út. Starfsfólk verksmiðjunnar þurfti að flýja staðinn og þessa mynd tók Sv. Þ. þegar fólkið var komið út úr húsinu og eins og sjá má eru sumir enn með gasgrfmur. Hækkandi heims- markaðsverð á áli HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli hefur farið nokkuð hækkandi á þessu ári, og eftirspurnin eftir þvf er nú vfðast hvar orðin mikil. Sölutregða sú, sem um hrfð gætti á áli, virðist þvf úr sögunni að sinni. Ragnar Halldórsson forstjóri ISAL sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að á Evrópumarkaði væri verðið nú 39 cent pundið, en hefði verið 36 cent pundið í maí s.l. Um síðustu áramót var verðið 30 cent pundið. Hefur því verðið hækkað nokkuð ört á Evrópu- markaði á þessu ári. Mótfallnir hækkun innritunargjalda Hann sagði, að hins vegar hefði verðið ekki hækkað eins ört á Bandarikjamarkaði. Þar væri það nú 33.5 cent pundið, en gert væri ráð fyrir, að það hækkaði í 36 cent í ágúst. Héraðsmóti á Höfn frestað Vegna minningarathafnar um séra Skarphéðinn Pétursson, pró- fast í Bjarnarnesi, sem fram fer föstudaginn 12. júlf, hefur verið ákveðið að fresta héraðsmóti Sjálfstæðisflokksins í ASkafta- fellssýslu um óákveðinn tíma. Sigurður Kristjánssog og skips- höfn hans á Skarðsvfkinni voru með mestan afla yfir allt landið, þriðju vertfðina f röð. Hafa sumir fengið bikara fyrir minna. Skarðsvík hæst yfir EINS og Morgunblaðið hefur skýrt frá hafa verið uppi deilur um það innan Háskólaráðs og Stúdentaráðs um hækkun á inn- ritunargjöldum f Háskólann. Þessi hækkun hefur nú verið staðfest af menntamálaráðherra, og innritunargjaldið er nú 3700 kr. en var kr. 1600 fyrir tveimur árum. Vaka, félag lýðræðissinna f Háskólanum, var algjörlega á móti þessari hækkun og einnig hluti prófessora f Háskólaráði. A fundi f Háskólaráði fyrir stuttu létu prófessorarnir Þorsteinn Sæmundsson, Jónatan Þórmunds- afla- landið Hellissandi. VETRARVERTlÐ Rifshafnar- báta gekk nokkuð vel. Gerðir voru út 14 bátar, 30—260 lesta, auk nokkurra smærri báta. Heildar- afli þeirra var 7,100 lestir, og að venju var Skarðsvfk SH aflahæsti báturinn með 1444 lestir. Hamrasvanur var með 876 lestir og Sæljón með 851 iest. Sigurður Kristjánsson skip- stjóri á Skarðsvfk og skips- höfn hans skiluðu mestum afla á land á þessarri vertfð yfir allt landið og er þetta þriðja árið í röð sem þetta gerist. Hafa sumir fengið bikara fyrir minni afrek. -Rögnvaldur. son og Örn Bjartmarz Pétursson bóka eftirfarandi: Þar sem Háskólaráði hefur ver- ið synjað um nauðsynlegar upp- lýsingar varðandi fjárhagsáætlun og reikninga stúdentaráðs mun- um við greiða atkvæði gegn fram- kominni tillögu um hækkun inn- ritunargjalda. Póstlestin við Torfulæk í nótt Mælifelli 10.7. GÚFURLEGT fjölmenni er nú komið á landsmót hestamanna á Vindheimamelum. Hópar ríðandi manna stefna að úr öllum áttum og hestafjöldinn f Borgareyju er svo mikill, að ævintýri er líkast að sjá ofan af Laufásnum. I dag eru dómnefndir að dæma góðhesta og er fylgzt með því af áhuga. Prúð- mennska og reglusemi ríkir á mótsstaðnum og í tjaldborginni í hvömmunum við Svartá. Póstlest- in er nú í Húnaþingi á leið frá Lækjamóti að Torfalæk, þar sem gist verður í nótt. Næsti gististað- ur er Æsustaðir í Langadal, en á miðmunda á laugardag kemur pósturinn á mótsstaðinn. Formleg setning landsmótsins verður á föstudag. Veðurblfða er nú í Skagafirði, logn og heiðskírt. Hvítá, nýtt skip Hafskips HVlTÁ nefnist nýtt kaupskip, sem kom til landsins f fyrradag og er f eigu Hafskips h.f. Skipið, sem er 1300 lestir að stærð, verð- ur skráð á Akranesi. Halldór Friðriksson hjá Haf- skip sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að lestar skipsins væru 96 þúsund rúmmetrar að stærð og skipið væri smíðað f Þýzkalandi árið 1966, en þaðan er skipið keypt. Gert er ráð 1'yrir, að skipið verði í reglubundnum ferð- um á tveggja vikna fresti á milli Islands, Gautaborgar, Kaup- mannahafnar og Fredrikstad. Kaupverð skipsins var um 93 millj. kr. Ellefu manna áhöfn er á skip- inu. Skipstjóri er Steinarr Kristjánsson og yfirvélstjóri Jón Sveinsson. Keflavík — Fram 1:0 Keflavfk og Fram léku f gær- kvöldi f 1. deildinni f knatt- spyrnu. Leiknum, sem fram fór á Laugardalsvellinum, lauk með sigri Keflvfkinga, sem skoruðu 1 mark. Markið gerði Kári Gunn- laugsson á 53. mfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.