Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JtJLl 1974 21 Sveinn Guðmundsson sjónarruiðum mfnum sem for- manns Náttúruverndarnefndar Austur-Barðastrandarsýslu varð- andi fyrirhugaða þörungaverk- smiðju á Reykhólum. Á þessum fundi varð samkomu- lag um það, að undirbúningur gæti haldið áfram og um leið yrði gerð athugun á vistum Breiða- fjarðarsvæðisins. Kæmi neikvæð- ur árangur þeirrar rannsóknar í ljós yrðu allar framkvæmdir stöðvaðar. Eg tók undirbúnings- stjórn trúanlega um það, að undirbúningsvinna mætti ekki tefjast vegna samkomulags, er ríkið hafði gert við Skota um kaup áþörungum. Þessi ástæða reyndist skrök- saga, því að þegar nefndarmenn töldu sig hafa pálmann í höndum sér, gátu þeir fengið frest hjá Skotum, enda lítilmannlegt að láta útlendinga segja sér fyrir verkum. Ég hef haft af því spurn- ir, að einhverjar náttúrufræði- rannsóknir hafi verið gerðar, og fuglafræðingur kom í heimsókn til mín, sem mun hafa verið að rannsaka fuglalíf við Breiðaf jörð. Hins vegar veit ég ekki, hversu miklar rannsóknir hafa verið gerðar og þaðan af síður, hverjar niðurstöður hafa verið. Breiða- fjarðarsvæðið er eitt merkileg- asta svæði þessa lands og það frá mörgum sjónarhornum séð. Óvíða mun hægt að finna fleiri náttúru- fyrirbrigði en þar. Sennilega óvíða hægt að finna. meiri fjöl- breytni í formi og litum og hvers vegna ætti að spilla hinni lítt 'snortnu fegurð með stóriðjuverk- smiðju á Reykhólum, en það er kapituli út af fyrir sig. Jafnfrámt því að vera náttúru- unnandi þá er ég líka beinn hags- munaaðili og mun ég ekki reyna að skýla mér bak við náttúru- verndarsamtök, þegar ég ræði þau mál, jafnvel þó að mengi þeirra fari saman á mörgum svið- um. Eg vil leyfa mér að leggja nokkrar spurningar fyrir viðkom- andi aðila, og fáist ekki viðunandi svör verður ekki hjá þvf komizt að leggja lögbann á frekari fram- kvæmdir þörungaverksmiðj- unnar á Reykhólum. Spurningarnar eru þessar: 1. Hvaða afleiðingar hefur vinnsla þörungaverksmiðjunnar á þang og þara; á fugla, fiska og spendýralíf svæðisins vegna rösk- unar á fæðukeðju þessara teg- unda? 2. Hefur hlutafélagið tryggt, að umferð um sellátur verði ekki leyfð um kæpingatímann, haust| og vor? 3. Einn stjórnarnefndarmaður þörungaverksmiðjunnar er jafn- framt formaður Æðarræktarfé- lags Islands. Getum við tre'yst því, að hann gæti hagsmuna varpeig- enda gagnvart Þörungaverk- NOKKUR ORÐ UM VISTFRÆÐI BREIÐAFJARÐAR SVÆÐISINS Þar sem líf finnst á jörðinni, verða lífverurnar fyrir áhrifum þess umhverfis, sem þær dvelja í, og skiptir það í sjálfu sér ekki máli, hvort umhverfið er gott eða vont. Allar lífverur sækja viður- væri sitt til umhverfisins og gengi lifveranna er undir því komið, hvernig tekst til með það sam- spil. Lífverurnar eru algerlega upp á umhverfi sitt komnar. Með umhverfi er því átt við vistsvæði i lofti, vatni og jörð. Þess vegna verður að vega og meta hvert svæði, sem taka á til annarrar notkunar en náttúran hefur gert um aldaraðir. Auðséð er, að umhverfið verður að af- marka eftir lifve.ru þeirri, sem um er rætt hverju sinni. Um- hverfi spendýra, fugla, fiska og snigla eru gjörólík, þó að öll þessi dýri lifi á sömu slóðum. Því má segja, að hér sé um mörg um- hverfi að ræða. Umhverfi fuglsins er viðast og kemur að einhverju leyti inn á vistsvið hinna tegund- anna. Umhverfi snigilsins er harla smátt að flatarmáli. Um- hverfi hefur áhrif á lífið og lífið hefur áhrif á umhverfið á ýmsan hátt og veldur breytingum á þvi, sem siðar verka á lífverurnar sjálfar og svona heldur keðjan áfram. Breytingar eru að jafnaði örastar á nýnumdu svæði og skiptir þar ekki máli.-hvort það er á láði eða í legi. Þær breytingar hægja ekki á sér fyrr en jafnvægi er fengið. Jafnvægi raskast stund- um fyrir tilstuðlan mannsins í náttúrunni og stundum vegna náttúruhamfara eins og í Vest- mannaeyjum. Stundum myndast líka nýtt jafnvægi fyrir tilstuðla an mannsins. Breyting getur lika orðið alger og leitt til eyðingar hins upprunalega lífsfélags. Sam- kvæmt kenningu Darwins tekur allt líf stöðugri breytingu og þeir hæfustu lifa jafnan. Það er, að þeir grimmustu fara oftast með sigur af hólmi og því mun maður- inn ekki hafa þurft á neinu synda- falli að halda, því að hann hefur tekið hið illa í arf og einnig þekk- ingu frá forfeðrum sínum og því er hann í rauninni höfuðpaurinn í sköpunarverki þess miskunnar- leysis, sem úrval náttúrunnar byggist á. Við teljum okkur kór- ónu sköpunarverksins og því sé- um við herrar alls lifs á jörðunni, enda teljum við, að við séum þeir, einu, sem erum með sál áþessurm hnetti. Hér er ætlunin að taka Breiða- fjarðarsvæðið til umræðu og skai það fyllilega játað, að mig brestur þekkingu til þess að gera þessu viðamikla máli þau skil, sem þyrfti, enda hafa engar vistfræði- legar rannsóknir farið fram. Ef við byrjum ofan frá og tölum um fuglana og spendýrin, sem lifa við B/ússur, peysur og só/toppar, mikið úrva/. Fallegur sundfatnaður á hagstæðu verði. Vinsælu denimdrengjasettin komin aftur. Mittisjakkar úr flaueli á börn og unglinga. Dömu- og herrajakkar í úrvali. Buxnaúrvalið aldrei meira en nú. Terelynedömufrakkar. Verð aðeins kr. 5.490,- FYRIR SUMARLEYFIÐ: Tjöld, svefnpokar, svampdýnur, bakpokar, ferðatözkur, gastæki, potta- sett og margt fleira. Hagstætt verð. Ath.: Vekjum athygli á vönduðum, ítölskum ferða- og gönguskóm. Verð aðeinskr. 2.560,-. Gerið helgarinnkaupin tímanlega, því að nú er LOKAÐ á laugardögum, en OPIÐ til kl. 10 á föstudagskvöldum. nisAíji ní&yj IISKEIFUNN1151 Sveinn Guðmundsson: Er þörf á lögbanni á iðnaðarráðherra? Nýlega hefur verið stofnað hlutafélag um þörungavinnslu á Reykhólum. Sú félagsstofnun hefur verið alllengi á döfinni og var mér boðið í fyrravetur, um svipað leyti og þessar línur eru nú skrifaðar, að sitja fund, er undir- búningsstjórn hlutafélagsins hafði boðað til, og gera grein fyrir smiðjunni á Reykhólum, þar sem hætta er á, að hagsmunir þessa aðila stangist á? 4. Hefur heilbrigðisnefnd Reyk- hólahrepps ásamt héraðslækni gefið umsögn sína um fyrirhug- aða verksmiðju og þá mengunar- hættu, er kynni af henni að stafa? 5. Hefur Heilbrigðiseftirlit rlkisins verið latið segja sitt álit? 6. Hefur verið leitað álits Nátt-' úruverndarráðs um það, hvort þörungaverksmiðja á Reykhólum uppfylli lágmarksskilyrði um náttúruvernd? 7. Hver er orsök þess, að hags- munaaðilar, utan eins stjórnar- manns, Vilhjálms Lúðvíkssonar efnaverkfræðings, hafa ekki reynt að hafa jákvætt samband við Náttúruverndarnefnd Austur- Barðastrandarsýslu. Eg vil láta koma fram erindi mitt frá Reykhólafundinum I fyrra, sem ég tel að eigi erindi til fleiri en þar voru. Breiðafjörðinn, þá skulum við at- huga lífsferil selsins fyrst. Selur- inn lifir sennilega mest á fisk- meti, þá til dæmis hrognkelsi, og það svo aftur á smærri dýrum. Svo skulum við hugsa okkur, að krabbadýrin komi til sögunnar og þá koma hjóldýr og frumdýr; allt þetta líf nærist svo á smáþörung- um og má segja, að þeir séu frum- áta sjávarlífsins. Eins getum við hugsað okkur, að sé með æðar- fuglinn, sem lifir á margvislegu sjávarfangi og sennilega nærast ungar hans'á ýmsum dýrum, sem lifa í sambýli við þang og þara. Sé gengið um of á þær fæðutegundir, sem ungarnir þurfa lífsnauðsyn- lega á að halda, má þegar sjá fyrir, hvernig þeim lýkur. Aðeins með þvf að halda næringarmagni Breiðafjarðarsvæðisins í stöðugri hringrás tekst að viðhalda því lífi, sem er þar. Ætla má, að Breiðafjarðarsvæð- ið allt sé svo nátengt og sérstök heild, að fari þar fram stórvægi- leg lfffræðileg röskun geti hún haft úrsli.taþýðingu fyrir það líf, sem þar er nú. Nú stendur til, að gerð verði vistfræðileg rannsókn á öllu lffi á Breiðafirði og má segja, að betra sé seint en aldrei. Þar á að rannsaka þær lífverur, sem dveljast þar. Ég veit, að þeir visindamenn, sem þar kunna að leggja hönd á plóginn, munu vinna samvizkusamlega og gefa sér aldrei svör fyrirfram við spurningum þeim, er þeir leita svars við. Ég hef haldið og held enn, að óhyggilegt sé að hefja framkvæmdir á þangverksmiðj- unni fyrr en niðurstöður vísinda- manna liggja fyrir, því að jafnan er erfitt að hætta við verk, sem byrjað er á, þó að rannsóknir sýni það svart á hvítu, að þessi verk- smiðja, sem nú er í bígerð að reisa, geti verið örlagavaldur fyr- ir bændur f kringum fjörðinn, og- skal ég færa nokkur rök fyrir þessari skoðun minni. Á meðan selurinn er að kæpa, vill hann hafa ró og næði eins og flest spen- Framhald á bls. 25. Hagkaup auglýsir: VORUM AÐ TAKA UPP MIKIÐ AF FALLEGUM BOLUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.