Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JULl 1974 Utgefandi hf. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Þeir erfiðleikar, sem um þessar mundir eru að koma upp á fiskmörkuð- um okkar erlendis vegna verðfalls og sölutregðu, hafa gefið mönnum tilefni til samanburðar við kreppuárin 1967—’69 og er það í sjálfu sér skiljanlegt, þótt slíkur samanburður sé engan veginn raunhæfur á þessu stigi, þar sem ekki er ljóst, hve vandinn verður víðtækur eða langvarandi. Fyrstu merki kreppunn- ar 1967—’69 sáust á miðju ári 1966, en þá varð verð- fall, sem náði til þýðingar- mestu útflutningsafurða landsmanna. Jafnframt varð á því ári verulegur samdráttur í þorskafla á vetrarvertíð, sem ekki bætti úr skák. En það var fyrst á árunum 1967 og 1968, sem verðfalls og afla- brests fór að gæta í svo ríkum mæli, að réttlætan- legt er að tala um kreppu- ástand. Á árinu 1966 hafði síldarafli numið 770 þús. tonnum og loðnuafli 125 þús. tonnum. Á árinu 1967 varð aflabrestur á síldveið- um, en það ár nam sfldar- aflinn um 460 þús. tonnum og hafði því minnkað um 300 þús. tonn frá árinu áð- ur. Á árinu 1968 varð svo Verðfallið á þýðingar- mestu útflutningsafurðum, sem hófst á árinu 1966, hélt áfram á árunum 1967 og 1968 og urðu sameiginleg áhrif verðfalls og afla- brests á utanríkisviðskipti landsmanna hrikaleg. Þannig var gjaldeyrisverð- mæti sjávarafurða nær þriðjungi minna 1967 en árið áður og það hrun i útflutningsframleiðslunni leiddi til þess, að vöruút- flutningur landsmanna á árinu 1967 nam aðeins 4.300 millj. kr., en hafði numið 6.000 millj. kr. á ár- inu 1966, og á árinu 1968 nam vöruútflutningur að- eins 3.560 millj. kr. Á þess- sem hafði vaxið um nær 9% á ári það sem af var sjötta áratugnum jókst að- eins um 3,5% á árinu 1966, minnkaði um 2% 1967 og minnkaði enn um 6% á ár- inu 1968. Þjóðartekjurnar höfðu vaxið um 10,2% að jafnaði á ári, þær jukust um 8,5% 1966, en minnk- uðu um 6,8% á árinu 1967 og enn um 7,2% á árinu 1968. Af þessum tölum má sjá, hve hrikalegt það áfall var, sem þjóðin varð fyrir á kreppuárunum 1967—’69 og jafnframt sýnir þetta, að það er auðvitað út í hött að halda því fram nú, að þeir erfiðleikar, sem upp KREPPUARIN ’67 -’69 0G ERFIÐLEIKARNIR NÚ algert hrun á síldveiðum, en það ár nam heildar síld- araflinn aðeins 143 þús. tonnum og loðnuaflinn rúmlega 78 þús. tonnum. Til viðbótar þessum gífur- lega aflabresti á sfldveið- um bættist, að vetrarver- tíðin 1967 var að mati fróðra manna ein hin erfið- asta frá árinu 1914. um tveimur árum 1967 og 1968 hrapaði gjaldeyris- verðmæti sjávarafurða um 45% og samdráttur netto gjaldeyrisverðmætis af framleiðslunni var enn meiri eða yfir 50%. Áhrif þessa hruns í afla og verði sjávarafurða á þjóðarframleiðsluna urðu þau, að þjóðarframleiðslan, eru komnir í utanríkisvið- skiptum okkar og á fisk- mörkuðum, séu meiri en á þessum miklu kreppuár- um. Enginn getur haldið slíku fram með nokkrum rökum. Hitt er svo annað mál, hver þróunin verður á næstu tveimur árum. Haldi verðfallið áfram og afla- brestur verði, kann svo að fara, að ástandið verði sam- bærilegt, en þvf er alls ekki hægt að halda fram f dag. Og þess er einnig að gæta, að fiskverðið hefur verið að falla frá toppverði sem engum heilvita manni hef- ur dottið í hug, að gæti haldizt til frambúðar, en um slíkt var hins vegar ekki að ræða, þegar verð- fallið hófst á árunum 1966 og 1967. Þær upplýsingar, sem fram til þessa hafa legið fyrir um vandann í efna- hagsmálum, byggjast á skýrslu hagrannsóknar- stjóra frá þvf í marzlok og í þeirri skýrslu er ekki tekið tillit til þess verðfalls, sem orðið hefur á erlendum mörkuðum. Sú skýrsla sýn- ir, að efnahagsvandi Is- lendinga er fyrst og fremst heimatilbúinn, en nú bæt- ast hins vegar við augljósir erfiðleikar á fiskmörkuð- um erlendis, sem bregðast verður við af festu. En það er einmitt til þess að fá heildarmynd af ástandinu eins og það er i dag, en ekki eins og það var fyrir 3í4 mánuði, sem Geir Hall- grímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur lagt á það áherzlu í tilraunum sínum til stjórnarmyndun- ar að fá nýjar upplýsingar um ástand og horfur í efna- hags- og atvinnumálum þjóðarinnar, sem að sjálf- sögðu hljóta að verða for- senda fyrir stjórnarmynd- un. Stóraukiii umsvif úthafeflota A-Þjóðverja Fékk sömu aðstöðu r á Islandi og Kúbu MBL. HEFUR borizt eintak af biaðinu „Demokratic German Rep- ort“, sem gefið er út f Austur-Þýzkalandi. Þar er að finna athyglis- verðar upplýsingar um austur-þýzka úthafsflotann, stækkun hans á undanförnum árum og þá hagræðingu, sem er af þvf að flytja sjðmenn flugleiðis tii áhafnaskipta. Slfk áhafnaskipti voru Ieyfð hér s.l. vor af Lúðvfk Jósepssyni sjávarútvegsráðherra eins og menn muna, undir þvf yfirskini, að flotinn væri á veiðum víð Nýfundna- land. Sfðar kom það sanna f Ijós, flotinn reyndist vera á veiðum á landgrunnskantinum útaf Vestfjörðum, og voru leyfi Lúðvfks þá snarlega afturkölluð. En þau áhafnaskipti, sem þegar höfðu farið fram áður en leyfin voru afturkölluð, hafa eflaust haft það f för með sér, að ryksugufloti Þjóðverjanna gat veitt nokkru meira á fslandsmiðum en ella. I greininni í „Demokratic German Report" er að finna upplýsingar um vöxt og við- gang úthafsflotans. Uppbygg- ing hans hófst árið 1948, þegar Austur-Þjóðverjar eignuðust fjóra litla togara, en þeir voru gjöf frá Sovétmönnum. Árið 1951 var gert stórt átak, ákveð- ið var ao byggja 48 fiskveiði- skip, fiskihöfn og fiskiðjuver við Eystrasaltsströnd. Upp- byggingunni hefur verið hald- ið áfram síðan, og í dag saman- stendur úthafsfiskveiðifloti Austur-Þjóðverja af 144 skip- um. Flest eru það togarar, sem margsinnis hafa komið hingað, og auk þess verksmiðjuskip, eins og þau, sem komu hingað f vor, frystiskip og vöruflutn- ingaskip. Samtals er þessi floti 142 þúsund lestir að stærð. Árið 1955 var afli Austur-Þjóðverja á úthafsmiðum 62 þúsund lest- ir, en var kominn upp f 311 þúsund lestir árið 1972. Er þetta 400% aukning. Til þess að ná sem beztri nýt- ingu flotans hafa Þjóðverjarnir farið inn á þá braut að flytja sjómenn flugleiðis á þær slóðir sem flotinn er á veiðum hverju sinni. Fyrsta skrefið var að hafa áhafnaskipti á Kúbu fyrir þann flota, sem var á veiðum undan ströndum Bandaríkj- anna. Á síðustu 12 mánuðum hefur austur-þýzka rfkisflugfé- lagið Interflug flutt um 1000 sjómenn frá Berlfn til Kúbu, og tekið jafnmarga sjómenn til baka. Þannig losna skipin við 17—18 daga siglingu til Austur- Þýzkalands, þeim nægir að sigla f þrjá daga til Kúbu. Sjó- mennirnir losna við langt og þreytandi ferðalag, og það sem meira er um vert, nýting flot- ans verður meiri, togararnir geta verið á veiðum allan ársins hring. Ryksuguflotinn stoppar ekki allt árið. Að þessu var Lúð- vík að stuðla. Austur-þýzk yfirvöld hafa greinilega haft þá skoðun, að hægt væri að nota ísland til sömu hluta og Kúbu. Þvf sóttu þau um leyfi til áhafnaskipta hér, og var leyfið veitt, en síðan afturkallað eins og fyrr segir. Hafði verksmiðjutogarinn Junge Welt þá komið tvær ferð- ir af þremur til Reykjavfkur. Það hefðu verið hæg heimatök- in fyrir ráðuneytið að afla sér upplýsinga hjá Landhelgisgæzl- unni um ferðir úthafsflotans um það leyti sem áhafnaskiptin fóru fram. Hann hefur mörg síðustu árin verið á grálúðu- veiðum 80—100 sjómílur undan Vestfjörðum á þessum tfma árs. Hefur Landhelgisgæzlan haft um þetta vitneskju. En það var ekki gert, og því fékk austur- þýzki úthafsfiskveiðiflotinn sömu aðstöðu hér og hann hef- ur haft á Kúbu. Áhafnaskiptin á tslandi. Efst er verksmiðjuskipið Junge Welt og neðst er vél frá Interf lug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.