Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JULI 1974 17 Suður um höfín Sigurður Sigurmundsson: Q SPÆNSK-ISLENZK ORÐABÓK. 185 bls. □ tsafold. Rvfk. HVER heföi trúaö ef spáð hefði verið fyrir nokkrum árum, að flestir Islendingar sem til út- landa fara legðu leið sína til — Spánar! Sú hefur þó orðið raunin, og mætti sú staðreynd minna okkur á að ferðamannastraum- arnir nú á tímum eru óút- reiknanlegir og aldrei að vita hvert þeir kunna að beinast. Fyrrum fóru ekki aðrir héðan til Spánar en saltfiskkaupmenn og spekúlantar auk þess nauða- fámenn hóps sem hvorki skorti peninga né kjark til að leggja upp í svo langt ferðalag sem það þá þótti. Nú er Spánarferð orðinn hluti þess sem kallað er almenn neysla; kostar enda minna að sögn en að fljúga til Akureyrar og halda sér þar uppi á Hótel Kea jafnlangan tíma. Vafalaust láta einhverjir sem til Spánar fara berast þangað með straumnum til að njóta Iífsins í frumstæðasta skilningi: eta og drekka (ódýrt áfengi), stunda næturklúbba og að lokum sóla sig eitthvað ef tími gefst þá til þess frá hinu. En margir fara líka sem sannir ferðamenn: til að skoða sig um, vfkka sjónhringinn, sjá og heyra annars konar umhverfi og mannlíf en heima hjá sér; án Sigurður Sigurmundsson þess þó vitanlega að slá hend- inni á móti fyrrtöldum heims- ins lystisemdum. Spænskan er fallegt tungu- mál og mikið heimsmál; kemur næst á eftir enskunni sem slík; og auðveld Islendingum að því' leýti að orðin eru „borin fram eftir stafanna hljóðan" eins og maðurinn sagði. Fyrir nokkrum árum gerðist það að bóndi austur í Hreppum tók að glugga f þetta ágæta tungumál, fékk sér spænskt- enskt orðasafn til að styðjast við þar sem spænsk-íslensk orðabók var ekki til, gerði glós- ur til að spara sér uppflett- ingar, og sjá: árangurinn varð hvorki meira né minna en spænsk-fslensk orðabók eftir hann sjálfan. Eða eins og hann segir sjálfur í formála bókar- innar: „Lokaráð mitt var því það, að þýða orðasafnið úr spænsku á íslenzku. Varð það nokkurra ára fgripaverk. Siðan notaði ég handritið sjálfur... Verður það mér óblandin ánægja ef að verkið, sem ég vann fyrir mig einan, getur orðið öðrum að liði. Þá er tilganginum fyllilega náð.“ Þetta framtak Sigurðar Sigurmundssonar frá Hvítár- holti er áreiðanlega einstætt og lofsvert og gæti — ímynda ég mér — hvergi gerst nema hér á landi. Það er að vísu ekkert einsdæmi að bóndi noti hvíldar- stundirnar frá búskapnum til að nema erlent tungumál, en að hann semji um leið orðabók yfir málið upp úr glósunum — slfkt hygg ég eigi sér ekki mörg fordæmi. Og „tilgangi" þeim sem Sigurður talar um held ég hann muni ná með þessu verki sínu. Tekið er að kenna spænsku sem valgrein í mörg- um skólum og kemur þetta orðasafn því strax í góðar þarf- ir. Hins vegar þarf að stækka bókina fyrir næstu útgáfu svo hún henti líka þeim sem lengra eru komnir. Gera hana að raun- verulegri orðabók. Orðabókar- smíð er sérfræðingavinna, og væri höfundinum engin minnkun að þó fleiri væru kvaddir til þess verks. Lfka má segja, bæði í gamni og alvöru, að Sigurður þyrfti að bregða sér í svo sem eina Ut- sýnarferð áður en lengra er haldið til að kynnast af eigin raun því sviði spænskrar tungu sem flestir landar hans þurfa á að halda um þessar mundir, en því virðist mér hann, meðal annars, ekki hafa gert nógu rækileg skil í þessari fyrstu út- gáfu bókarinnar. Maður þarf þó, fjárinn hafi það, að geta beðið um aðgöngumiða að nautaati á Spáni þó það sé ekki beint sjón að sjá eða stunið upp því sem hugurinn girnist á barnum og verslað stórvand- ræðalaust á ávaxtamarkaði. I öllum þessum tilvikum er að vísu hægt að bjargast við handapat og bendingar eða „manneskjumál" eins og ágæt- ur maður kallaði það, og það gera auðvitað margir. Hitt verð- ur þó auðveldara að geta geiflað út úr sér þó ekki sé nema fáeinum orðum á máli innfæddra sem margir hverjir skilja ekki orð í neinu erlendu tungumáli. Það sparar bæði tfma, erfiði og peninga. Ekki má heldur gleyma hinu að spænskan býr yfir miklum auði gamalla og nýrra bók- mennta og ekki ófyrirsynju að sumir yngri rithöfunda okkar hafa farið til Spánar og dvalist þar til eflingar fagmenntun sinni. Og í fáum löndum heims mun nú meiri gróska í skáld- sagnariðju en f sumum löndum Mið- og Suður-Ameríku þar sem spænska er töluð. Hinn spænskumælandi heimur er í dag heimur umbrota og öfga. Þar er nú að finna sýnishorn flestra tegunda stjórnarfars, góðs jafnt sem ills, mundu margir segja, og mannlífið þrumir þar enn á hinum ólík- ustu þróunarskeiðum, allt frá gotnesku miðaldarökkri til neonlýstrar þotualdar. Orðabók Siguróar Sigur- mundssonar kemur þvf á rétt- um tíma eða réttara sagt: hún mátti ekki vera seinna á ferð- inni. En hún má ekki vera nema upphaf að öðru meira. Brýn þörf er góðrar spænsk-ís- lenskrar orðabókar á stærð við aðrar orðabækur sem sami út- gefandi (Isafold) hefur verið að gefa út á undanförnum ár- um, bæði f frum- og endurút- gáfum. Því staðreynd er að orðabók verður að ná tiltekinni stærð eigi hún að vera full- nægjandi á hverju því sviði sem margir og ólíkir notendur þurfa á að halda í fjölbreytilegasta tilgangi. Ég treysti höfundi til að vinna það verk, en líka held ég að fleiri þurfi að koma nálægt þvf. Enda er slíkt tæpast eins manns meðfæri þegar öllu er á botninn hvolft. Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Rúnar Gunnarsson Ljósmyndir — Kvikmyndir — Sjónvarp • • • • • • • • Myndplötur og myndsegulbönd Með sjðnvarpstökuvél og mynd- segulbandi getur þú gert þfnar eigin myndir: tekið upp dagskrá f sjónvarp- inu, tekið upp mynd, sem sýnd er á rás 10 á meðan þú horfir á rás 12, -tekið upp framhaldsþáttinn ef þú getur ekki verið heima á sýningartfma sjónvarpsins. Og sfðast en ekki sfst horft á það, sem þú vilt, þegar þú vilt. Þær framfarir, sem eru innan sjónmáls á sviði sjónvarps- tækni, eru ótrúlega margar og fjölbreyttar. Það líður senni- lega ekki langur tími þar til myndsegulbönd og myndplötu- spilarar verða jafn algeng heimilistæki 1 og venjulegir plötuspilarar og segulbönd eru nú. Framleiðendurnir keppast við að fullkomna þessi tæki, sem eru nokkuð mismunandi að uppbyggingu, og er ekki gott að segja fyrir um hvaða kerfi nær a0 festa rætur og verða ráðandi á hinum almenna markaði á næstu árum. Myndsegulbandið hefur þann kost, að hægt er að taka upp efni, sem flutt er í sjónvarpi, jafnframt því sem hægt er að tengja myndatökuvélar sumum þeirra tækja, sem eru á almenn- um markaði, þannig að hægt er að nota myndsegulbandið til eigin myndgerðar. Myndsegul- bandið er því hentugt sem kennslutæki þar sem myndmál- ið er notað til dreifingar fróð- leiks. I Frakklandi er t.d. hluti læknaritsins MEDISCOPE gef- ið út á myndsegulbandi, sem sent er til lækna mánaðarlega. Áskrifandinn fær myndsegul- bandstæki á leigu fyrir um eitt þúsund krónur á mánuði (50 fr.) Hver mánaðarspóla kostar síðar aðrar þúsund krónur. A sérsviðum eins og læknisfræði er það ómetanlegt fyrir önnum kafna lækna að geta fylgst með helstu framförum og fengið upplýsingar á myndsegulbandi. Kostnaðurinn við útkomu MEDISCOPE er að hluta greiddur með auglýsingum frá lyfjaframleiðendum. Myndplatan er hentug til notkunar í heimahúsum. Verð hverrar plötu kemur til með að verða viðráðanlegt almenningi, Hvernig væri að bregða plötu á fóninn. Myndplötu? Myndplatan „Flugstöðin“. Kvikmyndin var sýnd I Laugar- ásblói fyrir nokkrum árum. Myndplatan snýst á loftpúða, 1500 snúninga á mfnútu. þar sem pressun myndplötu er ódýrari en flutningur efnis á myndband þegar um mikið magn er að ræða. Þróunin virð- ist vera sú, að stórfyrirtækin leggi áherslu á að fá réttindi til útfágu kvikmynda á plötum, sem seldar verða í þvf dreifi- kerfi, sem þegar er fyrir hendi. MCA hefur þegar tryggt sér útgáfurétt á fjölda gamalla mynda, sem verða gefnar á 45 mínútna myndplötum og af- spilunartækjum á viðráðanlegu verði. Philips og MCA eru að reyna að koma sér saman um ,,staðal“ á framleiðslu sinni. Nokkrar gerðir myndspilara EVR-Sjónvarpskasettutæki fyrir míkrófilmu. Klukkutíma sýningartfmi í svart-hvítu en hálftími í lit. Míkrófilman er innspiluð frá 35 mm filmu, ell- egar eins eða tveggja tommu myndsegulbandi. Ekki er hægt að taka upp frá venjulegu sjón- varpstæki. (Verð á EVR tækinu er um 80 til 100 þúsund krónur. Hver kasetta kostar um 5 þúsund kr.) VCR N1500 — Hálftommu (breidd á bandi) myndsegul- band framleitt af Philips. Sýn- ingartími 30 eða 60 mín., svart- hvftt og litur. Upptaka getur farið fram frá sjónvarpstæki eða með sjónvarpsmyndavél. (Tækið kostar álfka mikið og EVR. Hálftfma myndbanda- kasetta kostar rúmar 3 þúsund krónur og klukkutfma band rúmlega 4 þúsund krónur) U-matic myndsegulband — Sony sjónvarpskasettutæki með 3A" myndbandi. Sýningar- tfmi allt að ein klukkustund í svarthvítu eða lit. Hægt er að taka upp mynd frá venjulegu sjónvarpstæki. (U-matic kostar um 150 þúsund krónur) TeD myndplötuspilari — Framleiddur í samvinnu stór- fyrirtækjanna AEG, Tele- funken og Decca. Mynd- platan er spiluð á svipaðan hátt og venjuleg hljómplata og verð- ur seld á líkum grundvelli. Ekki er hægt að gera eigin upp- tökur á tækið. Sýningartími hverrar plötú er tfu mínútur, bæði á svart-hvftum plötum og litmyndaplötum. Til að bæta úr stuttum sýningartíma hverrar plötu er nú verið að hanna sér- stakan plötuspilara, þannig að hægt sé að horfa á „bíómynd" án þess að hafa stutt hlé á tfu mínútna fresti. (Verð á hverri plötu verður ekki hærra en gerist og gengur á venjulegum hljómplötum og plötuspilarinn, sem tengist venjulegu sjón- varpstæki, verður á svipuðu verði og hljómplötuspilari) TeD myndplötuspilarinn kem- ur á markaðinn um þessar mundir. VLP' — Bráðlega kemur á markaðinn myndplötuspilari frá Philips, sem gerður er fyrir 45 mínútna plötur og hefur sömu eiginleika og venjuleg kvikmyndasýningavél að þvf leyti, að hægt er að sýna á mis- munandi hraða, jafnframt þvf sem hægt er að sýna einn og einn myndramma f einu, það er að stoppa og „frysta“ hvern myndramma útaf fyrir sig. (Hef ekki upplýsingar um verð)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.