Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JULl 1974 Ævintýri og sögur H. C. Andersen Litla stúlkanmeð eldspýturnar Hún kveikti á annarri. Hún logaði og lýsti, og þar sem birtan féll á múrinn varð hann gagnsær eins og blæja. Hún sá beint inn í stofuna; þar stóð borð inni og var breiddur á það dúkur með fegursta Að klífa tindinn Þessir kappar ætla að klífa tindinn. — Getur þú merkt fyrir þá leiðina upp með blýantinum þfnum. Hvort er það stígurinn merktur A eða merktur B? borðbúnaði, og á því miðju var steikt gæs á fati, fyllt með sveskjum og eplum. Og — það sem var enn betra — gæsin bylti sér niður af fatinu og vaggaði eftir gólfinu með hníf og gaffal í bakinu; hún kom til fátæku stúlkunnar. — En í sama bili slokknaði á eldspýtunni, og var þá ekkert annað að sjá en myrkan og kaldan múrvegginn. Hún kveikti á þriðju eldspýtunni. Þá sat hún undir prýðisfallegu jólatré; það var enn stærra en það, sem hún síðastliðið aðfangadagskvöld hafði séð gegnum glerhurðina hjá ríka kaupmanninum. Þúsundum saman loguðu á því ljósin, og alls konar dýrindis gripir héngu á greinum þess. Stúlkan rétti upp báðar hendurnar; — þá slokknaði á spýtunni; ljósin óteljandi, sem hún hafði séð, þau liðu æ hærra og hærra í loft upp. Hún sá, að það voru stjörnurnar á himninum. Ein af þeim hrapaði og dró eftir sér langa eldrák á himninum. ,,Nú deyr einhver," sagði litla stúlkan. Því að amma hennar sæla, sem var sú eina manneskja, sem nokkurn tíma hafði verið góð við hana, hafði sagt: „Þegar stjarna hrapar á himninum, þá fer einhver sál til guðs.“ Hún kveikti á fjórðu eldspýtunni. Hún lýsti vel, og í bjarmanum stóð amma litlu stúlkunnar, skínandi björt með milda ásjónu. „Amma mín góð!“ kallaði litla stúlkan, „æ, taktu mig með þér; ég veit, að þú hverfur, þegar deyr á eidspýtunni, þú hverfur eins og heiti ofninn, góða gæsasteikin og blessað jóla- tréð.“ Og óðara kveikti hún á nærri því öllum spýtunum, sem eftir voru í bréfinu, en hún vildi með engu lifandi móti sleppa ömmu sinni. Og eldspýturn- ar báru svo skínandi birtu, að það varð bjartara en um hádegi. Amma hennar hafði aldrei verið svona fríð og svona stór. Hún tók litlu stúlkuna upp á handlegg sér, og þær lyftust í ljóma og fögnuði upp í hæstu hæðir, og þar var enginn kuldi, ekkert hungur og ekkert volæði — þær voru hjá guði. En í skotinu milli húsanna sat litla stúlkan morg- uninn eftir með roða í kinnum og bros á vörum; hún var dáin; hún hafði orðið úti á síðasta kvöldi ársins. Nýársmorguninn rann upp yfir litla líkið, sem sat með eldspýturnar í kjöltunni. Einu eldspýtnabréfinu hafði hún því nær eytt. „Hún hefur ætlað að hita sér,“ sögðu þeir, er fram hjá gengu. Enginn vissi neitt um alla þá fegurð, sem fyrir hana hafði borið; enginn vissi, í hvílíkri dýrð og ljóma hún gekk með ömmu sinni inn í hina eilífu nýársgleði. ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld eftir Jón Trausta. Anna hallaði sér aftur á hægindið, er hún hafði heyrt soguna, heit á vörina og þagði um stund. Hjalti stalst til að líta á hana. Svo reis hún aftur upp við olnhoga. „Tíndu af þér spjarimar!“ mælti hún. „Nei,“ kjökraði Hjalti í angistarrómi. „Tindu af þér spjarimar! — Ég skipa þér það.“ Hjalti þorði ekki annað en hlýða. Skjálfandi og titrandi af hræðslu og gráti fór hann að færa sig úr leirugum görm- unum. Anna horfði fast á hann á meðan. Vöðvamir, sem úr föt- unum færóust, vom rýrir og óþroskaðir, varla svo sem vænta hefði mátt eftir aldri. Handleggir og fótleggir voru grannir og pípulegir. Og svo skalf allinr kroppurinn af kulda og angist, eins og hann byggist við flengingu. Hvílíkt barn! „Farðu úr skyrtunni líka.“ „Nei.“ — Það var sár örvænting í rómnurn. Nú bættist óljós blygðunarsemi ofan á allar aðrar hörmungar hans. Að standa allsnakinn frammi fyrir kvenmanni var sár svívirða. „JÚ, þ u shult. f.g skipa þer það! Hjalti varð að hlýða. Þar stóð hann nakinn eins og myndastytta á gólfinu, grát- andi og skjálfandi. Hömndið var rautt undan blautum föt- uninn. Hann hélt höndunum fyrir andlitinu og sneri sér undan. Vaxtarlagið var fagurt og vöðvarnir í herðumnn stæltir. Allt var þar mitt á milli bernsku og þroska. Kippir fóm inn hann allan af ekkanum, og tárin hrundu ofan á gólfið. Anna svipti ofan af sér sænginni án minnstu feimni og færði sig um leið ofar í hvíluna. „Komdu upp í rúmið, — hérna fyrir framan mig,“ bauð hún. Hjalti hlýddi þegjandi og grátandi og lagði sig upp í hvil- una. Anna breiddi ofan á hann og hlúði að honum. Síðan seildist hún yfir hann til silfurbjöllu, sem stóð á borðinu, og hringdi henni i ákafa. Eftir litla stund kom stúlka, sem heyrt hafði hringinguna. Hún rak upp stór augu, er hún sá, hvar Hjalti var, en hún þorði ekkert að segja. „Sæktu vinnumennina — alla, — ráðsmanninn líka,“ bauð Anna. „Segðu þeim að koma hingað upp imdireins.11 Stúlkan hlýddi umyrðalaust. m«Ölmorgunkoffinu — Hérna er einn, árgerð 1971, sem hefur aðeins verið flogið milljðn km.... — Fyrirgefið, að ég blanda mér f málin... en það er komið fram yfir háttatfma og þið sitjið á rúminu mfnu... — Og með hverju ætlarðu svo að fóðra þetta??? — Þegar við höfum náð samanlagt 200 kflóum förum við í megrunarkúr...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.