Morgunblaðið - 21.08.1974, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR il. AGUST 1974
® 22 0-22-
RAUDARÁRSTÍG 31
V______________/
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
CAR REIMTAL
n 21190 21188
LOFTLEIÐIR
ARÐURj STAÐ
0 SAMVINNUBANKINN
#
Tilboð
AKIÐ NÝJA
HRINGVEGINN
A SÉRSTÖKU
AFSLÁTTARVERÐI
| STAKSTEINAR
Stefnubreyting
í varnarmálum
Alþýðublaðið gerir f forystu-
grein í gær grein fyrir viðræð-
um fiokkanna fjögurra um
varnarmál, þegar þeir reyndu
stjórnarmyndun undir forystu
Ólafs Jóhannessonar: „Þegar
Alþýðuflokksmenn áttu fyrstu
samtöl sfn við ráðherra Fram-
sóknarflokksins kom þegar f
Ijós, að þeir höfðu tekið ger-
breytta stefnu f varnarmálum.
Þeir gerðu sér ljóst, að nú er
ekki meirihluti á Alþingi fyrir
stefnu fyrrverandi rfkisstjórn-
ar á þvf sviði eða þeim tillög-
um, sem hún lagði fyrir Banda-
rfkjamenn f marz. Væri þvf
ekki unnt að mynda þingræðis-
stjórn án þess að breyta stefn-
unni f varnarmálum. Sam-
þykktu þeir, að varnarliðið
skyldi vera áfram f landinu og
ekki ákveðin nein tfmamörk
fyrir brottför þess eða hluta
þess.
Þetta voru f rauninni mikil
pólitfsk tfðindi. Framsóknar-
flokkurinn var horfinn frá
grundvallaratriði þeirrar
stefnu f varnarmálum, sem frá-
farandi vinstri stjórn hafði
markað f upphafi. Af þessu
leiddi, að samstaða tókst með
Alþýðuflokknum og Fram-
sóknarf lokknum f utanrfkis- og
varnarmálum og hélzt hún til
loka viðræðnanna. Vert er að
gera sér grein fyrir, að þessi
stefnubreyting framsóknar-
manna hlýtur að vera alger for-
senda fyrir samkomulagi milli
þeirra og Sjálfstæðisflokks-
ins.“
Tillögur
Alþýðuflokks
of Framsóknar
Alþýðublaðið birtir sfðan til-
Iögur Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins um
varnarmálin. Þar segir m.a.:
„Haldið skal áfram endurskoð-
un varnarsamningsins við
Bandarfkin og verði stefnt að
þvf að fækka í varnarliðinu, en
Islendingar taki við sem flest-
um störfum af varnarliðsmönn-
um, þó þannig að Keflavfkur-
stöðin geti gegnt hlutverki sfnu
sem gæzlu- og eftirlitsstöð f
varnarkerfi NATO. Við endur-
skoðunina verði lögð áherzla á,
að fækkað verði verulega f
varnarliðinu þegar á næsta ári,
og taki Islendingar að sér störf
þeirra, sem á brott hverfa, eftir
þvf sem þörf krefur.“
Þjóðviljinn og einstakir tals-
menn Alþýðubandalagsins eins
og Magnús Kjartansson og
Ragnar Arnalds hafa marg-
sinnis lýst yfir því, að f raun
réttri hafi Iftið borið á milli
flokkanna og ekki hafi verið
útilokað, að samkomulag gæti
tekizt um varnarliðið. Ef það er
rétt, hefur ekki aðeins Fram-.
sóknarf lokkurinn breytt af-
stöðu sinni eftir úrslit kosning-
anna heldur einnig Alþýðu-
bandalagið.
Talsmenn Alþýðuflokksins
segja á hinn bóginn, að Alþýðu-
bandalagið hafi með engu móti
viljað fallast á þær hugmyndfr,
sem fulltrúar hans og Fram-
sóknar lögðu fram f þessum
efnum. Alþýðublaðið greinir
einntg frá þvf f gær, að Magnús
Kjartansson hafi tvívegis Iagt
fram tillögur, sem voru f sama
anda og sá grundvöllur, sem
viristri stjórnin lagði fyrir
Bandarfkjamenn f marz.
Magnús Torfi átti sinn þátt f
tilraunum til þess að leysa
ágreininginn milli vinstri
flokkanna svonefndu um
varnarmálin. Lagði hann til, að
varnarsamningnum yrði sagt
upp, en að þvf búnu yrðí óskað
eftir viðræðum við Bandarfkja-
menn um nýjan varnarsamn-
ing. Þessi tillaga mun hafa
verið lögð fram f samræmi við
þá kenningu, sem Magnús
Torfi setti fram opinberlega, að
engin stjórn yrði mynduð ef
ekki næðist samkomulag!
Allir aðilar virðast þvf hafa
lagt sig f framkróka um að
tengja saman þessi ólfku
stjórnmálaöfl, sem sögð eru
vera til vinstri f fslenzkum
stjórnmálum. Allt kom þó fyrir
ekki. Vinstra samstarf hafði
gengið sér til húðar. Foringjar
stjórnmálaflokkanna hafa gert
sér grein fyrir þvf, enda voru
úrslit alþingiskosninganna
ótvfræð að þessu leyti.
Halldór Jónsson, verkfr.:
Um kjördæmaskiptinguna
Skodr
LCIGAH
CAR RENTAL
AUÐBREKKU 44, KÓPAV.
ORTSUn lOOR-UUI-BROnCO
ÚTVARP OG STEREO I OLLUM BÍLUM
Bílaleigan Æ.ÐI
Stakknolti 3. v/Hlemmtorg
Sími 13009 Opið fró 9-21
Vélverk h.f.
bílasala
auglýsir:
Ef þér ætlið að kaupa eða selja
bíl, þá hafið hugfast að það
borgar sig að láta skrá bílinn hjá
okkur, allt að 20 bila innisalur á
2. hæðum.
Eftirtaldir bílar til sölu.
Opel 1969
Willis 1974
Willis 1964
Vauxhall Victor 1 969
Vauxhall Victor 1965
Mercedes Benz 1 965 200D.
Mercury Cougar 1 970
Chevrolet Nova 1 968
Volkswagen 1971
Plymoth 1967
Bedford vörubifr. 1961
Volvo Vörubifr. 1963
Oldsmobile 1 969
Fiat 127, 1973
Daimler Benz. LA1 1 1 3
með framhjóladrifi
árgerð 1965.
Leitið upplýsinga
'élverk h.f.
Jasala
■ishöfða 8. simar 85710 &
Hjartans þakkir til allra ættingja
og vina, sem glöddu mig með
heimsóknum, gjöfum blómum
og skeytum á nítutíuára afmæli
mínu 10. ágúst sl. Guð blessi
ykkur öll.
Rannveig Rögnvaldsdóttir,
Eyri, Súðarvikurhreppi.
Það fer ekki fram hjá neinum
nú eftir þessar síðustu kosningar,
hvað atkvæðisréttur manna er
geysilega misjafn á Islandi, eftir
því hvar þeir búa.
Manni var kennt það sem undir-
stöðuatriði í félagsfræðinni I
gamla daga, að allir ættu að hafa
jafnan atkvæðisrétt. Samt þora
stjórnmálamennirnir ekki að við-
urkenna, að þéttbýlisfólkið eigi
kröfu til jafns atkvæðisréttar við
dreifbýlisfólkið. Ástæðurnar eru
augljósar, ef maður lítur á núver-
andi kjördæmaskiptingu. Það get-
ur verið dýrt spaug að styggja
kjósanda í Selárdal, þó það sé
óhætt að sparka I Halldór Jónsson
í Reykjaneskjördæmi hvenær
sem er.
En Selárdalsbóndinn hefur
fjórfalt atkvæði á við mig. En það
er réttur hvers þegns í lýðræðis-
ríki að vera jafnrétthár öðrum
gagnvart lögum og þá borgaraleg-
um réttindum. Sé svo ekki, er það
venjulega kennt við fasisma eða
kommúnisma, hver svo sem mun-
urinn er á þvf.
Flestir viðurkenna, að skylda
lýðræðissamfélagsins sé að skapa
þegnunum sem jafnasta aðstöðu
til félagslegra þarfa.Orku, mennt-
un og heilbrigðisþjónustu eigi
menn að hafa á sömu kjörum. Um
þetta er varla deilt og óþarfi að
sérstakir aukaþingmenn sitji-fyr-
ir fámennari kjördæmi til þess að
passa upp á þessi mannréttindi.
Þau eiga heima í stjórnarskránni.
Ef stjórnvöld hyggjast hinsvegar
fótumtroða rétt þegnanna, eins og
þessi ríkisstjórn hefur þráfald-
lega gert, þá geta þau það óhegnt
að mestu. I ljósi þeirra stað-
reynda verður mörgum mannin-
um ljós nauðsyn embættis um-
boðsmannsins, sem getur gætt
réttar hins almenna borgara gegn
föntum á ráðherrastóli. En í þvf
ljósi ber að athuga, að það hlýtur
að vera hæpið að skipa alla dóm-
ara landsins pólitfskt. Munu þeir
gæta hlutleysis, þegar fyrrver-
andi húsbændur þeirra eiga f
hlut?
Ég hef gert mér það til dundurs
að stilla upp kosningaúrslitunum
1974 og 1971, reikna þau í hlutföll
og reynt að gera mér grein fyrir
þvf hvernig þau hefðu litið út ef
allir hefðu haft jafnan atkvæðis-
rétt. Dæmið er tvíþætt. Sé kosið í
gömlu kjördæmunum áfram
þannig, að 60 þingsætum sé jafn-
að á kjördæmin f hlutfalli gildra
atkvæða og rúnað af á venjulegan
viðskiptamáta, þá má sjá þing-
mannafjöldann á Töflu 1. Þing-
mannafjöldi hvers kjördæmis er
síðan margfaldaður með hundr-
aðstölu gildra atkvæða og þing-
mönnum úthlutað á venjulegan
hátt með deilingu með 1, 2, 3
o.s.frv. Niðurstöður þessara kosn-
inga eru svo f Töflu III. Hlutkesti
varð í Austurlandi á milli 18.
manns Framsóknar og 30. manns
D-listans. Nú eru þetta ekki held-
ur réttlát úrslit, þar sem svo mörg
atkvæði falla dauð. Þvf er réttlát-
ara að gera landið að einu kjör-
dæmi og að hvert atkvæði fái að
njóta sín til fulls. Sú niðurstaða
sést í Tölfu II. Á henni sést m.a.,
að núverandi stjórn studdist
aldrei við lýðræðislegan meiri-
hluta f báðum deildum Alþingis,
ef sú deildaskiptin er á annað
borð lýðræðisleg. Einhverntíma
hefur Þjóðviljinn æpt um fasisma
af minna tilefni.
Eg held, að þingið ætti að leysa
eitt verkefni núna og láta þar við
sitja. Að endurreisa lýðræði f
landinu. Seðlabankinn getur al-
veg stjórnaó efnahagsöngþveitinu
á meðan.
TAFLA I; Drcifing atkvæða og þingsæta f kjördæmum.
þingm,- % allra kj. % gr. þingm.taia í hlutf. við % heild. atkv.fj.
Kjördæmi: tala. þingm. atkv. landsins.
Reykjavík 16 26.7 42.0 25
Reykjanes 8 13.3 18.2 11
Vesturland 6 10.0 6.2 4
Vestfirðir 7 11.7 4.4 3
Norðurland vestra 5 8.3 4.7 3
Norðurland eystra 6 10.0 10.6 6
Austurland 6 10.0 5.5 3
Suðurland 6 10.0 8.4 5
60 100.0 100.0 60
TAFLA II; Dreifing atkvæða og þingsæta á flokkana yfir landið.
% % rétt þing-
Flokkur: gildra atkv. Þingmenn: þingm. mannatala
1974 1971 19741971 1974 1971 1974 1971
Alþýðuflokkur 9.1 10.5% 5 6 8.3 10 5 7
Framsóknarflokkur 24.9 25.3% 17 17 28.3 28.3 15 15
Sjálfst.flokkur 42.7 36.2% 25 22 41.6 36.6 26 22
Samtök frjálsl. og v. 4.6 8.9% 2 5 3.3 8.3 3 6
Alþýðubandalag 18.3 17.1% 11 10 18.3 16.6 11 11
Aths. við töflu I;
Vestfirðingur hefur 1.59 þingmann pr. 1% atkvæða
Reykvíkingur hefur 0,381 þingmann pr. 1% atkvæða
eða 4.17 sinnum minni atkvæðisrétt en Vestfirðingur. Reykjanesbúi
hefur 0.439 þingmenn eða 3.62 sinnum minni atkvæðisrétt en Vestfirð-
ingur.
TAFLA III
Hvernig hefðu kosningarnar átt að fara ef kosið hefði verið f kjördæmum: % gildra atkvæða hvers
flokks x þingmannatala kjördæmis.
Listar A B D G Samtökin Kommar Lýðv. Fylking
Reykjavík 2.125 4.175 12.525 5.15 0.85 0.75 0.25 0.75
þingsæti 2 4 14 5
Reykjanes 1.43 1.947 5.181 1.991 0.407 0.11 0.33
þingsæti 1 2 6 2
Vesturland 0.436 1.424 1.34 0.664 0.14
þingsæti 2 2
Vestfirðir 0.312 0.879 1.05 0.309 0.45
þingsæti 0.246 1 2
Norðurland vestra 1.125 0.972 0.471 0.174
þingsæti 2 1
Norðurland eystra 0.546 2.382 1.812 0.858 0.384 0.018
þingsæti 3 2 1
Austurland 0.093 1.278 0.639 0.747 0.234
þingsæti 1 1 1
Suðurland 0.30 1.69 2.135 0.72 0.155
þingsæti 2 2 1
Þingmannatala alls landsins Hlutkesti hefði orðið á Austurlandi, um 2. mann
A 3 18 29 10 B-lista og D-lista mann.
B 3 17 30 10
3ól 1 tmo: ; i5z ■ih j.T). v-L-n