Morgunblaðið - 21.08.1974, Blaðsíða 26
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGUST 1974
| ÍDRUTIAFREITII! MORCBMBLAflSliyS
Jóhannes Eðvaldsson, reynir hjólhestaspyrnu að marki Finnanna f leiknum f fyrrakvöld. Jóhannes var
traustur leikmaður f vörninni, en hefði ugglaust komið betur út sem sóknartengiliður, en það er hans
staða á vellinum.
Var of mikið lagt upp
úr varnarleiknum?
„Blóðugt að
missa niður
2-0 forystu”
HVER var ástæða þess, að ts-
lendingar megnuðu ekki að
fylgja eftir hinni ágætu byrjun
sinni f landsleiknum við Finna á
Laugardalsvellinum f fyrra-
kvöld? 2:0 eftir 10 mfnútna leik
hefði átt að gefa liðinu byr undir
vængi — þann byr, sem nægja
átti til þess að skora fleiri mörk
og vinna þennan leik. En f stað
þess að halda áfram sókn sinni
datt fslenzka liðið niður f algjöra
meðalmennsku, sem rfkti lengst
af leiknum og gaf Finnunum
möguleika á sóknarleik. Má
segja, að finnska liðið hafi haft
nokkra yfirburði úti á vellinum,
en hins vegar er það alveg rétt, að
þvf tókst sárasjaldan að skapa sér
tækifæri og mörkin, sem skoruð
voru, komu fyrir tilviljanir.
Undirrituðum er nær að halda,
að ástæðan fyrir því að ekki gekk
betur í þessum leik en raun bar
vitni hafi verið sú, að of stífur
varnarleikur var lagður fyrir fs-
lenzka liðið af stjórnendum þess,
enda liðsuppstillingin frá upphafi
þannig, að varnarleikur átti að
vera aðalatriðið. Við slíku er
reyndar ekkert að segja. Finriar
hafa staðið sig mjög vel í lands-
leikjum sínum að undanförnu og
þvi mátti búast við, að þeir væru
með sterkt lið. En ekki þurfti að
horfa lengi á þennan leik til þess
að sannfærast um, að íslenzku
piltarnir áttu að geta átt í fullu
tré við Finnana — þeir áttu að
geta sigrað í þessari viðureign.
Því hefði tvímælalaust átt að
breyta liðsuppstillingu íslenzka
liðsins fljótlega í fyrri hálfleik og
reyna djarfari sóknarleik. Hefði
verið næsta eðlilegt að setja Jó-
hannes Eðvaldsson í tengiliðar-
stöðuna — stöðuna, sem hann
leikur með Valsliðinu í sumar óg
hefur gert þar frábær skil, og
skipta Jóni Gunnlaugssyni inn á
sem miðverði. Jón hefur átt mjög
gott tímabil í sumar og er tví-
mælalaust einn bezti varnarleik-
maður íslenzkrar knattspyrnu.
Með þessu móti hefði ugglaust
orðið meiri ógnun í leik liðsins. I
sfðasta lagi hefði þessi breyting
átt að verða í seinni hálfleik eftir
að Finnar jöfnuðu og ekki var um
annað að ræða hjá íslenzka liðinu
en duga eða drepast.
Sjálfsagt má einnig deila um
val landsliðsins að öðru Ieyti.
Spyrja má t.d. að því, hvort hinn
ungi og efnilegi leikmaður Akra-
nesliðsins, Karl Þórðarson, hefði
ekki verðskuldað að fá tækifæri í
þessum leik fremur en t.d. Öskar
Tómasson. Fáir leikmenn hafa
sýnt aðrar eins framfarir í sumar
og Karl og flestir eru sammála
um, að hann sé nú að verða einn
bezti sóknarleikmaðurinn. Og
hefði ekki Jón Alfreðsson Akur-
nesingur átt meira erindi f lands-
liðið en Gfsli Torfason, sem mjög
litið hefur æft í sumar — hætti
reyndar f knattspyrnunni megin
hluta sumarsins.
Ef til vill er engin ástæða til
þess að vera óánægður með úrslit
leiksins í fyrrakvöld. Jafntefli við
Finna er ekki sem verst, þegar
einungis er litið á tölulega niður-
stöðu leiksins. Taka ber einnig
tillit til þess, að í fyrrakvöld
tefldu Islendingar fram liði, þar
sem nokkrir leikmannanna eru
fremur reynslulitlir í landsleikj-
um. Verður ekki annað sagt en
nýliðarnir hafi komizt bærilega
frá ’.eiknum. Og einnig ber að líta
til þess, að ekki var unnt að tefla
fram þvf liði, sem við vitum að er
sterkast. Þannig munar t.d. um
minna en fjarveru Guðna
Kjartanssonar.
8. september n.k. leika ís-
lendingar landsleik við Belgíu-
menn á ^augarcjal.'jvellinum. Þá
verður við rammari reip að draga
en í leiknum í fyrrakvöld og þá
getur gilt sú liðsuppstilling, sem
reynd var I leiknum við Finna.
Má vera að forráðamenn lands-
liðsins hafi horft til þessa leiks, er
þeir ákváðu leikaðferðina í
þessum leik og metið meira hugs-
anlega æfingu fyrir hann en
möguleika á sigri.
—stj.
UM jafnteflisleik Islands og
Finnlands var fjallað f Morgun-
blaðinu f gær. Blaðamaður Morg-
unblaðsins skrifaði þá um leikinn
og einstök atvik eins og þau komu
fyrir sjónir. Að landsleiknum
loknum brugðum við okkur niður
f búningsklefa fslenzku leik-
mannanna og spurðum þá, hvað
þeim hefði fundizt um einstök
atvik og hvernig þau hefðu komið
þeim fyrir sjónir.
Fyrsta mark leiksins skoraði
Teitur Þórðarson. — Það var
ósköp einfalt, Matthfas sparkaði f
átt að markinu, markvörðurinn
missti knöttinn framhjá sér og
ég þurfti ekki annað að gera en
fylgja á eftir og renna knettinum
yfir marklinuna.
Teitur var aftur á ferðinni litlu
síðar — Guðgeir gaf góða send-
ingu inn á vítateignum, ég var að
komast í markfæri, er einn
finnsku leikmannanna sparkaði
undan mér löppunum, dómarinn
dæmdi réttilega vítaspyrnu. Það
var ekki um annað að ræða fyrir
hann.
Ur vitaspyrnunni skoraði svo
Marteinn Geirsson. — Ég var
búinn að ákveða að skjóta í hornið
hægra megin. Markvörðurinn
reiknaði með skotinu hinum
megin, en það hefði varla breytt
neinu, þótt hann hefði hent sér f
rétt horn. Skotið var fast og alveg
uppi undir slá, úti við stöng.
Síðan kom að því, að Finnarnir
skoruðu, það var á sfðustu
Sekúndum fyrri hálfleiksins, en
hvernig stóð á því? — Því miður,
markið kom eftir slæm mistök hjá
mér,* sagði Þorsteinn Ólafsson
markvörður. — Ég kallaði að ég
hefði knöttinn, en var svo
sekúndubroti of seinn að átta mig
á því, hve vel Finninn fylgdi.
Marteinh Geirsson var einnig
nærstaddur, er Finnar skoruðu
fyrra mark sitt. — Ég hélt, að
Þorsteinn hefði knöttinn örugg-
lega og var of seinn aftur fyrir
hann. Finnski leikmaðurinn náði
að skalla að markinu og þótt ég
gerði tilraun til að bjarga á mark-
línunni tókst það ekki. .
Aftur skoruðu Finnarnir og
leikurinn var orðinn jafn. En var
ekki eitthvað athugavert við það
mark? — Hvort það var, ég var
með báðar hendur á knettinum og
Finninn, sem skoraði, sparkaði í
hendina á mér, en ekki f boltann,
sagði Þorsteinn Ólafsson.
Áfram hélt leikurinn og þegar
Iítið var eftir komst Teitur
Þórðarson f dauðafæri, en tókst
ekki að skora. — Ég sneri að vísu
nokkuð illa við markinu, en hefði
eigi að sfður átt að geta skorað,
þar sem ég var ekki nema um
einn metra frá markinu, sagði
Teitur. Þá var mér brugðið eins
og fyrr í leiknum, fótunum hrein-
lega sópað undan mér. 1 þetta
skiptið var ekkert dæmt og hefði
þó verið enn ríkari ástæða til þess
en í fyrra skiptið, er dómarinn
dæmdi vítaspyrnu.
En hvað fannst þeim, sem léku f
íslenzka liðinu, og þeim, sem
stóðu að því, um leikinn í heild og
úrslit hans?
Marteinn Geirsson: — Ég er
nokkuð ánægður með úrslitin sem
slík, þau eru jafnvel betri en ég
átti von á. Hins vegar var blóðugt
að geta ekki heldið 2:0 forystunni.
Þetta var erfiður leikur og ég eins
og aðrir leikmenn mjög þreyttur
að honum loknum. Völlurinn var
erfiður, þungur og háll eftir rign-
ingarnar og kom það óneitanlega
niður á knattspyrnunni.
Eiríkur Þorsteinsson: — Ég er
ánægður með úrslitin, en þetta
voru bölvuð klaufamörk, sem við
fengum á okkur. Jú, víst var ég
taugaóstyrkur klukkustundirnar
fyrir leikinn, en það fór um leið
og leikurinn byrjaði. Maður mátti
vera að því að hugsa um slíkt eftir
að út f slaginn var komið.
Tony Knapp landsliðsþjálfari:
— Hvernig er hægt að vera
ánægður með jafntefli, þegar við
áttum sigurinn skilinn — ég er í
rauninni aldrei ánægður. Við
vorum með 2:0 forystu og hefðum
átt að komast í 3:0, er Karl átti
þrumuskot í stöngina, en í staðinn
skoruðu Finnar ódýrt mark og
það var að mínu áliti vendi-
punkturinn í leiknum. Vissulega
voru Finnarnir meira með knött-
inn, en það var fyrirfram ákveðið.
Við gáfum þeim eftir svæði á
miðjunni og leyfðum þeim að
sækja upp undir vftateig. Þar var
ætlunin að stöðva þá, sem tókst
nokkuð vel eins og sést á þvf, að
Finnarnir áttu ekki mörg mark-
tækifæri f leiknum.
Vendipunkturinn f leiknum? Finnarnir horfa á eftir skoti Karls Hermannssonar, sem hafnaði f
markstönginni fjær.