Morgunblaðið - 21.08.1974, Page 7

Morgunblaðið - 21.08.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1974 ; • • » * —V \ ! forum world features Eftir Paul Toulmin - Rothe Dr. Francis Ng’ombe með krist- aikúiu I hönd gefur sjúklingi ráð. Töfralæknirinn, sem hyggst stofna alþjóðlega lækningamiðstöð Dr. Francis Ng’ombe, 34 ára Zambiubúi, sem er nú búsettur í Nairobi, er áreiðanlega ný- tízkulegasti töfralæknir í Afríku og líklega sá, sem mest- um árangri hefur náð. En þessi snyrtilegi læknir líkist alls ekki „Hollywood“-gerð töfralækna, og hann sést aldrei með grímu og hárkollu, dansandi kringum „sjúkling” með töfrahluti, raul- andi einkennilega söngva og grettandi sig á ógnvekjandi hátt. „Þetta er tóm hjátrú,” seg- ir Ng’ombe, „hjátrúin hefur umfram allt annað komið illu orði á hefðbundnar afriskar grasalækningar og andatrú á Vesturlöndum og hefur dregið athyglina frá hinu raunveru- lega og mikilvæga framlagi Af- ríku-vísinda. Þvi að baki hjá- trúarinnar búa aldir reynslu og sannra vísinda — á sinn hátt jafnrétthá og vísindi annarra þjóða.” Dr. Francis veit, um hvað hann- er að tala. Auk þess að hafa alizt upp við þjóðlegan af- riskan lófalestur og grasalækn- ingar, hefur hann einnig læknapróf frá háskólanum i Tananarive á Madagascar. Dr. Francis, sem er sonur frægrar grasakonu, fæddist til iðninnar og sýndi auk þess mjög snemma einkennilega og mikla dulræna hæfileika. Þegar sem 13 ára gamall drengur, gat hann, næst- um ómeðvitað, ráðið drauma skólabræðra sinna, og aðeins fáum árum síðar hafði hann lært allt, sem móðir gat kennt honum um lækningamátt af- riskra jurta og aðrar þjóðlegar erfðir. Síðar gat Ng’ombe með hjálp evrópsks mágs síns stundað nám við Tananariveháskólann og hlaut þar venjulega mennt- un I læknisfræði. En hann hafði ekki gleymt fyrri kunn- áttu né hæfileikum þeim, sem birtust hjá honum á unga aldri. — Að loknu námi hélt hann til Suður-Afríku, þar sem hann lærði lóf alestur og dáleiðslu hjá frægri spákonu og tók að þjálfa með sér hina miklu skyggni- gáfu sína. Dr. Ng’ombe kom fyrst fyrir almenningssjónir árið 1971, þegar hann fór til Nairobi til að vera þar á Al-Afrikumarkaðn- um. Með hjálp zambísks um- boðsmanns tókst honum að setja upp litla búð nálægt tjaldi Zambíu á markaðssvæðinu, og á sama augnabliki og hann setti upp skilti sitt, hópuðust við- skiptavinirnir að honum. Þeir tjáðu lækninum vandræði sin, og ráðleggingar hans í læknis- fræðilegum efnum, ástar- og hjónabandsmálum, atvinnu- málum og viðskiptum reyndust svo árangursríkar, að frægð hans óx hröðum skrefum, og þegar markaðnum lauk, gat hann opnað lækningastofu i Nairobi. MERKILEGIR SPÁDÖMAR En dr. Francis öðlaðist ekki aðeins frægð sem grasalæknir. Hann tók að spá fyrir um heimsatburði, venjulega tengda Afríku, og nokkrar spár hans voru merkilega nákvæmar. Hann sagði fyrir um fall vara- forseta Zambiu, Simon Kapwe- pwe, tveim vikum fyrir afsögn hans og var einnig jafnákvæm- ur í spádómi sínum um lengd „smástríðsins”, sem brauzt út milli Uganda og Tanzaníu. Fleiri slik dæmi mætti nefna. Síðar, snemma árs 1974 — áður en valdaránið I Portúgal undir forystu Spinola hershöfð- ingja var framið — sagði hann í viðtali í BBC, að Mozambique yrði sjálfstætt ríki innan tveggja ára, en allar líkur eru nú á, að slíkt rætist, hversu ólíklega sem það hljómaði þá. Áhangendur hans tala mjög um aðra spá: hann hefur sagt, að Muhammed Ali muni tapa heimsmeistaratitlinum í hnefa- leikum fyrir George Foreman, þegar þeir mætast í Zaire siðar á þessu ári. Frá árinu 1971 hafa dr. Francis borizt hundruð bréfa vikulega frá fólki um allan heim, sem hefur lesið um hæfi- leika hans i blöðum eða tímarit- um. I sambandi við svör við þessum bréfum hefur Ng’ombe farið fjölda ferða til flestra hluta Afríku, hálfrar Evrópu og jafnvel til Bandaríkjanna og Suður-Ameríku. Hvar sem hann hefur farið, hefur hann hlotið mikla frægð, og sérgrein hans, sem er meðhöndlun á óbyrjum, hefur vakið mikla at- hygli i hverju landi. Nú hefur dr. Ng’ombe öðlazt nýtt takmark: að-stofna heims- miðstöð til rannsókna á hefð- bundnum aðferðum grasa- lækna. Aætlanir fyrir heims- miðstöðina eru þegar tilbúnar, og brátt verður hafizt handa við byggingarframkvæmdir. Þegar þeim er lokið, hyggst hann bjóða þangað (til Nairobi) grasalæknum og andalæknum alls staðar að úr heiminum, og einnig venjulegum læknum. Og hann trúir því, að sambland ólíkra aðferða eins og í hans eigin starfi muni bera ávöxt í uppgötvunum, sem venjulegir visindamenn hafi hingað til ekki látið sig dreyma um. Til leigu tvö samliggjandi herbergi nálægt miðbænum. Leigjast með hús- gögnum. Laus nú þegar. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudag merkt: 4401 Kartöfluupptökuvél til sölu. Upplýsingar í sima 99- 31 92, Eyrarbakka. Hesthús til sölu Einnig hentugt til annarra nota. Upplýsingar í sima 52275. Mercury Comet 1 972 sjálfskiptur, ekinn 34 þús. milur. mjög fallegur bill. Til sýnis að Brautarholti 20, simi 13285. Einbýlishús i Garðahreppi með bílskúr til leigu. Tilboð merkt: „Garðahreppur 1376" sendist afgr. Mbl. fyrir mánaðarmót. Ytri Njarðvík Til sölu nýjar 3ja og 4ra herb. ibúðir i fjöIbýlishúsi. Sérinngang- ur. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns. Vatnsnesvegi 20, Keflavik. Simar 1 263 og 1 890. Til sölu í dag Ford Escort árgerð 1973. Mjög góður bíll. Upplýsingar i sima 24379 eftir kl. 4 i dag. Keflavik Til sölu gamalt einbýlishús. 3 herb. og eldiiús. Stór lóð. Hag- stæð.greiðslukjör. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns. Vatnsnesvegi 20, Keflavik. Simar 1263 oq 1890. Til leigu 4ra herb. ibúð á góðum stað. Tilboð með upplýsingum sendist afgr. Mbl. merkt: „ibúð — 4402". Keflavík Til sölu 136 fm fokhelt raðhús ásamt bílskúr. Allar útihurðir fylgja. _ Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns. Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Símar 1 263 og 2890. Keflavik — Njarðvík 4ra herb. ibúð óskast til leigu i eitt ár. Upplýsingar í sima 2723. Stúlka eða kona vön afgreiðslustörfum óskast einn- ig kona til hreingerninga. Upplýsingar á skrifstofu Sæla- Café, Brautarholti 22, frá kl 10—-4 e.h. simi 19480 eða 19521. íbúð óskast Ung hjón óska eftir 3ja herb. ibúð frá 1. okt., helzt í gamla bænum. Skilvísri mánaðargreiðslu heitið. Upplýsingar í síma 27531. Karlmaður óskar eftir að kynnast konu á aldr- inum 20—45 ára. Tilboð merkt: ,,4404" sendist afgr. blaðsins. Iðnaðarhúsnæði lítið iðnaðarhúsnæði fyrir hrein- legan matvælaiðnað óskast til leigu. Uppl. i sima 85835 eftir kl. 6 á kvöldin. Vantar 3ja herbergja ibúð sem næst Laugardalnum. Góð leiga i boði. Upplýsingar i sima 8 24 06. 4ra — 5 herb. íbúð óskast til leigu i Keflavik eða ná- grenni. Upplýsingar í síma 1684, Akranesi. Sem ný AEG turnamat-þvottavél til sölu vegna brottflutnings. Upplýsingar í sima 19315. Keflvíkingar — Suðurnesjamenn Lokað vegna sumarleyfa 26. ágúst til 16. sept. Skóvinnustofa Sigurbergs. Bilskúr til sölu og flutnings. Skarklæddur með járni á þaki ca 20 fermetrar. Uppl. i sima 24574. Stúlka óskast til framleiðslustarfa. Upplýsingar i sima 33490. Nýja skógerðin, Ármúla 28. Barnagæzla! Kona óskast til að gæta barns á fyrsta ári frá kl. 8—4. Þarf að búa nálægt Landspítal- anum. Uppl. í sima 2603 1. Herbergi óskast Ungan námsmann vantar herb. með snyrtiaðstöðu i vetur, helzt i' Hlíðunum. Reglusemi. Uppl. í sima 92-1460 fyrir kl. 5 siðdegis eða 92-7037 eftir kl. 7 siðdegis. íbúð i gamla borgarhlutanum óskast til leigu. Kaup koma til greina siðar. Fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt "5345" sendist Mbl. Óska eftir fólksbíl sjálfskiptum, 1—2ja ára, há útborgun. Tilboð sendist blaðinu merkt: „1 1 13". Mazda 616 1972 til sölu. Upplýsingar í sima 92- 1 901 eftir kl. 6 á kvöldin. Reglusöm kona óskast til að sjá um heimili fyrir ekkjumann með börn á skólaaldri. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „reglusöm 1081". íbúð Óska eftir 3ja herb. ibúð i Keflavik eða Innri-Njarðvík gegn sann- gjarnri l.eigu. Upplýsingar i sima 72708 eða 16842. Keflavik Til sölu 5—6 herb. raðhús á tveimur hæðum, 2ja ára gamalt. Til greina kæmi skipti á ibúð í Hafnarfirði eða Reykjavik. Uppl. í sima 2979 eftir kl. 5. JWoTjjimfclntiifc mPRCFHLDPR ' mÖCULEIKH VÐRR j Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.