Morgunblaðið - 21.08.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.08.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. AGUST 1974 11 Deilt um leiðir Régis Debray og Salvador Allende: □ FÉLAGI FORSETI. □ Haraldur Jóhannsson ritaði inngang og gerði þýðingu. □ Mál og menning. Reykjavík 1973. ÞESSI bók, sem kemur út í papp- írskiljubókaflokki Máls og menn- ingar er I rauninni tvær bækur, annars vegar yfirlit um stjórn- málasögu Suður-Ameríku eftir Harald Jóhannsson, hagfræðing, hins vegar viðtal franska blaða- mannsins og rithöfundarins Régis Debray við Salvador Allende í árs- byrjun 1971. Eftir á er þessi bók eins konar eftirmæli um tilraun Allendes til sósfalisma í Chile, af henni má draga marga lærdóma um kosti og galla þeirrar djarf- mannlegu tilraunar. Örlög Allend- es þekkja víst allir, en rifja má upp að í september í fyrra var gerð herforingjabylting gegn honum og draumar hans gerðir að engu. Vegna þess að Allende komst til valda með friðsamlegum og lýð- ræðislegum hætti eignaðist hann samúð margra og áhrifamenn á Vesturlöndum hafa verið ósparir á .að fordæma hina skuggalegu her- foringjastjórn, sem nú situr að völdum í skjóli vopna. Aðrir hafa bent á að framkvæmd sósíalisma í Chile hafi verið fyrirfram dauða- dæmd og að Allende hafi verið draumóramaður, sem ekki gerði sér grein fyrir hinum raunveru- legu vandamálum. Régis Debray, skoðanabróðir Allendes, nema ef til vill enn rót- tækari en hann í marxisma sfnum, er óvæginn spyrjandi, jafnvel ögrandi í aðfinnslum sínum gagn- vart ýmsum kenningum Allendes. Viðtalsbókin Félagi forseti verður þess vegna síður en svo einhliða lofsöngur og góðlátlegt kunningja- rabb, heldur bók, sem freistar þess að varpa ljósi á vanda, sem sameiginlegur er öllum löndum Suður-Ameríku. A einum stað spyr Debray Allende hvort þróunin f Chile sé í raun og veru bylting. Allende svarar: Það held ég. Við erum á byltingarstigi. Segðu mér hvernig skilgreinir þú byltingu? Frá þjóð- félagslegu sjónarmiði. Debray: Um eitt atriði vil ég gjarnan taka strax af öll tvímæli. Að minum dómi skiptir ofbeldi ekki megin- máli. Allende: Gott og vel. Hún er tilfærsla valda frá stétt minni- hlutans til stéttar meirihlutans. Allende heldur áfram: Hér hefur fólk sett stétt minnihlutans af. Um það þarf ekki að fletta blöðum. Ef minnihlutinn færi með stjórn, væri ekki verið að þjóðnýta kopar- iðnaðinn né bankana né að gera umbætur í jarðnæðismálum. Um umbætur stjórnar sinnar segir Allende að þær séu af því tagi að opna byltingunni leið, sósfalisma verði ekki komið á með valdboði. Debray þykir greinilega of hægt ganga að framkvæma byltinguna og spyr þess vegna Allende hvort öreigarnir ætli að taka fram fyrir hendur borgaranna eða borgararn- ir smám saman að móta öreigana f sinni mynd og leiða þá til bekks f veröld sinni. Svar Allendes verður öreigarnir; hann gerir sér vonir um yfirgnæfandi stuðning verka manna, bænda, skrifstofufólks, Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON tæknimenntaðs fólks og mennta- manna. Allende virðist ekki óttast að Bandarikjamenn skerist í leikinn. Hann telur að vandamál þeirra heima fyrir séu geigvænleg og að álit þeirra út á við hafi versnað. Þess vegna eigi þeir ekki auðvelt með að beita áhrifum sfnum í Suð- ur-Ameríku. Með kosningasigur sinn að bakhjarli þykir honum að- staða stjórnar sinnar góð. I sumum löndum er vopnabarátta nauðsyn- leg, i öðrum verður sigurinn unn- inn með frjálsum kosningum. Bar- áttu sína verða þjóðir Suður-Amer íku að heyja hver i samræmi við aðstæður í landi sínu. Þannig mælti Allende. 1 nýútkominni ævisögu skálds- ins Pablos Neruda, sem var Chiie- búi, og náinn félagi Allendes, er miklu lofsorði lokið á Allende og baráttuaðferðir hans. Neruda var um tima sendiherra Chile í París. Dauða Neruda bar að höndum skömmu eftir að Allende var steypt. Che Guevara gaf Allende eintak af bók sinni Skæruhernaði með áletruninni: Til Salvador Allende, sem reynir að ná sama árangri að annarri leið. Báðar þessar leiðir hafa nú mistekist í Suður-Amer íku, ef til vill að Kúbu undanskil- inni, sem þó verður sffellt háðari Sovétríkjunum. En það eru til fleiri leiðir en blóðug bylting og hægfara bylting. Framfarasinnuð- um öflum í Suður-Ameríku er eft- irláúð að finna þá leið. Breytinga er svo sannarlega þörf. Hjartans þakkir færi ég öllum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeyt- um á 75 ára afmæli mínu 24. júlí s.l. Sverrir Sigurðsson, Breimnesi, Greindavík. jazzBaLLöCtskóLi Bóru i Dömur athugiö Nýr 3ja vikna kúr hefst mánudaginn 26. ágúst. Likamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Næst síð- asta sumarnámskeiðið. Sturtur — Sauna — Tæki. Upplýsingar og innritun í sima IflfiQfll/ICBkl 83730 Q N N ó 9 § jazzBaLLettskóLi bópu HEÍBlÍTE Stimplar-Slrfar og stimpilhringir Austin, flestar gerðir Chevrolet, 4,6,8 strokka Dodge frá '55 — '70 Ford, 6—8 strokka Cortina '60—'70 Taunus, allargerðir Zephyr, 4—6 str., '56 —'70 Transit V-4 '65 — '70 Fiat, allar gerðir Thames Trader, 4—6 str. Ford D800 '65 Ford K300 '65 Benz, flestar gerðir, ben- sín og dísilhreyflar Rover Singer Hillman Skoda Moskvitch Perkins, 3—4 strokka Vauxhall Viva og Victor Bedford 300, 330, 456 cc Volvo, flestar gerðir bensín og dísilhreyflar Þ.Jónsson & Co. Skeifan 1 7. Simar: 84515—16. Iþróttahús KR. íþróttahús K.R. tekur til starfa 2. september n.k. Þeir aðilar, sem höfðu tíma í húsinu s.l. vetur og hafa hug á tímum næsta vetur, hafi samband við Svein Björnsson í síma 16584, sem allra fyrst. Hússtjórn K.R. Tízkuverzlunin Afgreiðslustúlka óskast hálfan daginn. Upplys- ingar í verzluninni milli kl. 6 og 7 i dag og á morgun. Verzlun hinnar vandlátu. Haustvörur frá Pils, buxur, peysur. TÍZKUVERZLUN HVERFISGÖTU 39 Sími 13069. Laugavegi 62 Simi 15920 Úrvals danskir tréklossar stæröir 34 - 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.