Morgunblaðið - 21.08.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.08.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGIJST 1974 Minning: Jóhanna Jónsdótt- ir frá A Idaminni F. 21. janúar 1893. D. 7. ágúst 1974. Þeir, sem fæddust fyrir og um síðustu aldamót, eru smátt og smátt að hverfa af sjónarsviðinu. Sú kynslóð, sem þá hóf lífsbarátt- una, átti það sameiginlegt að vera iðjusöm og þrautseig. Hún lét sér nægja það litla, er vinnusemin veitti. Við eigum þessu samferða- fólki mikið að þakka. Það mynd- aði undirstöðuna að velgengni okkar og vonandi njóta eftirkom- endur þess um ókominn tíma. Jóhanna Jónsdóttirvarfædd að Miðkekki í Stokkseyrarhreppi þann 21. jan. 1893. Foreldrar hennar voru merkishjónin Jón Jó- hannesson og Guðbjörg Magnús- dóttir, er bjuggu fyrst að Mið- kokki, en síðar að Bjargi í sömu sveit. Jóhanna ólst upp hjá for- eldrum sínum ásamt tveimur bræðrum, sem báðir eru á lffi, Guðmundur skósmiður á Selfossi og Magnús, sem búsettur er á Stokkseyri. Jóhanna tók þátt í flestum störfum heimilisins og reyndist fljótt mjög verklagin og afburða dugleg, svo að orð fór af. t Móðir mín og dóttir okkar RÚNA HRÖNN KRISTJÁNSDÓTTIR, Gilsbakkavegi 1 5, Akureyri, andaðist í Landspitalanum, mánudaginn 19. ágúst SigurSur Óskar Pétursson, Dóróthea Kristinsdóttir, Kristján Kristjánsson. Jóhanna giftist Bjarna Guð- mundssyni frá Utgörðum á Stokkseyri árið 1910, þann 18. september. Þau stofnuðu þar heimili, þó að efnin væru lítil. En með dugnaði og atorku yfirstigu þau erfiðleika fyrstu búskaparár- anna. Þá sýndi Jóhanna hvaða mann hún hafði að geyma. Eigin- maðurinn heilsuveill og gat því ekki stundað öll þau störf, sem þeir einir urðu að vera færir um, er ætluðu að brjótast áfram af eigin rammleik. Við slfkar að- stæður reyndi á dugnað og kjark Jóhönnu. Hún vildi ekki að óreyndu leita á náðir annarra. Þá vann Jóhanna jöfnum höndum við gegningar, fiskvinnslu eða önnur störf, sem biðu úrlausnar ásamt hinum venjulegu heimilisstörfum konunnar. Öll þessi störf léku í höndum Jóhönnu. Jóhanna og Bjarni voru mjög samhent, þvf farnaðist þeim vel, þegar á heildina er litið, þó að oft á móti blési. Þau eignuðust fjögur börn, sem fljótt tóku þátt í störf- um heimilisins. Systkinin fetuðu í fótspor foreldranna hvað dugnað snerti og hjálpsemi og velvilja til t Systir mín, GUÐRÚNA ÁSTA EDELSTEIN, andaðist 19. ágúst að heimili sínu i Weirton, Vestur-Virginlu Fyrir hönd systkinanna, Baldur Ársælsson. t Móðir min El.ÍN AÐALBJORG ÞORSTEINSDÓTTIR, andaðist að heimili minu 1 6 ágúst 1 974 Fyrir hönd vandamanna. Gunnþóra Kristmundsdóttir. t KRISTJÁN ÓLAFSSON sjómaður, lézt laugardaginn 1 7. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Sigurgeir Kristjánsson. t Eiginmaður minn og faðir, GUÐMUNDUR EYLEIFSSON, Mánabraut 3, Akranesi lézt að Sjúkrahúsi Akraness 1 9. ágúst. Katrín Gísladóttir. Guðmundur Smári Guðmundsson. t Fósturbróðir minn, BJÖRN ÁSMUNDSSON, Bræðraborgarstig 32. verður jarðsunginn frá Fossvogskírkju laugardaginn 24. ágúst kl. 1 0.30 f .h. Blóm vinsamlega afþökkuð Fyrir hönd systkina. Marinó Þórðarson. allra góðra mála. Eru tveir synirn- ir vel metnir og dugnaðarmenn hér í borg, en önnur dóttirin, Guð- björg Jóna, er látin fyrir nokkr- um árum. Eftirlifandi maður hennar er Axel Þórðarson, kenn- ari, en hin dóttirin er húsfreyja á Eyrarbakka. Árið 1961 fluttust þau hjónin til Reykjavíkur, en eftir lát eigin- mannsins dvaldi Jóhanna hjá börnum sínum. Þar naut hún ást- úðarumhyggju barnanna og barnabarna. Síðustu árin bjó Jó- hanna að Hrafnistu. Jóhanna var mjög fjölhæf kona, sem gaman var að heimsækja og fræðast af um liðinn tíma. Frá- sögnin var létt og skýr, svo að maður sá atburðina eins og þeir væru að gerast þá stundina. Jó- hanna var mjög trúrækin kona, en sýndarmennska sat þar ekki í fyrirrúmi. Hún hafði viðkvæmar og hlýjar tilfinningar, sem þeir einir fundu, sem kynntust henni best. Alla þessa eiginleika Jó- hönnu fundu einmitt barnabörn- in, því var alltaf tilhlökkun að heimsækja ömmu. Nú er Jóhanna horfin af sjónar- sviði okkar. Gengin er mikiihæf kona, sem sleit barnsskönum f umróti erfiðra tfma, en með óvenjulegum dugnaði og iðjusemi sigraðist á samtíðinni. Þó að rofað hafi til síðustu æviárin, þá féll Jóhönnu aldrei verk úr hendi. Þakkað skal með lotningu vinnu- sömum höndum, sem unnu þjóð- félaginu til farsældar meðan dag- ur entist. Ég veit, að nú er móður og ömmu saknað, en með hlýjum huga er henni þakkað allt það, sem hún var þeim, sem stóðu henni næst. Blessuð sé minning hennar. Hjálmar Guðmundsson. Guömundur ff. Kristjáns- son kaupmaður — Minning F. 14. október 1926 D. 14. ágúst 1974 I dag verður til moldar borinn Guðmundur Hagalín Kristjáns- son, kaupmaður, Básenda 6, hér f bæ. Hann var fæddur í Reykjavík 14. október 1926 og var því aðeins 47 ára er hann varð bráðkvaddur aðfararnótt 14. þ.m. Guðmundur var elztur af fjór- 'um sonum hjónanna Sigrúnar Sveinsdóttur og Kristjáns Guðmundssonar kaupmanns, sem lengst af verzlaði að Vesturgötu 35. Einkar kært var á milli þeirra feðga. Móðir Guðmundar lézt fyr- ir nokkrum árum en faðir hans er enn á lífi. Guðmundur varð snemma mikill áhugamaður um íþróttir, en vegna slyss, sem hann varð fyrir aðeins fjögurra ára að aldri, gat hann aldrei sinnt þeim, eins og hann hefði óskað, en tók þess í stað mikinn þátt í félagsstörfum Knattspyrnufélagsins Víkings, sem hann gekk í ungur að árum, starfaði og fylgdist með fram- gangi þess félags til dauðadags. Guðmundi var kaupmennska í blóð borin, starfaði við verzlun mestan hluta ævinnar. Hann rak verzlunina Krónuna, Mávahlfð 25, ásamt föður sínum í mörg ár, en einn eftir að faðir hans hætti störfum fyrir aldurssakir. Guðmundur var sérstakur per- sónuleiki, afar skemmtilegur og tryggur vinur, sannkallaður vinur vina sinna. Hann var misskilinn af mörgum, sem ekki þekktu hann, aðallega vegna þess, hversu hreinskilinn hann var, og sagði alltaf meiningu sfna, hvort sem öðrum líkaði betur eða verr. Hann gat ekki sætt sig við, hversu illa kaupsýslustéttin hefur verið leikin hin síðari ár og lét það óspart í ljós á fundum Kaup- manr.asamtakanna og víðar; hann barðist alla tíð fyrir sanngjarnri álagningu á vörum, kaupmönnum til handa, enda hafði hann kynnt sér verzlunarmáta annarra þjóða. Guðmundur var strangur hús- bóndi, ósérhlífinn sjálfur, vinnu- dagurinn alltaf langur, jafnvel eftir að hann tók þann sjúkdóm á s.l. hausti er dró hann til dauða. Árið 1949 var mikið hamingjuár í lífi Guðmundar; þá gekk hann að eiga fjölhæfa og duglega konu, Elínu Guðjónsdóttur, ættaða frá Hólmavík. Honum varð að orði nokkrum dögum fyrir andlát sitt, að hann hefði einu sinni um ævina hlotið stóran vinning f happdrætti og það væri eigin- konan, þau eignuðust fimm mannvænleg börn: Kristján, skipasmið, Barða, matvælafræði- nema, Kolfinnu Sigrúnu, Maríu og Harald Guðjón. Tveir elztu synirnir eru kvæntir, en þrjú yngstu börnin ennþá í heima- húsum. Það verður vandfyllt skarð Hadda vinar okkar, eins og við kölluðum hann ætíð. Við þökkum honum allar dásamlegu stund- t Þökkum öllum fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför, HELGU SVEINSDÓTTUR, Laugarnesvegi 76. Sigurður Árnason, Vilborg Vigfúsdóttir, Magnea Árndadóttir, Ragnar Árnason. Helga Árnadóttir, Sverrir Úlfsson, Ragnhildur Árnadóttir, Halldór Lárusson, Sigrún Árnadóttir og barnabörn. Lokað í dag vegna jarðarfarar Guðmundar H. Kristjánssonar kaupm. Krónan, Mávahlíð 25. Lokað kl. 1—3 e.h. vegna jarðarfarar Guðmundar H. Kristjánssonar, kaupmanns. Matkaup h. f. irnar, sem við áttum með honum, þær eru okkar ógleymanlegar. Megi góður Guð styrkja alla að- standendur hins látna. Kæri vinur, hvíl í friði. Erla og Kristján. MagnúsK. Guðnason - Minning Magnús Karvel Guðnason var fæddur að Bakka í Mýrarhreppi í Dýrafirði árið 1896. Foreldrar hans voru þar þurrabúðarfólk, en tveggja ára var Magnús tekinn í fóstur hjá föðursystur sinni, Guðrúnu, og manni hennar, Auðunni Jónssyni, er bjuggu í Ytri-Lambadal. Magnús átti fjög- ur systkini, en hjá Auðunni í Lambadal ólst hann upp og þar var hann fram á fullorðinsár. Magnús fór snemma að stunda sjóinn, en skólaganga hans var mjög lítil. — Með fóstra sínum fór hann t.d. til selveiða. Hann var mikill trúmennsku- maður við öll sín störf. Hann var trúmaður mikill. Söngelskur var hann og hafði næmt eyra fyrir allri músfk og var 16—17 ára er hann eignaðist fiðlu og á hana náði hann fljótt góðum árangri. Magnús var bókhneigður maður og las einkum um sálfræðileg efni og trúarleg. Hann var mikill dýra- vinur og vildi yfirleitt öllum gott gera. Hann var vinmargur maður þótt fáskiptinn væri. Magnús var aldrei við kven- mann kenndur. Hér f Reykjavík bjó Magnús um langt árabil inni í Blesugróf og þar fékkst hann nokkuð við uppfinningar og bjó þar ýmislegt til, sem ástæða hefði verið til að gefa meiri gaum, en allt þetta starf hans mótaðist af ævilangri fátækt hans á veraldar- vísu. Hann var þó einn af stofn- endum harðfisksölunnar Hjalls og smíðaði sjálfur öll tæki, sem til þeirrar framleiðslu þurfti með. Magnús var tryggur maður og traustur og nú að leiðarlokum færi ég honum þakkir fyrir allar samverustundir okkar. J. A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.