Morgunblaðið - 21.08.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.1974, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. AGUST 1974 Ekki gott afspurnar að hafa áhuga á norr œnum bókmenntum Rætt við Wilhelm Friese prófessor MEÐAL þátttakenda á norrænu bók- menntaráð&tefnunni, sem haldin var hér fyrr f sumar, var Wilhelm Friese prófessor í norrænum málum og bók- menntum við háskólann í Tiibing. Hann er forseti þýzkudeildar skólans og yfirmaður nýmála og bókmennta- skorar. I samtali við Morgunblaðið sagði Friese.að áhuginn á íslenzkum og nor- rænum bókmenntum í Þýzkalandi í dag væri fremur lítill. ..Það hefur orðið nokkur 'breyting á, því að hér áður höfðu Þjóðverjar mikinn áhuga á þeim, sérstaklega fornbókmenntum og hetju- kvæðum Þó eru nokkrir háskólar, sem kenna íslenzku í tengslum við þýzkuna, en aðems þrír, sem kenna norrænar bókmenntir. Það eru háskólarnir í Ber- lln, Túbing og Kiel. En áhuginn hefur minnkað stórlega frá því sem var fyrir 20—30 árum — Á þetta sér pólitískar orsakir? „Já, fyrst og fremst er þetta af póli- tískum ástæðum Vestur-Þjóðverjar eru mjög gagnrýndir á tímabil nasismans, en þá reis áhuginn á norrænu hæst Þessi gagnrýni hefur hitnað á norræn- um bókmenntum þannig að ekki þykir gott afspurnar að hafa áhuga á þeim." — Þú hefur skrifað þó nokkuð um norrænar bókmenntir? „Jú, ég hef m a skrifað um íslenzku skáldsöguna á 20 öld og þá aðallega um Kamban, Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness fram að Gerplu. Þá skrifaði ég fyrir nokkrum árum um norrænan barokkkveðskap og Hallgrím Pétursson frá evrópsku sjónarmiði Einnig skrifaði ég um Hamsun og áhrif hans í þýzkum bókmenntum á síðasta áratug, Neksö og fleiri og síðan um víkinga í nútíma skandinavfskum bókmenntum. Nú er ég að vinna að meiriháttar ritgerð um áhrif norrænna bókmennta á þýzkar bókmenntir á 1 9. öld Þar hef ég sérstaklega íslendingasögurnar og Eddukvæðin I huga Áhrif þeirra á 1 9. aldar bókmenntir í Þýzkalandi eru margvísleg. Herder er stórt nafn í lista- og bókmenntasögu. Hann þýddi Eddukvæði á þýzku í byrjun 19 aldar, ekki úr íslenzku að vísu heldur latínu. Bræðurnir Grimm voru vel kunnugir norrænum hetjuskáldskap og gáfu Eddukvæði út á þýzku og íslenzku ásamt umsögnum. Þá ortu mörg minniháttar skáld 1 9. aldar um Eddu- kvæði og Wagner kynntist Eddunni í gegnum Grimmsbræður. Á 20 öld voru íslendingasögurnar svo þýddar og gefnar út I safninu Thule og við það óx áhuginn á norræn- um bókmenntum. Eins og ég sagði áðan eru Þjóðverjar gagnrýnir á allt norrænt og hafa þess vegna lítið komizt í kynni við norrænar bókmenntir síðustu tíu árin. Margir þekkja að vísu Laxness, en þó er hann minna þekktur í Þýzkalandi en öðrum löndum. Það er kannski vegna þess, að hann er ekki eins rómantískur og menn búast við af norrænum höfundi. Brekkukotsannáli var samt vel tekið, þegar hann var sýndur í sjónvarpinu og mér skilst, að myndin verði endur- sýnd í ár Aðrir íslenzkir höfundar eru lítt þekktir Prófessor Wilhelm Friese. Friese sagðíst hafa ferðazt nokkuð um landið á meðan á dvöl hans stóð hér. „Ég fór yfir Sprengisand til Akur- eyrar og Mývatns og svo tíl baka um Húnavatnssýslu og Kjöl, og þótti vera heppinn með veður þvl að ég fékk aðeins einu sinni smá skúr við Mývatn. Það, sem vekur mesta athygli mína fyrir utan þjóðhátlðina, er sú sterka tilfinning, sem íslendingar virðast hafa fyrir fortíðinni. Ég veit ekki hvað hún er sterk I hinum almenna borgara, en i dagblöðum, á Þingvöllum og jafnvel á götum Reykjavíkur verður maður að minnsta kosti var við hana. Þetta vakti mesta athygli mina Annað vildi ég lika minnast á, sem mér þótti mjög athyglisvert sem Þjóð- verja, en það var leikritið Jón Arason. Þetta er eins og Shakespeareleikrit, en ég efast um, að hægt væri að leika það í Þýzkalandi i dag." Fasteigrias^lan Norðutveri Háu’ini 4 a Sitiiai ? 1 870-oc) 20998 Við Reynimel 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Við Melabraut 3ja herb. 98 ferm. ibúð á 1. hæð, bilskúr. Við Hraunbæ 2ja herb. ibúð á 3. hæð. Við Rauðagerði 4ra herb. ibúð á jarðhæð. Við Dunhaga 4ra herb. íbúð á 2. hæð og herb. i kjallara. Bilskúrsréttur. Við Hlíðarveg 6 herb. sér efri hæð, bilskúr. Bátar til sölu 218 tonna stálskip í framúrskarandi góðu ástandi. 70 tonna eikarbátur endurbyggður. 8 tonna ný eikarbátur. 1 2 tonna eikarbátur, smíðaður 1 973. Mjög hagstæð kjör. Gudmundur Ásgeirsson, Vélabókhalds- og viðskiptaþjónustan, sími 97-71 77, Neskaupstað. fP Starfsstúlur óskast til starfa við Geðdeild Borgarspítalans í Arnarholti. Fæði og húsnæði fylgir. Upplýsing- ar veitir forstöðukona Borgarspítalans í síma 81200. Reykjavík 19/8 1974 B orgarspíta/inn. jr Ibúð óskast til leigu Tæknifræðingur utan af landi óskar eftir íbúð í Reykjavík eða nágrenni, sem fyrst. Þrjú í heim- ili. Upplýsingarí síma 14708. Til leigu Góð fjögurra herbergja íbúð í Laugarneshverf- inu er til leigu frá 1. september n.k. Tilboð merkt ,,REGLUSEMI" 1114 leggist inn á af- greiðslu Morgunbaðsins. Ibúð óskast. Ung verðandi hjón óska eftir að taka á leigu 2ja herbergja íbúð í Reykjavík sem fyrst. Stunda bæði nám í viðskiptafræðum. Góðri umgengni heitið og fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. veittar í símum 35379 og 35036 eftir 6 á daginn. Til leigu Glæsileg 5 — 6 herb. íbúð u.þ.b. 140 fm í fjölbýlishúsi í vesturbænum er til leigu nú þegar. Ibúðin er teppalögð með harðviðarinn- réttingum. Leigutilboð merkt: „vesturbær 1 1 1 5", er greini m.a. frá fjölskyldustærð send- ist Mbl. fyrir n.k. föstudagskvöld. Einbýlishús við Laugarásveg er til sölu. Á efri hæð eru tvær stofur, hús- bóndaherb., skáli og 3 svefnherb., auk eld- húss, baðs og gestasnyrtingar. Á neðri hæð eru tvö herb., snyrting, geymslur o.fl. Sveinn Snorrason hrl., Laufásvegi 12, s/mi 22681. TILBOÐ DAGSINS H m iiicL IC 2000 MK I I STEREO MAGNARAR 3 tónstillingar VERÐ AÐEÍNS 15900,00 í ^lCn H n[B)S Brœóraborgarstig 1 L^IeLLIMf sími 20080 1 SÍMAR 21150 -21370 Til sölu 4ra herb. úrvals íbúðir í smíðum fullbúnar undir tréverk nú rúm- lega fokheldar við Dalsel í Breið- holti. Sérþvottahús. Fullfrágeng- in bifreiðageymsla. Engin vísi- taía. Verð aðeins 4,4 milljónir sem má skipta á hagkvæman hátt fyrir kaupanda. 2ja herb. íbúðir m.a: við Geitland, Gaukshóla, og Hraunbæ. 3ja herb. íbúðir m.a: við Fornhaga, Hraunbæ, Bollagötu, Skipasund, Álftamýri, Mávahlíð, Ásbraut, Blöndu- bakka, Bólstaðahlið, Fífu- hvammsveg. 4ra herb. íbúðir m.a: við Dunhaga, Eyjabakka, Álfaskeið, Rauðarárstíg, Máva- hlíð, Hraunbæ. I smíðum undir tréverk 4ra herb. ibúð á úrvals stað í borginni. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstof- unni. Ódýr íbúð 4ra herb. efri hæð við Braga- götu, i tvibýlishúsi. Ódýrt raðhús við Framnesveg með 4ra herb. ibúð. Mikið endurnýjuð. Verð aðeins 4,3 milljónir. Höfum kaupanda að 3ja — 4ra herb. ibúð helzt á 1. hæð. Höfum kaupanda að 2ja—3ja herb. ibúð, helzt i vesturborginni. Höfum kaupanda að húseign með tveim ibúðum, 4ra og 5 herb. Höfum kaupanda að einbýlishúsi i Árbæjarhverfi, eða Fossvogi. Matvöruverzlun litil matvöruverzlun á mjög góð- um stað i borginni. Nánari upp- lýsingar á skrifstofunni. Ný söluskrá heimsend. AIMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEGI 49 SÍMAR 21150-21370 2ja herb. Asparfell. ibúð á 3. hæð við 2ja herb. Asparfell. íbúð á 7. hæð við 2ja herb. Melabraut. ibúð á jarðhæð við 3ja herb. Álftamýri. ibúð á 2. hæð við 3ja herb. Hraunbæ. ibúð á 3. hæð við 3ja herb. Hraunbæ. ibúð á 1. hæð við 3ja herb. Ásbraut. ibúð á 3. hæð við 3ja herb. Melgerði. ibúð á jarðhæð við 4ra herb. íbúð Lindarbraut. á jarðhæð við 4ra herb. íbúð á jarðhæð við Vesturberg. 5 herb. ibúð á jarðhæð við Boga- hlíð. 5 herb. íbúð á 3. hæð við Háa- leitsbraut. 5 herb. ibúð á 3. hæð við Dvergabakka. Tveir bilskúrar. 6 herb. ibúð á 2. hæð við Hliðar- veg. Bílskúr. 8 herb. íbúð efri hæð og rishæð við Hraunteig. Bilskúr. Raðhús við Engjasel. Fokhelt, pússað að utan. Einbýlishús við Bauganes. Fok- helt með bílskúr. Einbýlishús við Heiðargerði með bilskúr.-Laust fljótlega. FASTEIGNA - 0G SKIPASALA Hafnarhvoli v/Tryggvagötu Friðrik L. GuðmUndsson sölustjóri simi 27766. ÞRR ER EITTHUflfl FVRIR HLLfl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.