Morgunblaðið - 21.08.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. AGUST 1974 DÆtC BÓK f dag er miðvikudagurinn 21. ágúst, 233. dagur ársins 1974. Ardegisflðð I Reykjavfk er ki. 08.39, sfðdegisflðð kl. 20.59. Sólarupprás f Reykjavfk er kl. 05.35, sólarlag kl. 21.24. Á Akureyri er sólarupprás ki. 05.11, sólarlag kl. 21.18. (Heimild: lslandsaimanakið). Hver er svo vitur að hann skilji þetta, svo hygginn, að hann sjái það? Já, vegir Drottins eru réttir. Hinir réttlátu ganga þá öruggir, en hinir ranglátu hrasa á þeim. (Hósea 14.10). ÁRIMAÐ HEILLA Sjötugur er f dag, 21. ágúst, Jóhann Karl Stefán Albertsson fyrrv. hafnsögumaður, Höfn, Ifornafirði. Sextugur er f dag 21. ágúst Þor- steinn Gunnarsson, Breiðholts- vegi E 4, Reykjavík. Hann er að heiman. 20. júlí gaf sér Öskar J. Þor- láksson saman i hjónaband í Dóm- kirkjunni Brynhiidi Asgeirs- dóttur og Þorstein Guðnason. Heimili þeirra verður að Hávalla- götu 13,. Reykjavík. (Ljósmyndast. Gunnars Ingi- marss.) 20. júlf gaf séra Þorsteinn Björnsson saman f hjónaband f Fríkirkjunni í Reykjavík Ósk Sigurrós Agústsdóttur og Þor- stein Tryggvason. Heimili þeirra er að Alftamýri 2, Reykjavík (Ljósmyndast. Gunnars Ingi- marss.) |KROSSGÁTA Lárétt: 1. hrúgar saman 6. rauf 8. rýrður 11. mak 12. dvel 13. á fæti 15. samhljóðar 16. saurga 18. vesa- lingur Lóðrétt: 2. mer 3. ílát 4. borðaðir þú 5. bónina 7. óvægni 9. jurtir 10. ben 14. bardaga 16. kindum 17. fyrir utan Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1. hunsa 5. óku 7. Ottó 9. Go 10. krárnar 12. av 13. pata 14. lás 15. anaði Lóðrétt: 1. hrokar 2. nota 3. skorpan 4. AU 6. boraði 8. trú 9. gat 11. nasa 14. la 1 SÁ NÆSTBESTI | Flestir eignast förunaut, forlög virðast kfmin. Einingar nú elda graut, Arvakur og Tfminn. St. G. Blöð og tímarit SVEITARSTJÓRNARMÁL, nýút- komið tölublað flytur m.a. grein um áætlanagerð á sviði hafna- mála eftir Halldór Hannesson verkfræðing og sagt er frá sein- asta aðalfundi Hafnasambands sveitarfélaga undir fyrirsögninni: Ósamræmi milli skipakaupa og hafnaframkvæmda. Þór Halldórs- son yfirlæknir við Sólvang f Hafnarfirði á grein um málefni aldraðra og birtar eru greinar um stefnu Svía í málefnum aldraðra og stefnu Norðmanna í velferðar- málum. Birtar eru fréttir frá sveitarstjórnum, frá landshluta- samtökum sveitarfélaga, Lands- sambandi slökkviliðsmanna og frá stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Formaður sambandsins, Páll Líndal, skrifar forustugrein, þar sem boðað er til næsta landsþings sambandsins í Reykjavík dagana 3.— 5. septem- ber n.k. Einnig er sagt frá norrænum fundi hafnasambanda í Reykjavík 29. ágúst n.k. Á kápu er litprentuð ljósmynd af skuttogaranum Drangey og með aðalgrein blaðsins um hafna- mál eru birtar myndir af öllum gerðum skuttogara, sem komið hafa til landsins seinustu miss- erin. VINNAN 1.—2. tbl. 24. árg. er komið út. Snorri Jónsson ritar forystu- grein, sem hann nefnir „Samning- um breytt með lögum“, Guðm. Ág. ritar minningarorð um Jónu Benónísdóttur, sagt er frá starf- semi Listasafns Alþýðusambands Islands árið 1973, birt er 1. mal ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga, grein er eftir Tor Aspengren forseta norska alþýðusambandsins, en auk þess er mikið af öðru efni í ritinu. Vikuna 16. — 22. ágúst verður kvöld-, nætur- og helgidagaþjónusta apó- teka í Reykjavík í Laugavegsapóteki, en auk þess verður Holts- apótek opið utan venju- legs afgreiðslutíma til kl. 22 alla daga nema sunnudag.______________ íl5i| Skráð frá Eini GENGISSKRÁNINC Nr- 153 20. áKásl 1974. nS Kl-12. 00 Kaup Sala 1 9/S 1974 1 Banda rfkjadollar 98, 20 98, 60 20/8 i Ste rlingspund 227, 45 22 8, 65 * 19/8 1 Katiad.adollar 100, 30 100, 80 - '' 100 Danskar kronur 1010, 45 1618, 65 20/8 100 Norskar krónur 1773, 45 1 782, 45 * - 100 Sa’nskar krónur 2204, 00 2215, 20 % 19/8 100 Finnsk indrk 2620, 85 26 34, 1 5 Z0/H 100 Franskir frankar 2025, 80 20 36, 10 * - 100 Bclg. írankar 250, 70 252, 00 * - 100 Svissn. frankar 3263, 00 3279, 60 # - 100 Gyl 1 ini 36 38, 50 3657, 10 * - 100 V, -Dyzk mörk i70ö, 90 3725, 80 * - 100 Lfrur 14, 89 14. 97 * 100 Austurr. S:h. 52 3. 20 525, 90 * - 100 Fscudos 382, 1 0 384, 00 ♦ - 100 Pesota r 171, 00 171, 90 * 19/8 100 Ycn 32. 39 32, 56 1 S/2 1971 100 Rrikning8krónu r- Vöruskiptalönd 99. 86 100, 14 19/8 1974 1 Rcikning sdolla r - 20 VflruBkiptalönd * Breyting frá sfðustu skráningu. 98, 60 Slökkviliðið í þágu vísindanna Slökkviiiöið er til ýmissa fleiri hluta nytsamlegt en slökkva eld, eins og meðfylgjandi mynd sannar. Myndin er tekin í Suðurgötu nýlega og sýnir, hvernig körfubfll slökkviliðsins hefur verið nýttur f þágu fornleifarannsókna, sem þar fara fram. 1 fornleifauppgreftri þarf oft að taka loftmyndir af framkvæmdum, og það var einmitt í þeim tilgangi, sem körfubfllinn var kallaður á vettvang. Uppgröfturinn í Suðurgötu hefur gengið vel f sumar og að sögn þeirra, sem þar starfa, er nú að komast heilleg og skýr mynd á þær mannvistarleifar frá landnámsöld, sem þar er að finna. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) | BRIPGE ~1 Ítölsku heimsmeistar- arnir sýna skemmtilega vörn f eftirfarandi spiii, sem er frá leik gegn Bandarfkjunum ekki ails fyrir iöngu. Norður S. A-9 H. 9 T. K-9-8-4 L. Á-K-10-9-6-4 Vestur S. G-10-7-5-2 H. D-2 T. 10-6-5 L. G-7-5 Austur S. D-8-6-4-3 H. A-7-5 T. 7-2 L. D-3-2 Suður S. K H. K-G-10-8-6-4-3 T. A-D-G-3 L. 8 Bandaríski spilarinn Jordan var norður og sagnhafi í 6 tíglum. Austur (Garozzo) lét út spaða, drepið var í borði með kóngi, hjarta 3 látinn út og vestur, sem hafði fengið þær upplýsingar samkvæmt sögnunum, að sagn- hafi ætti svörtu ásana, drap með hjarta drottningunni. Vestur lét næst úr lauf, sagnhafi drap með ási, tók 2 slagi á tromp og hugsaði sig lengi um áður en hann lét út laufa kóng. Augljóst er, að haldi sagnhafi áfram með laufið þá vinnst spilið, því laufin falla, en austur hafði komið auga á þessa hættu og þess vegna lét hann án þess að hugsa sig um, laufa drottninguna. Þetta varð til þess, að sagnhafi hætti við fyrri áform um að gera laufið gott. Tók síðasta trompið af andstæðingun- um, lét siðan út hjarta kóng og gaf, en þar sem austur átti ásinn þá tapaðist spilið. Við hitt borðið var lokasögnin sú sama, en þar sýndu varnar- spilararnir ekki sömu hug- kvæmni og slemman vannst. Dregið í happdrætti UngNordisk Musikfest Dregið var f happdrætti UNM á Islandi hjá borgarfógeta þann 15. þessa mánaðar. Fyrstu 8 vinningar voru hljómplötur, og féllu þannig: Nr. 1103: Sinfóníur Brudkners Nr. 1702: Sembalkonsertar Bachs Nr. 20: Fidelio, Beethoven Nr. 105: íslandsklukkan, Halldór Laxness Nr. 430: Píanókonsertar Brahms Nr. 1505: Brahdenborgarkonsetar Bachs Nr. 629: Gullna hliðið, Davíð Stefánsson Nr. 175: Leikfélag Reykjavíkur 75 ára. Níundi vinningur, vöruúttekt hjá Hauki og Ólafi h/f, kom á miða nr. 79. UNM á Islandi þakkar öllum velunnurúm veitta aðstoð og þær góðu móttökur, sem sölumenn hafa fengið. Vinninga má vitja til Þorsteins Haukssonar, Selbraut 86, Sel- tjarnarnesi, sími 24929. UNM-nefndin á Islandi. (Birt án ábyrgðar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.