Morgunblaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974 Helgafellsbækur 1974: 4 bækur í tilefni 1100 ára afmælis Er meirihlutinn í út- varpsráði brostinn? HELGAFELLSUTGÁFAN hefur I látið blaðinu í té þetta yfirlit um útgáfur forlagsins 1974, þar á meðal fjóra titla sem tileinkaðir eru íslendingum á ellefu alda afmæli búsetu þeirra í landinu. Verða þessi fjögur verk fyrst talin hér: Tvö skáldverk eru úr nýjum bókaflokki, „Perlur“, sem hefur göngu sína til íslenzkra les- enda og listunnenda í tilefni af 1100 ára afmælinu. Fyrsta „Perl- an“ í bókaflokknum er falleg og myndskreytt útgáfa af „Eiðnum“ eftir Þorstein Erlingsson. Eru myndirnar eftir unga listakonu, Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. Formáli er eftir son skáldsins Er- Gunnlaugur Scheving. ling Þorsteinsson, lækni, ásamt grein um skáldið eftir ekkju hans, Guðrúnu. Mun þessarar útgáfu beðið með eftirvæntingu, einkum af ungu fólki, því hvaða íslend- ingur vill ekki eignast mynd af Ragnheiði Brynjólfsdóttur og ást- manni hennar, Daða Halldórs- syni, og sjálfum biskupnum í Skálholti, og standa þannig aug- liti til auglitis við dáðustu konu fortfðarinnar. Annað verkið í „Perlu“flokkn- um er „Tfminn og vatnið“ eftir Stein Steinar. Hefur Einar Hákonarson, listmálari, gert yfir 20 heilsfðumyndir í verkið og ráð- ið algerlega prentun þess og hönnun. Þriðja bókin tengd afmælinu er ævisaga og samtals- bók Matthíasar Johannessen við náinn, persónulegan vin sinn, Gunnlaug Scheving, hinn þjóð- kunna og frábæra listmálara, sem lést á sl. ári. Fjórða verkið til- einkað afmælisárinu, er eftir Hannes Pétursson, skáld, „Óður um lsland“ kvæðabálkur í tveim- ur hlutum, ort til afmælisársins og þjóðarinnar. Skáldið og útgef- andi hafa fengið Herði Ágústs- syni listmálara, að gera teikn- ingar í bókina og annast alla ytri gerð þess. í stuttu samtali við Mbl. sagði Ragnar í Smára ennfremur: Aðrar bækur er út koma hjá forlaginu í haust, eru „Maður og kona“ með stórfallegum teikning- um eftir Gunnlaug Scheving, ný bók eftir Halldór Laxness, safn frábærra ritgerða, sem flestar hafa ekki áður birzt á prenti. Þá Þorsteinn Erlingsson. kemur „Nýtt Kjarvalskver", með nýju gagnmerku viðtali Matthías- ar Johannessen og fjölda nýrra mynda frá vinnustofu hans eftir Guðmund Alfreðsson, allar í lit- um. Fjórar nýjar skáldsögur eru væntanlegar, eftir Þráin Bertels- son, Paradfsarvfti, Djúpið eftir Steinar Sigurjónsson, ný skáld- saga eftir Guðberg, ný saga eftir Þorstein frá Hamri og sögur eftir Unni Eirfksdóttur. Frægasta skáld Norðurlanda, næst Halldóri Laxness og Gunnari Gunnarssyni er Færeyingurinn William Heine- sen. Fremsta skáldsaga Heine- sens er „Móðir sjöstjarna", stór- fallegt verk og áhrifamikið. Ný ljóðabók kemur eftir Álfheiði Lárusdóttur, og loks er væntan- legt 6. bindi af þjóðsagnabókum Helgafells, ætluð unglingum, eða réttara sagt bók handa fólki að lesa fyrir börn og unglinga. Þetta bindi er myndskreytt af Haraldi Guðbergssyni, málara, sem nýlega fékk heimsviðurkenningu fyrir barnateikningar sínar. tlTVARPSRÁÐ hefur tvo fasta samkomudaga í hverri viku. Sfð- astliðinn fimmtudag gerðist það, að árdegis var fundur f ráðinu afboðaður, en hann átti að vera samkvæmt venju klukkan 17. Astæður fyrir þvf, að fundurinn var afboðaður, munu vera þær, að meirihlutaskipting ráðsins hefur riðlazt vegna þess, að einn af aðal- mönnum ráðsins, Stefán Júlfus- son, er f sumarfrfi, en varamaður hans, Sigurður E. Guðmundsson, hefur komið f staðinn. Þessi mannaskipti höfðu það m.a. f för með sér, að meirihluti náðist f ráðinu sfðastliðinn mánudag fyrir þvf, að formaður ráðsins var snupraður fyrir ummæli f blaði. Mun formaður ráðsins og þeir, sem með honum hafa myndað meirihluta ráðsins, þvf hafa frest- að fundi á fimmtudag og á að bfða afturkomu Stefáns Júlfussonar f ráðið. Við þetta vaknar sú spurning, hvort útvarpsráð sé í raun starf- hæf stofnun og hvort hún speglar þann ásetning þingmanna, sem fyrir þeim vakti við kosningu í ráðið fyrir þremur árum. Hafa styrkleikahlutföll hinna pólitfsku flokka innan ráðsins að miklu lejdi riðlazt sfðan ráðið var kjörið, þar sem a.m.k. tveir aðalmanna hafa skipt um stjórnmálaflokk og einn varamaður. Njörður P. Njarðvík, formaður ráðsins, var skipaður af mennta- málaráðherra, Magnúsi Torfa Ólafssyni. Þegar Njörður var kjörinn í ráðið var hann flokks- bundinn Alþýðuflokksmaður. Síðan sagði hann sig úr Alþýðu- flokknum og hefur gengið til liðs við Samtök frjálslyndra og vinstri manna m.a. með stuðningi við F- listann í síðustu kosningum. Stefán Karlsson, aðalmaður í ráð- inu, var kjörinn af Alþýðubanda- laginu í ráðið. Hann hefur marg- lýst því, að hann sé gjörsamlega óflokksbundinn. Stefán Júlfus- son, sem kjörinn var sem fulltrúi Alþýðuflokksins í ráðið hefur stutt dyggilega við bak Njarðar, Ólafs Ragnars Grimssonar og Stefáns Karlssonar og hefur þannig ljóst og leynt breytt gegn vilja Alþýðuflokksins í einu og öllu. Tómas Karlsson, sem kjörinn var í ráðið fyrir Framsóknarflokkinn, hefur nú látið af störfum í ráðinu, en varamaður hans, örlygur Hálf- dánarson, tekið við. Ólafur Ragnar Grímsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum, sem hann var kjörinn fyrir og hafi hann ekki getað sótt ráðsfundi, hefur hann ekki kallað inn vara- mann sinn, sem er Leó Löve. Hefur þvf svo farið, að Fram- sóknarflokkurinn hefur aðeins einn fulltrúa í ráðinu, en átti að hafa tvo. Ólafur Ragnar var í framboði fyrir F-listann f síðustu kosningum. Fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í ráðinu eru aðalmenn- irnir Þorvaldur Garðar Kristjáns- son og Valdimar Kristinsson, en varamenn þeirra eru Ragnar Kjartansson og Magnús Þórðar- son. Varamaður Njarðar P. Njarð- víkur er Þorbjörn Broddason, sem kjörinn var sem fulltrúi sam- takanna í ráðið, en gekk í Alþýðu- bandalagið og var frambjóðandi á G-listanum í kosningum í vor. Framhald á bls. 29. „Megum ekki einangra Norræna húsið í Vatnsmýrinni.” Rabbað við Braga Asgeirsson, sem heldur þar sýningu um þessar mundir SVNINGU Braga Asgeirssonar í kjallara Norræna hússins, sem staðið hefur yfir frá 8. þessa mánaðar, lýkur á þriðjudaginn kemur. Sýningin verður ekki framlengd og senn eru þvf síð- ustu forvöð myndlistarunnenda að renna augum yfir sérkenni- lega list Braga Ásgeirssonar að þessu sinni. Allgóð aðsókn hef- ur verið að sýningunni til þessa og tíu myndist selzt. Bragi segir, að myndirnar á þessari sýningu séu aðallega málaðar á síðustu þremur árum en einnig fljóti þar með örfáar myndir frá fyrri tíma. Myndir Braga eru auðþekktar, því að í þeim fer stíll, sem hann hefur einn myndlistarmanna lagt rækt við á liðnum árum. Þeta er fimmta sýning hans frá því að hann kom fyrst fram með þenn- an nýja stíl fyrir tfu árum og nú í tvö síðustu skiptin hefur hann sýnt í kjallara Norræna húss- ins. Með nokkrum sanni má lfka segja, að Bragi sé knýttur þessum sal tilfinningalegum böndum, þar eð hann var fyrsti einstaklingurinn sem þar sýndi — fyrir þremur árum. „En ég tók eftir því núna, að á þessum tíma hefur ekkert verið gert til bóta fyrir salinn, sem annars er mjög góður, og mér þykir gott að sýna þar,“ segir Bragi. „Mér finnst raunar alltof lftið gert af hálfu okkar Islendinga fyrir Norræna hús- ið, ekki sízt í ljósi þess, að við greiðum ekki nema 1% af rekstri þess en hin Norðurlönd- in 99%. Til dæmis má nefna, að enginn strætisvagn gengur þarna nálægt. Ég fæ ekki betur séð en að unnt ætti að vera að beina leið 5 þarna hjá f annað hvert skipti í stað þess að láta hann ætíð aka Suðurgötuna. Það myndi vafalaust auka að- sókn að sýningunum í Norræna húsinu og einnig auðvelda fólki að sækja Norræna húsið í öðr- um erindagjörðum, auk þess sem það yrði til hagsbóta fyrir íbúa háskólahverfisins." Bragi tínir til fleira, sem hon- um þykir miður fara varðandi sýningaraðstöðuna í Norræna húsinu. „Það þarf að lagfæra lýsinguna f salnum,“ seglr hann. „Hún er of nálægt veggj- unum og ekki nógu fjölbreytt, en það ætti ekki aðkosta mikla peninga að breyta því. Eins vantar létt, færanlegt skilrúm í salinn, sem alls staðar er farið að nota erlendis en hér er þetta ennþá með hálfgerðum fornald- arbrag. En bættar samgöngur við Norræna húsið eru þó brýn- astar allra þessara mála. Við megum ekki einangra Norræna húsið þarna í Vatnsmýrinni. Það er til lítils fyrir forstjóra Norræna hússins að reyna að laða að fólkið, ef það verður að ganga langa leið til að komast þangað. Eini strætisvagninn, sem stöðvar þarna í nágrenn- inu, er leið 5 og það töluvert frá eða hjá Handritastofnuninni við Suðurgötu." Samt sem áður segist Bragi hafa fengið tiltölulega góða að- sókn að sýningunni að þessu sinni, „fyrir ofan meðallagið, sem verður að teljast gott,“ seg- ir hann. Hann kvartar þó und- an því, að varla sé nógu mikill samgangur milli einstakra hluta Norræna hússins og „gestir f kaffistofu hússins fara sjaldan niður í kjallara til að líta á sýningarnar, sem þar eru, en gestirnir á myndlistarsýn- ingunum fara aftur á móti oftar upp til að fá sér kaffi á eftir. Svo er það varla til mikils sóma fyrir háskólaborgarana sem þarna koma daglega til að sitja við gáfulegar samræður yfir kaffibolla en sjá ekki eina ein- ustu sýningu í húsinu." Hvernig líður svo myndlistar- mönnum eftir opnun sýninga? „Það er ákaflega mismun- andi,“ svarar Bragi, „sumir vilja helzt fara til útlanda strax eftir opnun sýninga sinna en aðrir eru allan tímann í sýning- arsalnum og svo er allt þar á milli. Mér líður aftur á móti vel þegar ég hef opnað sýningu — eftir allt álagið, sem á undan er gengið. En ég fyllist tómleika- tilfinningu strax að lokinni sýn- ingu. Það er það versta — tóma- rúmið. Þegar maður er búinn með eina sýningu þyrfti önnur að vera í sigti til að fylla upp tómarúmið. Annars var álagið á mér óvenju mikið að þessu sinni, því að þetta er í fyrsta skipti, sem ég átti ekki nóg af myndum á sýningu. Ég hef aldrei áður viljað panta sýning- arsal án þess að eiga nóg af myndum en nú átti ég of lítið. Salinn pantaði ég með 14 mán- aða fyrirvara og hugðist nota tímann vel, en þurfti þá tvisvar að fara í sjúkrahús og missti við það dýrmætan tíma. Ég lauk þess vegna við síðustu mynd- irnar aðeins nokkrum dögum fyrir sýninguna og myndina, sem Listasafnið keypti, lauk ég við á fjórum dögum fyrir sýn- ingu. Ég verð að játa, að sjálfur er ég hreint ekkert hrifinn af þessum vinnubrögðum. Stund- um verður maður þó að gera undantekningu og þetta hefur haft góð áhrif á mig þegar allt kemur til alls.“ Bragi er yfirleitt með margar myndir 1 takinu í einu — „jafn- vel 10 til 15 myndir en það geta liðið fjögur ár áður en ég klára sumar þeirra. Þetta eru sem sagt engar tækifærismyndir," segir hann. Á sýningu sinni í Norræna húsinu hefur Bragi einnig bryddað upp á þeirri ný- breitni að efna um leið til myndlistarkynningar og hefur það valdið því, að fólk hefur aldrei staldrað lengur við á sýn- ingum Braga en einmitt nú. Bragi kveðst vonast til þess, að þessi kynning hana hafi orðið til Þess að vekja áhuga fólks enn frekar á myndlistinni. Kynningin fer fram á þann hátt, að skyggnur ganga áfram á tjaldi f sífellu, en þær eru myndir, sem Bragi hefur tekið á ferðalögum sínum um Evrópu þvera og endilanga síðustu sjö árin — á frægum söfnum, í görðum og af húsum. „Ég var ekki alveg ánægður með það hvernig þessi kynning artaði sig í byrjun og ég hef verið að endurbæta hana svo til daglega. Jafnframt geri ég mér ljóst, að helzt þyrfti að fylgja með fyrir- lestur, útskýringar og að kynn- ingin þyrfti að vera skipulegri. Þetta eru mörg þúsuncTmyndir sem ég á og ég gæti vel hugsað mér að færa frekar út kvíarnar í þessum efnum í framtíðinni, jafnvel fara á milli skóla með valinn hluta úr þessu safni mínu,“ segir Bragi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.