Morgunblaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974 33 — Bátur Framhald af bls. 40 símstöö. Hann sagði, að þeir væru að fara heim til Færeyja, hefðu verið á færum í tvo mánuði og væru með um það bil 70 skippund af saltfiski eða um það bil 12 tonn. Færeyingurinn taldi það vera lítið og var ekki mjög ánægð- ur með fiskiríið. _ Sveinn. — Mælingar Framhald af bls. 40 minnkunin væri tilsvarandi við Hofsjökul. En nokkrir erfiðleikar eru á að fá nothæfar gervihnatta- myndir, þvf þær verður að taka seint á sumri, þegar snjórinn er bráðnaður og því hægt sjá hvar jökulröndin er raunverulega. En mikinn hluta ársins er hún hulin snjó. Mikill munur er nú á tækni við mælingar á stærð jökla, þegar hægt er að ná af þeim vel staðsett- um myndum utan úr geimnum. Mælingar herforingjaráðskort- anna voru gerðar á löngum tíma í erfiðum landmælingaferðum. T.d. ná mælingar á Vatnajökli yf- ir áratugi. Þær tölur um flatarmál hafa samt verið notaðar hingað til og eru í bókum, eins og Vatnajök- ulsbók Jóns Eyþórssonar og Eldi og ís eftir Hjálmar Bárðarson, og ritgerðum í Jökli. Williams sagði, að þeir Ágúst Böðvarsson hefðu verið að bera nýju mælingarnar saman við eldri upplýsingar, svo sem frá Birni Gunnlaugssyni frá 1844 og Þorvaldi Thoroddsen frá 1904 og virtust jöklarnir hafa minnkað um það bil helming síðan þá, ef marka mætti þær heimildir. — Víðtækar Framhald af bls. 40 Frekari ákvæði um ráðstafanir gengishagnaðarins koma ekki í vikunni, heldur verða þær settar með reglugerð síðar. Jafnhliða þessu er ætlunin að gera úrbætur mjög fljótlega, sem ekki þarf til lagaheimild til þess að greiða fyrir áframhaldandi rekstri skuttogaraflotans og togaraflot- ans almennt, sem nú er sem stendur verst settur og jafnframt eru fyrirhugaðar viðræður við bankana f sambandi við rekstrar- lán útgerðarinnar. Matthfas Bjarnason sagði, að allt væri þetta mikið og vandasamt verk og kvað hann mikið hafa verið unnið undanfarið að þessum málum. Matthias sagði, að rekstrar- og efnahagsstaða mikils hluta fiski- skipaflotans væri mjög erfið og nú þegar þessi rfkisstjórn hafi tekið við hafi verið gífurlegur taprekstur þar. Honum verður ekki mætt með þessum ráðstöf- unum einum að öllu leyti. Sfðar þurfa fleiri ráðstafanir að koma til. Rekstrarstöðu frystihúsanna kvað hann og mjög slæma á þessu ári. Birgðir hafa hlaðizt upp og kvað Matthías það mikið hafa að segja bæði í geymslu þeirra hér heima eða erlendis svo og í vaxta- útgjöldum frystiiðnaðarins. Yfir 20 þúsund tonn eru enn óseld af loðnumjöli frá vertíðinni snemma á þessu ári og það, sem verst er við þetta allt, er, að ekki er að sjá, að verð á loðnumjöli eða fiski- mjöli sé neitt að hækka á alþjóða- markaði. Ákaflega miklar fisk- birgðir liggja í landinu og í Bandaríkjunum. Fiskur hefur streymt á Bandaríkjamarkað frá mörgum öðrum þjóðum og því hefur þar orðið verðfall. „Hér er ýmsu um að kenna,“ sagði Matthías, „en það, sem mest áhrif hefur, er minnkandi fiskneyzla, samhliða vaxandi framleiðslu hjá ýmsum öðrum þjóðum, sem flutt hafa fisk inn á Bandaríkja- rnarkað." 1 Sovétrfkjunum, sem eru ein stærsta viðskiptaþjóð okkar, hefur verð á fiski farið heldur lækkandi, þótt þar sé ekki eins mikil breyting og annars staðar, en eins og áslandið hefur verið hér heima þyrfti fiskverð að hækka stórlega til þess að mæta stórlega vaxandi kostnaði, sem verið hefur í framleiðslugrein- unúm á undanförnum mánuðum og þá alveg sérstaklega á fyrstú mánuðum þessa árs. LEIKFIMIBOLIR Bláir / Svartir. Allar stærðir. Verð frá 434.— Síðar leikfimibuxur. Verð 745.— Skinnleikfimiskór. Verð 896.— JÓN =Jjt 'itc III w©riM¥/@fiiiiyi«ni llnqólff/ ©skmmmnmt Klapparstig 44 Reykjavik simi 11783 © Notaðir bífar til sölu O MAGNUS VALUR PORTADOWN á Laugardalsvelli þriðju- daginn 17. sept. kl. 17.30. NÓ ER AFTUR tækifæri fyrir Val að komast í 2. umferð í Evrópubikarkeppni. ÞAR AÐ AUKI munu landsfrægir HEIÐURSMENN taka þátt í fyrstu HINDRUNAR- TRIMMKEPPNI á íslandi i Vá leik FORSALA aðgöngumiða fer fram í tjaldi í Austurstræti í dag og á morgun frá kl. 13.00. VALUR. ÓMAR KALLI ALLI RAGGI BJARNI VOLKSWAGEN 1200 '68 —'71 VOLKSWAGEN 1300 '68 —'73 VOLKSWAGEN 1302 '71—'72 VOLKSWAGEN 1 303 '73 VOLKSWAGEN SENDIFERÐA '72 —'73 MORRIS MARINA STATION árg. '74 RANGE ROVER '72 AUSTIN MINI SENDIBIFREIÐ '73 FIAT 128 árg. '72 AUDI 100 L.S. árg. '71 MORRIS MARINA '74 HILLMAN STATION árg. '66 RÚMGÓÐIR SÝNINGARSALIR — TÖKUM í UMBOÐSSÖLU NOTAÐA BÍLA. HEKLA HF. Laugavegi .170—172 — Sími 21240 Tilkynning til söluskattsgreiðenda. Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir ágústmánuð er 16. september. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráð uneytið 10. september 19 74. ÉAÉ MILWARD H ringprjónar Fimmprjónar Tviprjónar Heklunálar Framleitt úr léttri álblöndu eee mhward i Heildsölubirgðir: Davið S. Jónsson & Co. hi Sími 24-333 Verkamenn Nokkrir duglegir byggingaverkamenn óskast strax. Mikil vinna. (eftirvinna, næturvinna). Einnig kemur til greina ýmis ákvæðisvinna í aukavinnu. Til greina kemur að ráða menn sem vinna á vöktum. fbúðaval h.f., Kambsvegi 32. Símar 34472, 38414, uppl. kl. 18 — 19. Neon — Rafljósagerð Erum fluttir að Smiðjuveq 7, Kópavoqi sími 43777. Mikið úrval af plast- og Neon-ljósaskiltum. Leitið tilboða. Skóli Emils hefst 16. september Hóptímar og einkatímar. — Innritun í síma 16239. EmilAdólfsson, Nýlendugötu 4 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.