Morgunblaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. sími 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
j lausasölu 35.00 kr eintakið.
að atriði stefnuyfir-
lýsingar ríkisstjórnar-
innar, sem fjallar um
sparnað í rekstri ríkisins
og ríkisstofnana, sem og,
að ríkisútgjöldum skuli
sett ákveðin takmörk
miðað við þjóðartekjur, á
tvímælalausu fylgi að
fagna með þjóðinni. Að
vísu er öllum ljóst, að svo
langt var liðið á yfirstand-
andi ár, er ríkisstjórnin
var mynduð, og skammur
árlegur framkvæmdatími
það langt fram genginn, að
þessarar stefnumörkunar
gætti naumast fyrr en í
fjárlagagerð og fram-
kvæmdum næsta árs. Engu
að síður er hér á ferðinni
fyrirheit um hóflega og
hagkvæma meðferð
almannafjár, sem almenn-
ingur fagnar og mun fylgj-
ast vel með.
Núverandi efnahags-
ástand og fjárhagsstaða
ríkissjóðs og ríkisstofnana
gerir þessa stefnu
óhjákvæmilega, meðan
rétt er úr kútnum eftir
óráðsíu vinstri stjórnar-
innar. Takist að tryggja
rekstrargrundvöll atvinnu-
veganna, svo eðlileg eftir-
spurn eftir vinnuafli hald-
ist, og annars yfirvofandi
atvinnuleysi verði bægt frá
dyrum almennings, er og
óþarft og raunar rangt að
spenna bogann hátt í ríkis-
framkvæmdum, í óeðlilegu
kapphlaupi við fram-
leiðsluatvinnuvegina um
vinnuafl. Verði hinsvegar
samdráttur í atvinnulífi
þjóðarinnar, svo bryddi á
atvinnuleysi, er jafnrétt að
auka á hraða ríkisfram-
kvæmda, og mæta þann
veg þeim sjálfsagða rétti
þegnanna að hafa jafnan
atvinnu til að tryggja af-
komu sína og sinna.
Undirstrika verður þá
nauðsyn, að rekstur ríkis-
stofnana sé í sífelldri
endurskoðun, til að veita
þeim eðlilegt aðhald í
rekstri, til að laða þær að
aukinni hagkvæmni og
samræmingu við breyt-
ingar í þjóðfélaginu. Þá má
sú staðreynd aldrei fyrn-
ast, að ríkisstofnanir eru
þjónustustofnanir við al-
menning og sveitarfélög,
en ekki ríki í ríkinu, með
húsbóndavaldið eitt í önd-
vegi.
Verkaskipting ríkis og
sveitarfélaga, sem og ný
tekjustofnalög, vegna sam-
félagslegra þarfa og fram-
kvæmda, er óhjákvæmilegt
athugunaratriði, varðandi
þann þátt í stjórnun þjóð-
félagsins, sem lýtur að
meðferð almannafjár og
sparnaði í opinberum
rekstri. í því efni verður að
hyggja að valddreifingar-
sjónarmiðum, sem hljóta
m.a. að miða að því, að efla
sjálfsforræði sveitarfélaga
og samtaka þeirra. Leið-
rétting í þessa átt var
óhugsandi meðan við völd
var ríkisstjórn, sem hafði
aukið miðstjórnarvald að
meginstefnu, en nú ætti að
vera jarðvegur fyrir aukið
réttlæti í þessum efnum, ef
sveitarfélögin halda vöku
sinni og þekkja sinn
vitjunartíma.
Tekjuöflun til samfélags-
legra þarfa getur og verið
stjórnunartæki, sem hefur
margvísleg áhrif á fram-
vindu mála í þjóðfélaginu.
Sé tekjuskattsleiðin ofnýtt
kann hún að draga úr
áhuga og hvöt manna til
tekjuöflunar, þ.e. til at-
vinnu og umsvifa, og þar
með úr verðmætasköpun í
þjóðarbúinu. Eyðsluskatt-
ar, sem hafa heilbrigð
mörk, hafa þann tvíþætta
kost, að enginn svíkur
eyðslu sína undan skatti og
að hvetja til sparnaðar og
sparifjármyndunar, sem
eykur möguleika lána-
stofnana til fyrirgreiðslu
við atvinnuvegina. Sam-
hliða þessu þarf og til að
koma meiri stöðugleiki í
verðgildi peninga en verið
hefur, ef vel á til að takast.
Uppistaðan og ívafið í
hugleiðingum manna um
sparnað í opinberum
rekstri og réttláta skatt-
heimtu, sem og fráhvarf
frá miðstýringu til vald-
dreifingar, sem af eðlileg-
um ástæðum er efst á
baugi í lok valdaferils
vinstri stjórnarinnar, er
e.t.v. spurningin um rétt
einstaklings gagnvart því,
sem í orðræðu hins al-
menna borgara er kallað
,,kerfið“. Það hefur á
stundum gleymzt, er stór-
um málum er ráðið og til
lykta leidd, að þjóðfélagið
og stofnanir þess eru til í
þjónustu og þágu einstakl-
inganna, fólksins sjálfs, en
ekki öfugt.
Þungamiðja og niður-
staða þessara hugleiðinga
verður því, að við hlið sam-
félagslegra þarfa, hags-
muna þjóðarheildarinnar
bæði út á við og inn á við,
þarf að vernda og tryggja
rétt einstaklingsins,
mannsins sjálfs í þjóðfélag-
inu. Rétt hans til eigin
skoðana, tjáningar og at-
hafna. Það er og grunn-
tónninn í stefnu Sjálfstæð-
isflokksins og orsök þess,
að hann er sterkasta
stjórnmálaaflið í íslenzku
þjóðfélagi.
Þessi réttur verður þó
aldrei nægilega verndaður
eða tryggður nema þjóðin
geri sér glögga grein fyrir
því, að stjórnmál eru fyrst
og fremst meðferð og stýr-
ing á málefnum borgar-
anna sjálfra, mótun á því
þjóðfélagi, sem við þurfum
að lifa í. Og að lýðræðis-
þjóðfélag færir okkur ekki
aðeins rétt til áhrifa á
þessa mótun, heldur og
skyldur við sjálfa okkur,
samborgara okkar og af-
komendur.
Einstaklingurinn, skatt-
heimtan og ríkisbáknið
| Reykjavíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 14. september ♦♦♦♦♦<
Ríkisstjórnin
ræðir við
launþega
Allir góðgjarnir menn hljóta aö
fagna því, að ríkisstjórnin hefur
snúið sér til Alþýðusambands ts-
lands og óskað eftir því, að
fram færu viðræður milli
fulltrúa launþega og ríkis-
vaidsins, áður en hið síð-
arnefnda gerir ráðstafanir til
þess að bæta laun hinna lægst-
launuðu í þjóðfélaginu, en á það
hefur Geir Hallgrímsson, for-
sætisráðherra, lagt megináherzlu,
eins og kunnugt er af fréttum.
Þegar hann tók við embætti for-
sætisráðherra sagði hann f sam-
tali hér f Mbl., að eitt brýnasta
verkefni, sem fyrir lægi, væri að
rétta við efnahag landsins, en þó
þannig, að björgunaraðgerðir
lentu með hvað minnstum þunga
á hinum lægstlaunuðu. Eins og
allir vita mistókst vinstri stjórn-
inni að bæta hag hinna lægstlaun-
uðu, enda þótt stefnt hefði verið
að því í síðustu kjarasamningum
að minnka bilið milli hinna lægst-
og hæstlaunuðu. Síðustu kjara-
samningar leiddu til mestu verð-
bólguþróunar, sem um getur í
nokkru menningarlandi, eins og
kunnugt er. Og samkvæmt síð-
ustu tölum OECD, Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, var
verðbólga á íslandi frá júnf 1973
til júní 1974 43,8% eða meiri en
nokkurs staðar annars í Evrópu,
næst kom Grikkland með 30,2%,
en á þessu tímabili var verðbólg-
an í löndum eins og Hollandi,
Svíþjóð, Noregi og VesturÞýzka-
landi frá 7—9% — og þykir mik-
ið.
Ólafur Jóhannesson fyrr-
verandi forsætisráðherra hefur
kallað síðustu kjarasamninga
„dæmalausa", en það versta við
þá er sú staðreynd, að þar fengu
hinir lægstlaunuðu síður en svo
launahækkanir á borð við þá, sem
hæst launaðir eru, og er vonandi,
að nú gangi hinir síðarnefndu
ekki á lagið og skari enn einu
sinni eld að sinni köku á kostnað
láglaunafólksins. íslendingar
hljóta að hafa þroska til þess að
læra af biturri reynslu. Þeim er
áreiðanlega öllum ljóst, að ekki
verður haidið áfram á þeirri glöt-
unarbraut, sem farin hefur verið
í tíð vinstri stjórnarinnar,
samgjarnt fóik vill stinga við fæti
og reyna að koma efnahag lands-
ins á réttan kjöl. Verðbólgan og
efnahagsvandinn á Isiandi eru
ekkert „bókhaldsatriði" eins og
Magnús Kjartansson tönnlast á,
heldur meinsemd, í þjóðfélaginu
sem nauðsynlegt er að lækna, áð-
ur en íslenzkt þjóðfélag verður
mesti dýrtfðarsjúklingur, sem
umgetur. Það eru ekki menn með
mikla ábyrgðartilfinningu, sem
gera lítið úr því efnahagsöng-
þveiti, sem hér hefur ríkt. Von-
andi ber láglaunafólk, hvort
sem það á aðild að ASl eða BSRB,
gæfu til að standa saman um þá
sjálfsögðu kröfu, að það beri nú
einu sinni úr býtum meir en aðr-
ir, svo að unnt sé að nota jákvæð-
an vilja ríkisvaldsins til að jafna
metin að einhverju leyti.
Rúmu ári eftir að vinstri stjórn-
in tók við völdum kom til íslands
einn helzti fréttaskýrandi sænska
útvarpsins og kynntist ástandinu
hér. Hann kom aftur nú í sumar
og sagði við höfund þessa bréfs,
að þegar hann hafi komið til
Islands í fyrra skiptið hefði verð-
lag verið álíka hátt hér á landi og
annars staðar á Norðurlöndum,
en nú í sumar hefði verðlagið
verið oróið tvöfalt hærra
hérlendis en t.a.m. í Svíþjóð.
Fréttaskýrandi þessi er vinstri
maður og því áreiðanlega engin
ástæða til að væna hann um að
gera hlut vinstri stjórnarinnar á
Islandi verri en hann var. Þessi
sænski fréttamaður lærði margt
af að koma til tslands í upphafi
vinstri stjórnar tímabils og svo
undir iok þess. Aldrei hafði hon-
um dottið f hug, að unnt væri að
glutra svo niður góðum árangri
Viðreisnarstjórnarinnar, að úr
yrði á tiltölulega skömmum tíma
hálfgert hrun íslenzks efnahags-
lífs. En öngþveitismennirnir í
vinstri stjórninni áttu tiltölulega
auðvelt með að vinna slíkt afrek.
Vekur atbygli—
heibndi verkalýðs-
forystunnar
koma í ljós
Enda þótt allir góðgjarnir menn
vonist til þess, að viðræður verka-
lýðsforingjanna og ríkisstjórnar-
innar leiði til þess, að raunhæfar
kjarabætur fáist fyrir láglauna-
fólkið í landinu, er ýmislegt sem
vekur athygli, jafnvel tortryggni.
Frá áramótum og þangað til
vinstri stjórnin sagði af sér hafði
íslenzka gengið fallið um tæp
20% án þess að forysta launþega-
samtakanna hefði séð ástæðu til
þess að mótmæla því með sérstök-
um ályktunum. Engin yfirlýsing
var gefin, engin ósk um uppsögn
samninga eða annað lífsmark kom
úr þeirri átt. I júní gerði vinstri
stjórnin sér lítið fyrir og afnam
með einu pennastriki 15,5
kaupgjaldsvísitölustig og hafði
aldrei í sögu íslenzkra stjórnmála
verið gengið jafn harkalega á rétt
launþega til kaupgjaldshækk-
unar. Þá vakti það m.a. mikla
athygli, hversu ljúft Alþýðu-
bandalagsráðherrunum var að
taka þátt f þessum aðgerðum.
Forysta launþega sendi ekki
heldur þá frá sér neinar sam-
þykktir þessu varðandi og engu
líkara en hún hefði ákveðið að
láta ekki á nokkurn hátt til skarar
skríða gegn „rikisvaldi hinna
vinnandi stétta“.