Morgunblaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974 DAGBÓK I dag er sunnudagurinn 15. september, 258. dagur ársins 1974, sem er 14. sunnudagur eftir trfnitatis. Árdegisflðð f Reykjavík er kl. 05.29, sfðdegisfióð kl. 17.50. Sólarupprás 1 Reykjavfk ki. 06.49, sólarlag kl. 19.55. Á Akureyri er sólarupprás kl. 06.31, sólarlag ki. 19.42. (Heimild: tslandsalmanakið). Þvf að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvfeggjuðu sverði, og smýgur inn f innstu fylgsni sáiar og anda, liðamóta og mergjar, og er vel fallið til aðdæma hugsanir og hugrenningar hjartans. (Hebreabréfið 4.12). ÁRIMAO HEIULA 85 ára er á morgun, 16. septem- ber, frú Sigrfður Helgadóttir, ekkja Guðmundar í verkamanna- skýlinu við Reykjavíkurhöfn í gamla daga. Hún er nú til heimilis að Heiðargerði 55, hér í borg. Nfræð er á morgun, 16. septem- ber, Þórunn Þorbjörnsdóttir frá Aðalvík. Hún dvelst nú í sjúkra- húsinu í Keflavík. 27. júlí voru gefin saman í hjónabandi í Celle í Þýzkalandi Gabriele Richter og Björn Odds- son. Heimili þeirra er í Zlirich. 13. júlí gaf séra Ölafur Skúla- son saman f hjónaband í Bústaða- kirkju Sólrúnu Erlu Guðmunds- dóttur og Reyni Kristófersson. Heimili þeirra er að Hrafnhólum 4, Reykjavík. (Nýja mynda- stofan). Hér á landi eru um þessar mundir staddir tveir söngvarar frá Austur-Berlfn. Monika Hauff og Klaus-Dieter Henkler hafa sungið saman um nokkurra ára skeið, og hafa fengið söngverðlaun f heimalandi sfnu. Þau syngja aðallega þjóðlög, en einnig vinsæl dægurlög. Þau munu syngja á Hótel Sögu n.k. þriðjudag, fimmtudag, föstudag og iaugardag, en óvenjulegt er að skemmtistaðurinn sé opinn f miðri viku. I KROSSGÁTA 1 1 i 3 H u 1 m * 9 ■ ro II u ■ ■ “ m ■ Lárétt: 1. larfa 5. forfeður 7. broddur 9. eignast 10. lumbrum 12. sund 13. vesæla 14. vitskerts 15. roð. Lóðrétt: 1. vælir 2. þvaður 3. merkti 4. tímabil 6. ílátin 8. þegjandaleg 9. fát 11. sorp 14. úr hófi. Lausn á sfðustu krossgátu: Lárétt: 1. glaða 6. áar 7. sarg 9. ók 10. möglaði 12. AA 13. átan 14. gul 15. álasi. Lóðrétt: 1. garg 2. laglaus 3. ár 4. askinn 5. ismana 8. AÖA 9. óða 11. Atli 14. gá. Kvöldbænir í Háteigskirkju Kvöldbænir eru f kirkjunni alla virka daga kl. 6 sfðdegis. Séra Arngrfmur Jónsson. PEINIINiAVIIMIR_____________ Island: Bergur Þórisson, Freyjugötu 28, Reykjavík. Hann er 18 ára og vill komast í bréfasamband við krakka á svip- uðu reki. Safnar frímerkjum, gömlum póstkortum og mynt. Karl Karlsson, Freyjugötu 16, Reykjavík. 17 ára og vill skrifast á við krakka á svipuðu reki. Áhugamál hans eru: hestamennska, íþróttir, frímerkja- og póstkortasöfnun. Vestur-Þýzkaland: Werner Henk, 53 Bonn-Bad, Godesberg, Liessemer Str. 4, W-Germany Hann er 22 ára og vill skrifast á við íslenzka stúlku. Áhugamál hans eru: Lestur bóka, tónlist, kvikmyndir, bækur, frímerki o.fl. Fótsnyrting fyrir aldraða í Dóm- kirkjusókn Kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar byrjar aftur fótsnyrt- ingu fyrir aldrað fólk að Hall- veigarstöðum þriðjudaginn 17. september kl. 9—12, gengið inn frá Túngötu. Tekið er við pönt- unum í síma 33687 fyrir hádegi mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. ♦ ♦ » - Heimsóknartími sjúkrahúsanna Barnaspftali Hringsíns: kl. 15—16, virka daga, kl. 15—17 laugard. og kl. 10—11.30 sunnud. Borgarspftalinn: Mánud.—föstud. kl. 18.30—19.A). Laugard. og sunnud. kl. 13.30— 14.30 og kl. 18,30—19. Endurhæfingardeild Borgar- spftalans: Deildirnar Grensási — virka daga kl. 18.30. Laugardaga og sunnudaga kl. 13—17. Deildin Heilsuverndarstöðinni — daglega kl. 15—16, og 18.30— 19.30. Flókadeild Kleppsspftala: Dag- Iega kl. 15.30—17. Fæðingardeildin: Daglega kl. 15—16 og kl. 19,—19.30. Fæðingarheimili Reykjavfkur- borgar: Daglega kl. 15.30—19.30 Heilsuverndarstöðin: Kl. 15—16 og kl. 19.—19.30 daglega. Hvftabandið: kl. 19.—19.30 mánud.—föstud. laugard. og sunnud. kl. 15—16 og 19—19.30. Kleppsspftalinn: Daglega kl. 15—16 og 18.30—19. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Vífilsstaðir: Daglega kl. 15.15—16.15 og kl. 19.30—20. BIFREtOAEFTIRtlT RIKISINS LIÖJAfKOÐUN 1974 Sólskríkju- nálin í dag, á „degi dýranna", sendir Sólskríkjusjóðurinn frá sér „silfursólskríkjuna“ f fyrsta sinn. Hingað til hefur sjóðurinn nær eingöngu haft jólakort á boðstól- um til fjáröflunar og tekjur því heldur litlar. Þegar Rangæinga- félagið réðst í það lofsverða fyrir- tæki að reisa Þorsteini Erlings- syni skáldi minnisvarða á aldar- afmæli hans árið 1958 að Hlíðar- endakoti, lét félagið gera „merki“, litla silfraða nál skreytta sólskríkju á endanum. Þessi nál varð mjög vinsæl, ekki sízt meðal kvenna, sem notuðu hana sem sjalprjón, en karlar báru hana í barmi sér. Sólskríkju- nálin mun hafa selzt upp þá þegar við það tækifæri og verið ófáan- leg síðan. Stjórn Rangæinga- félagsins hefur nú góðfúslega leyft Sólskríkjusjóðnum að láta búa til sams konar nál og selja hana til ágóða fyrir Sólskríkju- sjóð, enda var sjóðurinn stofn- aður í minningu skáldsins, og þakka ég félaginu kærlega fyrir það. Ámundi Sigurðsson, sem fram- leiddi sólskríkjunálina í upphafi, gerði það einnig nú með prýði. Hugmynd mín var sú, að þessi nál yrði seld almenningi sem ,,merki“ á „degi dýranna", en af því gat ekki orðið. Við tókum því það ráð að biðja söluturna borgarinnar að annast sölu „silfursólskríkjunnar" i dag, þar eð aðrar verzlanir eru lokaðar og framvegis, meðan birgðir endast. Við munum einnig leitast við að fá bókabúðir og aðrar verzlanir, sem vilja hjálpa okkur að selja nálina. Geta þeir, sem þess óska, haft samband við mig eða Martein Skaftfells, formann Dýra- verndunarfélags Reykjavíkur, f því sambandi. Við vonum, að „Silfursól- skríkjan" fljúgi út svo að hægt verði að seðja fleiri svangar sól skríkjur á komandi vetri en unnnt hefir verið til þessa. Það er að sjálfsögðu von okkar allra, að „dagur dýranna" megi vekja áhuga allra, ekki sízt æsk- unnar, á því að fara vel með dýrin og hlúa sem bezt að þeim. Erlingur Þorsteinsson. Köttur í óskilum Svart- og hvftflekkótt læða (greinilega heimilisköttur) er f óskilum f Eyjabakka 24. Uppl. f sfma 71920. MINNINGAR- SPJÖLD HALLGRÍMS- KIRKJU fást í Hallgrlmskirkju (Guðbrandsstofu), opið virka daga nema laugardaga kl. 3—5 e.h., simi 17805, Blóma- verzluninni Domus Medica, Egilsg. 3, Kirkjufell, verzl., Ingólfsstr. 6, Verzl. Halldóru Ólafsdóttur, Grettisg. 26, Verzl. Björns Jónssonar, Vesturgötu 28, og Biskupsstofu, Klapparstíg 27. Hér fer á eftir spil frá leik milli Ástralfu o^ Italíu á Olympíumóti fyrir nokkrum árum. Norður S. K-D-G H. — T. K-G-10-9-3 L. K-D-G-10-5 Vestur S. 10-4-3 H. K-G-10-7-5-4-3 T. 5-4 L. 8 Suður A. A-5-2 H. D-8-6-2 T. 7-6-2 L. 9-6-2 Við annað borðið sátu ítölsku spilararnir N—S og hjá þeim varð lokasögnin 5 tíglar og var sú sögn dobluð. Spilið varð 2 niður og fékk ástralska sveitin 500 fyrir. Við hitt borðið sátu ítölsku spilararnir Garozzo og Forquet A—V og þar gengu sagnir þannig: S — V— N — A P 3 h 41 4 h D P P P Norður lét út lauf, drepið var í borði með ási, lauf látið aftur og trompað heima. Síðan var tígli svínað og enn látið lauf, sem var trompað. Enn var tígull látinn út og enn var lauf trompað, Sfðan var tígull trompaður heima og þannig fékk sagnhafi 10 slagi og vann spilið. Austur S. 9-8-7-6 H. A-9 T. A-D-8 L. Á-7-4-3 Dagur dýranna Vesalings vinur minn vinnudýrið Þú sljófgaði þjónn þú deyfða dýr útigangshross í haga Með frostbólgið bak eða bundinn við bás Hver er þín ævisaga? Þú sljófgaði þjónn þú deyfða dýr uxi útí heimi. Bundinn af æki barinn til brúks Hver er þín harmasaga? Þú sljófgaði þjónn þú deyfða dýr burðarás vagns og vöru. Með bólgið bak og bundinn við brunn. Hvernig er lífs þíns saga? Þið sljóu þegnar þið deyfðu dýr særð á augu og sál, Eruð þið lfka lfknaberar heimsins Eða nær kemur ykkar Hannibal? Guðrún Jacobsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.