Morgunblaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974 31 — Minning Magnea Framhald af bls. 27 orðræður, ef henni rann í skap, þó kunni hún flestum betur að stilla skap sitt og stjórna stórbrotnu geði. Hún hafði megna fyrirlitn- ingu á hvers konar sýndar- mennsku og yfirdrepsskap og hún var þung á bárunni, þegar hún lét orð falla um spjátrungshátt og stertimennsku, sem henni fannst rísa stundum furðulega hátt í þjóðfélaginu. En hún var enn stærri í samúðinni með þeim, sem liðu þjáningar eða fóru á ein- hvern hátt halloka í lífinu. öllum, sem áttu bágt, mönnum og mál- leysingjum, vildi hún hjálpa og líkna, hvenær sem hún mátti þvf við koma. Gerðum hennar voru engin takmörk sett, þegar svo bar undir. Magneu var gefin létt lund og var henni sýnt um að koma auga á broslegar hliðar tilverunnar. Oft hrutu henni af vörum snjöll orð og athugasemdir um menn og málefni — gjarnan um hana sjálfa — er komu viðstöddum í gott skap. Það er nú einu sinni svo, að þeir, sem eru léttlyndir og hafa gamanyrði á hraðbergi, eru oft eins og sólargeislar, sem hrekja burt drunga og óveðurs- ský, er hrannast upp í misvinda- sömum hversdagsleika. Það eru orð að sönnu, að Magn- ea hafi farið mikils á mis að gef- ast ekki tækifæri til menntunar á yngri árum. Hún var greind kona og vel lesin þrátt fyrir stopular stundir til þeirra hluta og hún var ótrúlega vel heima á mörgum sviðum. En hún hlaut sömu örlög og margir af hennar kynslóð, að gefast fá eða engin tækifæri til skólagöngu og menntunar. Spyrja má, hver hefði orðið ávöxtur af ævistarfi hennar, ef henni hefðu gefist sömu tækifæri til fræðslu og menntunar og ungu fólki nú á dögum. Þaðferekki milli mála, að þá hefði arfurinn orðið stór, sem hún skilaði þjóð sinni að lokinni langri ævi. En mörgum sýnist hann ærið gildur, þrátt fyrir fá og smá tækifæri til að sinna andleg- um hugðarefnum. Og nú hefur Magnea Tómas- dóttir goldið þann skatt, sem við verðum öll að greiða af hendi fyrr eða síðar. Allt er óráðið um ævi vora og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. En eitt er víst — jafnvíst og dagur fylgir nótt og sumar vetri — að allra bíður hel. Fyrr eða síðar verða allir, ungir og gamlir, ríkir og snauðir, að hlýða kalli dauðans, eða eins og Einar Benediktsson orðar það í kunnu erfiljóði: „Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur, sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en guð þau telur.“ Margur hefur leitað huggunar I þeirri trú, að andinn leiti á æðra stig að loknu lífi hér og margur hefur þess vegna mætt dauða sín- um ótta- og æðrulaus. Engum er gefið að dæma með öruggri vissu um, hvort svo er eða ekki. En ótrúlega margir, sem hafa trúað því, að líf vort stefni á æðri leiðir, hafa öðlast við það ómetanlegan styrk og sálarró bæði í lífi sínu og dauða. Ég ætla að Magnea hafi horfið yfir móðuna miklu í þeirri óbifanlegu trú, að líf vort hér sé aðeins stuttur kafli á langri leið, eins og skáldið segir i áður nefndu ljóði: „Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir.“ Ættingjar og nánir vinir þakka Magneu Tómasdóttur, nú að leið- arlokum, margar og ljúfar sam- verustundir og óska henni farar- heilla yfir dauðans djúp. I fylgsn- um hugans geymum við minningu um glæsilega konu, sem um langa ævi vár sönn fyrirmynd í dreng- skap og manngöfgi. X. Verzlunar- og skrifstofuhúsnæði til leigu 140 fm verzlunar- og skrifstofuhúsnæði er til leigu að Suðurlandsbraut 6. Upplýsingar gefur Þorgrímur Þorgrímsson í símum 38640 og 17385. Universitet i Bergen HÁSKÓLALEKTOR, VIKARIAT Vikariat, sem háskólalektor I þjóðfélagsfræði, er laust i 2 ár við þjóðfélags- stofnun. Umsækjandi verður að hafa þjóðfélagshagfræðimenntun og verður að geta sannað reynslu frá rannsókn og tilsögn í faginu. Umsóknareyðublöð fást hjá ritara. Laun eftir 1. kl. 20/22 stöðuhækkun i fyrsta lektor í 1. kl. 23 á sér stað eftir gæðadóm. Umsækjandi getur áskilið sér rétt til að hafna stöðunni ef um stöðuhækkun verður ekki. Viðurkennd doktorsgráða veitir laun i 1. kl. 24. Umsókn, er tilgreini nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt afriti af meðmælum, vottorðum og visindarannsóknum, sendist Universitetet i Bergen, Personalavdelingen, Postboks 25, 5014 Bg—U, FYRIR 28. SEPT- EMBER. Ennfremur vísast til Norsk lysningsblad nr. 205 frá 6. september 1974. 1/2 lítri köld mjólk 1 ROYAL búðingspakki. Hrœrið saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaðj karamellu vanillu jarðarberja sítrónu. Nýkomnir spariskór frá Clarks Skósel, Laugavegi 60, sími 21270. A þ/óðhátiöarári eru borðfánarnir, sem Pjóöhátiöarnefnd 1974 gefur út, tilhlýðileg og virðuleg gjöf til þeirra, sem sækja yður heim Fáninn er úr silki og stöngin hvílir á hvítum marmarastöpli. Fast i mm/agnpaverslunum um land allt Heildsöludreifingu annast O. Johnson og Kaaher hf. og Sambandið, in'nflutningsdeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.