Morgunblaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974 X 5 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Við viljum, að heimili okkar verði kristið heimili. En við höfum alveg nýlega helgað lff okkar Kristi, svo að við vitum ekki, hvernig við eigum að byrja. Okkur þætti vænt um ef þér vilduð hjálpa okkur. Þér hafið tekið dásamlega ákvörðun, þvi að ekkert er fegurra en heimili, sem helgað er Guði. Þetta er góð byrjun. Látið í fyrsta lagi lotningu gagnvart Guði ríkja á heimili yðar. Hún mun koma fram í samtölum, í því að þér farið reglulega þangað, sem orð Guðs er boðað, og í fjölskyldutengslum. Látið kristilegan kærleika og gleði fylla húsið. Annað: Vegsamið Guð í hvert skipti sem fjöl- skyldan kemur saman. Einhver ykkar ætti að biðja borðbæn á undan máltíðum. Það er mikilvægt, að allir séu þátttakendur, jafnvel minnstu börnin. Þriðja: Þegar vanda ber að höndum skuluð þér vænta styrks og leiðbeininga hjá Guði. Gefið yður tíma til bæna og til lesturs ritningarinnar og gerið yður grein fyrir nálægð Guðs, þegar pér búið við sjúkdóma og mótlæti eða jafnvel dauðinn ber að dyrum. Fjórða: Leitið handleiðslu Guðs, þegar þér þurfið að taka ákvarðanir, t.d. varðandi stöðu, í fjárhags- erfiðleikum eða þegar börnin fara i menntaskóla. Segið börnum yðar, að Guð láti sig varða sérhvern þátt lífs þeirra. Fimmta: Látið öll börn yðar taka ákvörðun um að fylgja Kristi, þegar þau hafa aldur til. Kristið aftur- hvarf er hornsteinn kristilegs lífs. Það nægir ekki að tilheyra kristinni fjölskyldu, hver um sig verður að eiga samfélag við Krist. — í þessum fimm atriðum finnið þér hjálp til þess að gera heimili yðar að kristnu heimili. Minning: Olafur G. Einarsson framkvœmdastjóri F. 25. aprfl 1913. D. 14. september 1974. 1 dag fer fram útför Ölafs Guð- mundssonar Einarssonar, sem léztáLandspítalanum eftir stutta legu síðastliðinn laugardags- morgun. Faðir Ölafs var Einar G. Ólafs- son gullsmiður, sem lézt í farsótt þeirri, sem hér varð mörgum að aldurtila síðla árs 1918, þrítugur að aldri. Hans hef ég fyrst og fremst heyrt minnztaf þeim.sem hann mundu, sem glæsilegs og vinsæla manns, eins og virðist mega marka at hinum veglega bautasteini, sem vinir hans reistu honum, ásamt fögrum frágangi þeirra á legstað hans. Móðir Olafs var Kristín Sigurðardóttir frá Stórólfshvoli, en þar ólst hún upp hjá Ólafi Guðmundssyni lækni og konu hans Margréti OJsen. Við lát Einars heitins stóð Ki;istín uppi ung að árum, með þrjú ung börn. Það var því að vonum, að þeirra tíma sið, að Ólafur, sem var elzt- ur, færi frá móður sinni í fóstur hjá Margréti Olsen, sem hann ávallt talaði um sem ömmu sína. Hjá henni var þá Bjarnlín Bjarna- dóttir, sem tók við uppeldi Ólafs þegar amma hans féll frá. Ólst þvf Ólafur upp hjá þessum tveimur konum að Litla-Hvoli við Skóla- vörðustíg hér í bæ, sem hann raunar var lengi kenndur við af vinum sínum, sem einatt, er minnzt var á hann, kölluðu hann Óla á Litla-Hvoli. Mín fyrstu kynni af Ölafi voru því á bernskuslóðum okkar, á Skólavörðuholtinu, og við sendi- ferðastörf í Reykjavíkur Apóteki. Þaðan urðum við samferða í Verzlunarskólann haustið 1928 og lukum þaóan burtfararprófi sam- an vorið 1931. Kynni okkar voru Minnina: Þann 1. ágúst andaðist á Sjúkra- húsi Patreksfjarðar eftir stutta legu, en langvarandi veikindi Páll Sigurðsson, mágur minn, 68 ára i að aldri. Hann hvílir nú í kirkju- garðinum á Brjánslæk við hliðina á Kristjáni bróður sfnum og í nánd við foreldra sina. Páll lætur eftir sig hvorki eigin- konu né börn, enda heilsuveill, sfðan lömunarveiki sló hann á þriðja aldursári. Hann var fædd- ur á Auðshaugi á Hjarðarnesi þann 16. marz 1906, og þar dvaldi hann alla sína ævi, en foreldrar hans höfðu flutzt að Brjánslæk með sr. Bjarna Símonarsyni og konu hans frú Kristínu, sem var móðuramma Páls sáluga, en 1903 eða 04 höfðu þau stofnað bú á Auðshaugi. Vegir okkar Páls hafa sjaldan legið saman, og þess vegna get ég lítið sagt um manninn sjálfan, eins og vera ætti í eftirmælum. Hins vegar mun þetta greinar- korn vera laust við hól og sáran söknuð, heldur taka undir með þeim orðum, sem prestar eru van- ir að segja við slík tækifæri: Vér þökkum þér, herra, að þú tókst hanntilþín! En við finnum einnig til þakk- lætis fyrir þá löngu og góðu ævi, sem Páll fékk að lifa þrátt fyrir veikindin. Ég hef kynnzt honum á sameiginlegum útreiðum sem glöðum förunaut og sérstaklega duglegum hestamanni, og oft heyrði ég sagt, hvað honum þætti gaman að hitta fólk. Það mun hafa verið mesta skemmtun hans að fara á samkomur héraðsbúa, og mun heimilisfólk hafa unnað hon- um þessarar skemmtunar og gefið honum ríflega frí frá störfum. En hann var duglegur til allra þá orðin að vináttu, sem entist til æviloka vinar míns, en af þeim kynnum leiddi, að ég kynntist systur hans, sem varð og er eigin- kona mín. Enda þótt farið væri að gæta samdráttar í atvinnulffinu vorið 1931, þegar Ólafur lauk námi, fékk hann þó fljótlega vinnu hjá Hjalta Björnssyni & Co. við heild- sölustörf. Og við slík störf vann Ólafur ávallt síðan, ýmist hjá eða með öðrum og nú hin síðari ár i eigin fyrirtæki. Alls urðu því starfsárin við viðskiptastörf 43 ár, áður en ævi hans lauk. Ólafur kvæntist 29. sept. 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni Gyðu Hjaltalín Jónsdóttur, málara- meistara, og konu hans Ingibjarg- ar Egilsdóttur, sem lengi bjuggu á Ásvallagötu hér í bæ. Vantaði því hálfan mánuð upp á 25 ára hjú- skap hjá þeim, er hann dó. Þau eignuðust tvö börn, dótturina Kristínu, sem giftist í sumar Magnúsi Halldórssyni verzlunar- þeirra verka, sem hann tók að sér af frjálsum vilja, og treysta mátti honum þá í blindni. Þvi þótt hann ynni alla almenna vinnu á bænum og ynni fullan vinnudag, meðan heilsan leyfði, leit hann aldrei á sig sem verkamann, sem þyrfti að segja fyrir verkum, heldur tók hann til verka eins og sjálfráður bóndi. Hann kom heimilisfólkinu stundum á óvart með sjálfstæðum athöfnum sínum, svo sem að fara að heiman og ná í nauðsynjar, sem heimilið vanhagaði um og voru allt að því ófáanlegar í sveit- inni, án þess að vera beðinn um eða hafa svo mikið sem orð á tilgangi sínum. Hann átti það einnig til að fara í kaupstaðinn til að ná í tóbak handa sér, en láta tóbakið fara lönd og leið og kaupa vörur fyrir heimilið í staðinn. Og það þótti mesta afrek, þegar hann villtist uppi á f jöllum 1 haustveðr- um og lá úti í kalsaveðri heila nótt, en tókst, við illan leik reynd- ar, en þó af eigin rammleik, að ná til byggða næsta daginn, og það án þess að hafa týnt einum ein- asta hesti, og aldrei gleymdi hann því, hve afbragðsvel hjónin á Brjánslæk tóku á móti honum og hlúðu að honum. En það, sem gerir Pál heitinn merkilegan í mínum augum, svo ég þykist þurfa að taka pennann í hönd, er þrennt af allt öðru tæi: I fyrsta lagi var Páll á þessari öld hælanna, þegar svo auðvelt er að losa sig við sjúka og gamla, ald- rei sendur í umsjónannarra,held- ur fékk að lifa lífinu á æsku- heimili sínu í skauti fjölskyldunn- ar. 12 ára gamall missti hann móð- ur sína, Valborgu Elísabet Þor- valdsdóttur — prests 1 Hvammi í Norðurárdal — Stefánssonar manni, og soninn Jón, sem ennþá dvelst í foreldrahúsum. Er ég sit hér við að geta nokk- urra æviatriða, og minnast vinar míns og mágs Ólafs heitins, er mér rfkt í huga hans góða geð og glaóa lund. Sfðasta laugardags- kvöldið, sem hann lifði, sat ég á heimili hans og naut enn þá einu sinni að hlusta á hið notalega rabb hans um málefni líðandi stundar ívafið glettnum frásögn- um, sem hann einatt hafði á hrað- bergi, því hann var mjög minnug- ur á sögur, atburði og þá menn, sem setja sinn svip á samtíðina hverju sinni og fylgdist einatt mjög vel með þróun mála hér hjá okkur. Hann las einnig mikið bækur og greinar, sem fjölluðu um lífsreynslu og minningar fólks, hvort heldur það hafði ritað slíkt sjálft eða ritfærir menn tek- ið að sér að skrá þær. Minningar um ótal slfkar samverustundir verma hugann og fyrir þær og órofa vináttu þakka ég nú á kveðjustund. Eiginkonu hans, börnum og tengdasyni votta ég og fjölskylda mín innilegustu samúð og biðjum blessunar og styrks þeim til handa á þessari sorgarstund og á ókomnum árum. Run. Ó. Þorgeirsson. ^f jlloroiunlilnþiíi margfnldar markod gðar prests í Stafholti - Þorvaldssonar prests og sálmaskálds í Holti und- ir Eyjaf jöllum, en María Jónsdótt- ir, sem seinna varð stjúpmóðir hans, annaðist hann sem móðir væri, og síðustu áratugina naut hann ástríkrar umhyggju Ann- ettu, mágkonu sinnar. í öðru lagi þótti mér Páll merki- legur vegna þess, að hann var i beinan karllegg kominn af land- námsmanninum Ævari Ketils- syni. Hann var sonur Sigurðar cand. phil. á Auðshaugi — Páls- sonar alþingismanns í Dæli — Pálssonar alingismanns f Arkvörn — Sigurðssonar stúdents í Varmahlíð undir Eyjafjöllum — Jónssonar lögréttumanns á Fossi á Síðu Vigfússonar o.s.frv. Og f þriðja lagi er það Pálsnafn- ið, sem er afar merkilegt. Á tím- um höfðingja hafði að vísu marg- ur Páll verið í ættinni, en Páls- nafnið kom inn í ættina á ný árið 1739 á einkennilegan hátt, og hafa því fylgt svo einkennileg ör- lög, að það þarf mér fróðari manneskju til að útskýra-þau: Páll Sigurðsson á Auðshaugi bar nafn Páls Sigurðssonar í Ár- kvörn, langafa síns, en sá bar nafn sr. Páls Sigurðssonar í Holti undir Eyjafjöllum, ömmubróður sfns og uppeldisföður síns. Sá Páll var sonur sr. Sigurðar Jónssonar í Holti, en hann og sr. Jón Stein- grfmsson eldprestur voru bræðrasynir, og í sjálfævisögu sr. Jóns Steingrímssonar má lesa um t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför, DANÍELS SÍMONARSONAR. Vandamenn. umferðarkarl þann margfróðan og guðhræddan, Pál Skúlason að nafi, sem gárungar reyndar gerðu „skimpi“ að, en var þokkasæll hjá öllum guðelskandi mönnum. Sr. Jón segir frá þeim mikla þætti, sem þessi „karlskepna" átti við fæðingu hans, og hann segir einn- ig frá þvf, að hann hafi krafizt nafns síns af séra Sigurði í Holti, en meðan sá lét ekki heita eftir karlinum, dreymdi hann hann oft áður en hann fór „að gera ein- hverja lukku“. Lét sr. Sigurður þá heita eftir honum, en um nánari aðstæður vitum við ekkert. Við vitum þó, að sr. Páll dó á miðjum aldri og að synir hans dóu ungir, svo að engir niðjar eru eftir hann. En fóstur sonur hans, Sigurður í Varmahlíð, lét heita eftir honum, og var sá maður Páll Sigurðsson í Árkvörn. Páll þessi lét þrjá syni sína heita Páll, en einn þeirra dó á þriðja aldursári, annar steyptist í Bleiks- árgljúfur, og upp komst aðeins sá Páll, sem hann hafði eignazt áður en hann kvæntist og vakið mikinn styr með í sveitinni, Páll í Dæli! í hjónabandinu eignaðist Páll í Ár- kvörn 10 börn, en 8 þeirra dóu f æsku, og aðeins ein dóttir hans giftist og átti börn, en einnig hún dó ung af slysförum! En eitt af börnum hennar var Páll Magnús- son. Þegar Páll í Árkvörn var búinn að missa öll börn sín, arf- leiddi hann bróðurson sinn að eignum sinum, ogþessi Sigurður Tómasson i Árkvörn lét einnig heita Páll. Það voru því þrátt fyr- ir allt þrir Pálar, sem lifðu Pál í Árkvörn. En nafnið mun vera út- dautt með þeim öllum. Sonárson- ur Páls f Dæli, Páll Sigurðsson á Auðshaugi, er nýdáinn, barnlaus. Dóttursonur Páls, Páll skrifstofu- maður í Kaupmannahöfn, dó barnlaus. Enginn af afkomendum Páls Magnússonar ber hans nafn, en Páll Sigurðsson frá Árkvörn, sonur Sigurðar Tómassonar þar, lifir nú einn eftir i hárri elli í Reykjavík og hefur enga niðja. Læt ég hér staðar numið, en votta ættingjum og aðstandend- um Páls Sigurðssonar á Auðs- haugi samúð mína og virðingu. Fríða Sigurðsson. t Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför ÞÓRARINS SIGUROSSONAR, frá Þórarinsstöðum, Seyðisfirði. Fyrir hönd vandamanna, Sigríður Sigurðardóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu okkur hlýhug og vinsemd við andlát og jarðarför systur okkar, mágkonu og frænku, ELÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, Brekkustíg 1 2. Björg Jóhannesdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Þórir Sigtryggsson, Svava Jóhannesdóttir, Guðmundur Guðmundsson. Jónas S. Jónasson og systrabörn. Páll Sigurðsson Auðshaugi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.