Morgunblaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974 21 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jóhanna v Kristjönsdöttir þýddi / 2 má hann ekki vita, að ég spurði þig. Það myndi eyðileggja allt. — En ég skil ekki, sagði Elisa- beth í mótmælaskyni. — Hann þarf ekki nema lyfta litlaputta, þá fær hann alla ... — Nei, ekki 1 þetta skipti, svar- aði King. — Að þessu sinni verð- ur hann að treysta vinum sínum. Og þér, góða mín. I þetta skipti er hann ekki 1 þeirri aðstöðu að hann geti gert neitt í þessu sjálf- ur. Eg fer á þriðjudaginn kemur. Hugsaðu máiið og hringdu f mig á morgun. Síðan hafði hann breytt um um- ræðuefni og ekkert, sem hún sagði, gat fengið hann til að taka málið fyrir að nýju. — Hugleiddu þetta og láttu mig vita. Meira vildi hann ekki segja. Þegar hann hafði skilið við hana úti fyrir íbúð hennar í 53stræti hafði hún líka hugsað um það, sem hann sagði. Henni fannst hún standa 1 þakkarskuld við Huntley frænda sinn. Eftir slysið hafði hann boðið henni til heimilis síns 1 Freemont og verndað hana á allan hátt og séð um hennar mál, svo að hún þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af ávöxtun þeirra miklu fjármuna, sem faðir hennar lét eftir sig. Hann hafði boðið henni hvers kyns hjálp og fyrirgreióslu, sem hægt var að hugsa sér. Hann stakk upp á hún færi 1 ferðalag til að dreifa hugan- um. Hann hafði ekki skipt sér að öðru leyti sérstaklega mikið af henni. En á sinn hátt hafði hann verið vingjarnlegur. Og ef hún færi nú í þessa ferð, hver myndi þá sakna hennar, hugsaði Elisa- beth með sér. Hennar beið ekkert sérstakt nema runa af kokkteil- boðum og kvöldverðarboðum og fundastörfum með líknarfélög- um, sem hún var verndari fyrir. Hún gat sett niður föggur sínar og farið sína leið og það yrðu fáir, sem tækju eftir þvf, að nokkuð hefði gerzt. Hún beið ekki til morguns að láta Eddi King vita. Hún hringdi til hans um kvöldið og sagðist hafa ákveðið að koma með hon- um. Elisabeth leit á armbandsúrið og veifaði f þjón til að borga kaff- ið. King hafði aðeins verið eina nótt á Excelsiorhótelinu. Hann tiafði sagt til skýringar, að hann byrfti að hitta hóp iðnrekenda í Uilanö, sem hann vonaðist til að dldu leggja fé í ítölsku útgáfuna á stjórnmálariti því, sem hann var útgefandi að. Hann bjóst við að verða allan næsta dag og gista f Mílanó. Þau ákváðu að hittast úti á flugvellinum og taka vélina til Beirut. Elisabeth varð litið á ungt par, sem sat rétt hjá henni og það leiddi hugann að Peter Mathews. Hún var ekki beizk eða gröm í hans garð. Hún óskaði þess eins, að hann hefói ekki fært henni heim sanninn um, hversu lífið var innantómt án ástar. Hún stöðvaði leigubíl skammt frá og bað bílstjórann að aka til hótelsins að ná í farangur hennar. Hún hafði setið á litla kaffihúsinu og hugsað til baka og það var óráðlegt. En þá komst hún hjá að hugsa um framtíðina, það var nokkurs virði. Hún hafði ekki þurft að hugsa um ferðina til Beirut með Eddi King. Hann hafði ekki látið neitt frekar upp- skátt á leiðinni til Rómar. Hann sagðist ætla að segja henni það, sem hún þyrfti að vita, þegar á ákvörðunarstað kæmi. Hann hafði brosað þegar hann sagði þau orð og þrýst hönd hennar. Hún hafðihrokkiðvið, þegar hann þrýsti hönd hennar. Einhveín veginn var öll snerting við King henni mjög ógeðfelld, og hún hafði ósjálfrátt orðið smeyk og farið að velta fyrir sér í hvað hún hefði verið að ana. Frá því augna- bliki hafði ferðin orðið ógeðfelld. í New York hafði henni fundizt þetta dularfullt og auk þess gott ráð til að losna frá sjálfri sér um stund. En nú þegar bíllinn brunaði í átt til flugvallarins varð Elisabeth að viðurkenna að þetta var allt í senn dularfullt og órök- rétt. Ef engin hætta var þessu samfara, ef allt var löglegt, þvf gat þá King ekki sagt henni, hvaða hlutverki hún hafði að gegna í þessu — hvers vegna hafði hún ekki sett honum stólinn fyrir dyrnar og krafizt þess að fá að vita meira ... En bíllinn rann inn um flugvallarhliðið, tösk- urnar voru teknar úr bílnum og hún gekk inn til að sýna farmiða sirin og láta skrá sig inn. Eddi King stóð og beið eftir henni. Nú var of seint að snúa við. Það var febrúar í Beirut. Og kalt. Ríku erlendu ferða- mennirnir voru löngu farn- ir heim til sín, að strönd- inni við ríkisbubbahótelin hafði verið breytt yfir sólhlífarnar og sjórinn var grár en ekki blár og sléttur. Þau bjuggu á St. Georgs- hótelinu, sem var frægt, kannski vegna þess að þar hafði njósnar- inn Philby haldið til á sínum tíma. Maðurinn gekk í áttina að gisti- húsinu. Þar var hvergi sálu að sjá. Vindurinn frá hafinu næddi um hann og hann bretti upp kragann. Hann gekk hraðar, en þegar hann kom móts við hótelið, staðnæmd- ist hann andartak og kveikti sér 1 sígarettu. Hann hafði fengið þessi fyrir- mæli. Þau virtust fáránleg i sjálfu sér, en hann fór eftir þeim út í æsar. Hann leit ekki upp til að gá hvort einhver fylgdist með hon- um, vegna þess hann vissi að horft var á hann innan úr hótelinu. Svo kastaði hann eldspýtunni frá sér og hélt áfram göngunni. Skammt frá var strætisvagnaskýli og þegar hann kom þangað var hann farinn að skjálfa af kulda. Þar var fyrir stúlka, sennilega ekki eldri en fjórtán fimmtán ára. Hún gaf honum til kynna hver atvinna hennar væri. En hann gerði sér ekki þá fyrirhöfn að líta upp. — Ég hef enga peninga. Farðu í burtu, sagði hann á arabisku. Tann bölvaði henni ekki né hrækti á hana, eins og hennar eigin landar gerðu, þegar þeir vís- uðu henni á bug. Hann var Minnisvarðií Innri- Njarðvík NÆSTKOMANDI sunnudag, 22. sept. kl. 2 síðd. verður haldin guðsþjónustu í Innri-Njarðvfkur- kirkju. Minnst verður 30 ára endurvígsluafmælis kirkjunnar, _en hún var endurvígð 24. sept. 1944. Þá hafði hún verið lögð niður sem sóknarkirkja í 27 ár. Að kirkjuathöfninni lokinni á morgun, verður afhjúpað minnis- merki um þjóðhátíð sem þar var haldin fyrir 4 innstu hreppa Gull- bringusýslu dagana 15,—16. ágúst 1874. Hálfum mánuði áður, 2. ágúst hafði verið haldin þjóðhátfð á Garðskaga fyrir ystu hreppa syslunnar. Minnismerkið sem hér um ræðir er stór steinn sem komið hefur verið fyrir þar sem þjóðhátíðin fór fram árið 1874. Er steinninn um 11 tonn á þyngd og er á þriðja metra á hæð, sérkenni- legur að lögun. Hann fannst i næsta rigrenni við staðinn. Á steininn er fest koparplata með áletrun á. Að þessum athöfnum loknum býður hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps viðstöddum gestum til kaffidrykkju f safnaðarheimili Innri-Njarð- víkur. Kaffisala Lionsklúbbs Kópavogs ÁRLEG kaffisala Lionsklúbbs Kópavogs verður haldinn sunnu- daginn 22. september í Kópaseli, sumardvalarheimilinu að Lækjar- botnum. Hefst kaffisalan kl. 14.00, en sama dag verður réttað í Lögbergsrétt sem er i næsta nágrenni. öllum ágóða verður eins og undanfarin ár, varið til Minningarsjóðs Brynjúlfs Dags- sonar, en mikill fjöldi barna hefur notið sumardvalar undan- farin ár vegna aðstoðar sjóðsins. Þá má geta þess að eiginkonur Lionsmanna munu sjá til þess að gómsætar kökur verði nægilegar og Lionsfélagar sjálfir sjá um að þjónusta við gesti verði góð. 15 áráféll í áras IRA Úr því Kalli er með, þurfum við ekki að kvíða skot- færaleysi. VELVAKAINiDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. Strætisvagn áLækjartorgi — léleg sjónvarpsdagskrá Kona nokkur, sem kvaðst vera sjúklingur, hringdi. Hún óskaði að koma á framfæri kvörtun sinni um, að strætisvagn nr. 6, sem hef- ur viðkomustað á Lækjartorgi og hefur þar yfirleitt 10—12 mín- útna viðdvöl væri alltaf lokaður þar til rétt áður en haldið væri af stað. Hún sagði, að vagnstjórinn færi út úr vagninum, lokaði hon- um, og kæmi svo ekki aftur fyrr en brottfararstundin væri runnin upp. Hún sagði ennfremur, að þetta væri mjög bagalegt, ekki sízt fyrir þá, sem væru ekki heilsu hraustir, t.d. hefði hún séð gamla konu um daginn, og hefðu sú ver- ið að yfirliði komin, en enginn bekkur væri sem hægt væri að tylla sér á við vagninn. Viðmael- andi okkar vildi óska eftir breyt- ingu á þessu, sérstaklega þar sem veturinn væri núframundan og allra veðra von. Um leið vildi hún láta koma fram, að sér hefði aldrei þótt sjón- varpsdagskráin lélegri en um þessar mundir. Sjálf væri hún, svo sem fyrr var sagt, sjúklingur, kæmist lítið út, og væri sjónvarp- ið þvi sín aðal afþreying. 0 Að svara ckki fyrirspurnum eða gagnrýni Húnvetningur skrifar: „Ein er sú aðferð, sem opinber- ar stofnanir eru af yfirmönn- umsínum látnar beita, en það er að svara ekki fyrirspurnum eða hvers konar gagnrýni, hvort sem hún er á rökum reist eða ekki. — Með þögninni látum við þetta hverfa og gleymast almenn- ingi. í ágústlok var grein í Morgun- blaðinu eftir Torfa nokkurn Ölafsson, sem stundum grípur sér penna i hönd og er þá óhætt að lesa slíka grein, því að hún á erindi til fólks. Grein Torfa á dögunum var skrifuð að gefnu tilefni, þ.e.a.s. út af hinu hvimleiða sjónvarpi og efni í því, eða öllu heldur kynn- ingu á efni. 1 greininni beindi Torfi fyrir- spurn til útvarpsráðs. Ég hef ekki orðið þess var, að það svaraði greininni, og þar á ég við það, sem ég sagði áðan, að svona hluti er reynt að svæfa með þögninni. En slíka afgreiðslu má ekki láta ráðið komast upp með. Við eigum að sjá svo um þegar svaraverðar greinar birtast, að þeim sé svarað. Húnvetningur.“ # Slysahætta á Vesturgötu „Vesturbæingurinn gangandi“ sendir okkur þetta tilskrif: „Hvi i ósköpunum er Vesturgat- an ekki breikkuð um 4—5 metra sunnan megin, á móts við Naust og niður að reiðhjólaverkstæðinu Baldri (Aberdeen)? Umferðin milli Garðastrætis og Grófarinnar er gífurleg, og þar fara jafnt um vörubílar, strætis- vagnar og litlir bílar. Hvað um slysahættu við Grófar- hornið og bílastæðið beint á mótí? Hvað segir gatnamálastjóri? „Vesturbæingurinn gangandi". Vesturbæingurinn virðist nú ekki leggja á sig mjög miklar gönguferðir um vesturbæinn, a.m.k. virðist hann ekki hafa kom- ið auga á rikjandi hættuástand ofar á Vesturgötunni. Það er í rauninni mesta furða, að Vestur- gatan skuli ekki fyrir löngu hafa verið gerð að einstefnuaksturs- götu, ellegar þá a.m.k. hafi bif- reiðastöður við götuna verið bannaðar. Það er nú svo, að ógerlegt er að mæta bil á Vesturgötunni án þess að annar bíllinn þurfi að aka upp á gangstétt og geta menn þá ímyndað sér hversu þægilegt það er þegar um er að ræða strætis- vagn eða stóran vöruflutningabfl. En umferðin i vesturbænum er víðar hættuleg en á Vesturgöt- unni, og á þetta einkum við um elztu hluta hverfisins. Þar voru göturnar upphaflega ekki ætlaðar fyrir svo mikla umferð, sem síðar hefur orðið þar. Þess vegna virð- ist nauðsynlegt að gera raunhæf- ar ráðstafanir, eins og t.d. þær að gera mjóstu göturnar að ein- stefnuakstursgötum. 0 Gömul egg eöa ný Neytandi hafði samband við okkur, og kvartaði undan því, að erfitt væri að kaupa egg hér í Reykjavík. Egg væru nú óvart þannig gerð frá náttúrunnar hendi, að ekkert væri athugavert við útlitið, þótt innihaldið væri ekki eins og til væri ætlazt eða jafnvel skemmt, en hann sagðist iðulega verða fyrir því að kaupa köttinn þannig i sekknum. Hann sagðist ekki halda, að til of mikils væri mælzt, þótt ætlazt væri til að dagsetning væri stimpluð á eggin, eins og gert var hér i eina tíð. Ennfremur sagðist hann hafa tekið eftir þvi, að stundum kæmu timabil þegar ómögulegt væri að fá egg. Ekki sagðist hann trúa þvi, að varpið dytti úr öllum hænum i einu, og varla væri það tilviljun, að eggjaskorturinn gerði yfirleitt vart við sig rétt áður en verðið hækkaði. Neytandinn sagðist vera ánægð- ur með að kaupmenn hefðu nú efnt til námskeiðs i meðferð grænmetis, en lagði til að fleiri vörutegundir, eins og t.d. egg, væru teknar með í fræðslustarf- semi þessari. Að lokum spurði hann hvernig það væri eiginlega með Neytenda- samtökin. Hvort starfsemi þeirra hefði lagzt niður, eða hvort hún væri kannski leynileg. Alla vega sagðist hann ekki hafa heyrt þau samtök nefnd lengi, og hlyti nú að vakna sú spurning hvort ekki þyrfti að endurlifga samtökin, eða hreinlega stofna ný Belfast, 19. september. AP. FIMMTÁN ára gamall kaþólskur piltur lézt af skotsárum á höfði og þrfr kaþólskir byggingaverka- menn særðust í árásum hryðju- verkamanna I dag. Lögreglan kenndi öfgasinnuðum mótmæl- endum um báðar árásirnar. Arásirnar fylgja í kjölfar til- ræðis manna úr Irska lýðveldis- hernum (IRA) við tvo norður- írska dómara, sem hafa dæmt hryðjuverkamenn IRA í fangelsi. „Við óttumst, að þessar síðustu árásir geti leitt til nýrrar morð- öldu,“ sagði lögregluforingi. Sekt fyrir skopmynd Lissabon, 19. sept. Reuter. VINSTRISINNAÐ vikublað hef- ur verið dæmt til að greiða um 23.000 kr. í sekt fyrir að birta skopmynd af einum af ráðherrum portúgölsku stjórnarinnar. Ritskoðunarnefnd taldi, að teikning af Galvao de Melo hers- höfðingja, sem á sæti í stjórninni, sýndi hann ekki í réttu ljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.