Morgunblaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974 13
ísland leggur til efnið í
botn Norður-Atlantshafsins
Alltundan rót-
um Kverkfjalla
Löngum höfum við ís-
lendingar hrósað okkur
af því að hafa lagt okkar
skerf til heimsmenn-
ingarinnar í gömlum bók-
um. Nú er að koma í ljós,
að framlag lands okkar,
þessarar hrúgu upp úr
Atlantshafinu, sem við
búum á, er kannski ekki
síður mikið. Undir
Kverkfjöllum streymir
líklega upp möttulefni úr
iðrum jarðar, sem dreif
ist og leggur til efni í
myndun hafsbotnsins
milli Evrópu og
Dr. Guðmundur Sigvaldason.
Ameríku, allt suður að
Azoreyjum. ísland legg-
ur þá til hafsbotninn í
öllu Norður-Atlantshafi,
miklu stærra svæði en
því, sem við sækjumst
eftir á hafréttarráðstefn-
um. Vísindamennirnir
íslenzku, sem þessi sann-
indi finna og sanna, og
beraáborð á alþjóðlegum
ráðstefnum, vinna okkur
þá líklega ekki síður gagn
en forverar þeirra fyrr á
öldum, er rituðu bækur.
Þeir voru þó ekki upp-
götvaðir í sínu heima-
landi. Undirritaður
fréttamaður las í fréttum
í stórblöðunum Herald
Tribune og New York
Times í sumar stórfrétt
frá alþjóðlegri ráðstefnu
í Reykjavík, þar sem
vitnað var m.a. í efna-
fræðileg sönnunargögn
dr. Guðmundar Sigvalda-
sonar um þetta. Þvf leit-
uðum við nýlega á fund
Guðmundar f Norr-
ænu eldfjallastöðinni í
Reykjavík, til að biðja
hann um að útskýra fyrir
löndum sínum hvað
gengi á undir Kverkfjöll-
um og hvers vegna hann
og félagar hans hefðu
bent á þau sem útgangs-
'dyr fyrir allt efnið, er
myndar botn Atlants-
hafsins.
— Við höfum í dag yfir 500
bergefnagreiningar, sem benda
til þess, að Kverkfjöllin séu út-
gangspunktur fyrir þessi efni.
En þetta er æði flókið mál og á
sér forsögu, svaraði Guðmund-
ur, og hélt svo áfram útskýring-
um sínum, er við sýndum áhuga
á slíkri forsögu.
— Þegar byrjað var að taka
sýni af hafsbotni, kom í ljós, að
hann er að mestu úr basalti, eða
blágrýti, sem er Ifka aðalefnið í
íslandi. Basaltið myndast i
möttli jarðar við það, að hluti
möttulefnisins bráðnar og berst
síðan sem kvika upp í gegnum
jarðskorpuna. Eldgos, þar sem
basalt kemur upp á yfirborð,
eiga sér stað á öllum úthafs-
sprungum eða hryggjum, og
hafsbotnarnir reka til beggja
átta frá hryggjunum samtímis
því að nýtt efni kemur upp og
fyllir í sprungurnar. Eldvirkni
er mjög mismikil á úthafs-
hryggjunum. Mest er eld-
virknin og efnaframleiðslan
þar sem eyjar hafa myndazt
eins og ísland eða Hawaii. Á
þessum stöðum verður því
aðfærsla möttulefnis, sem
basaltið er myndað úr, mun ör-
ari, en þar sem eldvirkni og
efnisframleiðsla er minni.
Efnasamsetning þess basalts,
sem kemur upp á neðansjávar-
hryggjum, ber með sér, að mött-
ullinn, sem basaltið er myndað
úr, hafi áður bráðnað að nokkr-
um hluta og tapað efnum, sem
eiga og hljóta að vera í upphaf-
legu eða frumlegu möttulefni.
Sé aftur á móti. litið á eyjarnar,
hefur bergið I þeim aðra efna-
samsetningu en hafsbotninn.
Þær eru ríkar af þeim efnum,
sem fyrst bráðna úr möttlinum.
Þetta er rétt eins og þegar soðið
er kjöt, fyrst bráðna þau efni,
sem fara í flotið, skaut Guð-
mundur inn í til skýringar fyrir
okkur, sem ekki erum vön því
að tala um bráðið berg. Þarna
er því um fyrstu bráðnun að
ræða.
— Þetta hefur vakið menn til
umhugsunar um það, að
hugsanlega geti möttul-
aðstreymið undir úthafseyjum
komið af mjög miklu dýpi og að
þar eigi sér stað fyrsta upp-
bræðsla þessara efna. Þaó, sem
við Sigurður Steinþórsson,
jarðfræðingur, höfðum raun-
verulega fram að færa á ráð-
stefnunni í sumar, var, að með
mjög mörgum efnagreiningum
á basaltsýnum, sem tekin voru
allt frá Melrakkasléttu suður til
Surtseyjar, fram á Reykjanestá
og af Snæfellsnesi, gátum við
rakið efnafræðilega breytingu
á basaltinu frá úthafshryggjun-
um og inn í landið, að mið-
punkti í Kverkfjöllum.
— Á grundvelli þessara efna-
greininga teljumjið, að undir
Kverkfjöllum og svæðinu í
kringum þau, eigi sér stað lóð-
rétt uppstreymi möttulefnis,
sem komi þúsundir km neðan
úr jörðinni, og það í fyrsta
skipti. Þarna á sér stað fyrsta
bræðsla á möttulefnunum.
Þetta efni breiðist síðan út und-
ir jarðskorpunni f láréttum
straumi eftir virkum eldfjalla-
beltum,. Það fer suður eftir
öllu Atlantshafi, sennilega allt
til Azoreyja. Og hefur í för með
sér, að öll eldvirkni á norðan-
verðu Atlantshafi á upptök sín í
möttulefni, sem komið er upp
undir miðju Islandi. Allur hafs-
botninn milli Evrópu og
Amerfku er þá myndaður úr
þessu efni. Undir íslandi er
virkasta framleiðslusvæðið á
Norður-Atlantshafi og þó víðar
væri leitað.
Guðmundur tekur fram, að
hugmyndin um þetta lóðrétta
upptreymi möttulefna, sem svo
breiðist út, sé ekki til orðin hjá
fslenzku jarðvísindamönnun-
um. Þær hafi byrjað að koma
fram fyrir 2—3 árum. Þó ekki
þannig, að hægt hafi verið að
fylgja eftir með svo skýrum
efnafræðilegum rökum. Áður
höfðu efnafræðilegar niður-
stöður aðeins sýnt, að breyting
yrði á hryggjunum eftir því
sem nær drægi landi.
En hvenær vaknaði þá þessi
hugmynd hjá þeim? — Það var
í fyrrasumar, þegar ég var
staddur suður í Managua, og
fór að nota tímann eftir jarð-
skjálftann mikla til að vinna úr
gögnum, sem ég hafði haft með
mér að heiman, til að skrifa
grein, svaraði Guðmundur. Þá
kom fram, að þarna væri
eitthvað skemmtilegt á ferð. Ég
skrifaði Sigurði Steinþórssyni
snarlega og hann setti allt i
gang til að fylgja þessum hug-
myndum eftir. Síðan 1973 eða
eftir að tók að hægja um eftir
Vestmannaeyjagosið, höfum
við og aðrir unnið að þessu af
krafti, enda vildum við geta
lagt fram okkar gögn á
alþjóðaráðstefnunni í sumar.
Ég held þvf ekki fram, að þarna
höfum við sannað eitthvað. En
þessi skýring kemur bezt heim
og saman við aðrar niðurstöður.
Og hvað nú? — Með þessari
mynd, sem fengizt hefur þarna,
hefur skapazt grundvöllur fyrir
fjölmörg rannsóknaverkefni í
bergfræði. Þetta opnar mögu-
leika á að prófa ýmsar áleitnar
spurningar um ný viðhorf varð-
andi uppruna basaltsins og það
gefur okkur verkefni langt
fram í tímann.
Er Guðmundur var inntur
nánar eftir því, hvað stæði fyrir
dyrum, sagði hann, að þeir, sem
að þessu eru að vinna, þ.e.,
hann sjálfur, Sigurður Stein-
þórsson, Páll Imsland og Níels
Óskarsson hefðu þegar sent frá
sér tvær greinar um þetta, aðra
í bergfræðiritið Journal, of
Petrology, og hina í brezka
vísindaritið Nature. Og í undir-
búningi væru fjórar aðrar
greinar um áframhald þessara
rannsókna, þar sem teknir
væru fyrir mismunandi þættir
og mismunandi svæði. — Auk
þess er alltaf verið að fitja upp
á nýjum verkefnum f þessu
sambandi, sem reynt er að
fylgja eftir, ýmist með því að
láta stúdentana fá þau eða að
við vinnum þau sjálfir. Sig-
urður Steinþórsson er einmitt
nú í Kanada til að kynna sér
nýja tækni við bræðslutilraunir
á bergi og ætlunin er að setja
svo upp hér tæki til að bræða
basalt og verða þau tæki smfð-
uð hér. Verkefnin eru ótæm-
andi.
Það er semsagt komið í -ljós,
að sérstaða íslands á Norður-
Atlantshafi er með ólíkindum.
Grunnsævið milli Grænlands og
islands og hryggurinn milli ís-
lands og Færeyja og allt til
Skotlands, er myndað vegna
mikillar framleiðslu á hraun-
kviku í „heita pottinum" undir
islandi. Jafnframt sendir is-
land möttulstraumana suður og
norður eftir MiðAtlantshafs-
hryggnum, og úr þeim möttul-
straumi kemur efni til stöðugr-
ar nýmyndunar jarðskorpunn-
ar undir Atlantshafi. Allur
hafsbotninn milli Evrópu og
Ameríku á norðurhluta
Atlantshafs gæti því verið
„runninn upp þar sem Kalda-
kvísl kemur úr Vonarskarði",
eins og Guðmundur Sigvalda-
son sagði og vitnaði í ljóð Jóns
Helgasonar.
— E.Pá.
ÍSIAND
Uppdrátturinn sýnir hvernig uppbrætt möttulefni berst langt neðan úr jörðunni undir Islandi og brætt möttulefnið breiðist
sfðan út undir jarðskorpunni I lágréttum straumi eftir virku eldfjallabeltunum, og dreifir sér á botninn undir öllu Norður-
Atlantshafi, milli Evrópu og Ameríku og suður undir Azoreyjar.