Morgunblaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974 7 EFTIR DIETER WERNIG Keisarinn og Krupp Með beinni fjárfestingu ! vestur-þýzka risafyrirtækinu Krupp hafa yfirvöld I íran stigið fyrsta sporið í þá átt að eignast hlut í erlendum félög- um til að bæta upp einhliða iðnframleiðslu heima fyrir. Það er einnig í fyrsta skipti í 162 ára sögu Krupps, að samsteypan hleypir inn erlendum hluthöfum. Nánar tiltekið hefur íran fallizt á að kaupa 25,04% af hlutabréfum í Krupp Hutten- werke, sem til þessa hefur svo til eingöngu verið í eigu „móðurskips" Krupphrings- ins, Friedrich Krupp G. m. b. H. Essen. Kaupsamningurinn var sniðinn eftir skattalöggjöf Vestur-Þýzkalands, en þar eru meðal annars ákvæði um að greiða beri allt að 56% af hlutafjárarði í skatta, sé hlutafjáreignin undir 25%. Með því að kaupa yfir 25% hlutabréfa þarf íran aðeins að greiða 35% í skatt af arðinum. Þar við bætist, að samkvæmt vestur-þýzkum lögum felur 25% hlutdeild í sér neitunarvald, þannig að eigendur fjórðungs hluta- bréfa geta fellt sérhverja ákvörðun meirihlutans. Samningur írans og Krupps felur þannig í sér sameiginlega stjórn á Huttenwerke. Einnig fær full- trúi írans sæti í fram- kvæmdastjórn Krupphrings- ins, sem rekur meðal annars verkfræðistofur, skipasmíðar, þungaiðnað og tækniiðnað í sambandi við geimrann- sóknir. Auk þessa hafa Krupp og írönsk yfirvöld ákveðið að stofna sameiginlegt fjár- festingarfélag með aðal- stöðvum í Zúrich í Sviss. Mun Krupp-hringurinn láta þetta félag annast allar fjár- festingar sínar utan Vestur- Þýzkalands, auk þess sem félagið mun sjá um sam- eiginlegar framkvæmdir og fjárfestingar Krupps og írans erlendis. Fær þetta nýja félag í Zúrich frjálsan aðgang að tækniþekkingu Krupphrings- ins endurgjaldslaust. Sem stendur er það helzta verkefni Krupps í íran að koma þar á fót vestur-þýzku verkfræðingafélagi, sem á að vinna á vegum Krupps að því að koma upp sykurvinnslu og sementsverksmiðjum í suðurhluta landsins. Þá hefur íran einnig fest kaup á tveim- ur stáliðjuverum frá Vestur- Þýzkalandi, en aðild að þeim kaupsamningi eiga, auk Krupps, þýzku félögin Korf, Klöckner, Mannesmann og Salzgitter, og er það síðast- nefnda aðallega eign þýzka ríkisins. Upphæðin, sem íran greiddi fyrir hlutabréfin í Krupp Húttenwerke stálver- inu, er vel geymt leyndar- forum world features Starfsmaður i einu stáliðjuvera Krupps mál, en orðrómur segir, að hún sé einhversstaðar milli 200 og 300 milljóna marka (um 9 til 13 milljarðar ísl. króna). Að sögu Bertholds Beitz, stjórnarformanns Krupp stofnunarinnar, sem rekur félagið, er stofnun fjár- festingar félagsins í Zúrich athyglisverðasti liðurinn í samningnum við íran, því „olíuauður írans og tækni- þekking Vestur-Þýzkalands er svo sterk blanda, að erfitt verður að keppa við hana í framtíðinni." Það var í ma! 1973 sem Berthold Beitz fyrst fór til keisarahallarinnar í Teheran til að ræða samning þann, er undirritaður var 14 mán- uðum síðar, í júlí 1974. Margir viðræðufundir fylgdu á eftir, og þegar kauptilboð íranskeisara var birt var samningunum mjög vel tekið. Þegar Helmut Schmidt kanslara Vestur-Þýzkalands voru birtar niðurstöðurnar lýsti hann ánægju sinni og kvaðst vona, að margir svip- aðir samningar tækjust í framtíðinni. Dieter von Wúrzen, sem er háttsettur starfsmaður efnahagsmála- ráðuneytisins, tók í sama streng og sagði, að ákvörðun írans um fjárfestinguna væri mun heillavænlegri en margskonar fjármálabrask sumra annarra olíuríkja, sem aðeins leiddi til aukinna erfið- leika í alþjóðagjaldeyris- málum. Samningur írans við Krupp getur haft alþjóðaþýð- ingu, því hann getur leitt til þess, að önnur olíulönd fylgi fordæminu og fjárfesti mikið af olíuhagnaði sínum í traust- um fyrirtækjum ! iðnvæddu rikjunum. Fram til þessa hafa þessi olíurlki forðast fjárfest- ingar til langs tlma og frekar kosið að festa fé sitt í lóðum og jörðum. Kuwait telst til undantekninga, þv! vitað er, að landið hefur keypt hluta- bréf í bandarískum risafyrir- tækjum og í nokkrum brezkum félögum. En yfirleitt er hér um að ræða kaup á minna en 10% hluta í hverju fyrirtæki, og hafa kaupin farið fram með leynd í gegn- um stærstu hlutabréfamark- aði viðkomandi ríkja. íranskeisari hefur skýrt fréttamönnum frá því, að eftir samningana við Krupp rerKni hann nú með því, að innan tíu ára muni íranar búa við sömu lífskjör og nú ríkja I Vestur-Þýzkalandi, og meðal- tekjur frana verði þá þær sömu og Vestur-Þjóðverja í dag. En þrátt fyrir gott upphaf að iðnvæðingu verður það erf+tt fyrir efnahagssérfræð- inga írans að ná þessu tilætl- aða marki á aðeins einum áratug. Þótt þeir ráði yfir nægu fjármagni til að kaupa iðjuver og tækniþekkingu, v hafa þeir ekki á að skipa þeim fjölda iðnverkamanna og faglærðra manna, sem til þarf. Pennavinir um allan heim Kynningarþjónusta um allan heim. Myndskreyttur alþjóðapennavina- bæklingur. Ökeypis. Skrifið í dag: Five Continents Ltd. Waitakere, New Zealand. Prjónakonur takið eftir Kaupum lopapeysur allar gerðir og liti. Móttaka 9 — 1 2. Unex, Aðalstræti 9. Hefill Til sölu 18" Hombakafréttari og þykktarhefill. Sími 83640 og 40413. Keflavík Bandariskan mann vantar ibúð strax. Helst með húsgögnum. Tvennt i heimili. Uppl. i sima 1 767 eftir kl. 5 síðdegis. Kona óskast til að gæta 2ja ára barns eftir hádegi i heimahúsi i Kinnunum i Hafnarfirði. Einriig er til sölu á sama stað barnavagn og barnastóll. Uppl. i sima 52919. Blikksmiðir óskast Blikksmiðja Gylfa, Ingólfsstræti 21 B. Til sölu Mercedes Benz 230, sjálfskiptur, ekinn 100.000 km. árg. '68. Uppl. i sima 20177 eftir kl. 18 daglega. Riffill óskast Vil kaupa góðan riffil, cal. 222, 223 eða 243. Upplýsingar i sima 81762. Til sölu Mercedes Benz 220 D. Árgerð 1971. Upplýsingar næstu daga sími 37400. Eigendaskipti Hef tekið við Hárgreiðslustofunni Garði, Hólmgarði 34, af Katrinu Hermannsdóttur. Elin Ástráðsdóttir, áður Hárgreiðslustofunni Tinnu. Atvinnurekendur athugið Húsgagnasmiður er á lausu. Kaup og upplýsingar sendist afgr. Mbl. fyrir 23. sept. merkt: 9568. Bókbandstæki fyrir handunnið bókband, óskast til kaups, saumastóll og fleira. Uppl. i sima 36205 eftir kl. 5,30 næstu kvöld. Atvinna óskast Ung stúlka óskar eftir götunar- starfi. Hefur 1 árs reynslu. Vinsamlegast hringið i sima 22309. Túnþökusala Túnþökur til sölu. Heimkeyrt. Upplýsingar í sima 71464 og 41896. V.W. 1302 L.S. Til sölu V.W. 1 302 L.S. árg. '72. Uppl. i sima 43443. Stúlka vön grafiskri Ijósmyndun, framköllun og kóperingu, óskar eftir vel laun- uðu starfi strax. Uppl. í sima 30927. Óska eftir að taka á leigu litið verzlunar eða skrifstofuhús- næði (jarðhæð) sem næst JMið- bænum. Fyrirframgr. nokkra mán. Tilb. merkt: „Verzlunarhúsnæði 9569" sendist Mbl. f. mánudags- kvöld. Kýr — Dráttarvél Til sölu eru 7 ungar kýr að Syðri- Rauðalæk i Holtum. Simi um Meiritungu. Einnig David-Brown 1200 dráttarvél árg. 1968. Sími 99-5815. JRorgtmltlnírili nucivsincnR íg, ^22480 Píanókennsla Guðrún Guðmundsdóttir, Hamra- hlið 1 7, simi 38181. Söngfólk Getum bætt við fáeinum'góðum karla og kven- röddum í kór Neskirkju. Hafið samband við söngstjórann Reynir Jónasson í kirkjunni á sunnudag, mánudag og þriðjudag kl. 6 — 7 e.h. Félag jápníönaöarmanna Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 23. september 1 974 kl. 8.30 e.h. í Lindarbæ, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Uppsögn samninga 3. Önnur mál Fjölmennið stundvíslega Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.