Morgunblaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974
Rafmagnsmálin:
Vestfirðingar
kvíða vetrinum
„ÁSTANDIÐ f rafmagnsmálum
okkar Vestfirðinga er vægast sagt
slæmt, og ég hugsa með hryllingi
til vetrarins ef ekki verður hrað-
að afgreiðslu dfsilvélanna, sem
talað var um að kæmu fyrir vetur-
inn,“ sagði Ömar Þðrðarson
stöðvarstjðri Mjðlkárvirkjunar f
Arnarfirði, þegar Mbl. ræddi við
hann f gær. Um er að ræða a.m.k.
tvær dfsilvélar, sem áttu að fara
til Bfldudals og Suðureyrar, en
treglega hefur gengið að fá þær
afgreiddar.
Ómar Þórðarson var að því
spurður, hvernig miðaði fram-
kvæmdum við viðbótarvirkjun
Mjólkár, þ.e. Mjólká 2. „Þetta
hefur gengið ágætléga í sumar,
enda veðráttan verið mjög hag-
stæð. Hins vegar hafa komið upp
erfiðleikar við pípusuðu að
undanförnu. Pípurnar, sem eru
þýzkar stálpípur, hafa reynzt
skemmdar, og hefur það valdið
erfiðleikum."
Framkvæmdir við Mjólká 2 hóf-
ust fyrir tveimur árum, með gerð
uppistöðumannvirkja við Langa-
vatn. Verktakafyrirtækið Vestur-
verk hf. sá um þær framkvæmdir.
A þessu ári hefur stöðvarhús
verið steypt upp og pípur lagðar
frá uppistöðumannvirkjunum að
stöðvarhúsinu. Þetta er um 3 km
leið, og pípurnar eru um 70 sm i
þvermál. Verktakafyrirtækið
ístak hf. hefur séð um þessar
framkvæmdir. Stöðvarhúsið er
uppsteypt, að sögn Ómars, og
brátt verður hægt að setja vélarn-
ar niður. Þær verða af júgóslavn-
eskri gerð, og eru þær væntan-
legar eftir áramót. Viðbótarvirkj-
unin á að verða tilbúin fyrir lok
ársins 1975. Verður hún 5200 kíló-
vött, en gamla virkjunin er 2400
kílóvött. Báðar virkjanirnar nota
sömu uppistöðumannvirki, og þvf
mun nýting gömlu virkjunar-
innar ekki verða full þegar sú
nýja er komin í gagnið.
„Nýja virkjunin verður fullnýtt
strax og hún kemst f gagnið, og
þvf þarf að byrja virkjun annars
staðar á Vestfjörðum sem allra
fyrst,“ sagði Ómar Þórðarson að
lokum.
Við undirritun samninganna t gær, taltð frá vinstri: Páll Sigurjónsson
hjá Istaki h.f., Aðalsteinn Júlfusson hafnarmálastjóri og Sören Lang-
vad, framkvæmdastj. E. Phil og Sön.
Eitt land-
námsfrí-
merkjanna
uppselt
SAUTJÁN krónu frímerkið af
ellefu alda seríunni er nú uppselt.
Upplag frímerkisins var ein og
hálf milljón merkja, sem er með
stærri upplögum, er hérlendis
koma út, en gifurleg sala hefur
verið í því, svo að nú er þetta
merki á þrotum. Að sögn fróðra
manna mun þetta hafa f för með
sér, að frfmerkið hækkar þegar í
stað um helming frá nafnverði.
Hafnargerð í Þorlákshöfn lýkur 1976:
710 millj. kr. verksamn-
ingur undirritaður í gær
StÐDEGIS f gær voru undirritað-
ir f Ráðherrabústaðnum samning-
ar um stækkun Þorlákshafnar, en
með þeirri framkvæmd er hafin
gerð stærsta hafnarmannvirkis á
Islandi til þessa.
Forsaga málsins er sú, að þegar
lokið var sfðasta áfanga hafnar-
gerðar f Þorlákshöfn árið 1968,
var ljóst, að brátt yrði nauðsyn-
legt að bæta hafnaraðstöðu þar
frekar. Ymsar athuganir fóru
fram, en engar ákvarðanir voru
teknar að sinni. Það varð svo fljót-
lega ljóst eftir að gosið á Heimaey
hófst í byrjun sfðasta árs hve þýð-
ing hafnarinnar var mikil, en þá
um veturinn voru flestir Vest-
mannaeyjabátanna gerðir út frá
Þorlákshöfn.
Fyrir milligöngu Seðlabanka Is-
lands var leitað eftir fyrirgreiðslu
Alþjóðabankans í Washington
um fjármagn til stækkunar hafn-
arinnar í Þorlákshöfn.
Alþjóðabankinn taldi þá, að lán-
veiting til endurbóta á fiskihöfn-
250 þús. kr. gjöf til
Landgræðslunnar
NYLEGA barst Landgræðslu
rfkisins f hendur dánargjöf Sigur-
borgar Kristjánsdóttur að upp-
hæð 250 þús. kr., en Slgurborg
hafði lagt svo fyrir, að þessi upp-
hæð skyldi notuð til heftingar
sandfoks og uppgræðslu fok-
svæða.
Sigurborg fæddist 11. október
1886 f Múla I Nauteyrarhreppi í
N-Isafjarðarsýslu. Hún stundaði
m.a. nám f Noregi, Danmörku og
Svfþjóð. Sfðan starfaði hún
sem kennari f Nauteyrarhreppi
og víðar. Hún stofnaði húsmæðra-
skólann að Staðarfelli f Dölum
1927 og stjórnaði honum fram til
ársins 1936.
Sigurborg andaðist að Hrafn-
istu 7. febrúar 1971.
um er komið gætu í stað Vest-
mannaeyjahafnar kæmi mjög til
greina og sendi hingað nefnd til
að kanna málið. Niðurstaðan varð
sú, að mælt var með lánveitingu
til endurbóta á Grindavfkurhöfn,
til verulegrar stækkunar Þorláks-
hafnar, og til minni háttar endur-
bóta á hafnarmannvirkjum í Höfn
í Hornafirði. Fjárupphæðin var 7
milljónir Bandarfkjadala, þ.e.a.s.
um 60% af kostnaði við áætlaðar
framkvæmdir við þessar hafnir.
Það er mjög óvenjulegt, að Al-
þjóðabankinn láni fé til fram-
kvæmda sem hafnar eru áður en
lánveiting er ákveðin, en undan-
tekning var gerð vegna þeirra sér-
stöku aðstæðna, sem upp höfðu
komið við gosið f Eyjum.
Seðlabanki tslands gekk svo frá
samningi um lántöku við Alþjóða-
bankann í október 1973.
I lok ágúst 1973 var samið um
hönnun hafnarinnar í Þorláks-
höfn sameiginlega við verkfræði-
fyrirtækin Hostrup-Schultz og
Sörensen í Kaupmannahöfn, Al-
mennu verkfræðistofuna h.f.,
verkfræðistofuna Fjarhitun h.f.,
Verkfræðistofu dr. Gunnars
Sigurðssonar og Dansk
Hydraulisk Institut í Kaupmanna-
höfn.
Undirbúningsrannsóknir voru
unnar af Hafnarmálastofnun
ríkisins, jarðfræðideild Orku-
stofnunar, Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins og banda-
rísku fyrirtæki, sem starfar að
jarðeðlisfræðiverkefnum.
Utboðsfrestur rann út í júlí s.l.
og bárust þá þrjú tilboð, það
lægsta frá fyrirtækjunum E.
Phil. og Sön í Kaupmannahöfn og
Istaki h.f. í Reykjavfk, sameigin-
lega að upphæð rúml. 710 milljón-
ir króna, og var því tekið. Hófu
verktakar þegar framkvæmdir,
en það er nú fyrst, sem samningar
eru formlega undirritaðir.
A meðfylgjandi uppdrætti sést
hvemig hafnargerðinni verður
háttað. Gerðir verða tveir brim-
brjótar og viðlegukantur við þann
nyrðri, en auk þess verður fyllt
upp 1 höfnina og myndast við það
2Vi hektari nýs athafnasvæðis.
Einnig verður höfnin dýpkuð,
sem nemur um 68 þús. rúmmetr-
um.
Lán Alþjóðabankans nemur um
7 millj. Bandarfkjadala eins og
áður segir, og er lánið afborg-
unarlaust fyrstu fjögur árin, en
það er til 15 ára með IV* vöxtum á
ári.
Áætlað er, að hafnarfram-
kvæmdum í Þorlákshöfn ljúki
seint á árinu 1976.
Gulag-eyjahaf-
ið næsta
ar
Sigluf jarðarprentsmiðja gef-
ur að þessu sinni út nokkuð
margar barna- og unglingabækur
og eru sumar þeirra f bókaflokk-
um, sem þegar eru orðnir þekktir
hér á landi. Ennfremur mun út-
gáfan gefa út f nýrri útgáfu þjóð-
lög séra Bjarna Þorsteinssonar. A
miðju næsta ári er sfðan væntan-
leg frá útgáfunni hin fræga bók
Gulag-eyjahafið eftir Alexander
Solzhenitsyn. Er það fyrsta bindi
bókarinnar af þremur, sem þá
kemur út.
Sigurjón Sæmundsson, for-
stjóri Siglufjarðarprents, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að hann hefði verið búinn að ráða
mann til að þýða Gulag-eyjahafið
Gefur 45 sekúndulítra
af 100 stiga heitu vatni
Húsavík 9. október
Á S.L. ÁRI lét Hitaveita Húsavfk-
ur framkvæma rannsókn á jarð-
hitasvæðinu á Hveravöllum f
Reykjahverfi. Verkið var unnið
af vfsindamönnum frá jarðhita-
deild Orkustofnunar.
Á grundvelli rannsóknanna lét
Hitavéitan nú í haust bora eftir
heitu vatni skammt frá Hveravöll-
Félagsvist
í Eyjum
Sjálfstæðisfélögin f Vest-
mannaeyjum efna til félagsvistar
föstudaginn 11. okt. f Samkomu-
húsinu kl. 20,30. Kvöldverðlaun
verða veitt og kaffiveitingar
verða á boðstólum. Sjálfstæðis-
félögin hvetja Vestmannaeyinga
til að taka þátt f félagsvistinni og
skemmta sér f góðum hópi.
um og þann 15. september, þegar
komið var niður á 450 metra dýpi,
hitti borinn á mjög kraftmikla
vatnsæð. Síðan hafa sérfræðingar
Orkustofnunar og Fjarhitunar
h.f. unnið að rannsóknum og mæl-
ingum á holunni og hefur komið í
ljós, að vatnsmagnið er um 42
sekúndulítrar af 100 stiga heitu
vatni.
Álitið er, að þessi borhola á
Hveravöllum gefi meira sjálf-
rennandi vatn, en nokkur önnur
borhola hér á landi.
Hitaveita Húsavfkur tók til
starfa árið 1970 en hingað til hef-
ur hún einungis notað vatn úr
hverunum í Reykjahverfi og hef-
ur vatnsmagnið verið um 45 sek-
úndulítrar, sem nú tæplega tvö-
faldast. Má því vænta þess að
rekstraröryggi Hitaveitu Húsa-
víkur sé tryggt um alllanga fram-
«ð. Fréttaritari.
A þessum uppdrætti sést greiniiega, að hafnaraðstaða f Þorlákshöfn
gjörbreytist við stækkunina.
á íslenzku úr rússnesku og hefði
bókin upprunalega átt að koma út
í haust, en skyndilega hefði þýð-
andinn hætt við og síðan hefði
hann átt í erfiðleikum með að fá
rússneskumenn til að þýða, virt-
ust þeir flestir vera hræddir við
það, nema hvað Eyvindur
Erlendsson, leikhússtjóri á Akur-
eyri, væri nú að þýða verkið.
Þá sagði Sigurjón, að bókin
væri um 600 sfður á frummálinu
og mætti búast við, að hún yrði
um 500 síður í íslenzku útgáfunni.
Annað bindi bókarinnar er svo
væntanlegt út síðar á næsta ári,
en ekki er vitað hvenær þriðja
bindið kemur út, þar sem
Solzhenitsyn hefur ekki enn sent
það frá sér.
Annað stórverk, sem Siglu-
Framhald á bls. 18
Tækjastuldir
úr bílum
f ærast í vöxt
AÐ SÖGN rannsóknarlögreglunn-
ar hefur talsvert borið á þvf að
undanförnu, að tækjum sé stolið
úr bflum. Hefur þessi tegund
þjófnaðar mjög farið f vöxt eftir
að svokölluð kassettutæki fóru að
vera algeng f bflum.
Rannsóknarlögreglan tjáði
Mbl., að algengast væri, að brotizt
væri inn í bílana og tækjum stol-
ið, og hátalarar jafnframt rifnir
úr. Einnig kæmi það fyrir, að tæk-
in væru hirt úr ólæstum bílum, ef
eigendurnir hefðu verið svo ófor-
sjálnir að læsa þeim ekki.
Þjófnaðir á kassettutækjum eru
algengastir, en einnig kemur
fyrir, að útvörpum er stolið úr
bílum. Rannsóknarlögreglan
hefur beðið Mbl. að koma því á
framfæri við fólk, að gera henni
viðvart ef það verður vart við
grunsamlega menn, sem eru að
bjóða kassettutæki til sölu.