Morgunblaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTOBER 1974
Sagnarandinn
Víða á íslandi eru grösugir dalir, sem liggja inn á
milli hárra fjalla. Veðursæld er oft í dölum þessum,
því að fjöllin til beggja handa skýla þeim fyrir
vindum. Oft eru þeir grösugir og fjölskrúðugir að
alls konar gróðri, dalbotninn, engjar og tún, en
hlíðarnar vaxnar lyngi, birkikjarri og víðirunnum
langt upp eftir fjöllunum.
Venjulega eru dalir þessir byggðir, ef þeir liggja
ekki langt frá alfaravegi, og sumir reyndar, þótt þeir
séu nokkuð afskekktir. Stundum eru margir bæir í
hverjum dal og margt fólk á hverjum bæ, einkum þó
hjá efnaðri bændum. Á kotbýlum er sjaldan margt
um manninn, því að smábændurnir eru flestir mjög
fátækir og heimilisfólk þeirra því mjög fátt, nema
skyldulið þeirra sé því fleira. Eru þessir kotungar
oftast leiguliðar hinna ríkari eða háðir þeim á ein-
hvern hátt. Þó er það ekki allt af þannig.
Eins og alls staðar er fólkið í þessum sveitum mjög
mismunandi, bæði að útliti, gáfnafari og reynd,
Stærstur allra fugla, sem yfir heimshöfin fljúga, er
Albatrosinn. Hann flýgur frá Suðurskautslöndum
til heitu landanna og getur haldið sig svo mánuðum
skiptir á úthöfunum. Vængjahaf Albatrosins getur
orðið allt að f jórir metrar.
eftir OSKAR KJARTANSSON
sumir eru feitir, aðrir magrir, sumir háir, aðrir lágir,
alveg eins og gegnur og gerist með fólk.
Sagan, sem ég ætla nú að segja, gerðist einmitt f
einum slíkum dal. í dalnum voru um tuttugu bæir og
voru þeir ein kirkjusókn. Skulum við nú kynnast því
fólki og þeim stöðum, sem við söguna koma, áður en
við höldum lengra.
Innsti bærinn í dalnum hét að Bakka. Þar bjó,
nokkru áður en saga þessi hefst, maður sá, er
Grímur hét. Hann var auðugur talinn, af gripum og
ganganda fé, og sagt var, að hann vissi naumast aura
sinna tal. — Grímur gamli var vel liðinn af sveitung-
um sínum og leituðu menn oft til hans, er í nauðum
voru staddir, og fengu flestir einhverja úrlausn.
Þótti Grímur því hinn bezti karl.
Hann átti einn son barna við konu sinni. Guð-
mundur hét hann, en venjulega var hann bara
kallaður Gvendur eða Gvöndur, eins og fleiri, sem
heita Guðmundar nafni. Ekki þótti Gvendur ætla að
líkjast föður sínum, þegar hann komst á legg, því að
hann var svo grunnhygginn, að ekki var hægt að
kenna honum neitt að gagni, og var hann fermdur
upp á faðirvorið, sem hann þó kunni ekki nema
eitthvert hrafl í. Gvendur var svo trúgjarn, að hann
trúði öllum sköpuðum hlutum og því bezt, sem
lygilegast var. Sögðu menn, að hann væri umskipt-
ingur og hefðu álfar rænt barni þeirra hjóna, þegar
það var nýfætt, en látið þennan afglapa í staðinn.
Gvendur óx fljótt og varð brátt stór og luralegur.
Mathákur var hann slíkur, að firnum þótti sæta.
Sögðu gárungar, að hann hlyti að vera botnlaus og
sumir héldu því fram, að hann gæti etið tólf puna lax
og sjö til átta stóra blóðmörskeppi í mál. Einhver
fann upp á þvf, að gefa honum viðurnefnið grænjaxl
og festist það við hann. Hann var líka kallaður
Bakkaflón eða „fjórði Bakkabróðirinn“, því að hann
þótti í mörgu svipa til hinna landskunnu Bakka-
bræðra, sem alræmdir urðu fyrir heimskupör sfn.
Ekki var Gvendi þó mikið um þessi kenningarheiti
sín gefið, og það versta, sem honum var gert, var
það, ef hann var kallaður, svo að hann heyrði:
Gvendur grænjaxl Bakkaflón.
ANNA FRA STORUBORG - saga frá sextándu old
eftir
Jón
Trausta
löngun til að hreyfa sig úti, þegar hann sá várla faðm frá
sér, enda gat margt leynzt í myrkrinu. Og svo komu björtu
næturnar. Þá mátti hann alls ekkert úr hellinum hreyfa
sig, aldrei koma heim að Stóruborg, aldrei láta sjá sig úti.
Hann var orðinn eins konar myrkranna barn. Sólin fékk
aldrei að skína á hann nema inn um hellismunnann. Kröft-
um hans og fjöri fór smátt og smátt hnignandi. Hann varð
gráhvitur á hörund, blóðlaus og síþreyttur. Einhver dvala-
kenndur sljóleiki færðist á hann meira og meira. Hann hafði
alltaf nóg til viðurværis, en vantaði lystina. Hellirinn var
hálffullur af góðum og kröftugum mat, sem til hans var
borinn á laun jafnt og þétt. Þar var feitt hangikjöt, skyr,
smjör, riklingur, brauð og alls konar góðgæti, og nýmjólk
var honum færð daglega frá Fit. Heilir dagar liðu stundum
án þess hann snerti þetta. Aðra daga reif hann í sig eins og
dýr. öll mannleg hæverska var þá fyrir borð borin. Þar
var enginn, sem hann þurfti að vera feiminn við, og hann
var sem fallinn úr mannheimum ofan í ríki dýranna, og féll
það alltaf dýpra og dýpra.
Þannig leið líkamanum. En ekki var sálin stórum betur
stödd. Hjalti, sem verið hafði lifandi léttlyndi, var orðinn
þunglyndur og leiður á lífinu. Allt það skáldlega og sjald-
gæfa við hellisvistina, sem dregið hafði hug hans að sér
í fyrstu, var horfið fyrir löngu. Hundrað sinnum og aftur
hundrað sinnum hafði hann starað fram úr hellismunnan-
um og séð jalnan það sama, — fénað á beit, menn á ferð,
fugla á flögri, skip á siglingu úti fyrir, alltaf það sama, að-
eins með ofurlítið mismunandi blæ, eftir því hvernig veðrið
var. Hann var hættur fyrir löngu að hafa nokkurt yndi af
því, og stundum var honum það hreint og beint til ama.
Það, sem hann hafði haft yndi af að vinna að, fyrst eftir
að hann kom í hellinn, var nú orðið honum dauft og dautt
og einskis vert. Þessir ramflóknu drekahnútar, sem hann
hafði skorið út með frábærum hagleik, þessar bandaleturs-
línur, sem hann hafði sjálfur ort versin í, öll þessi smá-
meistaraverk, sem hann hafði hugsað um dag og nótt og
aldrei þreytzt á að hugsa um og velta fyrir sér, þar til
þau stóðu honum svo skýr fyrir hugskotssjónum, að hann gat
dregið þau á fjölina á einni svipstundu og síðan grafið þau
svo, að hvergi þurfti við neinu að hagga. — Nú var hann
búinn að fleygja þessu öllu saman frá sér og gat ekki snert á
því framar. Hann heyrði aldrei neitt aðdáunarorð, sem glæddi
hjá honxrni löngunina til að gera meira. Listagáfa hans
skein út í kaldan, dauðan og auðan geiminn, eins og viti á
fjallstindi, fann aldrei neina samhygð, fékk aldrei neina
nýja næringu, brann upp til agnar, án þess að sjá mynd
sína nokkurs staðar. Og þegar hann hafði enga gleði af
verkum sínum sjálfur, hætti hann við þau.
Eins fór með bækumar, sem hann hafði haft með sér í
hellinn. Hann mátti fá hvaða bækur með sér frá Stóru-
borg, sem hann vildi, af þeim, sem þar voru til eða hægt
var að komast yfir að láni. Sumar þeirra hafði hann skrifað
sjálfur, meðan hann var þar heima í mesta genginu, og þá
drukkið þær í sig með ósegjanlegum þorsta. Nú var hann
búinn að þrautlesa þær, hverja um sig, og nú var eldurinn
í þeim brunninn út fyrir löngu. Hann kunni sumar þeirra
mcÖínorgunkciífinu
?35
Hvað get ég gert fyrir
yður?
Þú hefur borðað belju-
bollur í dag, — það er
þyngra í þér pundið
Hvað segirðu um, að ég
telji svörtu doppurnar I
kjólnum líka að aftan
vma.