Morgunblaðið - 10.10.1974, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974
31
Danmörk — Island 2:1
Danir máttu þakka fyrir
sigurinn
FRÁ Helga Daníelssyni og K. Hansen, fréttamönnum Morgunblaðsíns
á landsleiknum I Alaborg:
Þegar lið Danmerkur og fslands hlupu inn á völlinn f Álaborg f
gærkvöldi til sfn 12. knattspyrnulandsleiks,! voru úrslitin f leik
liðanna sfðast þegar þau mættust f Danmörku mörgum ofarlega f huga.
Ef til vill ekki sfzt þeim lslendingum, sem voru viðstaddir þennan
leik. 14—2 urðu úrsiit þess ieiks, úrslit, sem við viljum gleyma, en
Danir muna hins vegar ágætiega og rifjuðu óspart upp fyrir leikinn.
Mikil bjartsýni hafði verið rfkjandi f herbúðum danska landsliðsins,
þrátt fyrir, að landsliðsþjáifarinn legði á það mikla áherzlu við sfna
menn að vanmeta ekki fslendingana, og f danska liðið vantaði nú
nokkra af þeirra beztu mönnum: Atvinnumennina frá Þýzkalandi, sem
ekki fengu ieyfi frá liðum sfnum til þess að koma til landsleíksins f
Alaborg. Þarna voru hins vegar danskir atvinnumenn frá liðum f
Belgfu, og f þeirra hópi var raunar eini Daninn, sem tók þátt f 14—2
ieiknum á árunum: Ulrik le Fevre, en f þeimleikskoraðihann raunar
tvö mörk.
— Ég á tæpast von á öðrum eins sigri og þá. Við erum einfaldlega
ekki með næstum þvf eins gott lið núna, sagði le Fevre fyrir leikinn, en
bætti þvf svo við, að hann ætlaði sér að skora f þessum leik og reyna að
tryggja sig f sessi f danska landsliðinu.
Danska landsliðinu var stillt
upp f þessum leik eins og þegar
það vann 14—2 sigurinn, þ.e.
4—2—4, en uppstilling fslenzka
liðsins virtist benda til þess, að
það ætlaði sér að leika algjöran
varnarleik: 4—4—2. Voru þeir
Matthfas Hallgrfmsson og Teitur
Þórðarson sem fremstu menn, en
f öftustu varnarlfnu léku þeir Jón
Pétursson, Gfsli Torfason, Jó-
hannes Eðvaldsson og Marteinn
Geirsson.
Jafnt í byrjun
Nokkurs taugaslappleika virtist
gæta í islenzka liðinu fyrstu mfn-
úturnar, en það náði sér brátt á
strik, og voru upphafsmínútur
leiksins tiltölulega jafnar. Dan-
irnir sóttu þó meira, en komust
lítt áleiðis gegnum varnarmúr ís-
lenzka liðsins. Hins vegar vildi oft
fara þannig þegar íslendingar
komu knettinum fram, að sókn-
irnar runnu út f sandinn, einfald-
lega vegna mannfæðar. Þeir Teit-
ur og Matthías máttu sín ekki
Enska
bikar-
keppnin
ÞRIÐJA umferð ensku deildar-
bikarkeppninnar f knattspyrnu
var leikin f fyrrakvöld og f gær-
kvöldi og urðu úrslít leikja þesi:
Bristol City — Liverpool 0:0
Fulham — West Ham 2:1
Ipswich — Hereford 4:1
Middlesbrough —
Leicester 1:0
Q.P.R. — Newcastle 0:4
Sheffield Utd. — Luton 2:0
Southampton — Derby 5:0
Bury — Leeds Utd. 1:2
Chelsea — Stoke 2:2
Colchester — Carlisle 2:0
Crewe — Aston Villa 2:2
Hartlepool — Blackburn R 1:1
Manchester Utd. —
Manch. City 1:0
Reading — Burnley 1:2
W.B.A. — Norwich 1:1
Þá fóru undanúrslit skozku
gegn varnarmönnunum dönsku,
enda virtust félagar þeirra hika
við að hætta sér langt fram. Þeir
náðu þó nokkrum sinnum að ógna
verulega fyrir hraða sinn og
dugnað.
Dönsk forysta
Hvorki gekk né rak í leiknum
fyrr en á 19. mínútu, en þá voru
Islendingar í sókn og aldrei þessu
vant hættu flestir þeirra sér í
hana. Of margir — þar sem aðeins
tveir voru til varnar. Flemming
Lund, hinn lágvaxni leikmaður úr
Royal Antwerpen, fékk knöttinn
sendan fram á vallarmiðjuna og
lék hann sfðan í átt að markinu.
Þegar hann kom inn fyrir víta-
teiginn skaut hann föstu og óverj-
andi skoti og færði þar með
danska liðinu forystu í Ieiknum.
Þarna var íslenzka vörnin herfi-
lega á verði, og sein aftur.
Matthfas jafnar
Islendingar tóku sfðan miðju og
strax upp úr henni átti Matthías
Hallgrímsson gott marktækifæri,
er ekki nýttist. Á 25. mínútu var
Matthías svo aftur á ferðinni og
skoraði. Heiðurinn að því marki
átti þó Grétar Magnússon. Með
mikilli hörku og dugnaði náði
hann knettinum frá dönskum
leikmanni, lék fram völlinn og
tókst að brjótast gegnum vörn-
ina. öll athygli dönsku varnar-
leikmannanna beindist að hon-
um, en Grétar renndi hins vegar
knettinum til Matthíasar
Hallgrímssonar, sem skaut föstu
og óverjandi skoti í mark Dan-
anna við mikinn fögnuð íslenzku
leikmannanna og áhangenda
þeirra á pöllunum: 1:1.
Ulrik le Fevre skorar sigurmark Dana f leiknum með skalla. Asgeir Elfasson og Marteinn Geirsson
fylgjast með tilburðum Þorsteins til varnar. (Sfmamynd AP).
Danir ná tökum
á leiknum
Þegar leið á seinni hálfleikinn
náðu Danirnir betri tökum á
leiknum. — Það var loksins þá,
sem leikmennirnir gerðu það,
sem fyrir þá hafði verið iagt,
sagði landsliðsþjálfarinn. Sóttu
þeir mun meira og var vörn
fslenzka liðsins oft í vandræðum,
sérstaklega átti þó Jón Pétursson
f miklum erfiðleikum með
Flemming Lund. En yfirleitt
stóð þó vörn íslenzka liðsins með
Jóhannes Eðvaldsson sem traust-
asta mann sig mjög vel og gaf lítil
færi.
Það var ekki fyrr en á 60.
mínútu leiksins sem Danir náðu
aftur forystunni og var aðdrag-
andi að marki þeirra sérlega
glæsilegur. Islenzkum varnarleik-
manni hafði tekizt að verja hörku-
skot Dana í horn. Tók Flemming
Lund hornspyrnuna og gaf til
Benny Nielsen, sem afgreiddi
knöttinn beint á kollinn á Ulrik le
Fevre, sem skoraði með skalla, án '
þess að nokkur möguleiki væri á
að koma við vörnum.
tslendingar
pressuðu
Þegar leið að lokum leiksins
náðu Islendingar sínum bezta
kafla f þessum leik. Var það eftir
deildabikarkeppninnar fram í
gærkvöldi. Celtic vann
Airdrieonians á Hampden Park í
Glasgow með einu marki gegn
engu og Hibernian sigraði
Falkirk með einu marki gegn
engu f Tynecastle í Edinburg.
Viðar fór ekki með FH
t KVÖLD leika FH-ingar fyrri leik sinn gegn sænska meistaraliðinu
SAAB f Evrópubikarkeppninní f handknattleik. Fer leikurinn fram
f Svfþjóð. Eftir úrslitum f leik FH og Hellas á dögunum er þess
varla að vænta, að FH-ingum takizt að sigra f leiknum, enda tefla
þeir ekki fram sfnu sterkasta liði. Viðar Sfmonarson fór ekki með
liðinu utan, en eins og fram hefur komið, er óvfst hvort hann mun
leika með FH-liðinu f vetur. Fór Viðar fram á það við FH-inga að
hann léki ekki með liðinu gegn Haukum, sem hann þjálfar, og
bauðst reyndar til þess að stjórna ekki Haukaliðinu f leikjum þess
gegn FH. En þjálfara FH, Birgi Björnssyni, hefur ekki veríð að
þoka f þessu máli. Hann setur Viðari þau skiiyrði, að annaðhvort
leiki hann alla leikina með FH f vetur, eða verði ekki f liðinu að
öðrum kosti. Var töluverð ólga meðal leikmanna FH út af þessari
ákvörðun þjálfarans, og er ekki að vita hver niðurstaðan verður.
Hitt er svo augljóst, að FH-Iiðið er ekki hið sama Viðarslaust, enda
sást bezt á leik úrvalsliðsins gegn Hellas á dögunum, að Viðar er nú
f mjöggóðu formi — sennilega betra en nokkru sinni áður.
að Tony Knapp landsliðsþjálfari
hafði gert breytingar á liðinu.
Sett Jón Gunnlaugsson inná og
kallað Jóhannes Eðvaldsson fram-
ar á völlinn. Lifnaði mjög yfir
íslenzka liðinu við þetta, og
sannaðist nú, að sókn er bezta
vörnin, þar sem Islendingar voru
yfirleitt meira með knöttinn og
pressuðu raunar stíft að danska
markinu undir lokin. Áttu þeir þá
ákjósanleg tækifæri:
Jóhannes Eðvaldsson skallaði
rétt yfir markið; Jón Pétursson
átti skot, sem markvörðurinn
varði naumlega, og síðan var Mar-
teinn næstum búinn að skora með
skalla úr hornspyrnu, sem Asgeir
Sigurvinsson tók. Á 84. mínútu
skoraði svo Matthias, en dómar-
inn dæmdi markið af — taldi, að
Jóhannes Eðvaldsson hefði hrint
einum danska varnarleikmannin-
um. Var þetta mjög umdeilan-
legur dómur. Teitur Þórðarson
átti svo sfðasta orðið af hálfu Is-
lendinganna. Fékk mjög gott
færi, og náði að skjóta, en mark-
vörður danska liðsins varði
naumlega.
Liðin
.Um fslenzka liðið sagði Helgi
Daníelsson: Það komst að mínu
mati mjög vel frá þessum leik og
allir leikmennirnir stóðu vel fyrir
sínu. Ásgeir Sigurvinsson var
bezti maður liðsins, en Þorsteinn
Ólafsson stóð sig einnig eins og
hetja í markinu. Um danska liðið:
Skemmtilegt lið og þá sérstaklega
atvinnumennirnir, með Flemm-
ing Lund i fararbroddi en hann er
ákaflega fljótur og hættulegur
leikmaður.
K. Hansen: Islenzka liðið er
skipað mjög góðum einstakling-
um, en stjórn þess á leikvelli og
uppstilling virtist manni næsta
furðuleg. Þjálfari liðsins hefði
fljótlega átt að sjá, að skynsam-
legast hefði verið að reyna að
sækja meira. Islendingarnir
höfðu vel efni á því. Einnig var
það stórfurðuleg ráðstöfun að
taka Guðgeir Leifsson út af f
leiknum, þar sem hann hafði
verið einn bezti og hættulegasti
maður þess, og sá, er alltaf var
hættulegur þegar hann var með
knöttinn. Sá, sem kom inná fyrir
Guðgeir, Eiríkur Þorsteinsson,
virtist greinilega ekki vita hvaða
stöðu á vellinum hann átti að
leika. Þá var bakvörðurinn, Jón
Pétursson, ekki nægilega fljótur
leikmaður til þess að gæta
Flemming Lunds og Gísli Torfa-
son hljóp of mikið úr stöðu sinni
sem aftasti vamarmaður.
Bezti maður islenzka liðsins var
Ásgeir Sigurvinsson, en Jóhannes
Eðvaldsson er greinilega feiki-
lega góður knattspyrnumaður og
sjaldan eða aldrei hef ég séð leik-
manna berjast annað eins f leik
og Grétar Magnússon gerði. En
hann er grófur leikmaður —
mátti þakka fyrir að fá ekki á sig
bókun, og einu sinni jaðraði líka
við, að hann bryti það klaufalega
af sér, að vítaspyrna hlytist af. En
allt um það: Leikmenn eins og
Grétar eru algjörlega ómissandi í
lið. Teitur og Matthias áttu góða
spretti í framlínunni, en fengu of
litla aðstoð.
Um danska liðið er það að segja,
að það hefur oftast gert betur en í
þessum leik og óöryggi þess kom á
óvart. Má vera, að það hafi van-
metið andstæðinginn, en slíkt er
stundum hjalli, sem erfitt er að
komast yfir. Það var t.d. furðulegt
hversu bakverðirnir, sem báðir
eru góðir, komust oft í vandræði í
leiknum, og Guð hjálpi danska
liðinu, hefðu Islendingar haft
meiri trú á sjálfum sér og verið
betur stjórnað.
Valur vann
VALUR sigraði sænska liðið
Hellas með 27 mörkum gegn 20 I
leik liðanna, sem fram fór f Laug-
ardalshöllinni f gærkvöldi. Var
leikur þessi ágætlega leikinn, sér-
staklega af hálfu Valsmanna.
Staðan f hálfleik var 12—10 fyrir
Va). Markhæsti Valsmaðurinn
var Ólafur H. Jónsson, sem skor-
aði 7 mörk. en Mats Nielsen skor-
aði flest mörk fyrir Hellas, 7.