Morgunblaðið - 10.10.1974, Page 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÖBER 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthtas Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6. simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 35.00 kr. eintakið.
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
Ríkisstjórnin hefur
nú ákveðið að fram
skuli fara sérstök könnun á
fjárhagsstöðu sjávarút-
vegsins. Matthías Bjarna-
son sjávarútvegsráðherra
hefur beitt sér fyrir máli
þessu og að hans tilhlutan
munu bankarnir nú fram-
kvæma heildarúttekt á af-
komu og stöðu útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækja í
landinu. Fyrirhugað er að
leggja niðurstöður þessar-
ar könnunar til grundvall-
ar við frekari aðgerðir til
stuðnings sjávarútvegin-
um, en flestar greinar hans
búa nú við mikla fjárhags-
erfiðleika.
Því ber að fagna, að ríkis-
stjórnin skuli taka upp
skipuleg og markviss
vinnubrögð við endur-
reisnarstarf sitt. Öllum má
vera ljóst, að ógerningur
er að leggja á ráðin um svo
víðtækar endurreisnarráð-
stafanir, sem nú eru óum-
flýanlegar, nema áður hafi
verið aflað haldgóðra upp-
lýsinga um raunverulega
stöðu fyrirtækjanna. í kjöl-
far gengislækkunarinnar
voru gefin út bráðabirgða-
lög til þess að bæta hag
sjávarútvegsins og ráð-
stafa gengishagnaði.
Sú könnun á fjárhags-
stöðu útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækja, sem nú
á að framkvæma, er gerð í
beinu framhaldi af þeim
aðgerðum, sem ákveðnar
voru með bráðabirgða-
lögunum. Þær aðgerðir eru
nú þegar farnar að hafa
áhrif í sjávarútveginum.
Þannig hafa verið greiddar
80 millj. króna í styrki til
að bæta rekstrarstöðu
minni skuttogaranna.
Greiddar hafa verið 22
millj. króna í styrki til
stærri skuttogaranna og 20
milljónir króna til báta, er
stundað hafa veiðar í
Norðursjó, en þeir fá ekki
niðurgreidda olíu og af
þeim sökum hefur rekstur
þeirra gengið mjög erfið-
lega. Alls hefur því verið
varið 122 milljónum króna
nú þegar til þess að bæta
hag útgerðarinnar. Sam-
hliða útgáfu bráðabirgða-
laganna var einnig ákveðið
að hækka rekstrarlán um
50%.
Engum dylst, aó vanda-
málin hafa þegar verið tek-
in föstum tökum. Eigi að
síður voru bráðabirgðalög-
in aðeins einn þáttur í að
leysa vanda sjávarútvegs-
ins. Þess er hins vegar að
vænta, að í kjölfar þeirrar
heildar könnunar, sem nú
hefur verið ákveðin, komi
frekari aðgerðir. En hér er
um að ræða svo margþætt
vandamál og ólíka hags-
muni, að lausnin verður
ekki fundin í eitt skipti
fyrir öll.
Útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtæki eiga nú að skila
reikningum yfir efnahag
og rekstur síðasta árs og
fyrstu átta mánuði þessa
árs. Þá ber þeim að leggja
fram lista yfir viðskipta-
menn, upplýsingar um
gjaldfallnar skuldir og af-
borganir af föstum lánum
og greinargerðum um fjár-
festingar á þessu ári. Hér
er því um að ræða all víð-
tæka upplýsingasöfnun,
sem ugglaust mun koma að
góðu haldi, þegar lagt verð-
ur á ráðin um frekari að-
gerðir. Sjávarútvegsráð-
herra hefur lagt áherslu á,
að úrvinnslu gagna verði
hraðað svo sem kostur er.
Mikilvægt er að svo verði.
Aðgerðir af þessu tagi
krefjast vfðtæks samstarfs
fjölmargra aðila. Þannig
hefur sjávarútvegsráðu-
neytið beint þeim tilmæl-
um til fjárfestingarlána-
sjóða, að þeir fresti inn-
heimtuaðgerðum gagnvart
fyrirtækjum í sjávarútvegi
meðan þessi könnun fer
fram. Á þessu ári hafa van-
skil fyrirtækja í sjávarút-
vegi við fjárfestingarsjóði
aukist til mikilla muna og
lausaskuldir hrannast upp.
Mörg fyrirtækjanna munu
því vera komin í greiðslu-
þrot. Þegar könnun á fjár-
hagsstöðu fyrirtækjanna
er lokið er ætlunin að
bankarnir og sjávarútvegs-
ráðuneytið beiti sér fyrir
sérstökum aðgerðum til
þess að bæta greiðslustöðu
sjávarútvegsins. Meðal
annars verður reynt að
breyta lausaskuldum og
vanskilaskuldum í föst
lán til fárra ára. 1 því sam-
bandi verður leitað eftir
samstarfi við stjórnir fjár-
festingarlánasjóða, sveitar-
félaga, lífeyrissjóða og
ríkisábyrgðarsjóðs um að
breyta vanskilaskuldum
fyrirtækjanna í föst lán.
Þrátt fyrir margháttaðar
endurreisnaraðgerðir er
alveg ljóst, að hvergi nærri
öll vandamál hafa verið
leyst. Við setningu bráða-
birgðarlaganna var þess
gætt að breyta í engu
skiptahlutfalli. Á hinn bóg-
inn urðu allir aðilar í
sjávarútvegi að leggja sitt
af mörkum til að unnt væri
að bæta stöðu stofnfjár-
sjóðs fiskiskipa, auðvelda
útflutningssjóði að standa
undir tryggingariðgjöldum
og greiða niður olíukostn-
að. Á móti voru kjör sjó-
manna bætt nokkuð með
11% fiskverðshækkun.
Hitt er ljóst, að afkoma sjó-
manna er mjög misjöfn eft-
ir því hvort þeir eru á skut-
togurum eða minni bátum.
Hér er því um að ræða
vandamál, sem valdið get-
ur erfiðleikum við að
manna bátaflotann.
Könnun á fjárhagsstöðu
sjávarútvegsins
fólk — fólk — fólk — fólk
l. i
Nú
er meiri
frjáls-
hyggja
Litið inn
í fiskbúð
á Dalvík
1 fiskbúðinni hjá
Anton. Helgi lengst til
vinstri, Jóhannes er sá
með hattinn og innan-
búðar stendur Anton
sjálfur.
NIÐRI við höfnina á Dalvík f
stórri skemmu er fiskbúð
Antons Guðlaugssonar, auð-
kennd með mynd af þorski. Við
hittum Anton, sem rekið hefur
þessa fiskbúð f ein tfu ár,
seinnihluta dags þegar flestar
kerlingar voru búnar að kaupa
f matinn og þvf Iftið að gera.
Sagði Anton að áður en hann
opnaði fiskbúðina hafi hann
verið á sjó. „£g var á sjónum f
allt að 25 ár, fyrst á Dalvfkpr-
bátum en sfðan á bátum hingað
og þangað að. Aðallega var ég
þó á bátum héðan.“
— Hvernig gengur að reka
fiskbúð á Dalvík?
„Þetta er heldur lélegt hjá
mér þvf Kaupfélagið er líka
með fisksölu. Það er ekki hægt
að lifa á þessu eingöngu þannig
að ég er líka með fiskmatið."
— Hefur þér gengið illa að fá
fisk?
„Nei, ég hef alltaf haft sæmi-
legan fisk, en það koma þó
slæmir kaflar, sérstaklega yfir
veturinn. Ég þarf ekki að
kvarta yfir sjómönnunum.
Sumir þeirra verka og saita að
vfsu sjálfir, sem er hörku
vinna, en þeir reikna með að
hafa meira upp úr því. En þeir
hafa alltaf verið mjög liprir við
mig.“
— Hefurðu fengið góðan fisk
i sumar?
„Nei, það hefur verið lítið af
ýsu til dæmis. Hún veiðist
varla. Dragnótabátarnir koma
aðallega með þorsk og eitthvað
af kola og togarinn Baldur, sem
verið var að losa var bara með
ufsa og karfa.“
I þessu koma inn ibúðina tveir
menn og segir Anton að þeir
séu að fara út í fiskverkun
þessa dagana. Þetta eru þeir
Helgi Jakobsson og Jóhannes
Jónsson, en Helgi hefur verið
um 5 ára skeið á vegum Sam-
einuðu þjóðanna i Indlandi og
Tyrklandi við að kenna þar-
lendum notkun veiðarfæra.
Sagðist Helgi fara út í sjálf-
stæðan atvinnurekstur bæði
vegna þess að hann hefði orðið
að hætta á sjó „auk þess, sem
við viljum ekki vinna lengur
undir stjórn annarra."
— Er ekki erfitt að stunda
atvinnurekstur i samkeppni við
stóran aðila eins og Kaupfélag-
ið?
„Kaupfélagið hefur að vísu
ekki saltað fyrr en i sumar,"
segir Helgi, „en það hefur verið
góð samvinna milli þess og sjó-
manna og sjálfstæðra fiskverk-
enda. Að þvi leyti hefur orðið
mikil breyting frá þvi, sem
áður var. Þá máttu einstakling-
ar ekki gera neitt í atvinnu-
rekstri. Sama gilti reyndar lika
um gömlu íhaldskurfana. En
nú er miklu meiri frjálshyggja
ríkjandi."