Morgunblaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÖBER 1974
15
Verður skozki þjóðernisflokkurinn stærsti
flokkur Skotlands eftir kosningarnar í dag?
Edinborg 9. október.
£ AÐEINS fyrir örfáum
árum, ef ekki mánuðum,
þótti allt tal um skozka
sjálfstjórn óraunhæfir
hugarórar fárra og
einangraðra þjóðernis-
sinna. Skozki þjóðernis-
flokkurinn, sem undan-
farin ár hafði boðið fram
í Skotlandi I nafni skozks
sjálfstæðis átti litlu fylgi
að fagna og var jafnvel
aðhlátursefni. Nú hefur
orðið breyting á þvl. Eitt
það athyglisverðasta,
sem sú kosningabarátta,
sem nú stendur yfir I
Bretlandi, hefur leitt I
ljós, er að það getur að-
eins verið tímaspursmál,
hvenær Skotar fá sjálf-
stjórn I einhverri mynd.
Andrúmsloftið I brezkum
stjórnmálum hefur nú
færzt I þá átt að viður-
kenna réttmæti kröfu
skozkra þjóðernissinna
um aukna sjálfstjórn.
Allir flokkar hafa nú á
stefnuskrá sinni áætlun
um aukna heimastjórn
Skota, en það sem mest
hefur einkennt stjórn-
málaumræður I Skot-
landi undanfarna daga er
hvernig einstakir flokkar
munu standa að auknu
sjálfstæði landsins.
0 Frú Margo MacDonald —
varaformaður Þjóðernisflokks-
ins og aðalskipuleggjandi
kosningabaráttu hans.
PéturJ. Eiríks-
son skrifar um
þingkosningarnar
í Skotlandi
Svo virðist sem ð ýmsan hátt
séu háðar allt aðrar kosningar í
Skotlandi heldur en sunnan við
landamærin. Þegar Wilson for-
sætisráðherra hóf kosningabar-
áttu Verkamannaflokksins á
útifundi í Glasgow, fjölluðu
ensk blöð mestmegnis um það
sem hann sagði um efnahags-
mál og um hugsanlegt sam-
komulag við verkalýðsfélögin
um að þau setji launakröfum
sínum ákveðin mörk og að at-
vinnurekendur beri sjálfir
helming af öllum kostnaðar-
hækkunum. Aftur á móti
skrifuðu skozku blöðin mest
um það sem ráðherrann sagði
um hugsanlegt skozkt þing og
Norðursjávarolíuna.
Stóru flokkarnir þrír hafa
undanfarið reynt að nota hvert
tækifæri til að setja fram nýjar
hugmyndir um aukin völd
Skota yfir eigin málum. Nú um
helgina sagði Wilson til dæmis,
að skozkt þing, eins og Verka-
mannaflokkurinn hugsar sér
það, geti jafnvel tékið til starfa
innan skemmri tíma en þeirra
fjögurra ára, sem annar tals-
maður flokksins, Edward
Short, hafði aðeins örfáum dög-
um áður stungið upp á.
Skozkir Ihaldsmenn hafa á
stefnuskrá sinni stofnun skozks
þings, sem kosið skal til með
óbeinum kosningum.JVú reyna
þeir f auknum mæli að leggja
áherzlu á að þetta sé aðeins
fyrsta skref að einhverju enn
meira, sem þeir hafa enn ekki
viljað nefna. Frjálslyndi flokk-
urinn hefur látið gera áætlun
um, hvernig skozk efnahagsmál
verða sett undir stjórn hins
endurreista þjóðþings Skot-
lands.
Skozki þjóðernisflokkurinn
er að vonum ánægður með að
loks hafi honum tekizt að koma
sjálfstæðismálinu og Norður-
sjávarolíunni á oddinn I brezk-
% Norðursjávarolfan — eitt
helzta kosningamálið f Skot-
landi.
um stjórnmálum og að nú-
verandi kosningabarátta standi
að mestu um stefnumál hans. I
Skotlandi munu úrslit kosning-
anna því að mjög miklu leyti
velta á því, hvaða flokkum
tekst bezt að sannfæra kjósend-
ur um áhuga sinn á að koma
fram skozkum hagsmunamál-
um.
Það er álit margra að nú sé
erfiðara að spá um úrslit
kosninganna i Skotlandi en
nokkru sinni fyrr. Breytingar á
atkvæðafjölda flokkanna geta
haft mjög mismunandi áhrif á
þingmannaskiptingu eftir þvf í
hvaða kjördæmi þær verða. Þó
virðist nokkurn veginn ljóst, að
Verkamannaflokkurinn mun
halda sínu eða bæta við sig. Þvf
veldur meiri áhugi sem stjórn-
in hefur sýnt á skozkum
málefnum undanfarna sex
mánuði. íhaldsmenn, sem til-
finnanlega vantar leiðtoga f
Skotlandi, virðast hins vegar
ætla að tapa fylgi.
Skozki þjóðernisflokkurinn
sem' vann mikinn sigur í
kosningunum í febrúar s.l. er
líklegur til að bæta við sig fylgi
í flestum kjördæmum. Eins
mun atkvæðafjöldi frjálslyndra
vafalaust aukast, þar sem þeir
bjóða nú fram í helmingi fleiri
skozkum kjördæmum en í sfð-
ustu kosningum. Ölíklegt er þó
að þingmannatala þeirra breyt-
ist.
Það er erfitt að spá um hvaða
áhrif breytingar á fylgi flokk-
anna mun hafa á fjölda þing-
manna þeirra. Það er álit
margra, að Skozki þjóðernis-
flokkurinn taki við af Ihalds-
flokknum sem næststærsti
flokkur Skotlands, miðað við at-
kvæðamagn. Þetta er þó ólík-
legt sé miðað við fjölda þing-
sæta. Samkvæmt síðustu
Framhald á bls. 18
Kosningarnar í Bretlandi:
„Almenningur virð-
ist mjög tortrygginn”
Wilson og Barbara Castle á fundi með fréttamönnum f Lundúnum f
vikunni.
Frá fréttaritara Mbl.
í London,
Jóhanni Sigurðssyni.
EF niðurstöður síðustu
skoðanakannana eru
réttar, er Harold Wilson,
formaður Verkamanna-
flokksins á ný á hraðri
leið I forsætisráðherra-
stólinn. Verkamanna-
flokkurinn tók I upphafi
kosningabaráttunnar for-
ystu I skoðanakönnunum
og tölurnar hafa mjög lít-
ið breytzt frá þvl. Það
virðist því sem kosninga-
áróðurinn hafi haft mjög
lítil áhrif. Verkamanna-
flokknum er spáð
41—42% atkvæða,
íhaldsmönnum 31% og
frjálslyndum 20%.
Frjálslyndi flokkurinn,
„bláeygðu piltarnir I
febrúarkosningunum“,
hafa ekki náð sér eins vel
á strik I þessum kosning-
um.
Talið er, að heldur færri
muni kjósa í dag en í febrúar,
en 75% af þeim, sem spurðir
hafa verið nú, segjast ætla að
kjósa, en 77% sögðust ætla að
kjósa f febrúar.
Annars er andinn hér mjög
einkennilegur. Almenningur
virðist vera mjög tortrygginn
og menn eru á einu máli um
það, að brezkum kjósendum líki
illa að ganga til kosninga tvisv-
ar á sama árinu. Það má segja,
að dauft hafi verið yfir kosn-
ingabaráttunni og áhugi kjós-
enda lítill. Fólkið er varla búið
að kyngja áróðrinum úr síðustu
kosningum, er nýjar kosningar
fara fram og er á báðum áttum,
veit ekki hverjum það á að trúa.
Ég tel, að úrslit þessara kosn-
inga séu mjög óráðin, þrátt
fyrir að skoðanakannanir bendi
til stórsigurs Verkamanna-
flokksins. Menn minnast einnig
kosninganna 1970, er Wilson
var fram á síðasta dag spáð
öruggum sigri, en daginn eftir
fluttist Heath inn f Downing-
stræti 10. Ég held, að margt
fólk muni ekki gera upp hug
sinn fyrr en það stendur í kjör-
klefanum með seðilinn f hönd-
unum. Margir eru innst inni
hræddir við þjóðnýtingarstefnu
Verkamannaflokksins og yfir-
lýsing Heaths um að hann muni
beita sér fyrir myndun sam-
steypustjórnar til að leysa hinn
mikla vanda, sem við blasir,
hefur fallið í góðan jarðveg hjá
sumum. En þetta kemur allt f
Ijós á morgun.
Heryfirvöld USA
óttast 200 milur
Dagur Leifs Eiríkssonar:
Koparplata á styttu Þor-
finns karlsefnis afhjiípuð
Washington 9. október
—Reuter
FORMAÐUR bandarfska herráðs-
ins, George Brown hershöfðingi,
sagði f gær, að hernaðarstaða
Bandarfkjanna myndi verða fyrir
miklu áfalli ef landhelgi rfkisins
yrði færð út f 200 mflur úr 12
mflum, og kynni jafnvel að leiða
til átaka við önnur rfki. Skfrskot-
aði hershöfðinginn f þvf sam-
bandi til viðbragða Breta við út-
færslu íslendinga í 50 mflur.
Hvatti Brown hermálanefnd
öldungadeildarinnar til að snúast
gegn löggjöf um slfka útfærslu f
þágu öryggishagsmuna Banda-
rfkjanna. Aður hefur viðskipta-
málanefnd deildarinnar hvatt til
útfærslu.
Brown hershöfðingi sagði enn-
fremur, að önnur ríki myndu
vafalaust fylgja eftir fordæmi
Bandarikjanna um útfærslu og
þar með yrðu ferðir bandariskra
skipa og flugvéla mjög takmark-
aðar í mörgum heimshlutum.
Hefði slíkt alvarlegar afleiðingar
fyrir hreyfanleika herjanna, þar
eð það svæði, sem nú telst til
úthafs, myndi minnka um næst-
um 40%
SPRENGING
í LEIKSKÓLA
Recklinghausen, Þýzkalandi,
8. október. AP.
TVÖ BÖRN biðu bana og 15 særð-
ust sum alvarlega f sprengingu af
völdum gasleka f leikskóla f
Recklinghausen f VesturÞýzka-
landi f dag.
Washington 9. okt.
frá blm. Mbl. Geir H. Haarde
t DAG ER dagur Leifs Eirfks-
sonar f Bandarfkjunum og fánar
blakta við hún á opinberum bygg-
ingum. Af þvf tilefni afhjúpaði
sendiherra Islands í Bandarfkj-
unum, Haraldur Kröyer, f dag
nýja koparplötu á styttu Þorfinns
karlsefnis f Fairmontgarðinum f
Philadelphiu og flutti stutta ræðu
við það tækifæri. Viðstaddir
athöfnina voru fulltrúar borgar-
stjórnar Philadelphiu, ræðis-
maður tslands f borginni auk fé-
laga f Leifs Eirfkssonar-félaginu f
Pennsylvaniu.
Leifs Eiríkssonar-félagið í
Pennsylvanfu hefur að undan-
förnu safnað fé og látið gera
þessa nýju koparplötu, en á henni
er greint frá sögunni um landnám
norrænna manna í Vesturheimi.
Þessi afsteypa af styttu Einars
Jónssonar myndhöggvara af Þor-
finni karlsefni mun hafa verið
reist í Philadelphiu árið 1920.