Morgunblaðið - 10.10.1974, Side 21

Morgunblaðið - 10.10.1974, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974 21 Guðmundur Oli Olafsson: Synoduserindi séra Halldórs og eftirmál HEILL og þökk sé hverjum þeim, er stendur vörð um málfrelsi og ritfrelsi. Af reynslu trúi ég Morgunblaðsmönnum til slíks mörgum öðrum fremur. Þess vænti ég og, að þeir muni manna fúsastir játa, að hver sá, er haslar öðrum ritvöll eða reisir palla til málþinga, hljóti að setja nokkrar leikreglur og gæta þeirra. Það er sem sé viturra manna mál, að ritfrelsi og málfrelsi hljóti að vera stórlega skert verðmæti þar, sem ekki eru drenglyndi og heið- arleikur. En hitt er og ljóst, að óhöpp og meiðsl geta orðið í hverjum leik og hverju kappi. Við slfku þarf því að leggja nokkur víti eða tryggja bætur. Það er tilefni þessa bréfkorns, að snemma í júlí s.l. birtist í Morgunblaðinu synoduserindi eftir síra Halldór Gunnarsson I Holti um kirkjuna og samtfðina. Ekki skal því fram haldið, að efni þess hafi verið slíkt og þannig með það farið, að engum hafi mátt mislíka. Slíkt væri fáheyrt. En hitt er sannast sagna, að erind- ið bar með sér marga mannkosti höfundar síns — fyrst brenn- andi áhuga hans og sinnu, þá opinskáa bjartsýni og einlægni, góðvilja, mannúð og síðast en ekki sízt sterka umbótalöngun. Nú virtist mega vænta þess, að slíkt ejindi vekti einhverja til heið arlegra. og hlutlægrar umræðu. Svo hefur þó ekki orðið fram til þessa. Hins vegar hefur það orðið, sem hér og öðrum þykir kynlegt og annarlegt, — og á því vildi ég mega vekja athygli yðar, — að tvívegis hefur verið veitzt að síra Halldóri i Morgunblaðinu að und- anförnu af nokkurri heift og bein- um ódrengskap, einkum hið sfð- ara sinnið. Ekki skal ég f jalla um atlögur þær né stríðshetjur, enda fólkið mér næsta ókunnugt. Ann- ar tveggja höfunda er kona og heitir Sigríður Asgeirsdóttir, að mig minnir. Veit ég ekki annað til hennar en það, er grein hennar bar með sér, og var það raunar nokkur vitnisburður. I tilefni af síðari greininni, grein Vigfúsar Andréssonar kennara, langar mig hins vegar að skjóta því að yður, að vel kynni að vera þess vert að senda umboðsmann eða blaða- mann Morgunblaðsins austur undir Fjöll til að fregna um að- draganda og eftirmál. Það er grunur minn, að þar kynni að fást efni í fróðlegustu innansveitar- króniku. Annars má það heita jákvætt um grein Vigfúsar Andréssonar, að hann virðist hafa mætur á kristnum^dómi og einkum þó barnatrú. Því er miður að ekki er öllum uppalendum svo vel farið. Margt fagurt orð hefur verið sagt um bamatrú, og ekki skal hana lasta. Þó kynni að vera til sú barnatrú, sem væri svo sérgóð og lítið kristin, að hún vildi aðeins leggja net sín til fiskidráttar f eigin þágu og alls ekki veita öðr- um minnsta hlut f góðum gjöfum Guðs. Þegar ég var drengur á sumrum austur í Rangárvallasýslu og naut þar þeirrar vináttu, sem erfðist frá kynslóð til kynslóðar, óx með mér sú skoðun, að Rangæingar væru traust fólk, drenglundað og góðviljað. Það er ósk mín, að sfra Halldór finni nú nokkur merki þessa þar eystra hjá sóknarmönn- um sínum, og trúi ég ekki öðru að óreyndu en svo verði. Svo bið ég yður, góðir ritstjórar. að virða vel bréfkorn þetta, sem yður kann að þykja smámunalega tilfyndið. Og satt er það, að tfðar- andinn er nú raunar slfkur, að miklu fremur má það teljast regla en undantekning, að einhverjir vekist upp til að berja á prestum, kirkju og kristnum dómi, ef slík- ur „ósómi“ lætur einhvers staðar of mikið á sér bera. Meira að segja kynni tíðarandi þessi og hetjudáðir hans að orka svo á einfalda presta, sem náttúru hefðu til lýðskrums, að þeir færu opinberlega og upp úr þurru að berja á stétt sinni og samherjum. Slfkt væri ein sú versta plága, — og Guð forði oss frá þvíliku. Með beztu kveðjum. Málverkasjjning áAkranesi Akranesi — 8. október. NU stendur yfir málverkasýning í Bókhlöðunni hér á Akranesi. Það er Guðbjartur Þorleifsson listmál- ari, fæddur í Reykjavík árið 1931, sem sýnir verk sín. Hann er sonur hinna velþekktu hjóna Þorleifs Þorleifssonar ljósmyndara og Elínar Sigurðardóttur, en hún er ættuð héðan frá Akranesi. Guðbrandur sækir myndefni sitt í íslenzka náttúru til sjós og lands og einnig frá uppstillingum. Að þessu sinni sýnir hann 30 olíu- málverk og nokkur krítarverk og eru flestöll verkin til sölu. Júlfus. Stúlka óskast við afgreiðslustörf. Unnið í tvo daga, frí í tvo daga. c , ,, Sælacafe, Brautarholti 22, sími 19480 eða 19521. Stúlkur vantar í kjörbúð hálfan eða allan daginn. Á rbæjarmarkað urinn, Rofabæ 39. DömurAkranesi athugiö: Hárgreiðslustofn Carita, Kirkjubraut 60, hefur starfsemi sína í dag fimmtudaginn 10. október. Gerið si/o vel og reynið viðskiptin. Símapantanir í síma 1010. & EIGENDUR PFAFF saumavéla1 Kennari okkar, frú Erna Helgadóttir, mun svara fyrirspurnum og kenna á Pfaff saumavélar í verslun okkarað Skólavörðustíg 1 milli kl. 1 —5 í DAG. Notið tækifærið og fræSist um vélarnar. Stúlkur — stúlkur Okkur vantar stúlkur til pökkunarstarfa strax, unnið eftir bónuskerfi. ísfélag Vestmannaeyja hf. Vestmannaeyjum, Sími 99-6927 Atvinna Viljum ráða karlmenn og konur til starfa í verksmiðju okkar við Sundahöfn. Fæði á staðnum. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 81 907. Mjólkurfélag Reykjavíkur. Nokkrir verkamenn óskast nú þegar. Daniel Þorsteinsson og c/o h. f., Bakkastíg 9, sími 12879 — 25988.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.