Morgunblaðið - 12.11.1974, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÖVEMBER 1974
7
Það er svo ákaflega gaman
að lif a og alltaf eitthvað
að gerast 1 kringum mann
ÞAU voru að spila tveggja
manna vist, þegar blaðam. Mbl.
bar að garði, og sögðust alltaf
spila ákveðinn tíma á dag.
— Stundum byrjum við
klukkan sjö á morgnana, sagði
Arnór og kímdi við, en Helga
sagði að þau spiluðu alltaf fern
spil fyrir hádegið og átta eftir
hádegið. Aldrei fleiri.
Þau hafa búið hér í Ási i tvö
ár og hafa sín eigin húsgögn, og
í stofunni og i vinnuherbergi
Arnórs eru veggir bókum þakt-
ir.
— Ég er að grúska þetta,
sagði Arnór aðspurður um iðju
sina.
— Glugga í fornbréfasafninu,
en ég vil ekkert gera úr þessu.
Stundum er ég í jarðakaupum,
stundum í dómum eða skrifta-
málum.
— Hann er aliur í 15., 16. og
17. öldinni eins og þú sérð,
skaut Helga inn í.
Hún sagðist vera nýbúin að
lesa „I Forsæludal“. Svo læsi
hún blöðin, alltaf íþrótta-
fréttirnar og útlendu fréttirn-
ar.
— Nú annars vinn ég hús-
verkin. Og ég hef verið með
einn og einn í enskutímum. En
svo var Arnór beðinn að taka að
sér bókasafn heimilisins, svo að
ég sé alveg um það.
— Það ku vera háttur karla
að láta konur sinar vinna, sagði
Arnór og gekk um gólf meó
hendur fyrir aftan bak.
— Þegar ég tók við safninu
voru bækur þar um 2 þúsund
og nú nýlega hefur bætzt við
heilmikið af smáritum og bækl-
ingum. Safnið er opið tvisvar í
viku, þriójudögum og laugar-
dögum, og það er mikið notað.
Ég hef haft fjarska mikla
ánægju af þvi að vinna við
safnið. Það er gaman aó fá
svona hugðarefni á fullorðins-
árum.
Þau eru bæði 81 árs, en
spræk og hress eins og sjá má.
Helga segist vera að skrifa
endurminningar sínar, enda
hefur hún haldið dagbækur
meira og minna í mörg ár.
Þegar Arnór þarf að rifja eitt-
hvað sérstakt upp, til dæmis í
sambandi við ritstörf sin, flettir
hann upp í bókum Helgu og
finnst það ekki ónýtt.
— En ég ætla ekki að gefa
þetta út, segir Helga ákveðin.
— En ég hef svo ákaflega
gaman af að lifa og reyna að
setja á blað það sem gerist. Það
skeður svo margt í kringum
mann á hverjum degi, í manns
eigin fjölskyldu, í þjóðlífinu,
úti í heimi og þaó er gaman að
festa þetta á blað.
Við víkjum talinu aftur að
spilamennsku.
— Ég lærði stelpuspil, þegar
ég var ungur, segir Arnór — í
því er það svo, að þeim sem
gengur verr, hann eltir svo og
svo margar stelpur. En spilið
lærði ég af manni, sem var kall-
aður mesti lygari í Þingeyjar-
sýslu. Óg ég get sagt þér sögu til
marks um hvað hann var góður.
Einu sinni sagði hann þessa
sögu — það var um það leyti,
sem andatrúin var að koma —
„Þrir menn mættust og sögðu
frægðarsögur af þeim sem léku
sér við andana. Sá fyrsti sagði
að hann hefði séð stúlku lyfta
borði án þess að hreyfa það.
Hinum næsta þótti ekki mikið
til um það, hann hafði séð
stúlku lyfta fullu eikarolíufati,
án þess að hreyfa það. Sá þriðji
bætti heldur en ekki um betur
og sagði: „Hvað er það? í
Reykjavík sá ég olíufat fullt af
vatni elta stúlku upp stiga .. .“
Þau eru bæði úr Þingeyjar-
sýslu og Helga rifjar upp, að
Stephan G. Stephansson var í
þrjú ár á heimili föður hennar í
Bárðardal og fyrri konu hans,
áður en hann fór til Ameríku.
Hún segist alltaf hafa verið
þeirrar skoðunar, að sú dvöl
hafi síðar haft áhrif á hann.
— Ég er ættuð efst úr Bárðar-
dalnum, heldur Helga áfram.
— Þar voru nú margir skrítnir
karlar í þann tíð. Þeir fóru yfir
sandana og keyptu kornvöru í
Reykjavík. Þeir voru ratvísir,
þessir menn. Faðir minn fór sjö
ferðir yfir sandinn. Einhverju
sinni er hann þar á ferð með
öðrum. Þegar þeir eru komnir á
aðalsandinn, lítur pabbi aftur
fyrir sig og segir: „Vill ekki
einhver finná pontuna mína, ég
týndi henni hérna í fyrra." Og
þegar þeir eru komnir ögn
lengra tekur einn samferðar-
manna pontuna upp og spyr,
hvort þar sé ekki pontan hans.
Svona voru þeir nú nákvæmir.
Það munaði engu á leið frá ári
til árs. Þarna voru 200 km milli
byggða, það er vænn spölur.
— Það var vinátta með þeim
og Gesti eldra á Hæli, segir
Arnór. Gestur eldri var uppi á
Kambránstímanúm og þá var
nú yfirvaldið ekki vinsælt. Ein-
hverju sinni kom Gestur heim á
bæ og fékk skyr. Hann vildi
færa félögum sinum, sem bióu
hans, skyrspón, svo að hann lét
skyr í hattinn sinn. Á leiðinni
mætti hann yfirvaldinu og
segir þá: „Framhjá þessu hel-
viti ríð ég ekki berhöfóaður",
og setti upp hattinn með skyr-
inu í .. .
— Þær eru margar sögurnar
af gömlum Þingeyingum, bætir
Arnór við, — og margar eru
þær góðar, t.d. sögurnar af
Havsteen sýslumanni. Margar
benda til þess aó hann hafi —
þótt sérkennilegur væri um
margt — notið virðingar og þótt
mikil manneskja. Einu sinni
var stelsjúkur strákur á Húsa-
vík. Júlíus ákvað að fara með
strák til Reykjavíkur og leita
honum lækninga. Þeir gista á
Blönduósi. Júlíus ætlar að reiða
fram fé fyrir gistinguna. Þá er
strákur búinn að stela pyngju
hans. Júlíus kippti sér ekki upp
við þetta og sagði hinn rólegasti
„Borga þú strákur, þú ert hvort
sem er með alla peningana."
Hann var ekkert að æsa sig
upp út af þessu og fer ekki
sögum af öðru en strákur hafi
síðan skilað honum pyngjunni
að minnsta kosti í bili ...
h.k.
Rætt við Helgu Kristjánsdóttur og
Arnór Sigurjónsson 1 Asi í Överagerði
Arnór Sigurjónsson og Helga Kristjánsdóttir
fólk — fólk — fólk — fólk
íbúð óskast Einhleypan mann vantar sem fyrst 1 til 2 herb. eldhús og bað. Uppl. í síma 86566 á daginn kl. 9 — 1 7. Brotamálmar Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27 Simi 25891.
Trésmíðavélar Walker Törner bandsög og 6" afréttari óskast, til kaups. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „4476", fyrir 15. þ.m. Ytri — Njarðvík Til sölu vel með farin 4ra herb. rishæð. Losnar fljótlega. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1 420.
Miðaldra maður úti á landi óskar eftir að kynnast konu með sambúð ! huga. Þær, sem hefðu áhuga sendi tilboð merkt: „8766" til Mbl. fyrir 26. nóv. 500 þús 500 þúsund til láns gegn háum vöxtum og tryggingu, Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir föstudagskvöld, merkt: „peningar — 4475".
Bronco Til sölu yfirbyggður Bronco árg. '68. Sjálfskiptur V8 með lituðu gleri. Selst aðeins gegn stað- greiðslu. Uppl. veittar á Iðu, Biskupstungum. Sími um Ara- tungu. Er vaskurinn stíflaður? Tek stiflur úr handlaugum, baðkör- um, eldhúsvöskum og niðurföll- um. Baldur Kristiansen Pipulagningameistari. Simi 19131.
VW 1300 árgerð 1971 Til sölu Volkswagen 1 300 árgerð 1971. Bíll í toppstandi. Upp- lýsingar í síma 3 1 236. Húsnæði óskast. Herbergi óskast til leigu, helst með eldhúsaðgangi. Uppl. i sima 26700 frá 9 — 5.
Ytri — Njarðvík Til sölu nýtt einbýlishús ásamt stórum bílskúr. Söluverð 6,2 millj. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Losnar fljótlega. Fasteignasalan Hafnargötu 2 7 Keflavik, simi 1 420. JWorgmiI)lat>tí» RUCLVSII1CRR ^-«22480
3ja herb. í Hafnarfirði
3ja herb. mjög góð íbúð á 1 . hasð (miðhæð) i 6 íbúða húsi við
Arnarhraun um 80 fm. Þvottahús á sömu hæð. Teppalagðir stigagang-
ar. íbúðin er með harðviðarinnréttingum. Teppalögð. Útb. aðeins 2,5
— 2,6 millj., sem má skiptast. Laus i desember.
Samningar og
fasteignir,
Austurstræti 10A, 5. hæð.
Simi 24850,
heimasimi 37272.
Hafnarfjörður Norðurbær
Til sölu sem ný 3ja herb. íbúð um 95 ferm. á 3.
hæð (efstu hæð) í fjölbýlishúsi á góðum út-
sýnisstað við Miðvang. Sér þvottahús. Suður-
svalir.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10 Hafnarfiröi.
Sími 50764.
Hafnarfjörður
Fyrirtæki til sölu
Til sölu gott fyrirtæki, sem rekur þjónustustarf-
semi. Hentugt fyrir þá, sem vildu skapa sér
atvinnu við eigin atvinnurekstur.
Uppl. ekki gefnar í síma.
Árni Grétar Finnsson hrf,
Strandgötu 25, Hafnarfirði.
............ —
ROSENGRENS
VIÐURKENNDAR
ELDTRAUSTAR
— fyrir kyndiklefa
— hvar sem eldvörn þarf
— Standard stærðir
SÆNSK GÆÐAVARA
VIÐURKENNING
•RUNAMALASTOFNUNAR RlKISINS.
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 4
HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919