Morgunblaðið - 12.11.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.11.1974, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÖVEMBER 1974 Þorsteinn Jónsson: Svar til Eyjólfs og Grindvíkinga Agæti Eyjólfur. Þakka þér fyrir nafngiftirnar, sem þú valdir okkur Ölafi í orð- sendingu þinni, og líkingarnar. Mig langaði til að segja þér, að þú hefur alls ekki verið skotinn í kaf í sjóræningjaleiknum. Trúðu því ekki. Kannski færðu ein- hverntíma orðu fyrir að fletta ofan af mótandi áhrifum skólanna. Það er erfitt að spá um framtíðina. En mér finnst leitt að hafa móógað þig með því að nafn- greina ekki höfund söngleiksins og svara ekki spurningunni, sem varpað er fram, hvort einhver sé ekki að semja tónlist i þorp inu. Við nafngreinum engan í kvikmyndinni, hvorki höfund söngleiksins né þig, né krakkana í skólanum, né fólkið í fyrstihúsinu, né íbúa Grindavikur yfirleitt, vegna þess að það skiptir engu máli fyrir boðskap kvikmyndar- innar. Þarna hefði getað verið annað fólk i öðru þorpi hvar á landi sem er án þess að breyta kvikmyndinni að neinu ráði. Hún er nefnilega sjálfstætt verk, sem við Ólafur höfum búið til. Henni var ekki ætlað að fjalla um Grindavik eða Grindvíkinga frem- ur en aðra landsmenn. En hún fær merkingu fyrir hvern og einn áhorfanda eftir hans eigin reynslu. Ég skil reiði þina, vegna þess að vera þín í myndkaflanum úr skól- anum fær þar allt aðra merkingu en þin persóna eða þitt starf hefur í raun og veru. Þú sérð sjálfan þig í öðru Ijósi en þú ert vanur. Það er kannski sárt, en margir eru þér þakklátir. Þú bregður okkur um fals. Það er vegna þess að þú veist ekki hvernig kvikmyndin er unnin. Kvikmyndatökuvélin er nefnilega ekki alsjáandi auga, sem sér alltaf sannleikann í öllum greinum. Henni er beint i ýmsar áttir eftir vilja höfundarins. Segulbands- tækið heyrir þaó, sem stjórnandi þess vill að þaó heyri. Mynd og hljóð eru sett saman í klipping- unni eftir vilja höfundarins. Kvikmynd hefur alltaf verið og verður alltaf einföldun, alveg eins og bókmenntir og myndlist. Hvernig er hægt að gera kröfu til nokkurs manns um, að verk hans séu fullkomin og segi allan sann- leikann? Erum við ekki alltaf að leiðrétta hitt og þetta, sem talið var heilagur sannleikur áður? Eitt árið fáum við fólk á gullfati i útvarpinu næstum daglega með veðurfregnunum og í sjónvarpinu brosmilt eins og lúxuskynbombu með kvöldsteikinni, og næsta ár segja þessi sömu tæki okkur, að bak vió brosið hafi falist bófar eins og við hér i borginni ölumst upp við á þrjúsýningum kvik- myndahúsanna. Og hver veit nema í ljós komi að einhverjir, sem fljúga nú eins og gervitungl milli heimsálfa að sætta menn og þjóðir samkvæmt upplýsingum þessara tækja, hafi í raun og veru verið að æsa sömu þjóðir upp til að koma fyrir stórri tímasprengju undir Islandi og hafi sett klukk- una á næstu þjóðhátíð? Mig langaði til að segja þér, að vitneskja okkar um heiminn kemur í fjölmiðlum frá fólki eins mér og þér með misjafna reynslu og þekkingu. Það er erfitt að átta sig á þvi, hver hefur rétt fyrir sér og hver ekki. Við megum alls ekki fella dóm um upplýsingar eftir þvi hvort þær eru óþægilegar eða ekki. Manstu eftir því, hve langan tíka tók að viðurkenna, að jörðin væri hnöttótt? Eyjólfur, manstu eftir mynd- inni, sem þú málaðir á sviðið I gamla kvenfélagshúsinu? Þar er Þorbjörn, fjall Grindvíkinga, í baksýn og tjörn í forgrunni. Myndin er máluð á það, sem menningarpostularnir kalla natúralískan hátt. Ég spurði þig, hvort herstöðin sæist ekki frá þessu sjónarhorni? BifreíÖa- eigendur Við bendum á eftirfarandi atriði sem vert er að ihuga fyrir veturinn: # Mótorstillingar með fullkomnustu mælitækjum og þjólfuðum starfskröftum. # Hjólastillingar og hjólajafnvægi, ný og fullkomin tæki. (Til ath. þegar skift er yfir í vetrarhjólbarða.) # Rafmagnsviðgerðir: Mæling ó rafkerfi og viðgerð ó rafölum, ræsum, o.fl. Ford eigendum er bent á að panta tíma fyrir reglulegar 5 og 10 þús. km. skoðanir, samkvæmt leiðbeiningum í eftirlitsbókum sem fylgja öllum Ford- bílum. ^ FORD SVEINN EGILSSON HF VERKSTÆÐIÐ Skeifunni 17 sími 85100 Án þess að svara spurningunni sagðirðu þetta ekki vera pólitiska n»ynd. Þaö er semsagt ópólitískt að sjá ekki herstöðina, þótt maður hafi hana fyrir augunum. Er það ópóli- tískt að viðurkenna aldrei neitt, sem er óþægilegt? En hvort er meira fals, Eyjólf- ur, málverkið þitt af Þorbirni, þar sem þú sleppir herstöðinni og stöngunum, sem blasa við all- staðar, eða myndskeiðið í kvik- myndinni, þar sem ,,súmmað“ er á herstöðina? Svo ég minnist aftur á þessa hræðilegu kvikmynd „Fiskur undir steini,“ þá fjallar sú kvik- mynd um óhóflegan vinnutíma. Eftir að hafa lesið orðsendingu þina og skrif, sem orðið hafa út af þessari kvikmynd og strikað út dóma, sem stafa af misskilningi, blindu eða þekkingarskorti á myndrænni frásögn, þá finnst mér verða eftir reiði og sárindi yfir því, hversu nálægt sannleik- anum þessi lélega, yfirborðs- kennda, fordómafulla, falsaða, ósanngjarna, heimskulega, hroka- fulla kvikmund er. 1 trúnaði get ég sagt þér, að þessi viðbrögó vió kvikmyndinni minna mig á mann, sem sér sjálf- an sig í spegli. Myndin í speglin- um kemur ekki heim og saman við myndina, sem hann hefur ósk- að að sjá af sér. í stað þess að laga sig að óskamyndinni beinir hann reiði sinni að verkamönnunum, sem settu spegilinn upp. Við höfundarnir höfum marg- sinnis endurtekið, að kvikmyndin fjallaði ekki um Grindavík sem slíka heldur væri hugsuð sem dæmisaga til að lýsa ákveðnu ástandi. Samt eru Grindvíkingar sárir yfir þeirri mynd, sem hún gefur af Grindavík. Sennilega hefðum við eins getað sagt að kvikmyndin væri ekki um neitt. Samt hefðu Grindvíkingar orðið sárir yfir þeirri mynd, sem hún gæfi af Grindavík, Vestmannaey- ingar sárir yfir þeirri mynd, sem hún gæfi af Vestmannaeyjum og Reykvíkingar sárir yfir þeirri mynd, sem hún gæfi af Reykja- vik. Vonandi eru íslendingar ekki þannig, að þeir geti ekki séð sig á kvikmynd nema spariklædda á sjómannadeginum. Ef svo væri, mættum við búast við þvi að Al- þingi setti lög, sem bönnuðu allar kvikmyndatökur á Islandi nema á frídögum. Með kveðju Þorsteinn Jónsson. Elli- og hjúkrunarheimili tekið í notkun á Hornafirði Höfn Hornafirði, 9. nóv. — NVTT elli- og hjúkrunarheimili var formlega opnað i gær á Höfn f Hornafirði að viðstöddum for- mönnum kvenfélaga sýslunnar, fréttamönnum, hreppsnefnd Hafnarhrepps og fleiri gestum. Formaóur framkvæmdanefnd- ar, Friðjón Guðröðarson lögreglu- stjóri, bauð gesti velkomna og gat þess, að heilbrigðisráðuneytið hefói hinn 21. október samþykkt leyfi til reksturs húsa þessara. Síðan lýsti hann húsunum, sem eru tvö viðlagasjóðshús, annað keypt af sýslusjóði, en hitt af Hafnarhreppi. Hvort hús er 120 fermetrar. Hús þessi eru númer 3 og 5 við Hvannabraut á fögrum stað. Húsið á Hvannabraut 3 er eingöngu notað fyrir hjúkrunar- sjúklinga. Það hefur fimm rúm og aðstöðu fyrir sængurkonur, eitt til tvö rúm, og eitt rúm fyrir slasaða. Húsið á Hvannabraut 5 er fyrir fótaaðgerðarsjúklinga. Eru þar 4 herbergi og möguleikar fyrir 7 til 8 vistmenn. Gætu því vistmenn orðið samtals 15. Mjög miklar lagfæringar hafa verið gerðar á húsunum og eru þau björt og vistleg. Fastráðið starfsfólk er nú 10 manns, þó sumt aðeins með hluta úr starfi. Kjartan Árnason, héraðslæknir, mun verða læknir stofnunarinnar, Vilborg Einars- dóttir ljósmóðir er forstöðukona, en yfirhjúkrunarkona Sigrún Hermannsdóttir. 12 vistmenn hafa þegar fengið dvöl á heimil- unum. Auk Friðjóns fluttu ræður við þetta tækifæri Oskar Helgason, oddviti Höfn, og frú Sigurlaug Árnadóttir í Hraunkoti, formaður Kvenfélagssambandsins, og við þetta tækifæri færði hún heimil- unum 600 þúsund króna gjöf frá sambandinu til aðstoðar við kostnað á búnaði húsanna, en hann er nú þegar ein og hálf milljón króna. í stjórn framkvæmdanefndar eru frú Margrét Gísladóttir, Gísli Björnsson og Friðjón Guðröðar- son, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Þá má geta þess í þessu sam- bandi, að hafin er framkvæmd við hina fyrirhuguðu læknamiðstöð og reisa á siðar í tengslum við hana elli- og hjúkrunarheimili. — Gunnar. jiloroiúuþlaiiiíi margfaldar markad vdar Tilkynning frá H.f. Eimskipafélagi íslands um breyttan afgreiðslu- tíma vörugeymsluhúsa. Vegna breytts vinnufyrirkomulags verður af- greiðslutími í vörugeymslum Eimskipafélagsins í Reykjavík hér eftir mánudaga til föstudaga: frá kl. 08,00 til kl. 09.40 frá kl. 10.00 til kl. 1 1 .45 frá kl. 1 3.00 til kl. 16.40 Viðskiptamönnum er vinsamlega bent á að koma með bifreiðir sínar góðri stund fyrir lokunartíma, svo að tími vinnist til að afgreiða vörurnar áður en vinnu lýkur. Reykjavík, 8. nóvember 1974 H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.