Morgunblaðið - 12.11.1974, Page 17

Morgunblaðið - 12.11.1974, Page 17
ÞRIÐJUDAGURINN 12. NÓVEMBER. 8 SlÐUR Verðum að herða okkur — £G ER hræddur um að róð- urinn verði erfiður hjá.okkur úti, sagði Geir Hallsteinsson, fyrirliði FH-Iiðsins, eftir leik- inn á sunnudaginn. — Þetta var ekki nógu gott hjá okkur, — við áttum að vinna þennan leik með meiri mun. Spilið datt niður hjá okkur í seinni hálf- leiknum, þegar þeir breyttu vörn sinni. Knötturinn var ekki látinn ganga nógu vel, og það var alltof lftil ógnun í spilinu hjá okkur. Þegar maður er tekinn úr umferð er það algjör- lega númer eitt að láta knött- inn ganga- sem hraðast og fara vel út í hornin. Þegar við gerð- um þetta heppnaðist það bæri- lega, en það var bara alltof sjaldan. IVlenn héldu knettin- um of lengi og hnoðuðu of mikið inn I vörnina. Sá ógn- valdur sem okkur vantaði I þennan leik var tvímælalaust Ólafur Einarsson, en það er ergilegt að hann þarf að sitja hjá I svo mikilsverðum viður- eignum. Þá kom það sér líka illa fyrir okkur að Gunnar Einarsson var greinilega ekki í fullu f jöri og gat Iítið beitt sér. — En það er engin ástæða til að örvænta, sagði Geir Hall- steinsson, — þótt við vitum að St. Otmar er erfitt lið heim að sækja. — Við verðum bara að herða okkur upp og vera ákveðnir að komast í átta liða úrslitin. St. Otmar er aðeins sýnd veiði En fimm marka forskot FH ætti þó að nægja úti Það verður að teljast vafamál hvort þau fimm mörk sem FH- ingar hafa f forskot á svissneska liðið St. Otmar, eftir fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í hand- knattleik, nægir þeim til áfram- halds f keppninni. Sagt er, að St. Otmarliðið sé tvíeflt á heimavelli, og benda sigrar þess yfir mjög góðum liðum til þess að svo sé. Hins vegar sýndu Svisslending- arnir ekkert í lciknum á sunnu- daginn, umfram það sem gerist hjá miðlungsgóðum fslenzkum liðum, og það var raunar furðu- legt að FH-ingar skyldu ekki vinna þetta lið með a.m.k. tfu marka mun. Allt virtist benda til þess að svo yrði, eftir að staðan var orðin 12—5 I hálflcik, FH í vil, en ákaflega slakur leikur FH- inga í seinni hálfleiknum varð þess valdandi að Svisslending- unum tókst að minnka bilið nokkuð — ef til vill það mikið að þcim tekst að fleyta sér áfram í keppninni. Nú hefði maður haldið að lið með einstaklinga eins og Geir Hallsteinsson, Viðar Simonarson og Gunnar Einarsson ætti að vera erfiður keppinautur. Það reyndist a.m.k. svo í íslandsmótinu I fyrra, og var Geir þó ekki með liðinu þá. 1 þessum leik var heldur ekki hægt að kvarta yfir markvörzl- unni, þar sem Birgir Finnboga- son, sem var nær allan tímann í marki varði mjög vel á köflum. Það sem aðallega virtist vera að hjá FH-liðinu í þessum leik var skipulagsleysi bæði i sókn og vörn. Kemur glögglega fram að liðið er ekki búið að ná að fylla í það skarð i vörninni sem þjálfari þess, Birgir Björnsson, skildi eftir sig, þegar hann hætti að leika, en Birgir stjórnaði jafnan vörn FH- liðsins og batt hana saman. Stundum í þessum leik var hrein- asta hörmung að sjá hvernig leik- menn St. Otmar fengu að leika lausum hala á línunni, en sem betur fer kom það ekki alvarlega að sök, þar sem útispilararnir voru oftast mjög seinir að átta sig á því að senda á þá. Sóknarleikur FH var einnig í algjörum molum í seinni hálf- leiknum, en þá breyttu Sviss- lendingarnir vörn sinni. Léku hana framar og tóku Geir Hall- steinsson í sérstaka gæzlu. Eftir það var um tómar niðurstungur og hnoð að ræða og sáralitil ógnun í spilinu. Linusendingar heyrðu þá til algjörrar undantekningar, en slikt hefði þó verið mjög mikilsvert, þó ekki væri til annars en að ögna. Þennan þátt í leik sinum verða FH-ingar að bæta verulega ef þeir ætla að ná árangri i vetur. Það má teljast mjög sennilegt að mótstöðulið FH í Islandsmótinu komi til með að reyna sömu varnaraðferð í leikj- um sínum gegn þeim og St. Otmar gerði með svo góðum árangri í þessum leik, og við þvi veróa FH- ingar að finna svör. Auðvitað bera að taka það með í reikninginn að Ölafur Einarsson lék ekki þennan leik með FH-lið- inu, en sem kunnugt er verður hann i leikbanni í alþjóðlegum leikjum til 10. apríl næsta vor. Þótt ekki hafi reyndar sézt ntikið tíl Ólafs það sem af er keppnis- tímabilinu, er það vitað, að hann er mjög ógnandi leikmaður, og með betri skotanýtingu en hann hefur venjulega haft, verður hann mjög hættulegur leikmaður. Þá var greinilegt að Gunnar Einarsson gat litið beitt sér í þessum leik og var ekki nema svipur hjá sjón, ef miðað er við þegar hann er upp á sitt bezta. Hefur forráðamaður Göppingen- liðsins sem kom hingað til þess að sjá Gunnar leika þennan leik, litil sannindi fengið um getu hans. Satt bezt að segja varð maður fyrir miklum vonbrigóum með St. Otmarliðið, sem náði sannarlega þvi út úr þessum leik, sem það átti skilið og vel það. Það var aðeins eitt sem leikmenn þess liðs höfðu til jafns við leikmenn ís- lenzkra liða: Gripið — en þeir sendu knöttinn oft mjög fast og skemmtilega á milli sín. Liðið reyndi að keyra upp hraðann i leiknum, en fljótlega kom i ljós að lítið bjó að baki þessara spretta. Ógnun liðsins var mjög einhæf, og það virtist gjörsamlega skorta skyttur. Helzt var það leikmaður nr. 3, Urs Stahlberger, sem reyndí eitthvað að skjóta með langskot- um. Ella byggðist allt upp á hálf- vandræðalegum „blokkeringum" á bakverðina og síðan gegnum- brotum. Línuspil eins og maður á að venjast hjá góðum liðum sást varia. Þetta er lið sem þó má alls ekki vanmeta, og það er örugglega erfitt að ná árangri gegn þvi. Bar- áttan i liðinu er góð, og það leikur skynsamlegan varnarleik, a.m.k. í seinni hálfleiknum, þegar það setti mann til þess aó gæta Geirs Hallsteinssonar, án þess þó að taka hann úr umferð. Hreyfing varnarmannanna var mjög góð, utan annars hornamannsins, sem sleppti Þórarni Ragnarssyni stundum of lausum. Notaði Þór- arinn þetta frelsi mjög vel — fór laglega inn úr hornunum og skor- aði þannig a.m.k. þrjú mörk. Má segja að Þórarinn hafi verið sá leikmaður FH-liðsins sem kom einna bezt frá þessum leik, svo og Árni' Guðjónsson sem nýtti vel það svigrúm sem hann fékk, sér- staklega i fyrri hálfleiknum og fiskaði þannig vitaköst. Þá kom Gils Stefánsson einnig vel út. Hann er sá leikmaður FH-liðsins sem virðist kunna mest fyrir sér í varnarleiknum. Tekur mennina vel, en er stundum of grófur — alltof grófur. Má það vera af því að Gils er nokkuð þungur, og þar af leiðandi ekki eins snar i snún- ingum og hann þyrfti að vera. Aðrir leikmenn FH-liðsins voru nokkuð frá sinu bezta i þessum leik, að Birgi Finnbogasyni undanskildum, sem varði oft mjög laglega, eins og áður segir. Þetta breytir þó ekki að bæði Geir og Viðar gerðu fallega hluti ? þessum leik, og var t.d. eitt marka Geirs bókstaflega stórglæsilegt. Undirskot svo fast að enginn sá knöttinn fyrr en hann dansaði i netinu að baki markvarðarins. Undirritaður er þeirrar skoð- unar að FH-ingar hafi alla burði til þess að komast frá leiknum við Framhald á bls. 23 Þetta verður erfitt Það var fremur dauft hljóðið f FH-ingunum eftir leikinn við St. Otmar á sunnudaginn. Allir voru sammáia um að FH-Iiðið hefði ekki náð því út úr leik sfnum, sem vonast var eftir, og að tvísýnt væri að það fimm marka forskot sem náðist myndi nægja til þess að komast f átta liða úrslitin. — Þetta verður örugglega erfitt hjá okkur úti, sagði Birgir Björnsson, þjálfari FH-inganna. — Við erum langt frá þvf að vera öruggir áfram. Við töldum þetta á góðri leið hjá okkur, en ein- hvern veginn virtist mann- skapurinn slaka á í byrjun seinni hálfleiksins, og þá náðu Svissiendingarnir betri tökum á leiknum. Ógnunin var ekki nóg hjá okkur, og einhvern veginn gekk illa hjá okkur að breyta til, ef til vill mest af því að vel hafði gengið i fyrri hálfleiknum. Einbeitni j leikmannanna var ekki I nógu mikil í seinni hálf- S leiknum. f Birgir sagði að það Imunaði miklu fyrir FH-liðið að Ólafur Einarsson gæti ekki leikið með því vegna leikhannsins sem hann var settur í, svo og að Guniiar Einarsson hefði ekkert get- að beitt sér í leiknum. — Þetta varð til þess að ieikur okkar varð miklu einhæfari. en vera skyldi, sagði Birgir. Birgir sagði að svissneska liðið hefði verið mjög svipað því sem hann átti voil á. — Þeir leika af miklum hraða, en skortir greinilega lang- skyttur, sagði Birgir. Þeir spiluðu mikiö upp á blokk- eringar á hægri bakvörðinn. og því hefði átt að vera unnt > að stöðva þá betur en raun j bar vitni. LIÐ FH: Hjalti Einarsson 1, Geir Hallsteinsson 3, Sæmundur Stefánsson 1, Viðar Símonarson 2, Gils Stefánsson 3, Árni Guðjónsson 2, Kristján Stefánsson 1, Jón Gestur Viggósson 1, Örn Sigurðsson 1, Gunnar Einarsson 1, Þórarinn Ragnarsson 3, Birgir Finnbogason 3. LIÐ ST. OTMAR: Tomasic Nino 1, Josef Caniga 2, Urs Stahl- berger 3, Robert Jehle 2, Kurt Wber 1, Rainer Schalch 1, Urs Berger 2, Herbert Thaler 2, René Weibel 1, Peter Notter 3, Urs Winistörfer 2. Geir Hallsteinsson gerði marga laglega hluti f leiknum á móti St. Otmar, sérstaklega f fyrri hálfleik. I seinni hálfleiknum var hann svo f strangri gæzlu. Þegar Friðþjófur tók þessa mynd, gnæfði Geir yfir vörn Svisslendinganna, en ekki varð úr skoti hjá honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.