Morgunblaðið - 12.11.1974, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.11.1974, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÖVEMBER 1974 KB danskur meistari Dönsku 1. deildar keppninni I knattspyrnu lauk nýlega með sigri Kaupmannahafnariiðsins KB, sem vann mótið að þessu sinni með umtalsverðum yfir- burðum. Hlaut liðið 33 stig úr leikjum sínurn. en Vejle, sem varð f öðru sæti, hlaut 25 stig. Meistarar fyrra árs, Hvidovre, urðu hins vegar að bíta í það súra epli að faila niður f aðra deild. Miklar breytingar verða gerðar á fyrirkomulagi knattspyrnumóta í Danmörku frá og með þessu keppnistimabili. Hingað til hafa verið 12 lið í fyrstu deild, en verða framvegis 16. Fjögur efstu liðin í 2. deildar keppninni kom- ust því upp í 1. deíld. Þriðju deildar keppninni i Danmörku hefur verið tvískipt hingað til og efstu liðin úr hvorum riðli hafa komizt upp í 2. deild, sem skipuð var 12 liðum. Nú verður riðla- skiptingin í 3. deildinni felld nið- ur og leika þar framvegis 16 lið, og 16 lið í 2. deild. Fjögur efstu liðin í hvorum riðli í 3. deild kom- ust upp i 2. deild. Úrslit 1. deildar keppninnar urðu annars sem hér segir: KB 22 15 3 4 48—24 33 Vejle 22 11 3 8 47—35 25 R 1903 22 9 6 7 37—28 24 9 6 7 33—30 24 9 5 8 40—38 23 8 7 7 34—36 23 10 2 10 37—36 22 Næstved 22 8 5 9 40—38 21 7 6 9 31—42 20 6 7 9 35—41 19 6 511 29—38 17 Hvidovre 22 4 5 13 24—49 13 Holbæk B 1901 Randers Frem Köge AaB Slagelse 22 22 22 22 22 22 22 Liðin, sem nú komast upp í 1. deild, eru eftirtalin: Vaniöse, B 93, Fremad A, B 1909 og Esbjerg. Markhæsti leikmaðurinn í dönsku 1. deildar keppninni í ár var Niels Chr. Holmström, KB, sem skoraði 24 mörk, en næstur í röðinni var Kárl Age Skouborg, KB, sem skoraði 10 mörk. Það lið, sem fékk flesta áhorfendur á leiki sína í sumar, var Næstved, samtals 103.528. AaB fékk 102.997 áhorfendur og KB fékk 102.052 áhorfendur. Fæsta áhorfendur fengu Frem, 73.218, og B 1901, 67.372. UMSS heiðrar Guð- jón Ingimundarson Á ÁRSÞINGI Ungmennasam- bands Skagafjarðar s.l. vor var Guðjón Ingimundarson, fþrótta- kennari á Sauðárkróki, kjörinn heiðursfélagi sambandsins, en Guðjón lét af störfum sem for- maður UMSS árið 1973, eftir að hafa gegnt þvf starfi af einstök- um áhuga og samvizkusemi um 29 ára skeið. Á formannaráðstefnu UMSS, sem haldin var fimmtudaginn 31. október s.l., afhenti svo formaður sambandsins, Stefán Pedersen, Guðjóni vandað gullúr sem gjöf frá öllum ungmennafélögum Skagafjarðar. Með gjöf þessari vildu ung- mennafélagar þakka Guðjóni far- sæla forystu um áratuga skeið og ómetanlegan þátt hans í því æsku- lýðsstarfi sem unnið hefur verið á sambandssvæðinu. Guðjón stjórn- aði t.d. uppbyggingu þeirra glæsi- legu íþróttamannvirkja sem eru á Sauðárkróki, allt frá upphafi, af mikilli framsýni og áræði. ****** Yfirburðir Júdófélagsmanna í fyrri umferð sveitakeppninnar Niels G'hr. Holmström varð mark- hæstur í 1. deildar keppninni dönsku í sumar, skoraði 24 mörk. Hann varð einnig markhæstur 1968 og skoraði þá líka 24 mörk. JÚDÓFÉLAG Reykjavfkur hafði algera yfirburði f fyrri umferð sveitakeppninnar, sem háð var 31. október sl. Keppendur þess unnu allar sfnar glímur með mesta mun, sem hægt er að ná, nema yngsti keppandi þess, sem er aðeins 16 ára, hann tapaði fyrir Islandsmcistaranum f léttvigt, Jóhannesi Jóhannesi Haralds- syni, Grindavfk. Ýmsir nýir júdómenn komu fram i þessu móti, og má mikils vænta af sumum þeirra, þegar þeir hafa öðlast meiri reynslu. Má þar fyrst nefna léttþungavigtar- manninn i JR, Benedikt Pálsson, og þungavigtarann, Hannes Ragnarsson, JR, en þeir eru mjög rammir að afli og þrekmiklir. Unnu þeir allar sínar viðureignir, nema Benedikt tapaði fyrir félaga sínum, Sigurði Kr. Jóhannssyni, sem sýndi venjulegt öryggi og sigraði i léttþungavigt, en Sig- urður er okkar reyndasti júdó- maður og hefur unnið flest mót hér undanfarin ár. Svavar M. Carlsen keppti ekki að þessu sinni. Af öðrum nýliðum JR má einkum nefna yngsta keppand- ann, Gunnar Hallgrímsson. Hann sýndi góða kunnáttu og tapaði aðeins fyrir hinum keppnis- reynda Jóhannesi úr Grindavík. Hinir reyndari menn Júdófélags- ins, Sigurjón Kristjánsson, Hall- dór Guðbjörnsson og Kári Jakobs- son sýndu mikla framför, einkum vakti keppni Kára við Sigurjón mikla athygli. Kári vann þá keppni, en Sigurjón er „tekniskasti" júdómaður okkar. Júdódeild Ármanns, sem varð næst aó stigatölu, sendi nokkra efnilega byrjendur fram, en þeirra aðalkeppnismenn voru þeir Garðar Skaftason, Sigurjón Ingvarsson og Gísli Þorsteinsson. Þeir eru skæðir júdómenn og sýndu góða kunnáttu, en virtist skorta keppnisreynslu á við Júdó- félagsmenn. Er ekki að efa, að þeir verða harðir 14. des. n.k., en þá fer fram seinni hluti keppn- innar. Gerpla í Kópavogi sendi ekki fullskipaða sveit fremur en Suðurnesjamenn, en í Gerplu er að vaxa upp einn af meiri háttar júdókeppnismönnum okkar, Þor- geir Sigurðsson. Hann er í mikilli framför, enda innan við tvitugt, og má mikils af honum vænta i alþjóðaunglingamótum. Þjálfari Gerplu, össur Torfason, er einn af mestu kunnáttumönnum hér i júdó, og sýndi mjög góða keppni á mótinu. Hann er í mikilli framför, þótt kominn sé á fertugsaldur. Suðurnesjamenn, Grindvíkinga og Keflvíkinga má með sanni kalla júdóharðjaxla. Þeir eru sýnilega ekki komnir í æfihgu enn, nema Jóhannes Haraldsson, sem er mjög góður, og vann allar sinar viðureignir. Ómar Sigurðs- son, Keflavik, er ungur og vafa- laust verðandi landsliðsmaður, ef hann æfir vel, en hinn harð- skeytti Gunnar Guðmundsson virðist ekki vera kominn i æfingu enn. Þegar litið er yfir þetta fyrsta Aðrir hafa gert betur en AIi NÚ DEILA menn ákaft um það hvort Muhammed AIi hafi með sigri sfnum yfir George Fore- man í bardaga þeírra í Zaire á dögunum unnið meira afrek i sögu hnefaleikanna en nokkur annar. Haida margir fram, að svo sé, en aðrir benda á eftir- farandi: Aðrir hafa varið titil sinn oftar en Ali; hann er ekki elztur þeirra sem unnið hafa titilinn; hann varð ekki fyrstur til þess að vinna aftur til titils, sem hann hafði tapað. En víst er, aó afrek Muhamm- eds Ali er hið glæsilegasta. Þetta var í tólfta skiptið, sem hann tók þátt i einvigi um beimsmeistaratitilinn frá því að hann vann hann í fyrsta skipti 25. febrúar 1964 með mjög óvæntum sigri yfir Sonny Liston, sem gafst upp í hléi milli 7. og 8. lotu i viðureign þeirra í Miami i Flórída. Á þeim tíma var Liston talinn ósigrandi, rétt eins og Foreman nú. 11 sinnum hefur Muhammed AIi unnið heimsmeistarakeppni og aóeins tveir andstæðingar hans hafa staðið á fótunum eft- ir 15 lotur, þeir George Chuvalo og Ernie Terrell. Eina tap AIis í keppni um titilinn er ósigur hans fyrir Joe Frazier á stigum í keppni þeirra 8. marz 1971, í New York. Hinn þekkti Joe Louis átti þó lengri og meiri frægðarferil en Ali. Á árunum 1937 til 1950 keppti hann 28 sinnum um titil- inn og sigraði 27 sinnum. Að- eins þrír þessara leikja stóðu í 15 lotur. En Ali hefur það hins. vegar fram yfir Louis, að hann hætti keppni í þrjú ár 1968—1971 og það var einmitt í lok þess tima, sem hann tapaði fyrir Frazier. Afrekaskrá Muhammeds Ali f baráttunni um heimsmeistara- titilinn er annars þessi: 25. febrúar 1964: Sigur yfir Sonny Liston á rothöggi í 7. lotu. 25. marz 1965: Sigur yfir Sonny Liston á rothöggi í 1. lotu. 22. nóvember 1965: Sigur yfir Floyd Patterson á rothöggi í 12 lotu. 29. marz 1966: Sigur yfir George Chuvalo á stigum eftir 15 lotur. 21. maí 1966: Sigur yfjr Henry Cooper á rothöggi í 6. lotu. 6. ágúst 1966: Sigur yfir Brian London á röthöggi í 3. lotu. 10. september 1966: Sigur yfir Karl Mildenberger á rothöggi í 2.lotu. 14. nóvember 1966: Sigur yfir Cleveland Williams á rothöggi i 3.lotu. 6. febrúar 1967: Sigur yfir Ernie Terrell á stigum eftir 15 lotur. 22. marz 1967: Sigur yfir Zora Folley á rothöggi í 7. lotu. 8. marz 1971: Tap fyrir Joe Frazier á stigum eftir 15 lotur. 30. október 1974: Sigur yfir George Foreman á rothöggi i 8. lotu. Floyd Patterson barðist alls 13 sinnum um heimsmeistara- titilinn, en hann tapaði alls fjórum þeirra leikja. Einum fyrir Svíanum Ingemar Johans- son, tveimur fyrir Sonny Liston og einum fyrir Muhammed Ali. Ali er nú 32 ára og er ekki elstur þeirra, sem unnið hafa til heimsmeistaratitilsins. Það met á Joe Walcottt, sem var 37 ára þegar hann vann Ezzard Charles á rothöggi i 7. lotu í keppni þeirra um titilinn 1951. mót þessa starfsárs júdófélag- anna, er ekki hægt annaó en að vera bjartsýnn á framtíðina. Menn eru alls ekki komnir í fulla æfingu ennþá, en samt voru flest- ar viðureignir mjög harðar, og oft brá fyrir góðri tækni. Við erum svo heppnir aó hafa hér Iands- þjálfara, sem er á heimsmæli- kvarða, og nú veltur mikið á því að fá sem flesta af þessum efni- legu júdómönnum á æfingar til hans. Það er mikið i húfi fyrir júdómenn okkar að verja silfur- verðlaunin frá síðasta Norður- landamóti, og helzt að vinna gull- verðlaun í vetur þegar Norður- landamótið verður háð hér á landi, 19. og 20. april. Ef þeir mæta á þeim æfingum, sem þeir eiga kost á nú, og æfa hressilega, eru miklar líkur til að þetta takist. Úrslit mótsins þann 31. okt sl. urðu sem hér segir: (Sveit fékk 2 stig fyrir vinning, eitt fyrir jafn- tefli. Síðan voru taldir vinningar einstaklinga og síðast á hvern hátt þeir unnu. Hæst 10 stig, 7, 5 og 3.) A-sveit Júdófélags Rvk. — 5 menn 12 — 29:1 — 269:10 B-sveit Júdófélags Rvk. — 3 menn 10—15:12—150:111 B-sveit Ármanns — 5 menn 8 — 16:30 — 160:130 A-sveit Ármanns — 5 menn 4—11:18—105:166 Sveit UMFK — 3 menn 4 — 8:17 — 80:160 Sveit Gerplu — 3 menn 2 — 9:16—90:155 Sveit Grindavíkur — 2 menn 0 — 7:18 — 58:180. Þess ber að geta, að mennirnir í sveit Grindavíkur voru á sérstakri undanþágu í keppninni og að full- skipuð sveit fær vinning og fulla stigatölu fyrir þá menn, sem ófullskipuð sveit sendir ekki á móti, og standa því rriiklu betur að vígi með að hafa tryggða vinninga án keppni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.