Morgunblaðið - 12.11.1974, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÖVEMBER 1974
t
Föðurbróðir minn,
RAGNAR R. HALDORSEN,
andaðist að Eliiheimilinu Grund 8. þ m.
ÞorlákurR. Haldorsen.
t Systir okkar,
GUÐLAUG TEITSDÓTTIR,
hjúkrunarkona,
andaðist8. nóvember. Systkinin.
t Eiginkona mín og móðir.
ÁSTRlÐUR ágústa SIGUROARDÓTTIR,
Digranesveg 42,
lést í Landakotsspítala aðfaranótt 9. nóvember. Geir Magnússon, Ástbjörg Geirsdóttir.
t
Móðir mln,
SESSELJA H. SIGMUNDSDÓTTIR,
forstöðukona,
Sólheimum, Grímsnesi,
andaðist I Borgarspitalanum 8. nóv.
Fríða Sigmundsdóttir, Sigurður Kristjánsson, systkini hinnar látnu,
fósturbörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar
LOFTUR JÚLÍUSSON,
Kvisthaga 18,
léztað heimili sínu, Kvisthaga 18, laugardaginn 9. nóv.
Jarðarförin auglýst siðar.
Margrét Guðmundsdóttir og börn.
t
Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURÍNA EYLEIFSDÓTTIR,
Sogaveg 38,
andaðist í Vífilsstaðaspítala laugardaginn 9 nóv.
Bjarni Sigurður Helgason,
Bjarni Bjarnason, Sigrtður Ólafsdóttir,
Tryggvi Bjarnason, Kristjana Guðmundsdóttir,
Margrét Bjarnadóttir, Ámi Finnbogason.
Leifur Bjarnason, Eltnborg Sigurðardóttir
og barnaborn
Hjartkaer eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BÁRÐUR S. BÁRÐARSON bifreiðastjóri,
Stangarholti 26,
lézt 8. nóv.
Heiga Guðjónsdóttir,
Bárður Bárðarson,
Ágústa Bárðardóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
Guðbjörg Bárðardóttir, Garðar Einarsson,
Eltnborg Bárðardóttir, Magnús Hauksson,
Sigurbjörn Bárðarson, Matthildur Harðardóttir
og barnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, stjúpföður og afn,
ÞÓRÐAR BJARUASONAR, prentara,
Skaftshltð 34
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. nóvember kl 3.00
e.h.
Sigrtður Einarsdóttir
Kristbjörg Þórðardóttir Bjöm Ómar Jónsson
Valgerður Eyjólfsdóttir jón E. Guðmundsson
Rósa Eyjólfsdóttir |ngi Hallbjörnsson
Einar Eyjólfsson Guðbjörg Jónsdóttir
Erla Eyjólfsdóttir Gunnar Þorkelsson
og barnaböm.
Blóm eru vtnsamlega afbeðin en þeir sem vildu minnast hans er bent á
lóknarstofnanir.
Jón Andrésson
vélstjóri - Minning
I dag fer fram frá Þjóðkirkj-
unni í Hafnarfirði útför Jóns
Andréssonar vélstjóra, Merkur-
götu 7, Hafnarfirði. Hann andað-
ist 3. nóv. sl. á Jósepssystraspítala
í Hafnarfirði.
Jón var fæddur 22. desember
1891 í Hafnarfirði, foreldrar hans
voru hjónin Helga Grímsdóttir og
Andrés Guðmundsson. Þau
eignuðust 12 börn, þar af komust
6 til fullorðinsára. Jón var næst-
yngstur af þeim sem upp komust.
Jón átti heima í Hafnarfirði allan
sinn aldur.
Bær foreldra hans, þar sem
hann fæddist hét Guðnýjarbær og
stóð á lóð þeirri er hús hans
stendur á. Jón og Grímur bróðir
hans byggðu þetta hús árið 1909,
með foreldrum sínum, og bjuggu
foreldrar þeirra þar hjá þeim
meðan þau lifðu.
Jón var ungur að árum er hann
fór að hjálpa foreldrum sínum í
lífsbaráttunni, var hann fljótt lið-
tækur í því, enda bráðþroska og
hamhleypa til vinnu. Sextán ára
gamall fór hann fyrst til sjóróðra,
og þá suður í Voga. Upp frá því
var sjórinn hans vinnustaður. Síð-
an ræðst hann á togara, fyrst sem
kyndari og síðar sem vélstjóri og
varð það hans ævistarf um 50 ára
skeið.
Jón sigldi á togurum til
Englands í báðum heimsstyrjöld-
unum, árin 1914—18 og 1939—45.
Hann var lengst vélstjóri á
togaranum Rán, sem hann átti
eignarhluta í, eða frá 1922—38, er
hún var seld h/f Djúpavík. Og
aftur fer hann á Rán árið 1939 og
er á henni þar til hún er seld úr
landi, eftir síðari heimsstyrjöld-
ina. Eftir það er Jón á ýmsum
togurum lengri og skemmri tíma,
þar til að hann ræðst á togarann
Júlí og er á honum i 8 ár, að hann
hætti á sjónum, þá 67 ára gamall,
var það nokkrum mánuðum áður
en skipið hvarf i veióiferð við
Grænland.
En Jón lét ekki staðar numið
með aó vinna er í land var komið,
hann réðst til áhaldahúss Hafnar-
fjaróarbæjar og vann þar um 12
ára skeið, er hann varð að láta af
störfum vegna vanheilsu.
18. september 1920 gengur Jón
i hjónaband með sinni elskulegu
konu, Rebekku Ingvarsdóttur, og
stofna þau heimili að Vesturbrú 1
í Hafnarfirði, en þaó hús átti Jón
að hálfu á móti Grími bróóur sin-
um. Þar búa þau til vors 1921, að
þau flytja á Merkurgötu 7, og
hafði Jón eignaskipti við Grim á
hans hluta í því húsi. Og þar hafa
þau búið síðan eða í rúm 53 ár.
Jón og Rebekka eignuðust 3
börn, auk þess ólu þau upp
stúlku, er þau tóku eins og hálfs
árs gamla, þegar hún missti föður
sinn. Varö hún augasteinn allra á
heimilinu því að þá var yngsta
barn þeirra hjóna orðið 16 ára.
Börn þeirra eru þessi talin I
aldursröð:
Inga Halldóra, húsmóðir, búsett
í Hafnarfirði, Vilhjálmur, skipa-
smiður, búsettur í Svíþjóð,
Andrés Guðmundur, járnsmiður,
búsettur í Rvík. og fósturdóttirin,
Sonja Sveinsdóttir, hjúkrunar-
kona, búsett á Akureyri.
Jón Andrésson var einstakur
heimilisfaðir, heimilið, konan og
börnin voru honum allt. Þau hjón-
in voru innilega samhent með að
láta öllum líða vel á sínu heimili.
Þar fór saman að hann var mikill
aflamaður og hún sérstök
myndarkona að nýta vel það sem
hann aflaði, enda heimilí þeirra
rómað fyrir myndarskap. Jón var
aldrei ríkur maður, en hafði
ávallt nóg fyrir sig og sína. Hann
var með afbrigðum hjálpsamur og
þau hjón bæði, það er ótalið hvað
þau hjón létu af hendi rakna við
þá sem undir urðu i lifsbarátt-
unni.
Jón var einstakt ljúfmenni í
allri umgengni við sína sam-
ferðarmenn, enda virtur af öllum
sem honum kynntust. Hann var
afar glaðlyndur maður og kom
mönnum oft í gott skap með sín-
um eindæma snjöllu tilsvörum,
sem eru sum hver landfleyg orð-
in. Hann var hreinlyndur maður
og sagði meiningu sína umbúða-
laust hver sem í hlut átti.
Síðustu tvö árin var Jón mjög
farinn að heilsu, en hafði fótavist
þar til í endaðan september sl., að
hægri fótur hans lamaðist. Var
hann þá fluttur í sjúkrahús, eftir
það fór heilsu hans ört hrakandi,
uns hann andaðist.
Jón var innilega þakklátur
konu sinni fyrir alla þá miklu
umönnun, sem hún veitti honum
er kraftar hans fóru að þverra.
Það mátti heita að hún viki ekki
frá honum nokkra stund síðustu
tvö árin sem hann lifði.
Ég sem þessar linur rita þykist
vel dómbær á það sem hér er sagt
frá, þvi að þegar ég 16 ára gamall
kom til Hafnarfjarðar í atvinnu-
t
Maðurinn minn,
ÁSBJÖRN ÞÓROARSON,
Brekkustíg 12,
andaðist að Landakotsspítala,
10. nóv.
Jóhanna Guðmundsdóttir.
S. Helgason hf. STEINIDJA
tlnholli 4 Slmar 24477 og 14254
Móðir okkar. t VALBORG BJARNADÓTTIR,
Sttgshúsi, Stokkseyri,
andaðist 1 0 nóv að Elliheimilinu Grund.
Synir hinnar látnu.
t
GUÐMUNDUR BENÓNÝSSON
frá Laxárdal,
húsvörður við Víghólaskóla i Kópavogi,
andaðist að heimili slnu Digranesvegi 48, Kópavogi, 9. nóvember sl
Dagmar Friðriksdóttir,
börn og tengdabörn.
t
Móðir okkar,
ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR,
er lézt að heimili sínu Njaðargötu 3, Ketlavík 7. nóvember, verður
jarðsettfrá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 13. nóvember kl. 2 e.h
Jónina Einarsdóttir,
Jóhanna Einarsdóttir,
Ólavta Einarsdóttir.
t
Útför mannsins mins, föður okkar og fósturföður,
JÓNS ANDRÉSSONAR vélstjóra,
Merkurgötu 7, Hafnarfirði,
fer fram frá Þjóðkirkjunni t Hafnarfirði þriðjudaginn 1 2 nóvember kl
2.
Rebekka Ingvarsdóttir,
Inga H. Jónsdóttir, Vilhjálmur Jónsson,
Andrés G. Jónsson, Sonja Sveinsdóttir.