Morgunblaðið - 12.11.1974, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÖVEMBER 1974
31
leit, var ég svo heppinn að kynn-
ast þessum heiðurshjónum, Jóni
og Rebekku, og sú kynning varð
til þess að ég er búinn að eiga
heima hjá þeim í 43 ár samfleytt.
Þessar línur eiga að vera ofurlítill
þakklætisvottur fyrir alla þá
miklu umhyggju, sem þau báru
fyrir mér, fyrst sem óhörðnuðum
unglingi og síðar í miklu heilsu-
leysi mínu um margra ára skeið.
Við Jón bundumst órjúfandi
vináttuböndum, sem entust allt til
þess siðasta. Þö að miður góðar
tungur reyndu að stinga fleyg í þá
vináttu okkar, tókst það ekki.
Margt gæti ég sagt um Jón, sem
halda mætti á loft, en hér læt ég
staðar numið.
Ég veit manna best hvað
Rebekka og börnin hafa misst, en
við megum öll vera þakklát fyrir
það að hann skuli vera búinn að
fá hvíldina án þess að líða mikið.
Ég veit að minningarnar um
góðan mann, föður og vin eiga
eftir að ylja okkur um hjarta, það
sem við eigum eftir ólifað.
Halldór Guðmundsson.
Guðjón Sveinsson
Scheving, málara
meistari - Minning
F. II. sept. 1898.
D. 9. okt. 1974.
Guðjón var fæddur að Dalbæ í
Vestmannaeyjum 11. sept. 1898,
og voru foreldrar hans Kristólina
Bergsdóttir og Sveinn Pálsson
Scheving lögregluþjónn og með-
hjálpari i Vestmannaeyjum.
Guðjón var elstur fjögurra syst-
kina, en þau eru Anna húsfrú i:
Reykjavik, Páll, sem býr i Vest-
mannaeyjum, og Sigurður, sem
fluttist að Hellu. Uppvaxtarár
Guðjóns I Vestmannaeyjum voru
eins og svo titt var með unglinga á
þeim árum, það þurfti snemma að
byrja að bjarga sér. Lífsbaráttan
var hörð á þeim dögum, snemma
byrjaði hann að afla fanga, róa til
fiskjar og sækja fugl og egg í
björg. Guðjón var góður bjarg-
maður, og hafði til að bera allt
sem til þess þurfti, snöggur, áræð-
inn og sterkur. Hann minntist
þess sem sinna bestú stunda í
uppvextinum, er hann fylgdi
félaga sinum, Sigurgeiri í Suður-
garði, um björg og syllur í eggja-
tínslu. En sjórinn heillaði, þrátt
fyrir töfra f jallana og Seyð úteyj-
anna kaus hann að gerast sjó-
maður. Hann stundaði sjó í mörg
ár, fyrst á opnum skipum og siðan
á stærri farkostum. Hann réðst i
utanlandssiglingar á seglskipi og
sigldu þeir aðallega til Spánar
með fisk, en fluttu salt til baka.
Hann hafði ekki verið nema rúmt
ár í þessum siglingum er hann
varð veikur i hálsi og hætti sjó-
mennsku. Guðjón nam málaraiðn
i Reykjavík á árunum uppúr 1920
en að námi loknu fluttist hann
aftur til Vestmannaeyja og stund-
aði iðn sína þar um áratuga skeið
við góðan orðstir. Árið 1923, þann
1. desember, gekk hann aó eiga
eftirlifandi konu sina, Ólafíu K.
Jónsdóttur Stefánssonar skip-
stjóra i Uthlið, og varð þeim
þriggja barna auðið. Elstur er
Jón, atvinnurekandi í Reykjavik,
Aðalheiður Steina, hjúkrunar-
kona, og Sveinn, vélstjóri hjá
Orkustofnun. Guðjón og Ölafía
bjuggu lengst af i Langholti í
Vestmannaeyjum. Guðjón var
mikill félagshyggjumaður og sá
snemma þörfina fyrir samstarf
stéttanna. Hann var frumkvöðull
og stofnandi margra félaga og
félagasamtaka i Vestmannaeyj-
um. Guðjón var maður einarður
og ákveðinn og alls ófeiminn að
halda fram skoðunum sinum um
menn og málefni. Skipti þá litlu
hver i hlut átti. Snemma aðhyllt-
ist Guðjón stefnu Sjálfstæðis-
flokksins og var forvígismaður að
stofnun Sjálfstæðisfélags Vest-
mannaeyja og sat i fulltrúaráði
þess þar til hann flutti til Reykja-
víkur fyrir tveim árum. Mest af
starfsorku sinni helgaði hann
Iðnaðarmannafélagi Vestmanna-
eyja, var formaður þess í meira
en aldarfjórðung. Var hann full-
trúi þess á iðnþingum og sat í ótal
nefndum og ráðum fyrir hönd
félagsins. Hann vann ötullega að
betri kjörum og uppfræðslu
iðnaðarmanna. Guðjón var sæmd-
ur heiðursmerki Landssambands
iðnaðarmanna og kosinn heiðurs-
félagi i Iðnaðarmannafélagi Vest-
mannaeyja fyrir trúverðug og
giftudrjúg störf i þágu félagsins.
Guðjón lagði gjörva hönd á margt
i lífinu, stundaði útgerð og versl-
un um áratuga skeið auk ótalinna
trúnaðarstarfa fyrir heimabyggð
sina. Guðjón hafði lengi kennt
þess sjúkdóms, er að lokum varð
honum að aldurtila. Er þau Ólafia
og Guðjón héidu uppá gullbrúð-
kaup sitt fyrir tæpu ári með börn-
um sínum, barnabörnum og vin-
um, svo hress og ánægð, grunaði
fæsta, að svo stutt væri eftir hjá
honum. Guðjón lést á Borgar-
spítalanum 9. október s.l. eftir
erfið veikindi. Dóttir hans, sem
hann treysti svo mjög á i veikind-
um sinum, sat hjá honum síðustu
stundirnar og studdi hann styrkri
hendi þar til yfir lauk. Guðjón var
trúaður maóur og kirkjurækinn
en hann baf ekki trú sina á torg,
hún bjó í huga hans og sinni.
Hann vissi, að guðstrúin gaf
öryggi og traust i lifinu hverjum
þeim, er hennar naut. Því vildi
hann leiða börn sin til kirkju og á
þann hátt hjálpa þeim að finna
sinn guð og sina trú, er mætti
verða þeim hlíf á brautum lífsins.
Og þær voru ófáar feróirnar hans
til kirkjunnar sinnar með börnum
og barnabörnum. Ég bið góðan
guð að styrkja og styója eigin-
konu hans í sorg hennar og
veikindum en hún varð fyrir
þeirri ógæfu að lærbrotna og
liggja á sjúkrahúsi er Guðjón
kvaddi þennan heim. Við hjónin
og börnin okkar þökkum honum
alla þá elsku og vináttu, sem var
milli heimila okkar og fyrir allt,
sem hann var okkur og börnum
okkar fyrr og siðar.
Guð blessi minningu hans.
Tengdasonur.
FUS Kjósarsýslu
Aðalfundur félags ungra sjálfstæðismanna i Kjósarsýslu verður haldinn
i Hlégarði þriðjudaginn 1 2. nóvember n.k. Fundurinn hefst kl. 21.00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér nýja félaga.
Bakka- og Stekkjahverfi
Aðalfundur félags Sjálfstæðismanna í Bakka- og
Stekkjahverfi verður haldinn miðvikudaginn 13.
nóvember i Miðbæ v/Háaleitisbraut 58—60.
Fundurinn hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ræðumaður: Guðmundur H. Garðarsson,
alþingismaður fjallar um stjórnmálaviðhorfið.
Félagar fjölmennið og takið með nýja félaga.
Stjórnin.
Huginn FUS Garðahreppur
Huginn FUS i Garða- og Bessastaðahreppi boðar til stofnfundar
byggingarfélags ungs sjálfstæðisfólks fimmtudaginn 14. nóvember
n.k. Fundurinn verður haldinn að Lyngási 1 2 og hefst kl. 8.30.
Gestur fundarinns verður Skúli Sigurðsson skrifstofustjóri Húsnæðis-
málastjórnar.
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna
heldur aðalfund þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20:30 í Átthagasal
Hótel Sögu.
Venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur um lagabreytingar.
Stjórnin.
Kópavogur Kópavogur
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 12.
nóv. n.k. i Sjálfstæðishúsinu, Borgarholtsbraut 6.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Fundartækni
Vel undirbúinn fundur hæfir vel reknu fyrirtæki.
Það er dýrt og tímafrekt að halda fundi,
þess vegna mega þeir ekki leiðast út í málæði.
Tilgangi fundarins náið þér bezt með því að nota 3M MYNDVÖRPU
og skýra mál yðar þannig á Ijósan, einfaldan og sannfærandi hátt.
Árangurinn verður hraðari skilningur,
efnið festist betur í minni, betri stjórn.
Hringið í (91)20235 og
biðjið um sýningarheimsókn
án skuldbindingar.
3M-UMBOÐIÐ Á ISLANDI:
G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H/F.
ÁRMÚLA 1 — REYKJAVIK, SlMI (91)85533
SÖLUUMBOÐ OG ÞJÓNUSTA:
FILMUR & VÉLAR S/F. SKÓLAVÖRÐUSTlG 41, REYKJAVÍK, SlMI (91)20235.