Morgunblaðið - 15.11.1974, Side 1

Morgunblaðið - 15.11.1974, Side 1
36 SIÐUR 226. tb. 61. árg. FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vill samræmingu vopna- búnaðar NATO-ríkjanna London, 14. nóv. REUTER HERMÁLANEFND þingmanna- sambands Atlantshafsbandalags- ins hefur iagt tii, að bandalagið, geri áætlanir um mótleiki gegn vaxandi flotaveidi Sovétrfkjanna og vinni að sameiginlegu vopna- kerfi með hliðsjón af bættum her- búnaði Varsjárbandalagsins. Nefndin hefur gert drög að tveim- ur ályktunum um þessi mál, sem lagðar verða fyrir fund þing- mannasambandsins { þessari viku. Talsmaður nefndarinnar sagði í dag, að sérstaklega yrði farið fram á að bandalagið gerði ein- hverjar gagnráðstafanir vegna vaxandi umsvifa sovézka flotans á Indlandshafi, jafnvel með því að senda þangað sameiginlegan lið- styrk. Benti hann á, að Rússar hefðu beitt sívaxandi flotaumsvif- um á Miðjarðarhafi í pólitiskum Nixon fer af sjúkrahúsi Long Beach, Kaliforníu, 14. nóvember. Reuter. RICHARD Nixon, fyrrverandi Bandarfkjaforseti, fór af Memorialsjúkrahúsinu í dag, en einkalæknir hans dr. Lundgren hefur varað við þvf að blæðingar geti hafizt á ný, við rannsókn læknanna þriggja sem Sirica dómari ætlar að senda á hans fund. Nixon var í slopp yfir náttklæði sín og í hjölastól, er honum var ekið út úr sjúkrahúsinu i bíl sem beið eftir honum og ók honum til heimilis hans i San Clemente, sem er 80 km frá sjúkrahúsinu. Sirica dómari hafði afráðið að senda þrjá sérfræðinga til að skoða Nixon og fá úrskurð þeirra um, hvort hann væri nægilega hraustur til að bera vitni fyrir rétti eða ef svo væri ekki, hvort yfirheyra mætti hann á heimili hans. Dr. Lundgren sagði að- spurður við blaðamenn i dag, að hann óttaðist að heimsókn lækna þessara gæti haft slæm áhrif á óreglulegan blóðþrýsting Nixons. Ekki er vitað, hvenær von er á þeim til Nixons. Fréttamenn segja að Nixon hafi verið fölur og þreytulegur þegar hann fór af sjúkrahúsinu og ekki stökk honum bros. Eiginkona hans var með honum. Polsky £ær að fara frá Sovét Moskvu, 14. nóv. Reuter. EÐLISFRÆÐINGURINN Viktor Polsky, einn þekktastur baráttu- S-Afríka úr SÞ? Sameinuðu þjóðunum, 14. nóv. Reuter SENDIHERRA S-Afríku hjá Sameinuóu þjóðunum fer heimleiðis f kvöid og leiða fréttamenn f aðalstöðvum sam- takanna getum að því, að hann muni mæla með því við stjórn S-Afríku, að rfkið segi sig úr samtökum hinna Sameinuðu þjóða. John Vorster, forsætisráð- herra, kallaði sendiherrann, Roelof Botha, heim eftir að núverandi forseti Allsherjar- þings S.Þ., Abdel Aziz Bouteflika, utanríkisráðherra Alsír, úrskurðaði, að S-Afríka skyldi ekki iengur taka þátt í starfsemi þingsins. Fylgdi sú ákvörðun í kjölfar þess, er þingið neitaði að viðurkenna skilríki s-afríku sendinefndar- innar til þingsetu. Var það gert í atkvæðagreiðslu, þar sem 91 greiddu atkvæði gegn setu S- Afríku, 22 með en 19 ríki sátu hjá. Enda þótt ákvörðun Bouteflika eigi eingöngu vió þetta þing, sem nú situr og á að ljúka 17. desember næstkom- andi, þykir víst, að þannig muni áfram haldið á næstu þingum. Er talið, að Botha muni fremur mæla með því að S-Afríka segi sig úr samtökun- um en að ríkið verði einskonar „skuggameðlimur“, án nokk- urra réttinda á þinginu eða í nefndarsturfum. manna sovézkra Gyðinga, skýrði frá þvi i dag að hann hefði fengið leyfi til að flytjast úr landi og til Israel innan næstu sex daga. Polsky sagði vestrænum frétta- mönnum frá þessu í dag, en bætti því við að hann hefði skýrt emb- ættismönnum i innanríkisráðu- neytinu frá því að honum væri ógerningur að ganga frá málum sínum á svo stuttum tíma sem honum væri gefinn. Hann sagði að sér hefði þá verið tjáó að hann ætti þar með á hættu að leyfi hans yrði afturkallað. Kvaðst hann mundu reyna að komast fyrir tilsettan tíma. Polsky sótti um útflytjendaleyfi árið 1970, en fékk neitun á þeirri forsendu að vegna sérþekkingar hans gæti hann orðið ógnun við öryggi Sovétrikjanna ef hann byggi erlendis. tilgangi og þeir kynnu að gera hið sama á Indlandshafi. Talsmaðurinn sagói, að nefndin mundi hvetja til algerrar endur- skoðunar vopnabúnaðar banda- lagsrikjanna með það fyrir augum að koma upp sameiginlegu vopnakerfi þeirra. Á fundi nefndarinnar í gær lýsti formaður hennar, brezki fiotaforinginn Sir Peter Hill- Norton, því yfir, að Rússar héldu áfram að byggja upp landher sinn, flugher og flota langt um- fram það, sem með nokkru móti væri hægt að segja eingöngu til varnar. Sir Peter sagði, aó ekki væri þar meó sagt, að Rússar hefðu þar með hafnað hugmynd- inni um friðsamlega sambúð; en þeir væru líklega þeirrar skoð- unar, að friði yrði bezt haldið með því að þeir væru sjálfir sterkir. Hvatti hann NATO ríkin til að fara eins að. Sir Peter sagði í viðtali við fréttamenn, að það væri miklum erfiðleikum bundið að sannfæra stjórnir Vesturlanda um, að verja þyrfti meira fé til landvarna. Þess vegna væri bráð nauðsyn að nýta sem bezt það sem til reiðu væri. Því vildi hann hvetja bandalags- ríkin til að samræma vopnabúnað sinn. Kvaóst hann álita, að um 2000 milljónir dollara töpuðust árlega í bandalagsríkjunum samanlagt vegna tvíverknaðar — þar sem unnið væri að rannsókn- um og framleiðslu sömu tegunda vopna á fleiri en einum stað. Yasser Arafat, foringi PLO-skæruliðasamtakanna, sést hér flytja ræðu sína á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna í fyrradag. Honum var mjög ákaft fagnað er hann gekk í salinn og fréttastofum ber saman um að mál hans hafi fengið góðar undirtektir Arafat er nú í Havana r Harkaleg viðbrögð við ræðu hans í Israel New York, Havana, Tel Aviv, 14. nóv. Reuter. AP. YASSER Arafat kom til Havana á Kúbu f dag og mun eiga þar skamma viðdvöl, áóur en hann flýgur áleiðis til Kairó. Fidel Castro og fleiri áhrifamenn tóku hjartanlega á móti Arafat, en hann hefur ekki áður komið til Kúbu. Við brottförina frá New York voru gerðar viðlfka öryggis- Dalurinn lækkar hækkar gullið Frankfurt, Ztirich, 14. nóv. REUTER. BANDARlKJADOLLARINN féll mjög f verði í dag gagnvart ýmsum gjaldmiðli öðrum, sér- staklega gagnvart v-þýzka mark- inu og svissneska frankanum. Fór dollarinn úr 2.81 franka f 2.72 og allt niður f 2.5180 v-þýzk mörk, sem er mesta gengisfelling hans gagnvart þeim gjaldmiðli í fjóra mánuði. Mikil gjaldeyrisviðskipti fóru fram f Ziirich og Frankfurt f dag og var órólegt mjög á markaði, að sögn kunnugra. Samtfmis falli dollarans steig gullverð enn einu sinni og komst únsan nú f 190 dollara áður en verðið stöðvaðist f kvöld við 187.50 og 189.50 dali, sem þó var hálfum fimmta dal hærra verð cn f gær. Svissneski ríkisbankinn gerði engar ráðstafanir til þess að styðja gengi dalsins með kaupum, það gerði hinsvegar v-þýzki Centralbankinn um hríð, hann keypti 10.450 dollara. Stöðvaðist þá fali dollarans um stund en gengið byrjaði aftur að síga skömmu siðar og var þá ekki að gert. Ýmsar skýringar hafa veriö gefnar á þessu falli dollarans, m.a. hækkandi framfærsluvisitala í Bandaríkjunum og viðukenning bandarísku stjórnarinnar á því, að efnahagslíf landsins rambi á barmi kreppuástans. I Þýzkalandi hafði og áhrif ræða, sem kanzlari landsins, Helmut Schmidt, hélt í kvöldvarðarboði fyrir erlenda fréttamenn i gærkvöldi, þar sem Framhald á bls. 22 ráðstafanir og þegar Arafat kom þangað sólarhring áður. I ísrael hafa viðbrögð við ræðu Arafats verið mjög harkaleg. Rabin forsætisráðherra sagði að ræðan væri bein ógnun við Israelsrfki og þjóð þess. Augljóst væri af ræðunni, sagði Rabin, að Arafat teldi Gyðinga ekki eiga neinn tilverurétt og þær ættu að halda áfram að vera minnihluta- hópur, dreifður um alla heims- byggðina. Hann itrekaði fyrri yfirlýsingar talsmanna stjórnar sinnar og ráðherra að engin skipti yrðu höfð við PLO í neinum samningum, en haldið yrði áfram friðarumleitunum. Hins vegar hvarflaði það ekki að stjórn sinni að setjast að samningaborði með hryðjuverkamönnum og glæpa- mönnum. I sama streng tóku ýmsir aðrir ráðamenn í Israel í dag, meðal annars Allon utanrikisráðherra og Peres varnarmálaráðherra. i veizlu, sem haldin var hjá egypska sendiherranum hjá S.þ. í gær, Arafat til heiðurs, komu engir fulltrúar frá Bandaríkja mönnum og aðalfulltrúi Breta sendi annan i sinn stað. Meðal aðalfulltrúa sem komu til sam- sætisins var franski fulltrúinn, Louis de Guiringuad. Innan sendisveita hjá Samein- uðu þjóðunum voru viðbrögð við ræðu Arafats á ýmsan veg, eins og við hafði verið búizt. Fulltrúar Arabaríkja og fylgismenn þeirra létu hrifningu sína óspart í ljós, en fulltrúar ýmissa vestrænna rikja sögóust vera fullir vandlæt- ingar og ótta við að ræðan yrði til að draga úr friðarhorfum i Mió- austurlöndum. 1 morgun gerðu Israelar all- harða hríð að skæruliðabúðum Palestínumanna í Libanon og segjast hafa fellt nokkra og gert talsverðan usla. Er þetta talið svar við ræðu Arafats á Alls- herjarþinginu. Þýzkt át: Fimm naut á 70 árum- ogllþús. 1. af mjólk Bonn 14. nóvember Reuter. SJÖTUGUR Þjóðverji hefur að mcðaltali etið samtals 32 svín um ævina, 5 naut, 21 þús- und egg og 550 kjúklinga. Kemur þetta fram I könnun sem Stern hefur látið gera og birti í dag. Þar segir að sami aðili hafi látið ofan f sig um það bil 2,300 kálhausa um dag- ana, rúmiega sjö tonn af kartöflum, 2,210 hveitibrauð og skolað niður um það bil ellefu þúsund lítrum af mjólk. Stern birti greinina í tengsl- um við frásögn af Matvælaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Rómaborg og vakti athygli á að áreiðanlega mætti draga veru- lega úr ne.vzlu f ríkari lönd- unum, til að hjálpa hinum, sem minna hefðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.