Morgunblaðið - 15.11.1974, Page 10

Morgunblaðið - 15.11.1974, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÖVEMBER 1974 10 Oddur Björnsson: Enn um fjandafæluna „Er verið að særa vitglóruna úr mannskapnum?" — er fyrirsögn aS seinasta framlagi til kvikmyndar- innar „The Exorist", sem útleggst særingarmaSurinn. Von aS spurt sé. Höfundur greinarinnar vitnar m.a. í Kirkjuþing '74, biskupinn og prófessor Jóhann Hannesson — spyr svo: hvaS er á seySi? (Ég vil taka fram, aS mér finnst biskup og kirkjuþing hafa gert skyldu sina ( þessu tilviki). Einsog Á.Þ. réttilega ályktar er hér um aS ræSa velgerSa kvikmynd, um ómerkilega bók. en virSist gleyma þvf um leiS, aS vel- gerS mynd um ómerkilegt efni er ómerkileg mynd. Eftilvill er ég aS gera honum upp skoSun, allavega þykir honum þó mikiS holtaþokuvæl hvfna f þeim, sem beiSst hafa undan þvf aS fá þennan ófögnuS hingaSsendan (hér er eftilvill um aS ræSa þessa alræmdu skerSingu á persónufrelsi og frjálsri menningu, sem svo mjög er á dagskrá nú um stundir meSal vor). — Þessi stúfur er ritaSur einfaldlega vegna þess, aS undirritaSur er ekki eins „töff" og Á.Þ., og þekkir reyndar fáa slfka nema þá meSal hálfvita á ýmsum aldri. Hvort veriS sé aS innleiSa miS- aldir eSa aS þjóna vemmilegustu hvötum mannskepnunnar nema hvorttveggja sé — eSa þetta eigi aS vera einhver „ný-renessans", sem ætlaS er aS reyna á þolrifin f okkur vesalingum (Ifklega til þess viS get- um sannaS taugastyrk okkar eSa „heilbrigSa skynsemi", líkt og árleg skýrsla Borgarbókasafnsins á aS sanna aS viS séum ennþá mesta bókmenntaþjóS heimsins — ólæs og óskrifandi) — þá eru bæSi sjónar- miSin harla lágkúruleg. Fyrrnefndur Á.Þ. þarf ekki á mikilli fyrirhöfn aS halda aS slá föstu aS flest sem skrif- að og sagt hefur verið um umrædda kvikmynd sé auglýsingarbrella, og metur hann þá meira sitt áþorn en yfirlýsingar annarra einstaklinga, sem láta sig hafa þaS aS skrifa undir þær fullt nafn — og ekki eru það allt prestar. Þar fyrirfinnast líka m.a. læknar og sálfræSingar. Þessu er ekki ætlað aS vera lang- hundur. en mér er spum: endaþótt gagnrýnandi (og aSrir gáfaðir svo- sem Á.Þ.) horfi allsgáðum augum á hvaSa hrylling sem er og sjái jafnvel hvað hann er „lásf", verSur samt ekki aS krefjast af ykkur nokkurs sem heitir tilfinningamennt — og er kannski sú eina sanna mennt sem stendur undir nafni, eða f versta falli: má ekki vænta mannúSar af ykkar hálfu? ESa er þaS eftilvill of mikil lágkúra f ykkar augum? — Með öSrum orðum: hvort djöfullinn sjálf- ur eigi hlutdeild f umræddri mynd eða hún sé bara velheppnuS tækni- brella, sem sæmilega skynsömum manni sé ekki of gott aS sjá f gegn- um — þá vaknar f báSum tilvikunum sú spurning, hversvegna menn eigi aS horfa á þetta. f mínum augum er þetta f öllu tilfelli frekleg móðgun — og þó ekki væri nema af þeirri ástæðu vil ég að svona sóðaskapur sé sniSgenginn. — Annars væri orðið áhugavert aS fá umræðu um raunverulegt hlutverk gagnrýnenda, þótt umræddur Á.Þ. sé nú vfst fyrst og fremst áhugamaður um afmenn- ingu svosem hæfir „frjálsri hugsun". Oddur Björnsson. P.S. Ekki hefur enn heyrst f fslenskum geSlæknum um þetta eða þesskonar fyrirbrigSi, sem umrædd kvikmynd er. — Er það eins meS þá og gagn- rýnendur: er það utanvið þeirra vett- vang að taka afstöSu? — Utan þess að skilgreina hvort sjúkdómur er ill- kynjaSur eða kvikmynd vel gerS? — Og hvert er, m.ö.o., hlutverk kvik- myndaeftirlits: er þaS fólgið f þvf að forSa áhorfanda frá þeim hrylling að sjá tvær naktar manneskjur finna hvor til annarrar meðan meinlaust er aS mata hann á slagsmálum, sem standa tæplega undir nafni nema „sigurvegarinn" reki t.d. hælinn f andlitiS á þeim sem undir varS (sem hefSi sjálfsagt gert það sama, hefði hann orðið ofaná)? — Við erum nefnilega farin að sjá stráka praktisera þetta fyrir framan Þórskaffi og vfðar. Svo ekki sé minnst á þessi patent með aS skjóta menn og aðrar skepnur alltaðþvf uppá sport? — Eigum viS ekki aS staldra viS, svo ég tali einsog prest- ur, og gá hvar við erum stödd? O.B. Aths, ÞaS eina, sem ég vil svara úr þessum samsetningi, er, að pistill minn hét ekki „Er veriS aS særa vitglóruna úr mannskepnunum?" heldur „Er veriS aS særa vitglóruna úr mannskapnum?" ÞaS var for- senda pistilsins, að menn væru ekki skyniausar skepnur. Oddur virSist ekki viss um aS svo sé. — Á.Þ. Sigurður Sigurmundsson: Spænsk-íslenzk orðabók Athugasemd við ritdóm „EKKI er það rétt af rithöfund- um að taka fram í umræður um verk sin, en svo getur þó sannind- um verið traðkað, að þeir að bera hönd fyrir höfuð sér.“ Svo segir skáldið Jón Trausti árið 1907 í svari við ritdómi um söguna „Leysing", sem út kom það ár. Ekki er hér líku saman að jafna, en mér komu í hug þessi orð skáldsins þegar ég las ritdóm Sig- rúnar Klöru Hannesdóttur bók- menntafræðings um bók min (Spænsk-islenzka orðabók), sem út kom á síðastliðnu ári. Ég vil þá fyrst benda henni á eða eyða ýmsum alvarlegum mis- skilningi, sem fram kemur hjá henni varðandi þetta verk. Hún byrjar ritdóm sinn á því að vitna til orða, sem ég hafði í formála bókrinnar og til viðtals, sem birt- ist i dagblaðinu Tímanum um til- urð þessa verks og aðstæður þær, sem ég bjó við, menntun mína og tungumálaþekkingu. „Áreiðan- leiki efnisins er svo í samræmi við það, sem að ofan grein- ir“ er svo ályktun greinarhöf. Síðan er sagt, að það úi og grúi af prentvillum, þýð- ingarvillum o.s.frv. Svo kem- ur löng skýring, nokkurs konar valdboð um það hvernig full- komnar orðabækur eigi að vera. Og siðast þetta: „Einfaldur orða- listi, scm hvergi gefur dæmi um notkun, beygingar sagna eða kyn nafnorða né nokkur dæmi um framburð er hin ófullkomnasta orðabók og ætti ekki að heita því nafni.“ Höfuðmisskilningur bók- menntafræðingsins er að telja að bókin ætti að vera annað en hún er. Því er nægilega vel lýst í for- málanum, að við þær aðstæður sem hér var um að ræða, gat hún aldrei orðið annað en ófullkomin enda hér farið út á braut, sem ekki hafði verið farin áður. Greinarhöf. kallar bókina ein- faldan orðalita, likan glósum skólanemenda. Með þessum orð- Komin er út hjá Ríkisútgáfu námshóka Islensk réttritun, leið- beiningabók handa kennurum og öðru áhugafólki. Hún er gefin út að tilhlutan Menntamálaráðu- neytis. Höfundur er Halldór Hall- dórsson prófessor. Efni bókarinnar er í samræmi við auglýsingu Menntamálaráðu- neytisins frá 3. maí sl. um ís- lenska stafsetningu og er nánari útfærsla á meginreglum þeim sem settar eru í þessari auglýs- um er lýst því hugarfari, sem ligg- ur að baki ritdóminum, jafnvel tilgangurinn með verkinu ekki viðurkenndur, hver svo sem or- sökin kann að vera. Sigrún Klara Hannesdóttir! Ég get frætt þig um það, að ég var undir það bú- inn, að bók mín kæmi fyrir augu þeirra, sem þekkinguna hefðu og ég var og er reiðubúinn að taka með þökkum ábendingum þeirra um það, sem ábótavant er eða betur mætti fara. Það mætti ef til vill til sanns vegar færa, að rétt- ara væri að nefna bókina fremur orðasafn en orðabók, slíkt er í rauninni aukaatriði, en undir handbækur verður hún ekki flokkuð með réttu. „Hverjum er bókin ætluð“ er fyrirsögn á einum kafla ritdóms- ins. Þar er því beinlínis haldið fram, að bókin geti engum orðið að gagni, hvorki þeim sem kunni málið eða hinum, sem ætli sér að læra það og fólk jafnframt varað við því að kaupa hana. Jafnvel gefið í skyn, að slíkar einfaldar orðabækur séu áður óþekktar. Ég vil þá benda á það, að bókin, sem þýdd var eftir spænsk-enskri orðabók, var svona — engar orða- skýringar eða orðasambönd. Eins og i formálanum stendur, þá samdi ég bókina fyrir mig sjálfan, til þess að geta lært málic og kom hún mér að tilætluðum notum, þrátt fyrir ófullkomleik sinn og með þeim göllum, sem með réttu má i henni finna. Enda má vel að orðabókum vinna til þess að gallalausar verði, ef það hefur þá nokkurn tíma tekizt, þótt til þessarar bókar sé sú krafa gerð. Um orð, sem tekin eru til dæmis til að sýna prentvillur, vöntun orða eða rangar og misskildar þýðingar, ræði ég ekki. Sumt af því hefur auðvitað við rök að styðjast og eru ábendingar góðra gjalda verðar séu þær gerðar í góðum hug. Eitt orð, sem þar er ingu. I bókinni er fjöldi dæma, skrár um vafaorð og allar helstu reglur sem varða íslenska staf- setningu. Þá fylgir orðaskrá um öll þau orð sem um er fjallað i bókinni. Einstakir kaflar bókar- innar f jalla m.a. um stóran staf og litinn, eitt orð eða tvö, um y, ý og ey, um tvöfaldan samhljóða, um n og nn í endingum orða og um tvímyndir og bevgingavillur. Bókin íslensk réttritun er 176 bls. tekið sem dæmi, gefur þó til kynna, að greinarhöf. sé ekki eins vel að sér í málinu eins og ætla mætti. Sigrún Klara skrifar. „Á bls. 130 er orðið paella þýtt: disk- ur með hrisgrjónum." Þetta telur hún óvirðingu við þjóðarrétt Spánverja, sem samanstandi af mörgum tegundum fisks og kjöts. Ég get þá frætt hana um það, að ég á reyndar vísindalega útgefna spænska orðabók: „Núevo pequeno" Laroueseilustrado — Diccionario Enciclopédico. — Þar er þetta orð ,,paella“ útlistað svo: „Plato de arroz con carne, legum- bre, ect. (Diskur með hrísgrjón- um, kjöti, matjurtum o.s.frv.), ennfremur stendur þar: „que se usa en las provincias valenciales." Sú fullyrðing, að hér sé um þjóð- arrétt Spánverja að ræða er alger- lega út í hött, því að i orðabókinni stendur, að hann sé aðeins hafður í fylkinu Valenzia á Spáni. Og ég hika ekki við að trúa þeirri orða- bók betur en bókmnnntafræðingi hve lærðan, sem hann telur sig vera. Eitt af þvi, sem greinarhöf. finnur bókinni til foráttu er að þar sé engar málfræðilegar upp lýsingar að finna, nema greiningu í orðflokka sem lítilsvirði sé þó og bendir á eina prentvillu því til staðfestingar. Þar séu heldur eng- ar framburðarskýringar, né dæmi um mismunandi notkun orða. Það er skýrt tekið fram i formálanum bæði á íslenzku og spænsku, að málfræðilegum útlistunum sé ekki til að dreifa, enda hefi ég hvergi fyrr en hér séð eða heyrt að orðabækur ættu um leið að vera kennslubækur í málfræði. Framburðartákn eða hljóðritun orða eru ekki i þessari bók að finna né neinni annarri sem ég hefi séð. Ég geri ráð fyrir, að greinarhöf. viti., það að á síðustu öldum hefur spænskan litlum breytingum tekið miðað við aðrar tungur. Sá, sem í dag er læs á spænskt bókmenntamál, á einnig auðvelt með að lesa mál frá 16. öld, eða frá dögum Cervantes. Hljóðtákn stafanna hafa ekki breytzt eða fallið niður. Þar hefur hver stafur (nema H i byrjun orðs) sitt ákveðna hljóð i fram- burði. Þess vegna gerist engin þörf framburðartákna eða hljóð- ritunar í spænskum orðabókum þegar hljóótákn stafanna einu sinni hafa verið lærð. Allur er þessi ritdómur hinn furðulegasti, enda skrifaóur með þeim ásetningi að gera sem minnst úr verkinu og vióurkenna ekki tilganginn eða kosti þess. Það er minnst á að formálinn sé þýddur á spænsku og sagt að mál- ið sé furðulegt, en ekki getið um, að það auki gildi bókarinnar, svo að Spánverjar geti skilið og hag- nýtt sér hana jafnt og Islending- ar. Ekki er mér kunnugt um aórar orðabækur þar sem slíka þýðingu er að finna. Ég vil og taka fram, aó þýðing formálans er algerlega framkvæmd af mér einum. Ég hafði engan til þess að leiðrétta mig. Hann kemur bara fram með kostum sínum og göllum, sem e.t.v. leiðréttast á sínum tíma. Ég veit ekki hvaða ástæða er fyrir því, að Sigrún Klara skrifar um bók mína á þennan hátt, en slík rógskrif skaða engan meira en þann, sem lætur þau frá sér fara. Hafi tilgangurinn verið sá að draga allt niður og spilla fyrir sölu bókarinnar, hafa vopnin heldur en ekki snúizt i höndum hennar. Ég stend jafnréttur og verk mitt óskaðað i sínum ófull- komleik, þrátt fyrir slik skrif. All- ar ábendingar og réttmætar leið- réttingar gerðar af góðum vilja og heiðarleik ber að virða, en hinu sem þar er fram yfir og af annar- legum toga spunnið ber að vísa beina leið aftur til föðurhúsanna. 1 lokaorðum ritdómsins beinir höf. skeyti sínu til útgáfufyrir- tækisins ísafoldar og deilir hart á það fyrir að gefa slíka orðabók út. Um réttmæti þeirr- ar ádeilu ræði ég ekki, enda ekki mitt að svara fyrir gerðir þess. Síðan segir höf. orðrétt: „Ég vil því skora á útgefendur þessarar bókar, að þeir láti endurskoða hana og endurbætur gerðar á henni sem allra fyrst.“ Hér skýtur nú heldur skökku við. Með þessum orðum er Sigrún Klara allt i einu orðin jákvæð gagnvart því málefni, sem bæði ég og útgefandi höfum verið sam- mála um, að koma þyrfti í fram- kvæmd, þ.e. önnur útgáfa bókar- innar, aukin og endurbætt — full- komin orðabók. Ef nú Sigrún Klara óskar þess af heilum hug að út kæmi slík bók heldur hún þá, að aðferð sú, sem hún viðhefur, að hvetja fólk til þess að kaupa ekki bókina eða spilla fyrir sölu Framhald á bls. 33 Forn bein, fugl og hvannir Látrum 31. okt. gras fellur það seinna. Mörgu fé hefir að undanförnu verið náð úr Góóu sumri er lokið og við tek- inn vetur, hvernig sem hann kann við okkur að láta. Liggja enn ekki fyrir um það spár Svo mér sé kunnugt. En hér í Rauðasands- hreppi hafa menn nokkuð brotið af sér við fornar venjur, því hér lauk slátrun i vikunni og var þá slátrað bæði síðustu sumarvikuna og fyrstu vetrarvikuna, sem ekki tíðkaðist áður fyrr, en ef gerðist átti það heldur að leiða til óhappa á fénaði. Vegir eru hér allir auðir, nema þá föl stöku sinnum, en mesta leiðinda veður, slagviðri og hriðjuveður með snjóveltingi. „Svangramanna sjóveður", það heiti hafði útvegsbóndi éinn hér um slíkt veðurfar áður en Veður- stofan fór að koma með sín fræði- legu heiti. Unnið er hér í raflínunni af fullum krafti, við útfluttning staura og koma þeim fyrir. Benti flest til þess, aó allir gætu fengió rafmagn fyrir jól, ef spennar sem setja verður við hverja heimtaug vantaði ekki. En þá hvað vanta, og ekki fáanlegir fyrr en eftir ára- mót, og þar með er sá draumur búinn, farið að fylla á olíutankana og lappa uppá vélarnar. Er marg- ur þungbúinn við það. Slæmar heimtur á lömbum hafa verið sumstaðar og talið orsök hvað seint var slátrað, og fé þá sótt meira í brattlendi, þar sem brattlendi, víða mun þó enn vera fé í klettum, því illa viðrar til þeirra verka. Nú fyrir skömmu var verið að grafa hér i fornum rústum og öskuhaug, jafnvel allt frá land- námstíð. Margt beina var þar sjá- anlegt, en gull ekkert. Forvitni- legast var hluti úr rostungshaus, eóa sá hluti hans sem önnur tönn- in hefur verið föst í, en hún hafði verið tekin úr, og sennilega verið stór, því holan eftir hana hefir mesta þvermál 6,5 cm og 13 cm djúp. Hér á þessum slóðum hafa stundum fundizt rostungstennur og ein af stærstu gerð, yfir 60 cm, en hinar mun minni. Holan í um- ræddu hausbeini er trúlega eftir slíka risatönn. Ég var útí bjargi í gær, og sá þá tvennt, sem mér fannst yfirgengi- legt og meira en ég hafði nokk- urntiman áður séð, en það var mergðin af múkkanum við bjarg- ið, svo og vöxtur hvannanna í Vælaskor. Sú skor liggur langt niður í bjargið grasi gróin, með hvönnum hér og þar, þegar niður kemur. Leggir þeirra sumra voru eins og sver karlmansúlnliður og hæðin á annan metra eftir sumar- ið. Á þessum stað stendur ekkert af veturinn nema freðin rótin í aurnum. Þetta hvorttveggja gæti boðað okkur góðan vetur. Gleði- legan vetur. Þórður Jónsson Leiðbeiningabók um réttritun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.