Morgunblaðið - 15.11.1974, Page 13

Morgunblaðið - 15.11.1974, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÖVEMBER 1974 13 Oðir Bretar teknir við innbrot á Þingeyri FJÖRIR skipverjar af brezka tog- aranum Crystal Palace frá Grims- by reyndu að stinga nokkra Is- lendinga með hnífum og öðrum vopnum þegar þeir voru teknir við innbrot 1 kaupfélaginu á Þing- eyri f fyrrinótt. Þar voru þeir búnir að setja fatnað og fleira í töskur fyrir nokkur hundruð þús. kr. Útgerð skipsins hefur nú sett tryggingu fyrir broti þeirra. Crystal Palace fór frá Þingeyri um hádegisbilið i gær. íslending- arnir, sem stöðvuðu þjófnað Bret- anna, hafa farið fram á skaðabæt- ur vegna áverka, sem þeir hlutu við að afvopna Bretana. „Ég var ræstur út um kl. 3 í fyrrinótt af þeim Gunnari Sigurðssyni og Halldóri Egilssyni, og þeir tilkynntu mér, að ein- hverjir menn hefðu brotizt inn i Kaupfélagið og sennilega væru það skipverjar af brezkum togara. Við fórum strax af stað og þegar við komum að Kaupfélaginu sá ég, að búið var að brjóta rúður þar. Sjálfur hélt ég beint upp á aðra hæð hússins, en þar hafði ég séð Breta skoða vörur i fyrradag. Skipti það engum togum, að þegar ég var á leið upp stigann, mætti ég einum Bretanum. Hann reyndi strax að sparka mér niður stig- ann, en tókst ekki. Mér tókst að hafa manninn með mér niður til félaga minna, en þá spruttu upp tveir Bretar til viðbótar," sagði Guðjón Ömar Hauksson, verzlunarstjóri Kaupfélags Dýr- firðinga, þegar Mbl. ræddi við hann i gær. „Ég man ekki glöggt hvað gerð- izt næst,“ sagði Guðjón Ómar en Myndavél tapaðist Á HLJÓMLEIKUM Slade i fyrra- kvöld tapaði ung stúlka Kodak Instamatic 166 myndavél. Þegar hún tapaði vélinni, stóð hún framarlega í salnum til vinstri við sviðið. Myndavélin var geymd í vettling, sem stúlkan missti, og þegar hún fór að leita fann hún vettlinginn en myndavélin fannst hvergi. Þeir, sem kunna að vita um myndavélina, eru beðnir að hringja i sima 3 33 96 og verða góð fundarlaun veitt bætti við,„þegar Bretarnir sáu, að við vorum þrir og þar að auki sterkari en þeir, þá gripu þeir til vopna. Tveir hófu hnífa á loft og einn melspíru. Réðust þeir nú að okkur, og tókst að rispa einn okk- ar á handlegg með hnifi. Okkur tókst samt að afvopna þá og þegar það var búið tók einn þeirra tóma kókflösku, sem stóð á borðinu, braut af henni botninn og reyndi að skera okkur í framan með henni. Það tókst ekki en um svip- að leyti bættist einn Englending- urinn enn i hópinn, og í þann mund, sem hann kom til hjálpar félögum sínum, bættist okkur einnig liðsstyrkur, en það var Matthías Guðmundsson, umboðs- maður brezkra togara á Þingeyri. Fljótlega tókst okkur að yfirbuga þá og við það fór mesti rostinn úr þeim. Samt sem áður reyndu þeir að brjótast út með því að reyna að slá okkur, en við héldum þeim í skefjum. Hreppstjóri staðarins kom síðan á vettvang og var farið með Bretana til skips.“ Þá sagði Guðjón Ómar, að hann og félagar hans væru bólgn- ir í andliti eftir högg, sem þeir hefðu fengið og einn væri rispað- ur á handiegg eftir hnífsstungu. Ekki væri gott að segja hvernig þessi átök hefðu endað, ef Islend- ingarnir hefðu ekki verið bæði sterkari og fimari en Bretarnir og því getað varizt hnífsstungunum. Bretarnir voru búnir að bera út úr verzlunninni tvær f ullar ferða- töskur af fötum, úrum og skart- gripum. I þeim voru m.a. 7—8 úlpur, nokkrar kápur og arm- bandsúr. Er að var komið voru þeir að raða niður í þriðju tösk- una á annarri hæð verzlunarhúss- ins. Þýfið er metið á um 250 þús. kr. Páll Andreasson, kaupfélags- stjóri á Þingeyri, sagði, er við ræddum við hann, að 4 togarar hefðu legið á Þingeyri í gær og á þeim væri um 120 menn, sem flestir kæmu í land. Það væri því vægast sagt slæmt ástand á staðn- um, þegar slíkur ribbaldalýður kæmi og engin löggæzla væri á staðnum. Hann hefði farið fram á, að togarinn yrði kyrrsettur, en sýslumaðurinn á ísafirði hefði mælt með því, að útgerðin yrði fengin til að setja tryggingu fyrir þvi tjóni, sem áhöfn skipsins hefði unnið. Það hefði nú verið gert og togarinn hefði þvi haldið úr höfn um hádegisbilið í gær. Sá maður, sem átti að vera á vakt um borð í togaranum og fylgjast með ferðum félaga sinna, var með í innbrotinu. Moroz áfram í hungurverkfalli FRÁ Moskvu berast þær fréttir að sagnfræðingurinn Valentin Moroz hafi ákveðið að halda áfram hungurverkfalli því, sem hann hefur verið i frá þvi i sumar. Eiginkona hans var send til fangelsis þess sem hann er í og átti hún að reyna að telja honurn hughvarf, en sú viðleitni mun hafa verið árangurslaus. Kvaðst Moroz staðráðinn i að halda verk- fallinu áfram til áramóta og muni heldur deyja en láta af áformum sinum. Hann hefur krafizt þess að vera fluttur úr fanglesinu í vinnu- búðir. Moroz sagði eiginkonu sinni að hann myndi svipta sig lífi ef líðar. hans yrði óbærileg, en hann hvik- aði ekki frá ákvörðun sinni. Hann sagði henni að hann hefði fengið maga- og hálsblæðingar vegna þess að fangelsisverðir hefðu neytt ofan í hann mat öðru hverju upp á siðkastið. GOLFTEPPI OG GLÆSILEGAR TEPPAMOTTUR 1 ÚRVALI OPIÐ LAUGARDAGA GEísIP Allar hendur þarfnast verndar og snyrtingar. Allar hendur þarfnast atrix. Atrix inniheldur Silikon, sem hylur húöina eins og ósýnilegur hanski: Jafnvel óhreinindi og ýmis kemísk efni geta ekki skaðað hana. Og Glyzerín, sem fegrar húðina: Húðin verður fínleg, mjúk og slétt. Berið atrix á hendur yðar að loknum handþvotti með því verndið þér hendurnar best.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.