Morgunblaðið - 15.11.1974, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1974
Bárður Bárðarson
—Minningarorð
Fæddur 14. júlf 1918
Dáinn 8. nóv. 1974.
5VAR MITT Í5R
EFTIR BILLY GRAHAM
Maðurinn minn er að verða sjötugur (og er orðinn getulaus,
þótt hann mundi aldrei viðurkenna það). Hann fmyndar sér,
að hann sé mikið kvennagull, og nú er honum efst f huga að
kvænast ungri stúlku. Hann hefur meira að segja sagt við
mig, að ég þurfi að „ljúka mér af“ sem fyrst, svo að hann geti
kvænzt. Þetta hvflir á mér eins og farg, en hvað get ég gert?
Þegar mönnum tekur að förlast karlmennskan,
fara þeir sumir að gera sér alls konar grillur, og
þeir ásaka konur sínar vegna þróttleysissjálfra sín.
Vitur er sá maður, sem gerir sér grein fyrir, þegar
hann fer að eldast, og sættir sig við það. Sum
roskin hjón, sem ég þekki, varðveita ástina heita
og innilega. Þau hafa sætt sig við þá staðreynd, að
hafinn er nýr kafli í sambúð þeirra, og þau hafa
vaxið að virðingu og ást hvort í annars garð.
En öðru hvoru rekumst við á karlmenn, sem
vilja blátt áfram ekki fallast á þá staðreynd, að þeir
séu að reskjast. Ég minnist konu einnar, sem
skrifaði í dálkahöfundi um þetta vandamál, og hún
sagði: „Eiginmaður minn nálgast sjötugsaldurinn,
og hann er enn að eltast við stúlkur“. Dákahöfund-
urinn svaraði: „Hafið ekki áhyggjur, kona góð. Ég
á hund, sem eltir bíla, en ef hann næði einhverjum,
vissi hann ekki, hvað hann ætti að gera við hann.“
Það myndast tómarúm, þegar getan þverr, og
sumum reynist erfitt að fylla það. Ástæðan er sú,
að þeir hafa lagt of mikið upp úr hinu kynferðis-
lega í hjónabandinu. En ástin getur haldið áfram
að lifa jafnvel sterkari en nokkurn tíma áður, og
„efri árin“ geta orði „gullnu árin“, ríkari að
kærleika og gleði en nokkurt annað tímabil ævinn-
ar.
Sannarlega þarfnast maður yðar Guðs. Við skul-
um biðja þess, að hann geri iðrun og snúi sér til
Guðs.
Það rikir söknuður í húsinu.
Góður vinur okkar er snögglega
horfinn á braut.
Barður Sigurs Bárðarson bif-
reiðarstjóri var fæddur í Reykja-
vík 14. júlí 1918 og varð bráð-
kvaddur að heimili sínu hér í
borginni þann 8. þ.m. Foreldrar
hans voru hjónin Báróur Sigurðs-
son og Guðbjörg Magnúsdóttir er
hér bjuggu og komu upp stórum
barnahópi oft við þröngan kost.
Einkum munu þó heimilisástæð-
urnar hafa verið erfiðar eftir að
heimilisfaðirinn lést langt um
aldur fram, en með hagsýni og
ráðdeild blessaðist allt og öll urðu
börnin dugandi og vel vinnandi
fóik.
Bárður Bárðarson byrjaði ung-
ur að vinna alla algenga vinnu,
sem til féll. Snemma hóf hann
störf hjá Kveldúfli h.f. og vann
sér þar fljótlega mikið álit, þann-
ig að einn af eigendum fyrirtækis-
Davíð Sch. Thorsteinsson
Gyða Bergs
Erla Sch. Thorsteinsson,
Gunnar Sch. Thorsteinsson,
Hilmar Foss,
barnabörn og
Guðrún Sch. Thorsteinsson.
ins réð hann til sín sem bifreiðar-
stjóra. Það var Ölafur heitinn
Thors fyrrverandi forsætisráð-
herra og hygg ég að þar hafi
stofnast vináttusamband sem eigi
rofnaði meðan báðir lifðu og eng-
an mann held ég að Bárður heit-
inn hafi metið meira en Ölaf
Thors og var honum þó yfirleitt
vel til allra er hann átti samleið
með á lífsleiðinni.
Eftir þetta varð ævistarf Bárðar
það að aka ráðherrabílum og fór
honum það svo vel úr hendi að
ekkert einasta óhapp kom fyrir
hann allan þennan langa tíma.
Bárður kvæntist þann 9. febrú-
ar 1945 æskuvinkonu sinni Helgu
Guðjónsdóttur, hinni ágætustu
konu, er studdi mann sinn með
ráðum og dáð og sköpuðu þau sér
í sameiningu afar vistlegt heimili
að Stangarholti 26. Þau eignuðust
5 börn, 3 dætur sem allar eru
giftar og búsettar hér í borginni
og tvo sýni, hinn yngri aðeins 17
ára og býr hann heima, en eldri
Stefania Sch. Thorsteinsson,
Jón H. Bergs,
Ólafur H. Pálsson,
Áslauq Björnsdóttir,
Guðrún Foss,
sonurinn hefur stofnað eigið
heimili.
Þetta er lifssaga Bárðar Bárðar-
sonar, sögð með fátæklegum
í hætti. En eftir er að gera grein
fyrir okkar persónulega sam-
bandi.
Þegar ég varð ráðherra á af-
mælisdegi Bárðar hinn 14. júlí
1971 réðst hann sem bifreiðar-
stjóri til utanríkisráðuneytisins
og gegndi þvi starfi til dauðadags.
Er þar skemmst frá að segja að
með okkur tókst einlæg vinátta
sem aldrei bar á nokkurn skugga.
Sama gilti um alla f jölskyidu okk-
ar, konan og börnin hændust að
honum vegna ljúfmennsku hans
og sérstaklega prúðmannlegrar
framkomu. Hann vildi jafnan
hvers manns vandræði leysa og
var ávallt boðinn og búinn til að
hjálpa til ef eitthvað þurfti að
gera. Þá var hann einstaklega um-
talsgóður og lagði allt út á besta
veg.
Við sjáum öll verulega mikið
eftir Bára, eins og hann var kall-
aður af vinum sínum og þökkum
honum innilega fyrir samveruna.
Eins veit ég að starfsfólk utan-
ríkisráðuneytisins saknar hans,
þvi að þar eins og annars staðar
ávann hann sér vinsældir með
glaðlegri og háttvisri framkomu
sinni.
En þó að okkar söknuður sé
mikill er hann þó eins og lauf í
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast f
sfðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera I sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu linubili.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
LOFTUR
ERLENDSSON,
varðstjóri,
Langholtsvegi 69,
andaðist á Landspltalanum 13.
nóv.
Jónina Einarsdóttir
og systkjni hins látna.
t
Eiginmaður minn,
JÓHANN
BERGVINSSON,
bóndi, Áshóli,
Grýtubakkahreppi,
er andaðist i Landspítalanum 7.
nóv., verður jarðsunginn frá
Laufáskirkju, laugardaginn 16
nóv. kl. 2 e.h.
Fyrir hönd barna og
tengdabarna,
Sigrún Guðbrandsdóttir.
vindi samanborið þann harm, sem
hans nánustu hljóta að bera i
brjósti, einginkona, börn, tengda-
börn og barnabörn. Þeirra sorg er
mér um megn að lina, en einlægar
samúðarkveðjur skulu sendar
þeim frá fjölskyldunni í Hlyn-
gerði 9.
Blessuð sé minning mæts
manns.
Einar Ágústsson.
Hvers vegna spyrjum við öll, en
fáum aldrei svar, hvers vegna eru
okkar kærustu vinir hrifnir á
brott svo snöggt. Ég gat ekki trú-
að að vinur minn Bárður væri
farinn frá okkur, en enginn ræð-
ur sínum næturstað.
Bárður Bárðarson var fæddur
hér í Reykjavík, sonur hjónanna
Bárðar Bárðarsonar sjómanns og
Guðbjargar Magnúsdóttur. Bárð-
ur missti föður sinn þegar hann
var3jaára og ólst hann upp hjá
móður sinni. Hún var ein af þeim
kvenhetjum sem komu stórum
barnahóp til manns af eigin ram-
leik, þvi að i þá daga voru ekki
tryggingar eða ekknastyrkir
komnir til sögunnar. Guðbjörg
hlaut þá uppskeru erfiðis síns að
sjá börn sín verða dugandi þjóð-
félagsþegnar.
Bárður fór ungur að aldri að
vinna hjá Thorsfjölskyldunni,
sem reyndist honum alla tíð með
afbrigðum vel. Sérstaklega sýndi
Ölafur Thors og frú Ingibjörg
kona hans honum mikla ræktar-
semi, og voru honum næstum sem
aðrir foreldrar.
1 tæp 30 ár hafði Bárður það
starf með höndum að aka bifreið-
um hinna ýmsu ráðherra, og tel
ég mig geta fullyrt að hann hafi
átt vinsældum að fagna í þvi
starfi.
Bárður var mikill mannkosta-
maður, ljúfur i lund og hvers
manns hugljúfi, alltaf glaður og
gamansamur, og átti alltaf nóg af
því, sem var bætandi, til að miðla
öðrum.
Bárður var kvæntur Helgu
Guðjónsdóttur og áttu þau 5 börn
sem eru öll uppkomin. Þau hjón
áttu yndislegt heimili að Stangar-
holti 26 Reykjavík og þangað hef-
ur ætíð verið gott að koma. Þau
hjón voru afar samhent og
reyndu alltaf að bæta úr hvers
manns vanda, og allir fóru glaðir
af fundum þeirra.
Ógleymanlegar verða okkur Ár-
dísi margar góðar stundir sem við
áttum með þeim hjónum.
Það er sagt að maður komi í
manns stað, en vandfyllt mun
verða I minni fjölskyldu sæti vin-
ar mins og mágs Bárðar Bárðar-
sonar. Systur minni Helgu, börn-
um þeirra og öðrum ástvinum
votta ég og f jölskylda mín dýpstu
samúð.
Guð blessi minningu hans.
Guðbjörn E. Guðjónsson.
Þegar mér var færð fregnin um
lát Barðar, fannst mér erfitt að
trúa því, að hann væri svo skyndi-
lega farinn frá okkur. Þar fór
drengur góður, drengur sem var
mér bæði kær félagi og góður
vinur, líkt og við værum jafnaldr-
ar, og sannast það hér á mér, að
enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
Ég minnist Bárðar í þau fyrstu
skipti, er ég kom inn á heimili
hans, þessa glaðværa en orðvara
manns, sem vingjarnleikinn geisl-
aði frá, sem var bæði í senn,
ástrikur eiginmaður og góður fað-
ir, sem kenndi börnum sínum að
meta það sem gott er og fagurt.
Margar eru þær ánægjustund-
irnar, er við áttum saman og mörg
voru þau heilræðin, er hann veitti
mér. Það var sama hvort heldur
var að nóttu eða degi, alltaf var
Bárður tilbúinn að rétta hjálpar-
hönd eða liösinna á einn eða
annan hátt, sem hann veitti af
alhug.
Nú er ég kveð Bárð með sökn-
uði í hinzta sinn, bið ég þess að
Alvaldur veiti ?kkju hans og
börnum blessun sína og styrk.
Þ.Þ.
t
Móðír okkar
ÞÓRLEIF NORLAND
lézt I Landspítalanum að kvöldi 1 2. nóvember.
Agnar Norland Sverrir Norland
t
Útför móður minnar,
SESSELJU SIGMUNDSDÓTTUR.
Sólheimum, Grlmsnesi.
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 9. nóvember kl. 3.
Fyrir hönd aðstandenda,
Friða Sigmunds.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VALBORG BJARNADÓTTIR.
Stfgshúsi, Stokkseyri,
verður jarðsungin laugardaginn 1 6. nóv. kl. 1 4 frá Stokkseyrarkirkju.
Synir, tengdadætur og barnabörn.
Systir mín. t SESSELJA ANNA KARLSDÓTTIR
Stigahllð 4
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 16. nóv kl 10.30
f.h. Guðrún Karlsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður okkar,
HELGA HERMANNS EIRÍKSSONAR,
Jóhann Eirlksdóttir, Marta Eirlksdóttir.
Jón Einrlksson.
t
Einlægar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför
MAGNÚSAR SCH. THORSTEINSSON
og virðingu sýnda minningu hans
Sigrlður Briem Thorsteinsson,