Morgunblaðið - 15.11.1974, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1974 35
ÍÞRÓnáFRÍniR MORCUnDSINS
1
Kraftlyft-
ingamót
Meistaramót Reykjavíkur f
kraftlyftingum fer fram í
sænsk-íslenzka frystihúsinu
laugardaginn 30. nóvember n.k.
Hefst mótið kl. 14.30, en kepp-
endur eiga að mæta kl. 13.30 til
vigtunar.
Væntanlegir þátttakendur í
mótinu þurfa að skila þátttöku-
tilkynningum til Ömars Olfars-
sonar, Grettisgötu 53 B, sfmi
27032, ásamt þátttökugjaldi, kr.
250,00, eigi síðar en sunnudag-
inn 23. nóvember n.k.
Haukar á
Akureyri
1. deildar lið Hauka í hand-
knattleik fer til Akureyrar um
helgina og leikur þar við lið
heimamanna, KA og Þór. Leika
Haukarnir fyrst við KA og
hefst sá leikur kl. 20.15 i kvöld,
en á laugardaginn leika Hauk-
arnir við Þór og hefst sá leikur
kl. 15.30.
Víkingur
Opnir tfmar fyrir félaga í
badmintondeild Víkings eru í
Réttarholtsskóla á laugar-
dögum frá kl. 18.00 — 19.40.
Nokkrir hádegistimar lausir á
miðvikudögum f Laugardals-
höllinni.
UL-mót í
badminton
Reykjavíkurmeistaramót
unglinga í badminton verður
haldið 16. og 17. nóvember n.k.
Badmintondeild Vals sér um
mótið, sem fram fer í íþrótta-
húsi Vals við Hlfðarenda.
Undankeppnin hefst á laugar-
dag kl. 13.30 og úrslitaleikir á
sunnudag kl. 14.00.
Þjálfara-
fundur
LAUGARDAGINN 16. nóvem-
ber verður haldinn fundur með
þjálfurum 4. og 5. flokks karla
og 3. flokks kvenna í hand-
knattleik. Er það umsjónar-
þjálfari HSI, Hilmar Björnsson,
sem stendur fyrir fundi þess-
um, og verður þar fjallað um
hinar ýmsu hliðar þjálfunar-
málefnanna, samræmingu
þeirra og fl. Fundurinn verður
haldinn í Félagsheimili Vals
við Hlíðarenda og hefst hann
kl. 13.00.
Ajax vann
HOLLENZKA liðið Ajax frá
Amsterdam tryggði sér í fyrra-
kvöld þátttökurétt í þriðju um-
ferð UEFAEvrópubikarkeppn-
innar í knattspyrnu, þrátt fyrir,
að liðið tapaði fyrir Royal
Antwerp FC frá Belgíu 1:2.
Leikurinn fór fram f Belgfu, en
fyrri leikinn hafði Ajax unnið
1:0 og er því samanlögð marka-
tala úr leikjunum tveimur 2:2,
en Ajax kemst áfram á mark-
inu, sem liðið skoraði á útivelli.
I leiknum í fyrrakvöld var
staðan í hálfleik 1:1. Mörk
Belgfumannanna gerðu Kodat á
40. mín. og Riedl á 61. min., en
Geels gerði mark Ajax á 10.
mínútu.
Ahorfendur voru 45.000.
spyrnan
I FYRRAKVÖLD fór fram einn
leikur í ensku 1. deildar keppn-
inni f knattspyrnu. Chelsea og
Coventry gerðu jafntefli, 3:3.
Markhæstir
MARKHÆSTU leikmenn f
ensku knattspyrnunni eru
eftirtaldir:
1. deild: Lee (Derby) 11,
Francis (Birmingham) Wort-
hington (Leicester) 10, Kidd
(Arsenal), Hector (Derby) og
Macdonald (Newcastle) 9.
2. deild: Graydon (Aston ViIIa)
13, Channon (Southampton) 9,
Busby (Fulham) Hughes
(Sunderland), MacDonald
(Norwich) Osgodd (Southamp-
ton), Pearson (Man.Utd.) og
Wagstaff (Hull) 8.
3. deild: Buckley (Walsall),
McNell (Hereford), Moss
(Chesterfield) og Svarc
(Colchester) 13.
4. deild: Clarke (Mansfield) og
Habbin (Reading) 14.
FIF vann
DANSKA kvennaliðið FIF sigr-
aði tékkneska liðið Gottwaldo
13:10 í fyrri leik liðanna í
Evrópubikarkeppni kvenna i
handknattleik, sem fram fór í
Kaupmannahöfn um síðustu
helgi. Staðan i hálfleik var 7:2
fyrir dönsku stúlkurnar. Mark-
hæst FIF-stúlkna var Anetta
Tullberg með 5 mörk, en mark-
hæst f liði Gottwaldo varð
Foltynova með 8 mörk.
NORSKU meistararnir Refstad,
kepptu fyrri leik sinn við
tékkneska liðið Skoda Pilzen f
Evrópubikarkeppni karla í
handknattleik um sfðustu
helgi. Leikið var í Prag og sigr-
aði Skoda með 21:16, eftir að
staðan hafði verið 11:6 í hálf-
leik.
Eins og skýrt var frá í blað-
inu fyrir helgi, leit um tfma út
fyrir að ekki gæti orðið af leik
þessum, þar sem tékknesk yfir-
völd ætluðu að neita norskum
blaðamönnum um vegabréfs-
áritun. Þau gáfu sig þó á síð-
ustu stundu og fengu blaða-
mennirnir f ararleyfi.
DANSKI hástökkvarinn Jesper
Törring setti nýtt danskt met f
hástökki innanhúss á móti sem
fram fór f Linköping fyrir
skömmu. Stökk hann 2,18
metra og er þetta afrek hans
þeim mun athyglisverðara að
hann stökk á strigaskóm.
Enska knatt-
Norðmenn
töpuðu
rp.. •
1 orring
setti met
Aukin samskipti við Breta í
frjálsum íþróttum
Þrfr tslendingar: örn Eiðsson, völl með tartan eða öðru sambæri-
Svavar Markússon og Sigurður
Helgason sátu hið árlega þing
frjálsfþróttasambands Evrópu,
sem fram fór I Zagreb I Júgó-
slavfu dagana 1.—3. nóvembers.l.
Helztu verkefni þessa þings var
niðurröðun móta fyrir næsta ár
og viðræður þingfulltrúa um sam-
skipti næstu árin. Þá hélt og
stjórn sambandsins marga og
stranga fundi.
Fulltrúar FRl á þinginu átti
viðræður við fulltrúa margra ann-
arra þjóða um samskipti. Aðal-
lega var rætt við fulltrúa Norður-
landaþjóðanna, en einnig mikið
við fulltrúa frá Bretlandseyjum
og írlandi og varð árangur þeirra
viðræðna sá, að telja má nú
öruggt að tekin verði upp frekari
og reglubundnari samskipti við
landslið þessara þjóða. Var t.d.
stungið upp á að fram færi árleg
keppni til skiptis í Irlandi, Wales,
Skotlandi og Islandi. Eftir er að
ganga endanlega frá samningum
um slíka keppni, en fulltrúi írska
sambandsins stakk upp á þvi, að
fyrsta keppnin færi fram á Ir-
landi, en siðan yrói keppt 1977,
1978 og 1979.
Þá hafði landslið Spánverja og
Portúgal mikinn áhuga á að
keppa á tslandi árið 1976. Verður
nánar gengið frá samningum um
þetta í sumar, en þá fer fram einn
riðill Evrópubikarkeppninnar f
Lissabon og verða Islendingar þar
meðal þátttakenda.
Forystumenn FRl telja, að ef
unnt verður að koma á reglu-
bundinni landskeppnissamvinnu
við áðúrnefndar þjóðir, auk
Karlottkeppninnar, sem nú er að
komast á reglubundið stig, megi
segja að ekki skorti verkefni fyrir
frjálsíþróttafólkið, þar sem fyrir
utan þetta er svo þátttaka í
Evrópumótum, Evrópubikar-
keppninni og Olympiuleikunum.
A fundi sem stjórn FRl hélt
með fréttamönnum kom fram, að
brýnast væri nú fyrir islenzkt
frjálsíþróttafólk að fá hér fþrótta-
legu efni. Sögðu þeir, að á þing-
inu hefði oft verið spurt um
hvaða efni væri á völlunum á Is-
landi. Allir héldu að hér væri
komið gerfiefni á vellina, enda nú
svo komið að bezta frjálsiþrótta-
fólkið vill helzt ekki keppa á völl-
um sem ekki hafa slfkar brautir.
Fulltrúar FRl sögðust og hafa
lagt á það áherzlu á þinginu að
kynna afrek íslenzks frjálsíþrótta
fólks i sumar, enda slikt mjög
mikilvægt til þess bæði að koma
þvi inn f mót erlendis og eins til
þess að fá gott frjálsiþróttafólk til
að koma hingað. Sögðu þeir að
afrek Erlends Valdimarssonar f
kringiukasti, 64,32 metrar væri
hátt skrifað, og væri mjög senni-
legt að honum myndu berast boð
um þátttöku í stórmótum næsta
sumar. Hið sama mætti raunar
segja um kúluvarpsafrek Hreins
Halldórssonar og einnig spjótkast
Óskars Jakobssonar en það mun
vera með betri afrekum unglings
í Evrópu í ár. T.d. eiga Finnar,
sem lengi hafa staðið f fremstu
röð spjótkastara, engan ungling
sem kastaði spjóti lengra en
Óskar í ár.
Mót erlendis:
Þau mót erlendis sem íslenzk
þátttaka er þegar ákveðin f á
næsta keppnistímabili eru eftir-
talin:
Evrópumeistaramót innanhúss
í Katowice í Póllandi, 8.—9. marz.
Evrópubikarkeppni karla i
Lissabon i Portúgal, 14.—15. júní.
Evrópubikarkeppni kvenna
sem fram fer i Osijek i Júgóslavíu
15. júní.
Evrópubikarkeppni í tugþraut
og fimmtarþraut kvenna í
Barcelona á Spáni 19.—20. júlí.
Evrópumeistaramót unglinga
sem fram fer 21.—24. ágúst í
Aþenu í Grikklandi.
Norðurlandameistaramót í fjöl-
þrautum sem fram fer i Finnlandi
30.—31. ágúst.
Karlottkeppnin sem fer að
Hátt fall
meistaranna
Erlendur Valdimarsson —
afrek hans opnar honum leið á
stórmótin erlendis.
þessu sinni fram í Tromsö í
Noregi dagana 26.—27. júlí.
Landskeppni Bretland —
Frakkland — Island I tugþraut
sem fram fer í Wales 4.—5.
október.
Iþróttamót hérlendis.
Fjallað var um frjálsiþróttamót
hér innanlands næsta sumar, en
endanlega verður gengið frá dag-
setningu þeirra móta sem fram
fara á vegum FRl á ársþingi sam-
bandsins sem haldið verður á
Akureyri. Er þetta í fyrsta sinn
sem frjálsíþróttaþing er haldið
utan Reykjavikur. Sögðu tals-
menn FRÍ, að af þvi tilefni yrði
lögð sérstök áherzla á að auka
frjálsíþróttastarfið úti á landi.
Einn liðurinn i því yrði tillaga
stjórnarinnar um, að úrvalsflokk-
ur frjálsiþróttafólks færi í hring-
ferð um landið sfðla sumars og
keppti á ýmsum stöðum. Þá hefur
stjórn FRl mikinn áhuga á að
fram fari keppni Reykjavík —
landið, og telur aó áhugavert
væri, að slík keppni færi fram á
hinum nýja velli í Kópavogi.
Óvæntustu úrslitin, sem orðið
hafa í ensku knattspyrnunni, ekki
aðeins á þessu ári heldur í langan
tíma, uróu i fyrrakvöld, er Leeds
United, ensku meistararnir 1974,
töpuðu fyrir 4. deildar liðinu
Chester i leik liðanna í deildar-
bikarkeppninni. Reyndar hefur
Leeds áður fengið ámóta skell í
bikarkeppninni, er liðið tapaði
fyrir Colchester á árunum, sem
frægt er orðið.
Chester, sem er ofarlega í
fjórðu deildinni, hefur ekki tapað
leik á heimavelli sfnum í rúmt ár.
Enginn átti þó von á því, að liðinu
tækist að standast Englands-
meisturunum snúning, hvað þá að
það sigraði með þremur mörkum
gegn engu.
Fyrsta mark leiksins skoraði
miðherji Chester, John James, á
15. minútu. Trevor Storton bætti
öðru marki við á 35. minútu og
þriðja markið kom svo á 58.
minútu. Það gerði John James.
Skemmtilegasti leikurinn í
fyrrakvöld var viðureign
Manchester United og Burnley.
Hrikaleg varnarmistök United
kostuðu liðið það, að tvívegis var
það undir í leiknum, en tvö falleg
mörk, sem Lou Macari skoraði, og
eitt mark Willie Morgan færðu
því sigur. Eins og jafnan þar sem
United er á ferðinni var fjöl-
menni á áhorfendapöllunum, eða
46.269 manns.
I fyrrakvöld gerðu svo Colchest-
er og Southampton markalaust
jafntefli og verða þvi að leika að
nýju en Newcastle vann öruggan
sigur yfir Fulham, 3:0.
Golfsambandið
ARSÞING Golfsambands Islands
verður haldið laugardaginn 16.
nóvember í Þingholti við Berg-
staðastræti. Hefst þinghald kl.
10.00.
Fimleikasambandið
ARSÞING Fimleikasambands Is-
lands verður haldið laugardaginn
16. nóvember að Hótel Esju og
hefst það kl. 14.00.
Lyftingasambandið
ARSÞING Lyftingasambands Is-
lands verður haldið að Hótel Loft-
leiðum láugardaginn 16. nóvem-
ber og hefst kl. 14.00.
Norðurlandaþing.
Þá var á fundinum með frétta-
mönnum fjallað um þing norræna
frjálsíþróttaleiðtoga, er fór fram i
Reykjavík dagana 19.—20. okt. s.l.
Þingið, sem var hið 31. f röðinni
tókst með ágætum. Komu hingað
10 fulltrúar frá öllum hinum
Norðurlöndunum.
Umræður á þingi þessu voru
mjög jákvæðar og gagnlegar og sú
tillaga sem Island lagði mesta
áherzlu á, að efnt yrði til Norður-
landameistaramóts unglinga,
hlaut góðar undirtektir. Málið
verður tekið til endanlegrar af-
greiðslu á næsta þingi sem haldið
verður i Osló, og er áformað að
fyrsta mótið fari fram árió 1976,
og þá i Reykjavik, en síðan yrði
það haldið annað hvert ár.
Jafntefli
UNGVERJALAND og Búlgaria
gerðu jafntefli í landsleik i
knattspyrnu sem fram fór f
Varna í Búlgaríu um síðustu
helgi. Hvorugt liðið skoraði
mark.