Morgunblaðið - 14.12.1974, Síða 2

Morgunblaðið - 14.12.1974, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974 Björn Önundar- son trygginga- yfirlæknir Heilbrigðisráðherra skipaði í gær Björn Önundarson lækni til að gegna embætti tryggingayfir- læknis frá 1. jan. n.k. að telja. Staðan var auglýst laus til um- sóknar 5. okt. s.l. og var sfðan fjallað um umsóknir svo sem lög mæla. Um stöðuna sóttu auk Björns þeir Bergþór Smári, Hall- dór Arinbjarnar, Jón Guðgeirs- —_________________________ son, Magnús Asmundsson og "■f/i WV£RS tR SVONA, MAMMA? Ólafur Jónsson. British Airways hættir íslandsflugi BREZKA flugfélagið British Air- ways hefur ákveðið að hætta flugi milli tslands og Bretlands frá og með 1. janúar nk. Að sögn Joe Kennedys fram- kvæmdastjóra BA á íslandi eru ástæðurnar fyrir þessu samdrátt- ur í farþegaflugi svo og það, að félagið þarf að endurskipuleggja nýtingu þeirrar flugvélategund- ar, sem notuð hefur verið á þess- ari flugleið. Verður skrifstofu fyrirtækisins því lokað hér um áramót. Kennedy sagði, að BA hefði eftir sem áður flugleyfi á þessari ieið og ekki væri útilokað að aftur yrðu teknar upp flugferð- ir hingað þótt ekki yrði það i náinni framtíð. BA hefur flogið 2 ferðir í viku yfir sumartímann bg eina ferð á veturna. Morgunblaðið spurói Örn John- son forstjóra Flugieiða hvort Flugleiðir myndu fjölga ferðum er BA hætti flugi. Örn svaraði því til, að málið væri í athugun, en hann ætti ekki von á ferðafjölgun fyrst um sinn. 319 atvinnulausir ALLS voru 319 manns atvinnu- iausir á öllu landinu 30. nóvem- ber og hafði atvinnulausum fjöig- að um 104 í mánuðinum. Flestir voru atvinnulausir í Reykjavfk, 52, 37 á Vopnafirði, 34 á Stokks- eyri, 32 á Hofsósi og 29 á Eyrar- bakka. Kemur þetta fram í skýrslu Félagsmálaráðuneytisins. Menntamálaráðherra um dr. Braga: Átti ekki annars kost en segja honum upp störfum Mbl. barst f gær svohljóðandi fréttatilkynning frá mennta- máiaráðherra: HINN 9. þ.m. var dr. Braga Jósepssyni veitt lausn frá störf- um deildarstjóra i menntamála- ráðuneytinu. Þar sem það kom í minn hlut að taka þessa ákvörð- un og frásagnir í blöðum und- anfarna daga gætu valdið mis- skilningi, þá mun rétt ég greini frá tildrögum. í bréfi minu til Braga Jóseps- sonar, dags. 6. þ.m. segir: „Ákvörðun þessi er byggð á því að ýmsar athafnir yðar og framkoma hafi verið óhæf og ósamrýmanleg starfi yðar sem deildarstjóra í ráðuneytinu. Má í því sambandi nefna ritgerð yðar i tímaritinu „Heimili og skóli“, 1. tbl. 1974, formála, fjölritun og dreifingu skýrslu dr. Arnórs Hannibalssonar um hjálparkennslu i skyldunáms- skólum, án vitundar ráðherra og ráðuneytisstjóra, svo og ákærubréf yðar til mennta- málaráðherra, dags. 10. október s.l.“ 1 þann mund sem ég tók við ráðherrastörfum las ég grein Braga Jósepssonar i „Heimili og skóli“. Þar er m.a. að finna þessar setningar: „Stjórnunar- legt aðhald menntamáiaráðu- neytisins er yfirborðslegt og fálmandi.“ „Það er ekki fráleitt að fullyrða, að ráðamenn þessa stóra málaflokks standi hrein- lega gegn því að úr verði bætt.“ „Þegar þetta stjórnunarkerfi okkar verður jafn sjúkt, ráð- þrota og steinrunnið eins og raun ber vitni, þá liggur ljóst fyrir, að báknið verður einung- is sterkara til niðurrifs og þjóð- félagslegrar óþurftar." I 28. gr. laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna segir m.a.: „Hann skal forðast að hafast nokkuð það að i starfi sinu eða utan þess, sem er hon- Framhald á bis. 22 Kveikt á jólatrénu í Hafnarfirði A MORGUN, sunnudaginn 15. des. kl. 16.00 verður kveikt á jólatré því, sem Fredriksberg i Danmörku hefir gefið Hafnar- fjarðarbæ. Jólatréð er staðsett áThorsplani v/Strandgötu. Athöfnin hefst með leik Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Sendiherra Danmerkur, herra Svend Aage Nilsen, afhendir tréð. Frú Svava Storr tendrar ljósin. Forseti bæjarstjórnar, Stefán Jónsson, veitir trénu viðtöku. Að lokum syngur Karlakórinn Þrestir. íslenzk geimvísinda- nefnd stofnuð VERIÐ er að undirbúa stofnun sérstakrar geimvisindanefnd- ar fyrir Island og vinnur Rann- sóknarráð rikisins að undir- búningi að sögn Steingrims Hermannssonar. Með því er orðið við tilmælum fjar- könnunarráðstefnunnar, sem haldin var hér í sept. s.l. á vegum Rannsóknarráðs, Raun- vísindastofnunar Hl og verk- fræðideildar, en þar var lagt til, að skipuð yrði nefnd til að gera tillögur um skipulag og notkun upplýsinga frá gervi- hnöttum fyrir islenzkt visinda- starf. Viðræður við Rússa í janúar SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur afiað sér hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna um væntanlegar viðræður milli SH og SlS við Prodintorg, matvælainnkaupa- stofnun Sovétrfkjanna i Moskvu, um sölur á hraðfryst- um fiski frá Islandi á næsta ári, munu viðræður hefjast fljótlega eftir áramótin. íslandsufsi til Þýzka- lands frá Belgíu L“‘“ýá „ALLT bendir til þess, að allur stórufsi frá íslandi, sem landað er i Ostende i Belgíu, sé fluttur beint þaðan í Vestur-þýzkar Silfurslátta Seðlabankans hækkar um 25% SEÐLABANKI Islands hefur nú hækkað söluverð á sérsleginni silfurmynt ( tilefni þjóðhátfðar- innar um 25% eða úr 3200 kr. í 4000 kr., öskjum með tveimur peningum f. Sigurður Örn Einars- son skrifstofustjóri hjá Seðla- bankanum kvað ástæðuna vera Framhald á bls. 22 SKIPVERJAR af vélbátnum Verðanda Kó-40 urðu að yfirgefa skip sitt um kl. 2 í fyrrinótt, þar sem það er strandað á Landeyjar- fjörum. Þá hafði Vestmannaey frá Vestmannaeyjum mistekizt að draga skipið út. Björgunarsveitir S.V.F.I. á Hvolsvelli og I Landeyjum fóru snemma á laugardag á strandstað og biðu þar. Þegar útséð var um að ekki tækist að ná bátnum út, var farið að hugsa um björgun verksmiðjur,“ sagði Ingi- mar Einarsson hjá LlÚ þegar við inntum frétta af sölum í gær. I fyrradag seldi Steinunn RE i Grimsby 30,5 tonn fyrir 2,6 millj. kr. eða 84 kr. kg. I fyrradag seldi Álsey VE í Ostende, 74 tonn fyrir 5 millj. kr. eóa 68,10 kr. kg. Helga Guðmundsdóttir frá Patreksfirði seldi einnig þar 116 tonn fyrir 7,9 millj. kr. eða 68,10 á kg, einnig. Þá seldi Sturlaugur II., Fá- skrúðsfirði, í fyrradag 43 tonn af netaþorski fyrir fyrir 2,6 millj. kr. eða 60,75 á kg, en netaþorskur virðist ekki hentug mark- mannanna. I för með sér höfðu björgunarsveitarmenn jarðýtu og var hún látin ýta upp garði út að Framhald á bls. 22 aðsvara fyrir brezka mark- aðinn. Aðeins þrir bátar eiga nú eftir óselt í Belgíu fyrir jól, en það eru Jón Helgason frá Þorlákshöfn, Gunnar frá Reyðarfirði og Árni í Görðum frá Vestmannaeyj- um. TVEIR menn, sem teknir hafa verið fyrir hrossaþjófnaði fyrir rúmum mánuði, eru nú lausir úr gæzluvarðhaldi. Var þeim sleppt í fyrradag eftir að þeir höfðu setið inni f 30 daga hjá rann- sóknarlögreglunni f Hafnarfirði. Viðurkenndu þeir að hafa stolið 9 hestum, þar af höfðu þeir slátrað 4 hestum og selt kjötið. Þeir viðurkenndu einnig, að hafa ætlað að hefja hrossaþjófnað f stórum stfl, og voru þeir m.a. búnir að athuga með slátrunarað- stöðu í verbúð f Reykjavfk og f Heilbrigðisráðherra Matt- hfas Bjarnason, hélt f gær- kvöldi veizlu f ráðherrabú- staðnum til heiðurs augnlækn- unum Bergsveini Ólafssyni og Kristjáni Sveinssyni fyrir störf þeirra f þágu heilbrigðis- mála og sérstaklega augn- lækningaferðalög þeirra f 40 ár um landið. Að sögn Páls Sigurðssonar ráðuneytisstjóra hefur Bergsveinn ávallt farið á hverju sumri um Austur- land f augnlækningaferðir og Kristján hefur farið um Vest- urland. A myndinni, sem ÓI.K.M. tók f gærkvöldi f ráð- herrabústaðnum, eru frá vinstri: Bergsveinn Ólafsson augnlæknir, Matthfas Bjarna- son heilbrigðisráðherra og Kristján Sveinsson augn- læknir. Garði. Sumir þeirra hesta, sem þeir slátruðu, voru gæðingar, og hafa eigendur þeirra sett fram kröfur sem nema hundruðum þúsunda. Mál mannanna fara á næstunni til saksóknara til ákvörðunar. Eldri maðurinn er úr Reykja- vfk, 43 ára, og sá yngri af Kjalar- nesi 20 ára. Upp komst um þjófnaðina þegar mennirnir komu til Hvammstanga með hross til slátrunar i haust og þóttu ferðir þeirra grunsamlegar. Framhald á bls. 22 Jarðýta notuð við að bjarga mönnunum Hrossaþjófunum sleppt: Viðurkenndu stuld á alls 9 hrossum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.