Morgunblaðið - 14.12.1974, Side 4
Fa
/7 níi.t /./ 'if. i \
iLfft;
22-0-22-
RAUÐARÁRSTIG 31
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLE/Ð/R
Q
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
24460
28810
piONŒen
Útvarp og stereo kasettutæki
HVAÐ GAMALL
TEMUR UNGUR
> SAMVINNUBANKINN
FERÐABILAR
Bílaleiga, sími 81260.
Fólksbílar, — stationbilar, -
sendibílar, — hópferðabilar.
MEKA
JÓLASKEIÐIN 1974
Fæst hjá flestum
skartgripasölum.
Glöggt er það enn
hvað þeir vilja
Á fundi trúnaðarmanna í
Framsóknarflokknum fyrir
tveimur árum lýsti Ólafur
Ragnar Grfmsson, sem þá hafði
ekki farið úr „framsóknar-
fölunum", því yfir að nú réðu
vinstri menn á Islandi f fyrsta
sinni yfir sterkari fjölmiðfi en
Morgunblaðið væri. Hann var
þá nýkjörinn f útvarpsráð, sem
stýrir málum hljóðvarps og
sjónvarps. Sá hugsunarháttur,
sem í þessum orðum fólst og
sfðar endurspeglaðist á maig-
vfslegan hátt f efnisvali og
flutningi hinna rfkisreknu fjöl-
miðla, hefur framkallað
óánægju og andúð almennings,
til sjávar og sveita, f garð
meirihluta núverandi útvarps-
ráðs. Það hefur vissulega ekki
farið fram hjá neinum, að
vinstri menn hafa ráðið hljóð-
varpi og sjónvarpi. Efni, sem
ætlað var ungbörnum, fékk
jafnvel ekki að fara ómengað
áleiðis. Sú almenna gagnrýni,
sem fram hefur komið á efnis-
val þessa fjölmiðils, talar þar
skýru máli.
1 þessu sambandi er þó skylt
að geta þess, að fréttamenn og
fast starfslið eiga hér yfirleitt
ekki hlut að máli. Það hefur
rækt störf sfn af trúmennsku
og óhlutdrægni.
Sem betur fer var takmarkað-
ur jarðvegur fyrir þau frækorn
misnotkunar f Framsóknar-
flokknum, sem róttæk vinstri
öfl reyndu að sá þar. Þau hafa
og sfast ofan f aðrar stjórnmála-
hreyfingar. En þau eru enn til
staðar, enn að verki, þó dagar
þeirra við stjórnvöl ríkisfjöl-
miðla séu senn á enda. Frum-
varp menntamálaráðherra
Framsóknarflokksins um kjör
nýs útvarpsráðs á tvímælalaust
hljómgrunn f hugum alls þorra
almennings f landinu.
Raforka
og jarðvarmi
Orkumál hafa verið tfmafrek
f störfum og umræðum þing-
manna undanfarið. Það kemur
engum á óvart, enda vandræða-
ástand f þeim efnum f flestum
landshlutum, jafnvel hættu-
ástand, eins og þingmenn orð-
uðu það, er orkumál Aust-
firðinga og Norðlendinga voru
nýverið rædd f þingsölum.
Þrátt fyrir brýna þörf hefur
ekkert gerzt f orkumálum
Norðlendinga öll vinstri stjórn-
ar árin. Tvö ár í röð synjaði
vinstri stjórnin um nauðsyn-
legar fjárveitingar til könnun-
ar og undirbúnings Kröflu-
virkjunar, sem er gufuafls-
virkjun. Þar af leiðandi er sú
virkjun mun seinna á ferð en
efni stóðu til. Aðrir valkostir f
virkjunargerð á Norðurlandi
voru með öllu settir til hliðar
öll vinstri stjórnar árin, þó að
æskilegra og hagkvæmara
hefði verið, að myndarleg
vatnsaflsvirkjun á Norðurlandi
hefði verið undanfari eðlilegr-
ar tengingar orkusvæðanna
Sunnan- og Norðanlands. Al-
gjörlega var forsómað að
tryggja fjármagn til gerðar
Norðurlfnu, sem og að skipa
nauðsynlegan framkvæmda-
aðila til þess verks, af orkuráð-
herra vinstri stjórnarinnar. Sú
framkvæmd er því seinna á
ferð en ella. Á sama tfma og
meginhluti raforku á Norður-
landi vestra er dieselfram-
leiddur, með margföldum
kostnaði vatnsorku, var látið
undjr höfuð leggjast að tengja
saman veitusvæði Skagafjarðar
og Skeiðfossvirkjunar, þó að sú
virkjun hefði afgangsorku,
am.k. suma hluta árs. Við-
bótarvirkjun í Skeiðsfossi, sem
leyfð var á þessu ári og nú er að
unnið, gerir þessa samtengingu
enn brýnni og hagkvæmari.
Þessi viðbótarvirkjun f Skeiðs-
fossi hefði getað komið tveimur
árum fyrr, ef óskum Siglfirð-
inga hefði verið fyrr sinnt af
þáverandi orkuráðherra, sem
þýtt hefði mun ódýrari og hag-
kvæmari virkjun.
Það er fyrst nú, eftir
stjórnarskiptin, sem nýr fjör-
kippur kemur f athuganir og
framkvæmdir f raforku- og
hitaveitumálum, þrátt fyrir
mun bágara efnahagsástand en
á árum fyrri stjórnar. En lands-
menn eru reynslunni ríkari og
hún er út af fyrir sig nokkurs
virði.
Nýtt leiðakerfi SVK
Opnun jarðgangna og biðskglis á Digraneshálsi
UM síðustu helgi var tekið f
notkun nýtt leiðakerfi Strætis-
vagna Kópavogs. Eru ferðir SVK
nú tengdar ferðum strætisvagna f
Reykjavfk og hafa skiptimiða-
kerfi SVK og SVR verið sam-
ræmd þannig, að farmiðar gilda
jafnt á báðum stöðum.
Samgöngur innan Kópavogs
verða nú mun greiðari en áður
var. Ferðum verður þannig hátt-
að, að sami vagn fer bæði í vestur-
og austurbæinn. Viðkoma verður
á Digraneshálsi í báðum leiðum,
þannig að farþegi, sem kemur úr
öðrum bæjarhlutanum getur
skipt um vagn þar og komizt beint
til Reykjavfkur án þess að fara
óþarfa hring.
Endastöð Kópavogsvagnanna
hefur til þessa verið f Lækjar-
götu, en verður eftirleiðis á
Hlemmi. Þó verður ekið niður i
Lækjargötu á timabilinu 6.42 til
8.41, þannig að síðasti vagn úr
Kópavogi i miðborgina kemur
þangað laust fyrir kl. 9 á morgn-
ana.
Ferðum SVK hefur verið fjölg-
að verulega. Fara vagnar nú á 12
mínútna fresti í stað þess að fara
á hálftíma fresti eins og áður var.
Um helgina var einnig tekið i
notkun nýtt biðskýli á Digranes-
hálsi og jarðgöng að því. Byrjað
var á göngunum fyrri hluta árs
1972. Göngin eru hönnuð i tækni-
deild Kópavogs, en hugmynd að
skreytingu í göngunum á Benja-
mín Magnússon arkitekt.
Sá hluti ganganna, sem nú
hefur verið tekinn í notkun, er
um 500 fermetrar að stærð, en
gert er ráð fyrir viðbótaráfanga
síðar.
1 biðskýlinu er verzlun, sem
Leikfélag Kópavogs starfrækir.
Þar fer fram sala farmiða og
varzla óskilamuna. Jafnframt
annast leikfélagið eftirlit og
ræstingu ganganna og biðskýlis-
ins, en hvort tveggja verður lokað
um nætur.
Heildarkostnaður við göngin og
biðskýlið nemur nú um 30 millj-
ónum króna. Verulegur hluti þess
fjár greiðist úr ríkissjóði þar sem
hluti þessara framkvæmda telst
til gerðar Hafnarfjarðarvegarins,
sem liggur um Kópavog yfir
Digranesháls.
Á næstunni hefst bygging brú-
ar milli Hábrautar og Alfhólsveg-
ar. Verkið hefur verið boðið út og
verða tilboðin opnuð 17. desem-
ber n.k. Gert er ráð fyrir, að fram-
kvæmdirnar hefjist í janúar n.k.
Gjáin milli Digranesvegar-
brúarinnar og nýju brúarinnar
verður yfirbyggð og er ráðgert að
reisa þar ibúðar- og verzlunarhús,
þar sem ýmis þjónustufyrirtæki
verða. Á nýju brúnni verða þrjár
akreinar og göngubraut. Ekki er
gert ráð fyrir þvi að gangandi
vegfarendur leggi leið sína yfir
Digranesvegarbrúna, heldur er
fólk eindregið hvatt til að fara um
jarðgöngin.
40 ár í Eyjum
Bók Helga í Vesturhúsum
FJÖRUTlU ÁR I EYJUM heit-
ir ný bók, sem Helgi Benónýs-
son frá Vesturhúsum í Vest-
mannaeyjum hefur gefið út og
er þar um að ræða frásagnir úr
atvinnulífi Vestmannaeyja.
Söluumboð bókarinnar er hjá
Ægisútgáfunni. Helgi I Vestur-
húsum kemur víða við i bðk
sinni og kennir þar margra
grasa bæði um sögusvið, sem
nú er horfið undir hraun, og
hitt, sem enn safnar söguþræð-
inum i andrúmi sfnu.
Heigi tileinkar þessa bók
1100 ára afmæli Islandsbyggð-
ar með þætti um landnám Vest-
mannaeyja, 100 ára búsetu
Guðmundar Þórarinssonar og
afkomenda hans í Vesturhús-
úm, 80 ára afmæli frystihúsa á
Islandi meðþættinum um ls-
félag Vestmannaeyja og 50 ára
afmæli Búnaðarfélags Vest-
mannaeyja með þáttum um
ræktun og búnaðarmál. Þá ritar
Helgi ýmsar sagnir frá Eyjum
og ágrip um ýmsa athafnamenn
þar.
Messur á morgun
Dómkirkja Krists Konungs
Landakoti
Lágmessa kl. 8.30 árd. Há-
messa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2 siðd.
Grensássókn
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Sr.
Halldór S. Gröndal.
Kársnesprestakall
Barnaguðsþjónusta í Kárs-
nesskóla klukkan 11 árd. Guðs-
þjónusta i Kópavogskirkju kl. 2
síd. Fjölskyldumessa með helgi-
leik barna. Sr. Árni Pálsson.
Digranesprestakall
Barnaguðsþjónusta i Víghóla-
skóla kl. 2 síðd. Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11 árd. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
Langholtsprestakall
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Sr. Árelius Nielsson. Guðsþjón-
usta kl. 2 síðd. Sr. Árelius
Níelsson. Aðalfundur safnaðar-
ins að iokinni messu. Öska-
stundin kl. 4 sfðd. Sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson.
Laugarneskirkja
Messa kl. 11. — Athugið
breyttan tf-ma. Jólasöngvar
fyrir börn og fullorðna. —
Stuttur helgileikur. Barnakór
úr Laugarnesskóla undir stjórn
Daníels Jónassonar söng-
kennara. Sr. Garðar Svavars-
son.
Dómkirkjan
Messa kl. 11 árd. Sr. Öskar J.
Þorláksson. Messa kl. 2 siðd. Sr.
Þórir Stephensen. Barnasam-
koma kl. 10.30 i Vesturbæjar-
skólanum við Öldugötu Sr. Þór-
ir Stephensen.
Stokkseyrarkirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30
árd. Sóknarprestur.
Árbæ j ar prest akal I
Guðsþjónusta í Árbæjar-
kirkju kl. 2 sd. Athugið breytt-
an messustað. Af óviðráðan-
legum orsökum fellur barna-
samkoma i Arbæjarskóia niður.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
Frfkirkjan Hafnarfirði
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta kl. 2 síðd.
Aðventukvöld kl. 8.30 siðd.
Fjölbreytt efnisskrá. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Fríkirkjan Reykjavfk
Barnasamkoma kl. 10.30.
Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2
síðd. Sr. Þorsteinn Björnsson.
Breiðholtsprestakall
Guðsþjónusta í Breiðholts-
skóla klukkan 2 síðd. Barnakór
Laugarnesskóla syngur. Barna-
samkoma í Breiðholts- og fella-
skóla kl. 10.30 árd. Sr. Lárus
Halldórsson.
Ásprestakall
Barnasamkoma kl. 11 í
Laugarásbíói. Messa á sama
stað klukkan 1.30 síðd. Sr.
Grimur Grimsson.
Hafnarf jarðarkirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11
árd. Sr. Garðar Þorsteinsson.
Fíladelf ía Reykjavfk
Safnaðarguðsþjónusta kl. 2
siðd. Almenn guðsþjónusta kl.
8 siðd.
Neskirkja
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Sr. Frank M. Halldórsson.
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sr.
Jóhann S. Hlíðar.
Félagsheimilið Seltjarnarnesi
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Sr. Jóhann S. Hlíðar.
Keflavíkurkirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11
árd. Björn Jónsson.
I nnri-N j arðvf kurkirkj a
Messa kl. 2 siðd. (Þess er
vænzt, að væntanleg fermingar-
börn mæti ásamt foreldrum sín-
um). Sr. Björn Jónsson.
Háteigskirkja
Lesmessa kl. 9.30. Barnaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Séra
Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2
Séra Jón Þorvarðsson.
Elliheimilið Grund
Messa kl. 14. Séra Sveinn Ög-
mundsson. Félag fyrrverandi
sóknarpresta.
Sigluf jarðarkirkja
Messa kl. 2 síðdegis. —
Sóknarprestur.
Bústaðakirkja
Barnasamkoma kl. 11
árdegis. Guðsþjónusta kl. 2 sið-
degis. Sr. Ólafur Skúlason.
Hallgrfmskirkja
Fjölskyldumessa kl. 11 árd.
— Helgileikur verður fluttur í
guðsþjónustunni. Sr. Ragnar
Fjaiar Lárusson. Guðsþjónusta
kl. 4 síðd. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson messar. Altarisganga.
Kirkjukaffi eftir messu i Safn-
aðarheimilinu á vegum Kristi-
legra skólasamtaka og Kristi-
legs stúdentafél. Sóknarprest-
ar.