Morgunblaðið - 14.12.1974, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974
UPP
SKAL ÞAÐ
Sjálfboðaliða
Draumur
að rœtast
Með fjárstuðningi og mikilli
sjálfboðavinnu er nú lang-
þráður draumur að rætast.
Betur má ef
duga skal
vantar til ýmissa starfa,
laugardagkl. 13.00.
Ný sérútgáfa á
Lilju Eysteins
BOKAUTGAFAN Stafafell hefur s<)n hafi ort Lilju um árið 1350 og
sent frá sér nýja sérútgáfu á Lilju
Eysteins Asgrímssonar, munks.
Útgáfuna annaðist Gunnar Finn-
bogason, cand. mag.
Talió er, að Eysteinn Asgrims-
Gunnar M. Magnúss
er elzta þekkta handritið af Lilju
frá 14. öld (Bergsbók) og prýða
myndir af siðum handritsins
þessa nýju útgáfu.
Gunnar Finnbogason skrifar
formála fyrir bókinni og einnig
eru birtar skýringar með hverju
erindi, en þau eru 100 talsins, ort
undir hrynhendum hætti, sem sið-
an hefur verið nefnt Liljulag,
enda „öll skáld vildu Lilju kveðið
hafa“.
Teikningu á band og titilblað
útgáfunnar gerði Bjarni Jónsson,
listmálari, en bókin var prentúð í
Steindórsprenti og bundin inn
hjá Nýja bókbandinu. Bókin er
114 blaðsiður að stærð og gefin út
í sama smábrotinu og ýmsar aðrar
perlur, sem Stafafell hefur gefið
út.
Helgi Einarsson i verzlun sinni. Ljósm. Mbl. Emelfa.
Ný verzlun með gler- og
kristalvörur frá Italíu
Bærinn á strönd-
inni í endurútgáfu
BÓKAÚTGÁFAN SETBERG
hefur gefið út nýja útgáfu á
sögu Gunnars M. Magnúss.
Bærinn á ströndinni, sem fyrst
kom út árið 1939. Teikningar
Tryggva Magnússonar eru og
prentaðar með þessari útgáfu.
Bærinn á ströndinni ber
undirtitilinn Saga úr lífi Jóns
Gunnarsonar, sem eraðalsögu-
hetjan ásamt Guðrúnu Lukku,
en þau eru bæði 12 ára þegar
sagan hefst og hefur verið
komið fyrir á bænum á strönd-
inni.
Sagan er ætluð jafnt börnum
og unglingum og sem fyrr er
mikill fengur að teikningum
Tryggva. Bókin er 1 35 bls. að
stærð og er prentuð í Setbergi.
NVLEGA opnaði Helgi Einarsson
verzlun með kristal- og glervörur
að Skólavörðustfg 4. Helgi var
áður með húsgagnaframleiðslu f
Brautarholti og húsgagnaverzlun
að Laugavegi 164, en nú hefur
hann eingöngu snúið sér að gler-
og kristalvörunum og opnað þessa
verzlun á Skólavörðustfgnum.
Kristallinn sem Helgi býður
upp á er frá Feneyjum. Hann er
litaður og settur saman úr mörg-
um einingum, þannig að ljósbrot
eru á hina margvíslegustu vegu.
Kristallarnir eru frá fyrirtækinu
Murano á Italiu, sem er það
stærsta sinnar tegundar þar I
landi. Framleiðir fyrirtækið aðal-
lega vasa, skálar, glös, bakka,
kertastjaka, lampa og jafnvel
skúlptúr. Allir þessir hlutir eru
handunnir og því engir tveir eins.
Þá býður Helgi einnig glervöru
sem nýlega er farið að vinna, að
undirlagi listamannsins Cozzutti
Natale. Hann fær listamenn til að
Hj'álpar-
tæki
HÖFUM
FYRIRLIGGJANDI
ÚRVAL AF
TÆKJUM TIL
ENDURHÆFINGAR
til notkunar
í heimahúsum
og á stofnunum.
Einnig tæki til þess
að létta lömuðum störfin
heimafyrir
og á vinnustað.
REMEDIA HF\
lækningatækjaverzlun,
Miöstræti 12.
S. 27511 — 27632.
gera myndir, sem hann síðan mál-
ar á glerið með sérstakri aðferð.
Er glerið hitað í 800 gráður,
mynstur og form þrykkt á og
síðan er myndin máluð og auk
þess stundum skreytt gulli og
silfri. Eru þannig gerð málverk,
skálar og ýmislegt fleira.
Tregt hjá Vest-
fjarðaskipum
AÐ því er segir f yfirlitsfrétt
skrifstofu Fiskifélags fslands f
Vestfirðingafjórðungi, þá voru
gæftir sæmilega góðar í nóvem-
ber en tregfiski allan mánuðinn,
bæði hjá línubátum og togurum.
Greinilegt sé, að ennþá hafi eng-
inn fiskur gengið á Vestfjarða-
mið, og ástandið að þessu leyti
mjög svipað og var um sama leyti
á sfðasta ári.
Heildaraflinn i mánuðinum var
3.804 lestir, en var 3.717 lestir á
sama tima i fyrra. Afli línubát-
anna varð 2.024 lestir í 421 róðri
eða 4.8 lestir að meðaltali i róðrL
Er það sami meðalafli og í fyrra,
en þá var línuaflinn 2.151 lest I
448 róðrum.
1 mánuðinum stunduðu 30 bát-
ar bolfiskveiðar, 23 reru með linu,
en 7 stunduðu togveiðar. — Afla-
hæsti línubáturinn var Tálkn-
firðingur frá Tálknafirði með
140.8 lestir í 24 róðrum. Af tog-
skipum var Bessi frá Súðavík
aflahæstur með 335.8 lestir i 4
veiðiferðum, en Bessi var einnig
aflahæstur i sama mánuði i fyrra.
Sumargjöf berst gjöf
SIGRÍÐUR Þorláksdóttir, sem nú
dvelst á Elli- og hjúkrunarheimil-
inu Grund, hefur fært Barnavina-
félaginu Sumargjöf veglega pen-
ingagjöf til minningar um dóttur
sina, Ebbu Þorláks, sem dó á 6.
aldursári, 20. maT 1936. Frá
þessu er skýrt í fréttatilkynningu
frá Sumargjöf.
Stjórn Sumargjafar metur mik-
ils gjöf þessa og þann hug sem a<5
baki liggur. Færir stjórnin gefand-
anum innilegar þakkir og árnaS-
aróskir.
Stjórnin hefur ákveSiS, aS gjöf-
in renni til MenntunarsjóSs
Sumargjafar, sem m.a. er ætlaS
aS stuSla aS þvi, aS unnt sé aS
veita talkennslu þeim bömum á
heimilum Sumargjafar, sem þess
þurfa.
5000 ferða-
r
menn og Is-
lendingar í
meirihluta
1 nóvembermánuði s.l. komu
alls 4958 ferðamenn til landsins,
þar af voru útlendingar 2220, en
Islendingar 2738. Það fer því ekki
milli mála, að landinn er dugleg-
ur við að ferðast enn. Langflestir
voru útlendingarnir frá Banda-
rikjunum eða 1029, 195 komu frá
Stóra-Bretlandi, 169 frá Svíþjóð,
150 frá Danmörku og frá Vestur-
Þýzkalandi 124. Frá örðum þjóð-
um komu færri en 100 ferða-
Framhaldsaðalfundur:
Framhaldsaðalfundur Heimdallar S.U.S. verður haldinn laugardaginn
14. desember n.k. i Miðbæ við Háaleitisbraut kl. 1 4.00.
Dagskrá:
1. Kjör í fulltrúaráð Heimdallar fyrir starfsárið 1 974—1 975.
2. Afgreíðsla stjórnmálaályktunar.
3. Önnur mál.
Félagar eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Sjálfstæðisféiag Garða-
og Bessastaðahrepps
Aðalfundur félagsins verður haldinn að Garðaholti mánudaginn 16.
desember kl. 21.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Hitaveitumál. Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri flytur erindi og svarar
fyrirspurnum.
Stjórnin.